Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 25
Tryggvagötu 28 Rvík sími 552 5005
Hamraborg 10 Kóp. sími 554 4414
Kringlan • Sími 533 4533
Smáralind • Sími 554 3960
Laugavegi 80 • Sími 561 1330
Óskum viðskiptavinum okkar
árs og friðar og þökkum
viðskiptin á árinu
Samkvæmt okkar dagatali, sem varinnleitt af bolsévikum 1917, höldumvið nýársfagnað 1. janúar og síðankoma jólin 7. janúar,“ segir Sergey
Gushichin, starfsmaður í rússneska sendi-
ráðinu.
„Við kaupum jólatré svona þremur dögum
fyrir nýár og skreytum það strax. Nýárs-
dagur er fjölskylduhátíð í Rússlandi eins og
jólin eru hér á Íslandi,“ heldur hann áfram.
„Við sitjum saman við borðið og njótum
nýársmatar. Í matinn eru ýmiss konar salöt,
t.d. síldarsalat og eggjasalat, mandarínur eru
mikilvægur hluti borðhaldsins.
Mandarínur eru ræktaðar í Abkhazía-
héraði í Kákasusfjöllum. Þar er hlýtt og þar
er mandarínum safnað einmitt á þessari ár-
stíð.
Einnig er kampavín nauðsynlegt í borð-
haldinu. Á slaginu 12 horfum við á ávarp for-
seta Rússlands í sjónvarpinu og svo þegar
klukkurnar í Kremlarturni byrja að slá tólf
þá lyftum við glösum og skálum fyrir nýju
ári í kampavíninu. Þetta er venja í öllu Rúss-
landi.
Fyrir byltinguna 1917 var jólum fagnað á
allt öðrum tíma eftir öðru tímatali en gilti í
Evrópu. Þá komu jólin 7. janúar og nýárs-
fagnaðurinn var 14. janúar. Bolsévíkar hófu
að halda nýársfagnaðinn á sama tíma og
tíðkaðist í Evrópu en jólin héldu áfram að
vera 7. janúar. Nú eiga Rússar tvo nýárs-
fagnaði, annan 1. janúar og hinn 14. janúar í
minningu þeirrar hefðar sem var fyrir bylt-
inguna. Næstum allir í Rússlandi halda upp
á báða dagana. Þetta er því mikil hátíð. Á
síðasta ári ákvað rússneska ríkisstjórnin að
hafa frídaga frá 30. desember til 8. janúar.
Þannig fær fólk 12 frídaga og þarf ekki að
fara til vinnu.
Á nýárskvöld þegar klukkan slær tólf ósk-
ar fólks sér einhvers um leið og klukkur
Kremlar hringja og drukkið er út kampa-
vínsglasinu. Einnig er sú trú ríkjandi að hið
nýja ár verði eins og fagnaðurinn var á nýár-
skvöld. Ef eitthvað fer úrskeiðis í fagn-
aðinum þá þýðir það að árið verður erfitt.
Rússar fara til jólamessu að kvöldi hins 6.
janúar og eru í kirkjunni fram til klukkan
tvö eða þrjú að nóttu 7. janúar. Fólkið tekur
á móti jólunum og fæðingu Jesú Krists í
kirkjunni.
Þetta var líka svona á miðöldum og allt
fram á 19. öld. Gefnar eru nýársgjafir í
Rússlandi og þær hafa meiri þýðingu en jóla-
gjafirnar. Eftir að Sovétveldið hrundi fóru
Rússar aftur að fagna jólum opinberlega en
jólahald var illa séð á sovéttímanum. Nýárs-
gjafir tóku því við hlutverki jólagjafa á sov-
éttímanum. Nú eru jólin hins vegar aftur
komin til sögunnar og nú gefur fólk bæði ný-
ársgjafir og jólagjafir.
Morgunblaðið/Sverrir
Sergey Gushichin frá Rússlandi
Tveir nýársfagnaðir
Ég kom fyrst í heim-sókn til kærastansmíns árið 2002, viðhöfðum kynnst í
Nikaragva. Svo fór ég aftur
heim en kom árið 2003 alkom-
in til Íslands, þá nýgift,“ seg-
ir Marjorie Hernandez.
Hún starfar í leikskóla en
er í fæðingarorlofi um þessar
mundir.
En eru íslensku áramótin
frábrugðin áramótum í Nik-
aragva?
„Áramótin þar eru að sumu
leyti svipuð og hér á landi en
líka talsvert öðruvísi. Við er-
um með brennur sem krakkar
safna í. Sjálf var ég mjög ró-
leg sem krakki og tók aldrei
þátt í að safna í brennu. Við
höfum líka flugelda en það er
þó miklu meira skotið af þeim
hér. Ég og maðurinn minn,
sem er íslenskur, giftum okk-
ur heima í Nikaragva og ég
hafði sagt honum að mikið
væri um flugelda heima hjá
mér, en honum fannst lítið til
koma – beið og beið eftir að
farið væri að skjóta almenni-
lega upp sem ekki gerðist.
Fjölskyldurnar safnast
saman og eyða áramótunum
saman, kannski tuttugu
manns í húsi. Ég kem úr
stórri fjölskyldu og við vorum
alltaf öll saman, stór-
fjölskyldan. Reyndar líka á
jólunum.
Við borðum um áramótin
oft heitt relleno sem er svína-
kjöt, nautakjöt og kjúklingar
sem fyrst er steikt og svo
soðið í potti með grænmeti,
kryddað og búin til sósa. Svo
borðum við sælgæti á eftir.
Við eigum ekki álfa eða
huldufólk en margt fólk trúir
því að ef það fer undir borð
klukkan 12 á miðnætti þá
gifti það sig á árinu. Á mið-
nætti brjótum við líka egg út í
kalt vatn í glasi og setjum undir rúm. Lát-
um það bíða þar fram til klukkan 12 daginn
eftir, þá tökum við eggið úr vatninu og
spáum í lagið á egginu. Ég gerði þetta líka
hér í fyrra með tengdamömmu og spáin
kom fram. Hjá henni kom kirkja og mág-
kona mín gifti sig í mars en hjá mér kom
vagga og þá vissum við að barn var á leið-
inni.
Ég held þessum sið hér áfram þótt mað-
urinn minn hlæi að mér og kalli þetta vúdú-
galdra. En þetta er ekki neitt slíkt, bara
venjuleg hjátrú.
Einnig má geta þess að á miðnætti borða
allir 12 vínber og óska sér einu sinni fyrir
hvert vínber. Mínar óskir hafa oft komið
fram. Loks vil ég geta um einn sið enn. Við
förum gjarnan út rétt um miðnætti með
tösku og göngum kringum húsið og komum
svo strax aftur inn. Þetta þýðir að viðkom-
andi fer í langferðalag á árinu. Þetta hef ég
gert mjög oft það hefur ræst.“
Marjorie Hernandez frá Nikaragva
Spá í egg um áramótin
Morgunblaðið/Golli