Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FLÓÐIN í Hvítá og Ölfusá fyrir jólin eru ekki einsdæmi, að sögn Árna Snorrasonar, forstöðumanns Vatnamælinga Orkustofnunar. Morgunblaðið hafði fregnir af því að ýmsir veltu því fyrir sér hvort rekja mætti flóðin til breytinga t.d. í farvegum til fjalla því ekki var ís- stíflum fyrir að fara í ánum í byggð. Árni sagði að mikil flóð hefðu komið áður á vatnasviði Hvítár/ Ölfusár, þótt árnar hefðu verið lausar við ísstíflur. Flóð sem kom í Ölfusá í mars 1930 var t.d. talsvert meira en flóðið nú. Vatnsborðið 1930 hafi stigið einhverjum tugum sentimetra hærra við Selfoss en nú. „Flóðið 1930 var örugglega með mestu flóðum sem þálifandi menn mundu eftir og varð við svip- uð skilyrði og nú, enginn ís í ánni að ráði líkt og nú,“ sagði Árni. Hann sagði að einnig hefðu orðið mikil flóð 1948, 1960 og 1962. Landnotkun er mikið breytt Orkustofnun ætlar að gera út- breiðslukort af flóðunum fyrir jólin til þess að fá sem gleggstar upplýs- ingar um við hvers konar vanda er að etja í svona flóðum. Kortin verða gerð í samvinnu við Al- mannavarnir, skipulagsyfirvöld og Vegagerðina, að sögn Árna. „Það er mjög gott að fá aðstoð frá bændum til þess að kortleggja sem best hvað vatnið fór víða,“ sagði Árni. Hann sagði að kortið yrði góður grunnur til að meta hvar vatn kynni að fara yfir og eins til að skipuleggja viðbrögð ef von væri á flóðum. Árni sagði að upp- lýsingar af þessu tagi skorti á vatnasviði Hvítár. Einnig vantaði útbreiðslukort flóða víðar, t.d. í Borgarfirði, Skagafirði, Eyjafirði og við Skjálfandafljót. „Landnotkun er orðin allt öðru vísi en hún var fyrir nokkrum ára- tugum. Það eru t.d. komnir sum- arbústaðir úti um allt og hross höfð mjög víða,“ sagði Árni. Það er þekkt frá fornu fari að Sunnlendingar byggðu bæi sína á því sem kallað var hávaðar. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson nefndu t.d. í ferðabók sinni að byggt væri á holtunum því ágangur væri frá ánum. Árni sagði að nú hefði sést talsvert af útihúsum sem voru um- flotin vatni eða flæddi því þau voru ekki byggð á hávöðum. Verið að undirbúa kort af útbreiðslu flóðanna Morgunblaðið/RAX Stórflóð Þegar mest gekk á voru sumir bæir likastir eyjum í hafinu. Í HNOTSKURN » Flóð á vatnasviði Hvítárog Ölfusár eru ekki ný af nálinni. Til dæmis er talið, að flóðið í Ölfusá 1930 hafi verið meira en nú fyrir jól en þá eins og nú var áin íslaus. Í annan tíma má hins vegar rekja flóð- in til mikilla klaka- eða ís- stíflna í ánum. » Til að menn hafi sem best-ar upplýsingar um afleið- ingar flóðanna hefur Orku- stofnun ákveðið að láta gera kort af flóðunum fyrir jól og afleiðingum þeirra TALSVERÐUR erill var hjá lögreglunni í Keflavík í gærnótt. Kveikt var í nokkrum fiskikörum í Grindavík á tólfta tímanum en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Skömmu eftir brunann stöðvaði lögreglan bifreið í Grindavík en ökumaður og farþegi voru grunaðir um fíkniefnamisferli. Við leit í bílnum fundust 12 grömm af amfetamíni, og voru ökumaður og farþegi fluttir á lög- reglustöð til skýrslutöku, en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að selja efnin. Á sjötta tímanum á laugardagsmorgun handtók lög- regla svo tvo menn í Keflavík vegna gruns um fíkni- efnamisferli. Við nánari leit fundust munir sem tengj- ast innbroti í bifreiðar og voru mennirnir vistaðir í fangageymslum meðan rannsókn fór fram. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af ölvuðum ungum manni á Ægisgötu í Keflavík undir morgun. Hann hafði hótað að henda sér í sjóinn en endaði í fangaklefa þar sem hann svaf af sér áfengisvímuna. Eldur og fíkniefni í Grindavík Ljósmynd/Stella TALSMAÐUR neytenda hefur óskað eftir upp- lýsingum frá flug- félögunum Ice- landair og Iceland Express um tekjur félagana vegna skatta og gjalda sem tengd eru farmiðakaup- um, auk þess sem spurt er um hversu háa upphæð félögin hafi greitt í skatta og gjöld í kjölfar slíkr- ar innheimtu. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir aðspurður að tilefni fyr- irspurnarinnar séu fullyrðingar sem m.a. fram komi í grein í fréttabréfi Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), og fyrirspurnir sem hann hafi fengið í kjölfarið. Í fréttabréfi FÍB segir m.a.: „Nú er svo komið að þessi tvö flugfélög [Icelandair og Iceland Express] inn- heimta rúmlega tvöfalt hærri upp- hæð undir heitinu „skattar og gjöld“ heldur en þau skila til flugvalla og opinberra aðila sem raunverulegum sköttum og gjöldum. Í sumum tilfell- um taka þau margfalda skattupp- hæðina.“ Gísli vildi ekki fullyrða að munur væri á innheimtu félagana og því sem þau síðan greiddu en sagði rétt að kanna hvort svo væri. Hann reiknar með því að fá svör við fyr- irspurnum sínum í janúar, en vildi ekki slá föstu hver viðbrögðin gætu orðið, kæmi í ljós að félögin hefðu innheimt hærri upphæðir en þau svo hefðu greitt. Vill upplýs- ingar frá flugfélögum Gísli Tryggvason SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað fjórum sinnum út frá föstudagskvöldi fram á aðfaranótt laugardags vegna elds í blaðagám- um. Að sögn varðstjóra var kveikt í fyrsta gáminum kl. 20.30 og til- kynnt um þann síðasta kl. 3.30 um nóttina. Talið er að ungmenni hafi kveikt í gámunum en greiðlega gekk að slökkva í þeim þegar slökkvilið kom á staðinn. Gámarnir voru allir aust- arlega á höfuðborgarsvæðinu; einn í Mosfellsbæ, annar í Norðlingaholti, þriðji við Selásskóla og fjórði við Foldaskóla. Af gefnu tilefni verða allir blaðagámar tæmdir fyrir ára- mót. Kveikt í fjórum blaðagámum DANA Cowin, aðalritstjóri banda- ríska tímaritsins Food & Wine, spáir því í samtali við bandaríska dagblaðið USA Today, að matvæli frá Íslandi verði vinsæl þar í landi á næsta ári. Hún nefnir sérstak- lega íslenskt vatn, skyr og lamba- kjöt. Cowin segist telja, að Skandin- avía verði „hinn nýi Spánn“ í bandarískri matarmenningu. „Það eru nokkrir frábærir mat- reiðslumenn í þessum heimshluta og þeir hafa gert tilraunir með hráefni þaðan og þeir blása nýju lífi í matinn þeirra, eins og mat- reiðslumenn gerðu og gera enn á Spáni,“ segir Cowin. „Ég hélt, að ég hefði kynnst öll- um nýjum innflutningi frá öðrum löndum en þar skjátlaðist mér. Ég tel, að á næsta ári munum við fá að kynnast og reyna íslenska framleiðsluvöru, sem mun þá ekki síst njóta vinsælda vegna hrein- leikans. Í því sambandi nefni ég ís- lenska vatnið, skyrið og lamba- kjötið. Við munum líka fá að kynnast matvælum frá Afríku en þaðan hafa þau ekki komið sem neinu nemur,“ sagði Dana Cowin meðal annars. Spáir íslensk- um matvæl- um vinsæld- um 2007 HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur sýknað leiðsögumann af kæru fyrir að hafa í fyrra hótað starfs- manni upplýsingamiðstöðvar þjóð- garðsins í Skaftafelli og beint að hon- um vasahnífi með ógnandi hætti. Starfsmaðurinn kvaðst hafa verið nýbúinn að hleypa hópi erlendra gesta með leiðsögumanni í gestastof- una í Skaftafelli. Þá kom umræddur leiðsögumaður ásamt öðrum að af- greiðsluborðinu. Voru þeir mjög óánægðir yfir að erlendi leiðsögu- maðurinn fengi að vera með hóp í gestastofunni og halda þar erindi. Starfsmaðurinn sagði að annar leið- sögumaðurinn hefði dregið sig í hlé en hinn dregið upp hníf og sagst ætla að ráðast á útlendu gestina í gesta- stofunni. Starfsmaðurinn kvaðst hafa tekið þessu sem óviðeigandi gríni. Leiðsögumaðurinn kom aftur, tók upp hnífinn og beindi að starfs- manninum sem upplifði það sem ógn gegn sér. Sakborningurinn neitaði sakar- giftum og sagðist ekki hafa beint hnífnum að starfsmanninum. Þá sagðist hann ekki minnast þess að hafa tekið hnífinn tvisvar upp. Í nið- urstöðu dómsins segir að engin vitni hafi verið að þessum samskiptum. Maðurinn hafi frá upphafi staðfast- lega neitað því að hafa haft í frammi þessa háttsemi. Því standi orð gegn orði og ósannað að maðurinn hafi gerst sekur um háttsemi þá sem greinir í ákæru. Sækjandi var Páll Björnsson sýslumaður og verjandi Kristín Ed- wald hrl. Ragnheiður Bragadóttir dómstjóri kvað upp dóminn. Sýknaður af ákæru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.