Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 42

Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 42
42 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR nokkru ritaði Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi iðn- aðarráðherra grein í Morgunblaðið sem hét „Feluleikur með stór- iðjustefnuna“, þar sem hann gagn- rýndi meðal annars Samfylkinguna fyrir tvískinnung og feluleik í umræðunni um stór- iðjumál. Reyndar fengu allir flokkar skammir í þessum efn- um hjá Hjörleifi nema Vinstri grænir að sjálf- sögðu. Um þetta má hins vegar segja að oft er hægara að sjá flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin. Því fer nefnilega fjarri að Vinstri grænir geti hreykt sér eins og hanar á haug og þóst hafa hreina og óspjallaða samvisku í stór- iðjumálum. Innan þeirra raða hafa verið og eru skiptar skoðanir um þessi mál líkt og í öðrum flokkum og það er bara loddaraskapur, svo not- uð séu orð Hjörleifs sjálfs, að við- urkenna það ekki. Þeir eru víða úlf- arnir í sauðargærunni. Tökum dæmi. Fulltrúi VG studdi stækkun í Straumsvík Tryggvi Friðjónsson fulltrúi Vinstri grænna í Orkuveitu Reykja- víkur á síðasta kjörtímabili studdi samkomulag milli orkuveitunnar og Alcan um sölu á 200 MW af raforku vegna fyrirhugaðrar stækkunar ál- versins í Straumsvík úr 200 þús tonnum í 460 þús tonn. Samkvæmt samn- ingnum skuldbindur Orkuveita Reykjavíkur sig til að útvega 40% af heildarorkuþörf þessa risaálvers sem Alcan áformar að byggja í Straumsvík. Og það er engum blöðum um það að fletta að þessi samn- ingur markaði þátta- skil í stækkunará- formum Alcan. Með tilkomu hans fékk málaleitan fyr- irtækisins í raun og veru fljúgandi start. Og það með góðu samþykki Vinstri grænna! Öllum má því vera ljóst að fyr- irhuguð risastækkun álversins (ef Hafnfirðingar samþykkja hana) verður að veruleika meðal annars með samþykki Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur, segir máltækið og það á svo sannarlega við í þessum málum. Á sínum tíma sat í ríkisstjórn Ís- lands iðnaðarráðherra sem var einkar áhugasamur um uppbygg- ingu atvinnulífs á Austurlandi. Og í því skyni beitti hann sér sérstaklega fyrir því að ríkið keypti land í Reyð- arfirði með það fyrir augum að það kæmi að góðum notum fyrir atvinnu- starfsemi. Á þessu landi er nú álver Alcoa að rísa og því má segja að iðn- aðarráðherrann framsýni sé nokk- urs konar upphafsmaður þeirra miklu framkvæmda sem nú standa yfir á Austurlandi. Og hver skyldi iðnaðarráðherrann hafa verið? Enginn annar en Hjör- leifur Guttormsson og ættu Aust- firðingar að þakka honum framtakið. Feluleikur Vinstri grænna um stóriðjustefnu Guðjón M. Ólafsson fjallar um stóriðjumál og svarar grein Hjörleifs Guttormssonar » Á þessu landi er núálver Alcoa að rísa og því má segja að iðn- aðarráðherrann fram- sýni sé nokkur konar upphafsmaður þeirra miklu framkvæmda sem nú standa yfir á Austur- landi. Guðjón M. Ólafsson Höfundur er tæknimaður. Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. RAÐHÚS Í GÓÐU HVERFI Neðri hæð: Forstofa, flísar, skápur. Hol: rúmgott, parket. Innangengt í bílskúr. Snyrting: Góð, hægt að hafa sturtu. Eldhús: Rúmgott, hvít fulningainnrétting, beykiborðplötur, korkdúkur á gólfi, borðkrók- ur. Borðstofa: Rúmgóð, parket, gengt út á verönd og lóð. Borðstofa: Björt og rúmgóð, arinn. Efri hæð: Stigi milli hæð er steyptur. Hol: Gott, parket. Barna- herbergi: Þrjú, tvö góð, eitt stórt, teppi. Þvottaherbergi: Stórt með lúgu upp á gott geymsluris. Hjónaherbergi: Mjög stórt, góðir skápar, dúkur, gengt út á stórar vestursvalir. Bílskúr: Einfaldur, fullbúinn. Milliveggir eru léttir veggir. Húsið er mjög vel staðsett og stutt er í skóla, verslanir, sundstað, íþróttaað- stöðu, heilsugæslu og útivist. Konráð, sími 897 9161, tekur á móti gestum. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 NÆFURÁS 4 Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 www.heimili.is Nýjar 3ja og 4ra herbergja íbúðir frá 93 fm-130 fm á 1. og 3. hæð í nýju lyftuhúsi með sérinngangi af svölum. Öllum íbúðunum verður skilað full- frágengnum án gólfefna. Í kjallara er ca 10 fm sérgeymsla og stæði í bílageymslu. Lóðin verður fullfrágengin og tyrfð, bílastæði malbikuð og gönguleiðir hellulagðar. Sjón er sögu ríkari. Sölumenn Heimilis fasteignasölu verða á staðnum á milli kl. 13.00 og 14.00 í dag, sunnudag. SÖLUSÝNING Kambavað 1–3 - 110 Reykjavík sunnudaginn 28. janúar 2007 á milli kl. 13.00 og 14.00 49.800.000 Afar fallegt 170,7 fm. 6 herbergja parhús á tveimur hæðum með innbyggðum 26,2 fm. bílskúr, samtals 196,9 fm. Þórarinn sími 530 1811 Fr u m Krossalind - 201 Kóp Í VIÐTALI við Ómar Ragn- arsson, mann ársins á Rás 2, lagði hann ríka áherslu á nauðsyn þess að vernda lofthjúp jarð- arinnar. Þar mætti enginn víkjast undan skyldu sinni: „Þjóðir heims,“ sagði Ómar „verða að hugsa ein fyrir allar og allar fyrir eina“. Í ávarpi forseta Ís- lands á nýársdag, tal- aði hann um skelfi- legar afleiðingar af mengun lofthjúps jarðarinnar og þá nauðsyn, að allir tækju höndum saman að stöðva hana. Hann lauk máli sínu á að segja. „Enginn sem finnur til ábyrgðar getur lengur setið hjá.“ Lofthjúpur jarðar mengast mest við losun koltvísýrings, sem mynd- ast þegar jarðefnaeldsneyti er notað sem orka fyrir bíla, skip, járnbrautarlestir, flugvélar, vinnu- vélar og raforkuver, sem knýja milljarða af hreyf- anlegum tækjum og tólum um allan heim. Orkueyðslan tengist þá þyngd þeirra tækja, sem hreyfð eru. Minni þyngd eyðir minni orku. Þegar ál unnið með umhverfisvænni orku, er sett í þessi tæki í stað járns, minnkar losun koltvísýrings við notkun þeirra, að jafnaði, mikið meira en nemur þeim koltví- sýringi, sem myndast þegar álið í þau er framleitt. (í farartækjum er munurinn 3,6 faldur.) Það er því árangursrík aðferð til að draga úr mengun lofthjúpsins, að bræða ál með vistvænni raf- orku og nota það hvar sem má í öll tæki og tól, sem hreyfð eru með orku úr eldsneyti. Getum við setið hjá? Í haust er leið gangsetti Norsk Hydro 600 þús. tonna ál- ver við Persaflóa. Ef rafmagnið, sem það álver þarf, er framleitt með jarðgasi, sem unnið er úr olíu, þá myndast 5,5 milljónir tonna af koltvísýringi á ári. – Ég endurtek; 5,5 m.t. Þegar rafmagn er framleitt með vistvænni orku (t.d. á Ís- landi) myndast engin koltvísýr- ingur. Árið 2004 var heildarlosun ís- lendinga á koltvísýringi 3,63 milljónir tonna. Nú er fyrirhugað að Hafn- firðingar kjósi um hvort auka eigi álbræðslu í Straumsvík um 300 þús. tonn á ári. Framleiðsla á raforkunni, sem þá þarf til, myndar engan koltvísýring. Yrði sú raforka aftur á móti unnin með jarðgasi þá myndast 2,7 milljónir tonna af koltvísýr- ingi. Ómar sagði um verndun loft- hjúpsins: „Þjóðir heims verða að hugsa ein fyrir allar og allar fyrir eina.“ Og forsetinn sagði: „Enginn sem finnur til ábyrgð- ar getur lengur setið hjá.“ Vinur minn, sem býr við Eskivelli í Hafnarfirði, fullyrðir að með ummælum sínum hafi forsetinn og Ómar Ragnarsson auðveldað Hafnfirðingum að taka afstöðu í komandi kosn- ingu um álver. Ekki veit ég það en orð þeirra hljóta að vekja ýmsa til umhugsunar um hvort Íslendingar geti sagt pass og setið hjá í baráttunni gegn mengun andrúmsloftsins. Hafnfirðingar, forsetinn og Ómar Birgir Dýrfjörð fjallar um um- hverfismál » Það er því árang-ursrík aðferð til að draga úr mengun loft- hjúpsins, að bræða ál með vistvænni raforku ... Birgir Dýrfjörð Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.