Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Dumbrauðir litir himinsins ramma inn fjallahringinn. Skammdegissólin varpar geislum sínum á Trölladyngju, Keili og ströndina þar sem aldan brotnar við Ægisíðu. Það er nær vetrarsólstöðum og sköpunarverkið sýnir dýrð sína til heiðurs sínum vini honum Sturlu Erlendssyni. Það er logn og heiðskírt og hann er með myndlistarsýningu í stóru tjaldi á ströndinni. Það er boðið upp á kakó, piparkökur og snafs, í birtu og yl ofna blasa við verkin, þar sem skáldið og málarinn hefur fangað fegurðina í olíuliti. Myndir í öllum stærðum, sumar langar og mjóar, allar eru þær óður til umhverfisins sem þær eru sýndar í. Litir himins- ins yfir píramítanum Keili og í for- grunninn eru grásleppuskúrarnir skáldlegir í einfaldleik sínum og gefa hughrif um vordaga æsku sjálfs þín og fólksins í landinu. Þetta er kveðjusýning. Sturla er á förum, baráttu við illvígan sjúk- dóm er að ljúka. Vinirnir þiggja kakó, piparkökur og snafs. Það er glatt á hjalla eins og alltaf með Sturlu. Á andvökunóttunum, þegar krabbameinslyfin rændu hann svefni, málaði hann málverkin. Og þeim sem ekki höfðu séð verk eftir hann áður finnast þau feiknagóð, fleiri þekkja ljóðskáldið, revíuhöf- undinn og söngmanninn. Með sýningunni nýtti Sturla enn á ný krafta sína til þess að gleðja, og eins og hann sagði sjálfur, til þess að leggja sitt lóð á vogarskál- arnar til þess að koma í veg fyrir að óbætanlegt tjón í menningu okkar verði unnið með því að borgaryf- irvöld rífi grásleppuskúrana, þessi einstöku mannvirki við Ægisíðu. Grásleppuskúrana sem enn minna á sjósókn á strönd sem er ein eftir í Reykjavík, því hún hefur enn ekki verið eyðilögð, grafin í uppfyllingu og þar hefur enn ekki tekist að loka fjallahringnum með risablokkum og turnum eins og verið er að gera meðfram strönd Reykjavíkur og ná- grennis víðast hvar annars staðar. Nú þegar Sturla er horfinn er okkur tregt tungu að hræra, dauð- inn eins og þjófur á nóttu hefur hrifið burtu okkar góða vin. Hann var gleðigjafi og lýsti upp umhverfi sitt hvar sem hann kom. Hver stund með honum var einstök skemmtun. Hann var listamaður í mörgum greinum í kveðskap, söng og myndlist, en fyrst og alltumlykj- andi var hann lífskúnstner sem gerði samveruna að óborganlegri gleðistund. Langar kóræfingar urðu að örskotsstund undir brönd- urum og kveðskap Stulla. Bassa- hljómur Fóstbræðra var aldrei betri en undir öruggri forystu hans. Sturla sá alltaf spaugilegar hliðar tilverunnar og undir bröndurum og kveðskap veltist mannskapurinn um af hlátri. Samverustundir af þessum toga verða kannski verð- Sturla Erlendsson ✝ Sturla Erlends-son fæddist í Reykjavík 6. desem- ber 1954. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 12. janúar. mætari þegar við skiljum að þær eru ekki sjálfsagðar. Að ferðast með þeim Sturlu og Þóru til Finnlands og Rúss- lands var einstaklega skemmtilegt. Í löngum rútuferðum í hitasvækju á landa- mærum, á tónleikum í fínustu sölum Sankti- Pétursborgar og þeg- ar Fóstbræður sungu í Riddarasal í Hels- inki þar sem voru uppi á vegg skildir allra útdauðra Finnlands/sænskra aðalsætta. Sturla hafði sérstaklega gaman af því að grínast með þá hjákátlegu herramenn og nöfn þeirra enda hétu menn Svínhöfuð og Pippin- skjöld og allt þar á milli. Eftir að Fóstbræður höfðu slegið í gegn í Rússlandi og komið var heim og haldin skemmtun með myndasjóvi skveraði Sturla sig upp í dásamlegt hlutverk hins misskilda manns sem ferðaðist til Fyrirheitna landsins og varð fyrir því að þurfa að sofa á kommúnistahóteli meðan hinir komust í hótel frá keisaratímanum, það var tímamótarevía og salurinn lá að vanda úr hlátri. Af lífsleikni nýtti Sturla marg- þætta hæfileikana og húmorinn var driffjöðrin. Nú undanfarnar vikur var hann að blogga við hina og þessa á Netinu þótt dauðveikur væri og gaf enn af lífsgleði sinni og húmor. Mikill harmur er kveðinn að Þóru og börnunum, ástvinum og vinum Sturlu Erlendssonar en minningin mun lifa. Í ævinýrunum birtast oft teikn á lofti þegar tíma- mót verða í ævi mikilla manna. Við kveðjum góðan vin og horfum upp á austurhimininn þar sem halastjarna lýsir nú eins og vegvísir vitringa. Þorvaldur Friðriksson og Elísabet Brekkan. Austurbæjarbíó ’76, styrktartón- leikar fyrir Hjálparstofnun kirkj- unnar og salurinn að fyllast. Þetta ætlar að verða eitthvað meiriháttar og við erum á tánum enda sam- ankominn rjóminn af tónlistarfólki landsins, Þokkabót, Stefán Stefáns með sextett og fleira ungt og upp- rennandi tónlistarfólk. Við erum á sviðinu og Stulli kynnir næsta lag, hann lyftir hendinni og flautar hvellt á meðan önnur höndin fer í boga en endar síðan á því að búa til snöggt sprengjuhljóð, hann er að líkja eftir atburðinum í Hiroshima. Hann nýtur þagnarinnar, tónleika- gestir botna ekkert í þessari kynn- ingu, þetta er hans stund og í minn- ingunni er magnað hve mannfjöldinn var stilltur. Hann endurtók þessa kynningu sl. haust þegar við hittumst á gæðaæfingu, hann hafði engu gleymt gullmolinn sá. Í Tónabæ, vorið ’73, vorum við saman komnir nokkrir unglingar, það var kallað í okkur í kjölfar árshátíðaskemmtana í grunnskól- unum sem höfðu gert lukku. Þarna voru þeir komnir stórgrínistarnir og formenn í eilífðarfíflagangsfélag- inu, Stulli og Eyjó, sem slógu svo eftirminnilega í gegn með leikritinu „Skál-Holt“ sem þeir höfðu skrifað og sett ógleymanlega á svið. Það var módernísering á átakasögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur enda einn karakter í leikritinu nefndur Daði (…), uppnefndur kíttis- og tennisspaði. Eitt lengsta orð úr því leikriti, sem gjarnan fylgdi þeim fé- lögum eftir þetta var; verslunar- mannahelgarhópferðaklámmynd- irnar! Stulli var með gítarinn í fanginu, hávaxinn og herðabreiður og við hliðina á honum sat fínleg, ljóshærð, fegurðardís sem geislaði af, ég hafði ekki af þeim augun. Því- lík par, Stulli og Þóra, alveg ógleymanleg, hann áberandi hávax- inn og hún svo nett en einmitt þarna, varð upphaf framúrskarandi samstarfs, ótrúlegra skemmtileg- heita og tryggrar vináttu sem spannar rúma þrjá tugi. Fáeinum mánuðum síðar stofn- uðum við Stulli söngtríóið Við þrjú með Guðjóni Þór Guðjónssyni og síðar Haraldi Baldurssyni og skemmtum landsmönnum út og suður næstu árin allt frá þorra- blótssamkomum til sumarhátíða. Makarnir okkar tóku þátt af lífi og sál og við vorum miklu frekar kvin- tett en tríó, Bjössi kom okkur m.a. á framfæri og Þóra var alltaf ná- læg. Við skelltum okkur útí „brans- ann“ af ákefð og ferðuðumst að- allega um á rússneskum eðalvögnum í eigu Stulla. Við létum ekki deigan síga þó við strönduðum á stundum á leiðinni og hímdum spariklædd m.a. í botni Hvalfjarðar í kulda og trekki, á meðan vatns- kassinn kólnaði. Á söngskránni mátti finna vögguvísur, fimmund- arsöng, samfélagsádeilur, m.a. samdar af Stulla, gullfalleg lög við texta þjóðskálda, einnig úr smiðju Stulla og ekki má gleyma hinum fræga hvatningarsöng sem hann samdi fyrir kvennafrídaginn ’75; „Hvort ert þú karl eða kona, það er spurningin stóra þetta ár, (lifi, lifi, lifi) kona, kerling, hrund, sprund og svanni…“ Hann var í essinu sínu. Við hentumst um höfuðborgina daginn þann og spiluðum á flestum samkomum, t.d. á Lækjartorgi og í beinni útsendingu frá Skúlagötu, enda sló lagið í gegn. Það lék allt í höndunum á honum, hvort sem það var textasmíð eða ljúfir tónar og ef að hann lagði frá sér gítarinn þá greip hann óðara balalækuna. Ekki einungis hagmæltur því þegar kom að söngnum þá máttu karlkyns söngvarar landsins fara að vara sig. Á þessum árum hefur hann senni- lega talist barítón en síðar meir ljúfur flauelsbassi. Auk þess að vera hæfileikaríkur söng- og gítarleikari þá bókstaflega blómstraði maðurinn á sviði og naut sín í hvívetna. Alltaf öruggur, glett- inn og aldrei orðlaus, bókstaflega fæddur skemmtikraftur. Á Hótel Sögu á fjölmennri árshátíð kynnti veislustjórinn okkur sem tríóið Við ein! Ákveðin í að fara rétt með, hófst kynningin á sögunni um Bólu- Hjálmar svona hjá mér: ,,… og nú ætlar HÚN Sturla að…“ lengra komst ég ekki því Stulli rak upp mikinn og skrækan kvenmannshlát- ur og greip um klofið á sér og gerði sig um leið allan mjög innskeifan og kvenlegan í hollningu. Salurinn ætl- aði að rifna úr hlátri og við Halli al- gerlega ósöngfær um stund. Á skemmtun hjá MH þá komum við fram sem norskt tríó, þeir í hall- ærislegum jakkafötum, vatns- greiddir og ég í gamaldags kjól með svarta hárkollu. Stulli, með lánuð gleraugu, kynnti okkur, svo fjandi góður í að afbaka norsku, en við sungum um Frelsisherinn og lagið sem Nora Broksted gerði vinsælt, á bjagaðri íslensku, ,,Það er lítið hús“. Alltaf til í að gera eitthvað óvenjulegt og ögrandi. Við náðum sem betur fer frábær- um stundum á síðustu mánuðum og málverkasýningin í byrjun desem- ber var ógleymanleg. Ég krækti mér í mynd af þremur skúrum við Ægissíðuna og í dag horfi ég á hana og þakka hverja samverustund sem við þrjú og fimm áttum saman. Höfðingi og hetja hefur kvatt okkur og greinilegt að himnaföð- urinn vantaði frábæran skemmti- kraft til þess að halda uppi fjörinu. Þóra mín, Sara, Sölvi, Björk og þið öll, Guð styrki ykkur í sorginni, megi minningin um góðan dreng lifa. Ingibjörg Ingadóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, afa og bróður, STURLU ERLENDSSONAR, Hjarðarhaga 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir til karlakórsins Fóstbræðra fyrir ómetanlega aðstoð. Þóra Þórhildur Guðjónsdóttir, Sara Sturludóttir, Sölvi Sturluson, Björk Sturludóttir, Erlendur Sigurðsson, barnabörn og systkini. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug, hjálp og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, STEINDÓRS ÁRNASONAR, Bárustíg 6, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfólks deildar 11-E á Land- spítala og starfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir hlýju og góða umönnun. Bára Magnúsdóttir, Magnús Steindórsson, Bergey Edda Eiríksdóttir, Stefán Þór Steindórsson, Þórhildur Rafns Jónsdóttir, Guðrún Bára Magnúsdóttir, Aron Smári Magnússon, Karen Eir Magnúsdóttir, Logi Snær Stefánsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS JÓNS VIGFÚSSONAR atvinnurekanda og smiðs, Bústaðabletti 10, Reykjavík. Gróa Magnúsdóttir, Jón Trausti, Katrín, Soffía Dröfn, Jóhann Kristján, Hjalti Þór, tengdabörn og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför föður, afa, sonar, bróður og mágs, ÞÓRÐAR STEFÁNSSONAR, Hamarsbraut 8, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Landspítalans, deild 13 D, fyrir frábæra umönnun. Ragnheiður Hulda Þórðardóttir, Viktor Ingi Ólafsson, Stefán Máni Ólafsson, Ragnheiður Hulda Þórðardóttir, Jón Gunnar Stefánsson, Ólína Jóna Bjarnadóttir, Soffía Stefánsdóttir, Sigurður Bergsson, Sigurður Hallur Stefánsson, Inga María Eyjólfsdóttir, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Gunnar Hjaltalín, Halldór Ingimar Stefánsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eigin- konu, móður, tengdamóður og ömmu, ÁGÚSTU HREFNU ÞRÁINSDÓTTUR, Stekkjarseli 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E og líkn- ardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun og elskulegt viðmót. Jónas Guðmundsson, Ragnheiður Jónasdóttir, Skúli Jónsson, Guðmundur Jónasson, Guðfinna Helga Þórðardóttir, Þráinn Jónasson, Elísabet, Hilmar, Birgir, Hrefna Lind og Jónas Þór. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð við fráfall ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILHJÁLMS ÓLAFSSONAR bónda frá Kollsá II. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heimahjúkrunar og Heimahlynningar. Fyrir hönd aðstandenda, Ólöf Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.