Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞÓRI Oddssyni vararíkislög-
reglustjóra var á föstudag veitt
heiðursviðurkenning í tilefni af
starfslokum hans hjá embætti rík-
islögreglustjóra, en hann hefur
starfað hjá embættinu frá stofnun
þess 1. júlí 1997.
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri þakkaði Þóri fyrir sam-
starfið og afhenti honum heið-
urspening úr gulli fyrir framlag til
löggæslumála í landinu, að því er
fram kemur á vef lögreglunnar.
Heiðurspeningurinn var gefinn
út af ríkislögreglustjóra í tilefni af
200 ára afmæli hinnar einkenn-
isklæddu lögreglu árið 2003 og var
hann sleginn í 50 númeruðum ein-
tökum. Þórir fékk heiðurspening
númer 3.
Áður hafa hlotið til eignar slíkan
heiðurspening Sólveig Péturs-
dóttir, fyrrverandi dóms- og kirkju-
málaráðherra, og Sigurjón Sig-
urðsson, fyrrverandi lögreglustjóri
í Reykjavík, auk þriggja erlendra
einstaklinga, að því er fram kemur
í frétt á vef lögreglunnar.
Þakkaði samstarfið Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri (t.h.) þakk-
aði Þóri Oddssyni samstarfið á liðnum árum við starfslok á föstudag.
Fékk viðurkenningu
ríkislögreglustjóra
MIKIL viðbrögð hafa orðið við af-
töku Saddams Hussein um heim all-
an. Utanríkisráðherra segir að virða
verði lögmæta niðurstöðu íraskra
dómstóla þó stjórnvöld séu andvíg
dauðarefsingum en forystumenn ís-
lenskra stjórnmálaflokka óttast allir
afleiðingar aftökunnar.
„Við leysum ekki vandann í Írak
með því að taka Saddam Hussein af
lífi. Persónulega er ég á móti dauða-
refsingum og hef alltaf verið,“ segir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hún segir að alltaf megi búast við því
að ofbeldismenn noti aftökuna sem
skálkaskjól fyrir ofbeldisverk.
Íslensk stjórnvöld eru mótfallin
dauðarefsingum og eiga aðild að al-
þjóðasamningum þess efnis, segir
Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-
ráðherra. „En dómstólar í Írak hafa
fellt þennan úrskurð, og þar í landi
er heimild til dauðarefsinga í lögum,
og lögmætur dómstóll sem fellir
þann úrskurð. Við virðum þá niður-
stöðu.
Ég óttast að til skemmri tíma litið
geti þessi aftaka aukið á hörmung-
arnar í Írak, en tel ekki að það verði
þannig til lengri tíma litið, það hefur
legið í loftinu um sinn að þetta yrði
með þessum hætti.“
Óttast píslarvætti
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, segist
óttast að Saddam Hussein verði
gerður að píslarvotti í kjölfar aftöku
hans í gærnótt.
„Ég fyllist alltaf ónotakennd þeg-
ar ríkisvaldið stendur fyrir aftökum
á fólki hvar sem það er og hvað sem
það hefur af sér brotið og það átti við
í þessu tilviki eins og öðrum,“ segir
Ingibjörg. „Ég óttast að aftakan
muni ekki bæta ástandið í Írak og tel
að betur hefði farið að Saddam hefði
þurft að svara fyrir allar sínar ávirð-
ingar í eðlilegri réttarhöldum. Það
hefði aukið líkur á því að sátt næðist
milli stríðandi fylkinga í landinu.“
Ögmundur Jónasson, formaður
þingflokks Vinstri-grænna segir að
Saddam Hussein hafi verið illvígur
harðstjóri og til hans megi rekja
hrottaleg ofbeldisverk. „Væri farið
að kennisetningunni „auga fyrir
auga og tönn fyrir tönn“ mætti ef-
laust réttlæta að hann væri látinn
gjalda með lífi sínu en það er ekki
leiðin út úr vítahring ofbeldis og hat-
urs og ég óttast að aftaka Saddams
Hussein verði sem olía á ófriðarbálið
í Írak og það til langs tíma. Aftaka
Saddams Hussein varpar ekki aðeins
ljósi á hann sjálfan, heldur á böðla
hans einnig, frumstæða grimmd
þeirra og vanmátt frammi fyrir við-
fangsefni sínu að lægja öldur í stríðs-
hrjáðu landi. Þeir
hugsa með of-
beldishnefanum
líkt og Saddam
gerði sjálfur.“
Guðjón Arnar
Kristjánsson, for-
maður Frjáls-
lynda flokksins,
segir að þrátt fyr-
ir að Saddam hafi,
sem forystumað-
ur þjóðar verið harðstjóri og illvirki
að mörgu leyti þá sé það óvíst hvort
aftaka hans muni bæta ástandið í
Írak. „Maður hefur af því áhyggjur
að aftakan geti jafnvel haft þau áhrif
að átökin þar í landi harðni enn frek-
ar og íraska þjóðin hefur þurft að
þola nógu mikið á undanförnum ár-
um þótt ekki sé á það bætt.“
Stjórnvöld virða niður-
stöðu íraskra dómstóla
Sjónvarpað Íraskur drengur horfir á útsendingu frá undirbúningi aftöku Saddam Husseins á bar í Bagdad.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Ögmundur
Jónasson
Valgerður
Sverrisdóttir
Guðjón Arnar
Kristjánsson
Bagdad. AP, AFP. | Skömmu fyrir
dögun í gær, um klukkan sex að
staðartíma, um klukkan þrjú að ís-
lenskum tíma, var Saddam Huss-
ein, fyrrverandi forseti Íraks,
hengdur í Bagdad. Aftakan fór
fram í gömlum höfuðstöðvum hers-
ins á valdatíma Saddams og sagði
sjítinn og lögmaðurinn Sami al-
Askari, sem var viðstaddur heng-
inguna, að staðurinn hefði táknrænt
gildi því hann hefði verið miðstöð
pyndinga og lífláta í tíð Saddams.
Jafnvel böðlarnir dönsuðu af
gleði eftir henginguna. Sjítar fögn-
uðu aftökunni með því að dansa á
götum úti en súnní-arabar for-
dæmdu viðburðinn.
Aftakan tekin upp
Aðeins Írakar voru viðstaddir
henginguna. Embættismenn, sem
fylgdust með aftökunni, sögðu að
Saddam hefði verið ögrandi til síð-
ustu stundar. Dómarinn Moneer
Haddad sagði að Saddam hefði sagt
að hann óttaðist engan. Saddam var
klæddur í hvíta skyrtu og svo var
svartur hálsklútur settur um háls
honum. Saddam neitaði því hins
vegar að hetta yrði sett yfir höfuð
hans.
Íraska sjónvarpið sýndi síðar frá
því er snara var sett um háls Sadd-
am, og ennfremur var lík hans sýnt
eftir aftökuna. Gert er ráð fyrir að
myndband þetta verði sýnt í heild
sinni síðar. Ekki er vitað hvar hann
verður grafinn, en dætur hans vildu
að það yrði í Jemen, a.m.k. til
bráðabirgða.
Vildi ekki
hettu um
höfuðið
Reuters
Henging Írösk sjónvarpsstöð sýndi
í gær myndir af því er snöru var
brugðið um háls Saddam.
5. NÓVEMBER sl. var Saddam Huss-
ein, fyrrverandi forseti Íraks, dæmdur
til dauða fyrir glæpi gagnvart mann-
kyninu, þegar hann fyrirskipaði líflát
148 sjíta, í þorpinu Dujail, norður af
Bagdad 1982. Áfrýjunarréttur í Írak
staðfesti dóminn 26. desember og hon-
um var fullnægt í fyrrinótt þegar hann
var hengdur í Bagdad.
Saddam var 69 ára, fæddur í Awja,
norður af Bagdad, 28. apríl 1927. 20
árum síðar gekk hann í Baath-flokkinn
og var leiðtogi hans í 24 ár eða frá
1979 til 2003. Baath-flokkur Saddams
hélt ólíkum þjóðar- og trúarbrotum
fyrst og fremst saman með því að beita
harðneskjulegum stjórnarháttum, lét
t.d. skera eyru af liðhlaupum og háls-
höggva gleðikonur, og með því að
verðlauna þá ríkulega sem sýndu hon-
um tryggð, kom t.d. vinum og ætt-
mennum fyrir á æðstu stöðum. Sjálfur
lifði hann í vellystingum eftir að hann
komst til valda, kvæntist þrisvar og
eignaðist sex börn.
Fyrst vakti Saddam athygli þegar
hann varð að flýja land eftir að hafa
tekið þátt í að reyna að myrða íraska
herforingjann Abdul Karim Qassem
1959. Tilraunin mistókst og Saddam
var í útlegð í Kaíró í fjögur ár. Þegar
Baath-flokkurinn náði loks völdum
1968 var Saddam næstæðsti maður
flokksins og tók við af Ahmad Hassan
al-Bakr 1979. Saddam leiddi Írak í
blóðugu stríði við Íran 1980 til 1988.
Eftir Persaflóastríðið 1991 fór að halla
undir fæti og Bandaríkjamenn hand-
tóku hann 2003.
Ferill harðstjóra
AP
Örlagaríkt Saddam Hussein réðst inn í Kúveit 1990, en sú ákvörðun
hans reyndist örlagarík. Hér er hann með breskum dreng 23. ágúst
1990, einum Vesturlandabúanna sem lokuðust inni í Írak.
Reuters
Fallið Bandarískur hermaður fylgist með er styttunni af Saddam var
steypt í Bagdad 9. apríl 2003, daginn sem valdatíma Saddams lauk.