Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óskar Jónsson augnlæknir hefur hafið störf við Augnlæknastöðina Sjónlag Óskar er augnskurðlæknir með áherslu á sjónhimnusjúkdóma og augasteinsaðgerðir. Hann sinnir einnig almennum augnlækningum. Tekið er á móti tímapöntunum alla virka daga frá kl. 8:30-16:00 í síma 577 1001. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Sjónlags www.sjonlag.is Spöngin 39, 112 Reykjavík, sími 577 1001 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Menning 60/67 Staksteinar 8 Leikhús 64 Veður 8 Myndasögur 66/67 Vikuspegill 8/21 Krossgáta 68 Daglegt líf 22/37 Dægradvöl 69 Forystugrein 38 StaðurStund 70/71 Umræðan 40/50 Dagbók 72/73 Auðlesið 51 Víkverji 72 Hugvekja 52 Velvakandi 72 Minningar 52/57 Bíó 70/73 Skák 59 Ljósvakamiðlar 74 * * *  Icelandair hefur samið um kaup á nýjum sætum og einnig nýju afþrey- ingarkerfi fyrir farþegaflugvélar sínar. Þessi nýi búnaður verður sett- ur í allar Boeing 757-farþegaþotur Icelandair sem notaðar eru í áætl- unarflugi félagsins. Endurnýjunin hefst í haust og lýkur vorið 2008. Sætin eru nálægt 2.000 talsins og heildarvirði samninganna tveggja um 1,8 milljarðar króna. » 4  Sláturfélag Suðurlands hefur hafið innflutning á fóðurblöndum í samvinnu við DLG, stærsta fyrir- tæki á þessu sviði á Norðurlöndum. Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur- félagsins, segir markmiðið að bjóða bændum 10–20% lægra verð á kjarn- fóðri en þeir eiga kost á í dag. » Baksíða  Sigríður Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambandsins, segir að það sé gömul saga og ný að erfitt sé að fá konur til stjórnunarstarfa í íþróttahreyfingunni. Af 27 sér- samböndum innan vébanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands gegna konur aðeins formennsku í þremur, Badminton-, Dans- og Skauta- sambandinu. » Forsíða  Grunur um eld Viðvörunarljós kviknaði í mælaborði vöruflutninga- vélar Icelandair sem var á leið frá Jönköping í Svíþjóð til Keflavíkur og gaf til kynna hættuástand, að eldur væri í farangursrými vélarinnar. Tveir menn voru um borð. Var vél- inni snúið til Egilsstaða. Enginn eld- ur fannst. » Baksíða  Ný og umfangsmikil rannsókn bendir til þess að sterk tengsl séu á milli loftmengunar frá hraðbrautum og langtíma lungnaskaða í börnum. Engin sambærileg rannsókn hefur farið fram hérlendis en í næstu viku kynnir Jónína Bjartmarz umhverf- isráðherra niðurstöður sérstakrar svifryksnefndar, sem falið var að kanna leiðir til að draga úr loftmeng- un í þéttbýli. » 6 Erlent  Á ýmsu gengur í Ísrael um þess- ar mundir. Ehud Olmert forsætis- ráðherra nýtur hverfandi trausts og er vændur um spillingu. Moshe Kat- sav forseti hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum til að geta varist ásökunum um að hann sé kynferð- isglæpamaður og valdníðingur og forseti herráðsins hefur sagt af sér vegna misheppnaðrar herferðar gegn skæruliðum í Líbanon. » 18 Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is FRJÁLSLYNDI flokkurinn hélt landsþing sitt um helgina. Í fjölmiðl- um hefur slagurinn um varafor- mannsembætti flokksins, sem stóð á milli Margrétar Sverrisdóttur og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, vak- ið langmesta athygli. Þegar Morg- unblaðið fór í prentun í gær lágu úr- slit úr þeim kosningum ekki fyrir. Hins vegar höfðu farið fram efnis- legar umræður um stjórnmál, sem ekki höfðu fengið mikið pláss hjá „fjórða valdinu“. Þegar fundahöld hófust, stundvís- lega klukkan níu í gærmorgun, var nokkuð af fólki í salnum en verulega hafði fjölgað á Hótel Loftleiðum strax klukkustund síðar. Ekki var laust við spennu í loftinu og líf og fjör undir umræðum um almenna stjórn- málaályktun flokksins. Einn ræðu- manna bað þá í salnum að rétta upp hönd sem setið hefðu fyrsta lands- þing flokksins. Gróf ágiskun blaða- manns er að það gætu hafa verið um 35–40% fundarmanna. Í umræðunum var komið víða við en meðal annars rædd skattamál og lífeyrisskuldbindingar. Í mörgum var urgur vegna ójafnaðar í þjóð- félaginu og eindreginn vilji kom fram til að fella núverandi ríkisstjórn af þeim sökum. „Við þurfum að hafa hærra um þetta mál,“ var sagt. „Skattamálin eru undirstaða allra málaflokka,“ sagði fundarmaður sem vakti athygli á slæmri stöðu ríkis- sjóðs og lífeyrisskuldbindingum. Guðjón Arnar formaður bætti því við að meira jafnrétti þyrfti í lífeyris- málum. Nokkur gagnrýni kom fram á ís- lenska verkalýðsforystu. Öryrki ræddi um skerðingu lífeyrissjóða á tekjum öryrkja „án þess að spyrja kóng né prest“. Auglýsa þyrfti eftir verkalýðsforystunni í Tapað – Fund- ið. Annar fundarmaður benti á að meira um jafnréttismál þyrfti að koma fram í stjórnmálaályktun. „Það er best fyrir syni okkar, dætur og okkur sjálf.“ Lygi frá upphafi til enda Og að sjálfsögðu er ekki haldið landsþing Frjálslynda flokksins án þess að rætt sé um sjávarútvegsmál og kvótann. Einn fundarmaður vildi ná þeim áfangasigri að leyfðar yrðu frjálsar línu- og krókaveiðar fram að 6–8 mílum kringum landið. „Allt heila kerfið er lygi frá upp- hafi til enda,“ sagði annar – „og mesta byggðaröskun sem framin hefur verið í þessu landi.“ Morgunblaðið/Sverrir Spenna Góð mæting var á þingi Frjálslynda flokksins, enda ríkti spenna um hver yrði kjörinn varaformaður. Fremst á myndinni fyrir miðju eru Valdimar L. Friðriksson alþingismaður og Sigurlín M. Sigurðardóttir varaþingmaður. Ójöfnuður í þjóðfélaginu áberandi í umræðum Frjálslynd ræddu stjórnmál á landsþingi um helgina Í HNOTSKURN » Mjög fjölgaði hjá Frjáls-lyndum í aðdraganda landsþings, að líkindum vegna atkvæðagreiðslu um varafor- mannsembættið. » Guðjón Arnar Krist-jánsson formaður studdi núverandi varaformann, Magnús Þór Hafsteinsson. » Atkvæðisrétt í kjörinuáttu allir skráðir flokks- menn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. SÉRA Bjarni Þór Bjarnason verð- ur settur inn í embætti sem prest- ur Ensku biskupakirkjunnar á Ís- landi við enska messu í Hallgríms- kirkju á sunnudag, 28. janúar. Messan hefst kl. 14.00 og þar mun David Hamid, biskup í Evrópu- biskupsdæmi Ensku biskupakirkj- unnar, setja séra Bjarna í embætti. Séra Bjarni Þór Bjarnason er prestur í Grafarvogskirkju en hef- ur jafnframt haft umsjón með messum á ensku í Hallgrímskirkju undanfarin fimm ár og fylgt helgi- siðum Ensku biskupakirkjunnar. „Ég hef verið með enskar mess- ur í Hallgrímskirkju undanfarin fimm ár, alltaf síðasta sunnudag í mánuðinum, og þetta eru anglik- anskar messur. Ég hef farið eftir messubók Ensku biskupakirkj- unnar. Ástæðan er sú að ég þjónaði söfnuði í Englandi í þrjú ár. Eftir að ég kom heim 2001 fór ég út í þetta,“ sagði séra Bjarni Þór. Innsetning sr. Bjarna Þórs er gerð á grundvelli Porvoo- sáttmálans, sem íslenska þjóð- kirkjan á aðild að líkt og Enska biskupakirkjan og flestar lúterskar kirkjur á Norðurlöndum og Eystra- saltsríkjunum. Séra Bjarni sagði að samkvæmt sáttmálanum væri gagnkvæm viðurkenning á mennt- un, vígslu og embættisgengi presta aðildarkirkna. Við innsetninguna tengjast ensku messurnar í Hall- grímskirkju formlega Ensku bisk- upakirkjunni. Segja má að séra Bjarni verði nú „löggiltur“ til að syngja enska messu og Enska biskupakirkjan hefur aðgang að presti hér sem er viðurkenndur til þjónustu. Ísland verður hluti af Evrópubiskupsdæmi Ensku bisk- upakirkjunnar og messurnar hér auglýstar innan kirkjunnar. Séra Bjarni sagði að bæði ferðamenn og fólk búsett hér á landi hefði sótt ensku messurnar. Við messuna á sunnudag mun David Hamid biskup predika og þjóna fyrir altari ásamt Karli Sig- urbjörnssyni, biskupi Íslands. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, tekur einnig þátt í athöfninni. Org- anisti verður Hörður Áskelsson og Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir al- mennan messusöng. Boðið verður upp á veitingar að messu lokinni. Settur inn sem prestur Ensku biskupakirkjunnar Séra Bjarni Þór Bjarnason Kynning – Blaðinu fylgir Ferðaáætlun 2007 frá Ferðafélagi Íslands til áskrifenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.