Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Opið mán.–fim. frá kl. 9–18,
fös. frá kl. 9–17.
OPIÐ HÚS í dag, sunnud., kl. 16-18
GRETTISGATA 6, 101 REYKJAVÍK
Um er að ræða fimm íbúðir í þessu virðulega steinhúsi, á besta stað í borginni. Tvær góðar 2ja her-
bergja íbúðir um 50 fm og þrjár 134-150 fm, 4ra herbergja íbúðir. Allar eru þær innréttaðar á glæsileg-
an og vandaðan hátt. Hús og sameign eru í góðu ástandi. Afhending samkomulag.
SÖLUMENN KJÖREIGNAR VERÐA Á STAÐNUM Í DAG MILLI KL. 16 OG 18.
Kristinn Valur Wiium sölum., s. 896 6913 - Ólafur Guðmundsson sölustjóri, s. 896 4090
Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
Sími 533 4040
jöreign ehf
lögg. fasteignasaliDan V.S. Wiium hdl.,
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Hraunhamar fast-
eignasala kynnir
mjög gott einbýli á
tveimur hæðum með
innbyggðum bílskúr,
samtals um 208 fm,
vel staðsett á frábær-
um útsýnisstað við
Sunnuflöt í Flata-
hverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, gest-
asnyrtingu, gang, eldhús, stofu, fjögur herbergi, bað-
herbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. Glæsilegur garður með skjólgirðingum, gróðurhúsi og tilheyrandi.
Frábær staðsetning og gott útsýni að Bláfjöllum, Heiðmörk og víðar.
Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, sími 896 0058.
Sunnuflöt - Gbæ.
Hraunhamar fast-
eignasala hefur feng-
ið í sölu glæsilegt,
mikið endurnýjað ein-
býli á einni hæð
ásamt bílskúr, samtals
um 168,3 fm á frá-
bærum útsýnisstað
við Sævang í Hafnar-
firði. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á mjög
smekklegan hátt, þar með talið innréttingar og gólfefni. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús,
sjónvarpshol, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymslu og bílskúr. Skemmtileg að-
koma er að húsinu, hellulagðar stéttir og plan. Glæsileg hraunlóð með hraunpollum. Einstök staðsetning.
Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, sími 896 0058.
Sævangur - Hf.
Mjög glæsilegt einbýli
á tveimur hæðum
með innbyggðum bíl-
skúr og séríbúð, sam-
tals um 260 fm. Eign-
in skiptist í forstofu,
hol, eldhús, stofu,
borðstofu, gang, tvö barnaherbergi, baðherbergi,
hjónaherbergi og þvottahús Eigninni fylgir góð 2ja
herb. íbúð með sérinngangi sem skiptist í forstofu, eld-
hús, stofu, herbergi og baðherbergi. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar og gólfefni. Hellulagt upphitað bíl-
aplan. Eign í sérflokki. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, sími 896 0058.
Fjóluhlíð - Hf.
REKTOR Háskóla Íslands (HÍ)
flutti tímamótaræðu á síðasta ári.
Hún setti fram það metnaðarfulla
markmið að gera Há-
skóla Íslands að einum
af eitt hundrað bestu
háskólum í heimi.
Þessi ræða ber vitni
um metnað og fram-
sýni og kom umræðum
um mikilvægi háskóla
og vísindastarfsemi í
framsæti pólitískrar
umræðu. Öllum var
ljóst á þessum tíma að
til þess að umbreyta
HÍ þyrfti að stórauka
og stórbæta vísinda-
starfsemi skólans. Til
þess þarf markvisst að
styðja duglega við
bestu vísindamenn há-
skólans. Um þetta
verður ekki deilt.
Við HÍ, aðra háskóla
og akademískar stofn-
anir starfa vís-
indamenn við vís-
indastörf. Slík
vísindastörf eru ein af
grunnstoðum efna-
hagsframfara og eru
fyrsta skref í nýsköp-
unarafli efnahagslífs-
ins og þannig forsenda
öflugs, verðmætaskap-
andi atvinnulífs. Gæði
vísindanna ráða ár-
angrinum þegar til
langs tíma er litið og
því skiptir öllu máli að
þegar við verjum fjár-
munum til vísinda-
starfsemi þá sé hlúð að
þeim sem bestu vís-
indin stunda. Vísindi eru stunduð í
alþjóðlegri samkeppni. Vísindamenn
þurfa að birta sín vísindi á al-
þjóðavettvangi. Þau eru þar lögð í
dóm annarra vísindamanna og ein-
ungis það sem stenst gæðakröfur
vísindanna nær að hnika áfram
þekkingarsköpuninni sem er drif-
kraftur vísindanna. Vísindamenn um
allan heim vita hvaða mælistikur
liggja þarna að baki. Það er því full-
ljóst að til að hnika HÍ eða öðrum
háskólum hér á landi upp met-
orðastiga háskólasamfélagsins þá
verður það einvörðungu gert með
því að stunda frábær vísindi sem
standast alþjóðlega samkeppni. Við
þurfum því ekki einungis að auka
fjölda doktors- og meistaranema, við
þurfum að láta þessa nema leggja
stund á vísindastörf sem standast al-
þjóðlega mælistikur. Við þurfum að
tryggja að vísindaverkefni þessara
ungu vísindamanna sem unnin eru
undir handleiðslu vísindamanna há-
skólanna og skyldra stofnana stand-
ist gæðakröfur vísindasamfélagsins.
Ef þetta er ekki gert þá er betur
heima setið en af stað farið.
Menntamálaráðherra sýndi í verki
að henni er alvara í því að verja
auknum fjármunum til að vísinda-
starfsemi HÍ. Nýr samningur milli
menntamálaráðuneytisins og HÍ
gerir ráð fyrir að þrír milljarðar fari
árlega til viðbótar við þá tæpu tvo
milljarða sem ríkið ver í gegnum
bein fjárlög til rannsóknarstarfsemi
HÍ. Þetta eru miklar fjárhæðir og
raunar margfalt hærri en áður hafa
sést í vísindasamfélaginu. Það er því
eðlilegt að skattborg-
arar og við sem viljum
sjá veg vísindanna sem
mestan í íslensku sam-
félagi spyrjum hvort
rétt sé að farið. Vísinda-
samfélagið um allan
heim hafa valið aðrar
leiðir en við Íslendingar
þegar kemur að fjár-
mögnun vísinda. Sú leið
er að útdeila því fjár-
magni sem ætlað er til
að vísindaverkefna í
mun meira mæli en hér
tíðkast í gegnum svo-
kallað samkeppnissjóði.
Samkeppnissjóðir virka
þannig að vísindamenn
sækja um styrki til að
fjármagna rannsóknir
sínar. Sjóðirnir nota
jafningjamat til að meta
gæði verkefna, þ.e. aðr-
ir vísindamenn eru
fengnir til að meta gæði
viðkomandi verkefnis.
Til að fá styrki úr slík-
um sjóðum þarf um-
sækjandinn að hafa náð
árangri í því sem hann
hefur tekið sér fyrir
hendur og verkefnið að
vera þaulhugsað og
skipulagt. Þannig er
rekstur háskólavísinda
um allan heim fjár-
magnaður að stórum
hluta. Þetta er einfalt
og viðurkennt kerfi.
Þetta er besta gæða-
stjórnunarkerfi sem
þekkt er þegar kemur að fjár-
mögnun vísindaverkefna. Til að
auka veg vísindanna við HÍ þarf að
auka veg slíkra sjóða. Um þetta hef-
ur verið mikil sátt og sjást þess
merki í nýrri stefnumótun Vísinda-
og tækniráðs, en þar segir orðrétt:
„Vísinda- og tækniráð hvetur til þess
að hækkun beinna fjárveitinga til
rannsókna renni að stærstum hluta
til samkeppnissjóða og áætlana sem
úthluta fé á grundvelli umsókna og
faglegs mats“.
Ég leyfi mér því að efast um að
nýundirritaður samningur milli
menntamálaráðuneytis og HÍ falli að
þessari stefnumótun. Sumir segja að
þessir fimm milljarðar sem fara eiga
árlega í rannsóknarstarfsemi HÍ séu
einungis til að tryggja grunninn.
Samkeppnissjóðirnir fjármagni síð-
an verkefnin. Það hljómar þó an-
kannalega að verja fimm milljörðum
á ári í gegnum beinar fjárveitingar
til byggja grunninn til þess að
tryggja árangur í að afla fjármuna
úr samkeppnissjóðum sem í dag
hafa einungis úr að spila 1,5 millj-
örðum. Er ekki vitlaust gefið? Hefði
ekki verið betra að verja einum af
þessum þremur milljörðum í grunn-
inn innan HÍ en auka í staðinn fjár-
magnið í samkeppnissjóðina um tvo
til þrjá milljarða á ári? Stór hluti af
því fjármagni myndi síðan renna til
HÍ en þá samkvæmt gæðastöðlum
vísindanna sjálfra.
Ég sagði í upphafi þessarar grein-
ar að til að koma HÍ í röð þeirra
bestu þyrfti að styðja við bestu vís-
indamenn HÍ. Til þess er til einföld
leið. Stóraukið fjármagn í sam-
keppnissjóði hins opinbera. Ef bestu
vísindamenn HÍ ná ekki að fjár-
magna vísindastarfsemi sína í sam-
keppni við innlenda kollega sína þá
er ekki mikil von um að þeir muni
standast þá hörðu samkeppni sem
felst í því að hnika HÍ upp hinn al-
þjóðlega metorðastiga.
Að koma háskóla
í fremstu röð
Magnús Karl Magnússon fjallar
um háskóla og vísinda-
starfsemi.
Magnús Karl
Magnússon
» Vísindamennþurfa að
birta sín vísindi
á alþjóðavett-
vangi. Þau eru
þar lögð í dóm
annarra vísinda-
manna og ein-
ungis það sem
stenst gæða-
kröfur vís-
indanna nær að
hnika áfram
þekkingarsköp-
uninni sem er
drifkraftur vís-
indanna.
Höfundur er læknir á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi og stundar meðal
annars vísindastörf.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík