Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Efstaleiti - Glæsileg endaíbúð
Glæsileg 145 fm endaíbúð á 1. hæð með gluggum í þrjár áttir í þessu eftirsótta
lyftuhúsi við Efstaleiti auk sérstæðis í bílgeymslu. Íbúðin skiptist m.a. í stórar og
bjartar samliggjandi stofur með útgangi á verönd til suðurs og vesturs, rúmgott
eldhús og endurnýjað baðherbergi að hluta. Útgangur á verönd úr hjónaher-
bergi. Sérgeymsla í kj. Hlutdeild í mikilli sameign m.a. sundlaug og gufubaði.
Verð 59,0 millj.
Skaftahlíð - Neðri sérhæð
ásamt bílskúr
Mjög vel skipulögð og björt 142 fm
neðri sérhæð í þríbýlishúsi auk 16,0 fm
þvottaherbergis og geymslu. Hæðin
skiptist m.a. í stórt hol, stórar sam-
liggjandi stofur með fallegum renni-
hurðum, 3 herbergi, stórt eldhús með
góðum borðkrók og flísalagt baðherb.
Nýtt eikarparket á öllum gólfum nema
á baðherb. Um er að ræða eftirsótta
eign á eftirsóttum stað, stutt í skóla
og leikskóla. Verð 45,0 millj.
Háaleitisbraut - Glæsilegt einbýlishús
Glæsilegt 289 fm einbýlishús á tveimur
hæðum með innb. bílskúr. Eignin
skiptist m.a. í samliggjandi stofur með
arni, stórt eldhús með ljósum viðarinn-
réttingum, 5-6 herbergi auk fataher-
bergis, 2 flísalögð baðherbergi, gesta
w.c. auk um 20 fm nýlegs skála sem
byggður var við húsið. Rúmgóðar suð-
ursvalir út af stofum. Falleg ræktuð og
skjólgóð lóð með nýlegri verönd og
nýlega hellulagðri innkeyrslu með hita
í. Einnig hiti í tröppum upp að húsi. Verðtilboð.
Lágholtsvegur
Glæsilegt um 129 fm einbýlishús á
tveimur hæðum auk um 50 fm
geymslukjallara. Húsið var flutt á stað-
inn árið 1984 og byggt var við það
sama ár. Á þessum tíma var húsið allt
endurnýjað, m.a. járn á húsi og þaki,
gler og gluggar. Stórar samliggjandi
stofur með útgangi á lóð til suðurs, 2
herbergi, rúmgott eldhús og baðherb.
auk gesta w.c. Falleg gróin lóð og
svalir til austurs út af hjónaherb. 2 sér-
bílastæði við húsið.
Hraunás - Garðabæ
Einbýli á frábærum útsýnisstað
Mjög glæsilegt 258 fm einbýlishús á
tveimur hæðum staðsett innst í lokaðri
götu. Eignin skiptist m.a. í samliggj-
andi glæsilegar bjartar stofur, vandað
opið eldhús með eyju, 4 góð herb. auk
fataherb., sjónvarpsherb. og flísalagt
baðherb. auk gesta w.c. Allar innrétt-
ingar, hurðir og fataskápar eru úr hlyni.
Hiti er í öllum gólfum og aukin lofthæð
á báðum hæðum. Stór verönd með
skjólveggjum og tvennar svalir. Tvöf.
innb. bílskúr. Gríðarlegt útsýni er af
efri hæð hússins. Arkitekt hússins að utan og innan: Albina Thordarson.
Háaleitisbraut- Góð 4ra herb. íbúð
Góð 102 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð
ásamt sérgeymslu í kj. og 21 fm bíl-
skúr. Nýleg innrétting og nýleg tæki í
eldhúsi, björt parketlögð stofa, sjón-
varpsherb., 2 svefnherb. og flísalagt
baðherbergi. Rúmgóðar svalir í suð-
vestur. Hús nýlega málað hið ytra.
Verð 25,5 millj.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-15
KÁRSNESBRAUT 84 - EFRI HÆÐ M/ÚTSÝNI
Björt og vel skipulögð 4ra herb. 82 fm hæð í tvíbýli með fallegu útsýni. Sameig-
inlegur inng., stigi með teppi. Komið er inn á hol m/ skáp. 2 rúmgóð herbergi,
útg. á suðursvalir úr öðru herberginu. Baðherbergi með flísum í hólf og gólfi,
sturtuklefi og gluggi. 2 samliggjandi bjartar stofur. Eldhús m/ upprunal. innrétt-
ingu, borðkrókur og búr innaf eldhúsi. Parket á stofum og holi, dúkur á eldhúsi
og herbergjum og flísar á baði. Þakefni húss og gler var endurnýjað fyrir ca 7 ár-
um. Búið er að klæða hluta hússins. Í kjallara er sérþvottahús ásamt sérgeymslu.
Íbúðin getur verið laus fljótlega. Tilboð óskast. Verð 21,5 millj.
Verið velkomin í dag frá kl. 13-15.
Rúnar og Guðmunda taka á móti gestum.
Traust þjónusta í 30 ár
HERRA Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra! Ég vil byrja á að
þakka þér fyrir grein þína hér í
blaðinu fimmtudaginn 25. janúar sl.
Það er full þörf á að stinga niður
tölvufingri og þakka þér. Þakka þér
fyrir að hafa til þess þor að ganga
gegn öllum þeim sem krefjast tvöföld-
unar hinna ýmsu vega strax.
Þor til að ganga með skynsemina
og öryggi okkar vegfarenda að vopni
gegn sjónarmiðum sem t.d. komu
fram í grein Björgvins G. Sigurðs-
sonar hér í Morgunblaðinu 22. desem-
ber sl.
Sturla, ég er búinn að bíða eftir
þessu útspili þínu frá því í haust, þeg-
ar menn fóru að reyna að kaupa sér
atkvæði með því að tala um samstöðu
á þingi um tvöföldun og ekkert annað
en tvöföldun og bara tvöföldun. Menn
sem voga sér að tala um tvöföldun
strax eins og það sé mögulegt.
Samkvæmt upplýsingum sem fram
koma í umræddri grein þinni var byrj-
að að undirbúa tvöföldun Reykjanes-
brautar árið 2001. Líkur eru á að tvö-
földun ljúki sumarið 2007.
Ef miða má við þennan hraða, er
augljóst að ef hafin væri undirbún-
ingur að tvöföldun vegar núna strax í
dag, þá yrði sá sami vegur ekki tilbú-
inn fyrr en 2013.
Herra Sturla Böðvarsson! Sunn-
lendingar sækja fast að þér að hefjast
handa við tvöföldun Hellisheiðar
strax. Þeir tala alltaf um Vesturlands-
veg í leiðinni. Mig langar að segja þér
frá því að ef hægt er núna í sumar, eða
næsta sumar að auka umferðaröryggi
á Vesturlandsvegi svo um munar, þá
finnst mér blóðugt að þurfa að bíða til
2013 eftir auknu öryggi. Jafnvel þótt
það yrði hugsanlega lítillega meira ör-
yggi. Mér finnst það blóðugt og því
miður er víst hræðilega mikill sann-
leikur í orðatiltækinu. Ég vil ekki
blæða því blóði og ég vil ekki horfa á
nokkurn mann blæða því blóði.
Sturla! Ég hef í blaðagreinum hér í
blaðinu lagt spurningar fyrir þá sem
stigið hafa fram fyrir skjöldu um tvö-
földun Hellisheiðarvegar strax. Ég
hef spurt um nánari skýringu á þeim
orðum að 1+2 vegur með víravirki
henti ekki á Hellisheiði. (Mbl. 4. des.
sl.) Ég hef spurt að því hvað sé unnið
við að bíða. Fórna 5 eða 7 mannslífum,
jafnvel fleirum, í bið eftir auknu ör-
yggi. Öryggi sem hægt er að fá að
mestum hluta til strax á næsta sumri.
(Mbl. 22.des. sl.) Ég hef spurt að því
hvort þeir sem láta lífið á Hellisheið-
inni á mismunaárunum á meðan beðið
er eftir því sem þeir kalla „fullkomið
öryggi“, séu bara fórnarkostnaður.
(Mbl. 22.des. sl.) Ég hef spurt að því
hvar vegurinn með „fullkomið öryggi“
eigi að enda. (Mbl. 22.des. sl.) En
Sturla! Þetta ágæta fólk les greinilega
ekki aðrar greinar í blöðunum en þær
sem það ritar sjálft. Ekki trúi ég öðru
en að menn eigi góð og skilmerkileg
svör við jafn einföldum spurningum.
Ég bý á Kjalarnesi og okkur sár-
vantar aukið öryggi. Okkur sárvantar
veg þar sem akstursleiðir eru að-
skildar.
Sturla! Ég ætla ekki í blaðagrein að
fara að telja upp tiltekin hörmung-
aratvik þótt af nógu sé að taka, því
miður. Nóg er á aðstandendur lagt
samt. Ég vil bara undirstrika enn og
aftur, að það sem vegfarendur um
þessa álagsþungu vegi vantar er ekki
bið. Það sem vantar er aukið öryggi
eins fljótt og verða má.
Herra samgönguráðherra! Ég
fagna yfirlýsingu þinni í fyrrnefndri
grein þar sem þú segir: „Fyrstu skref-
in í þá átt eru að aðskilja aksturs-
stefnur og breikka vegina þar sem
það er unnt. Með því er strax hægt að
ná brýnum áfanga í átt til aukins um-
ferðaöryggis og það er lykilatriði“
Má ég þá spyrja í beinu framhaldi
af þessum orðum þínum. Hvernig ber
að skilja orðið „strax“? Hvenær mega
þeir sem um Vesturlandsveg aka
vænta þess að aðskilnaðaráætlun fari
að sjást á veginum?
Sturla! Er virkilega einhver von til
þess að víravirki milli akstursstefna
sjáist á Vesturlandsvegi á komandi
sumri?
Stattu við orð þín Sturla! Þú getur
gefið lágkúruatkvæðaveiðurum langt
nef með því einu. Við þurfum aðgerðir
strax, ekki atkvæðaveiðar.
ÞÓR JENS GUNNARSSON,
Esjugrund 23, Kjalarnesi.
Frábær grein Sturlu Böðvarssonar
Frá Þór Jens Gunnarssyni:
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Bernskulandið býr
innra með oss ósnortið
með öræfi sín.
Á Hellisheiði
hrína járnskógaskrímslin
nýir landherjar.
HÉR er gott að búa en tungumálið
er erfitt, segir Tira Mazu. – Ylhýra
málið er auðvelt. Börnin drekka það í
sig með móðurmjólkinni. Þau læra það
sem fyrir þeim er haft, segi ég. – Þjóð-
in er rík, bora–bora og fá mikið heitt
vatn, segir Tira Mazu. Já! Landið er
sannkölluð Bora-bora Atlantshafsins.
Sögueyjan er orðin nýlenda álrisanna,
á þeirra forsendum, ef ál lækkar á
heimsmarkaði þá lækkar einnig raf-
orkuverð til álveranna. – Þið verðið
fjölmenningarsamfélag, fullyrðir Tira
Mazu.
– Tira Mazu,
spáðu í framtíð
Bora-bora! Eftir
30–40 ár eru bor-
holurnar vatns-
litlar, þá verður að
hvíla svæðið í 40
ár. Finna þarf ný
svæði til að bora á.
Jarðskorpan verð-
ur eins og gata-
sigti eftir boranir
og gæti fallið saman eða sigið. Jafnvel
gætu djúpboranir komið af stað eld-
gosi eins og í Kröflu kringum 1970 eft-
ir boranir á háhitasvæði.
– Bora, bora út um allt, líkt og mold-
vörpur leiki lausum hala, eins og á
Hellisheiði og Reykjanesi. Landið
verður stærsta álland í Evrópu, segir
Mazu. – En þið viljið stofna Vatnajök-
ulsþjóðgarð? spyr Tira Mazu.
Í jöðrum Vatnajökuls hefur þegar
verið virkjað. Svæðinu við Snæfell var
fórnað norðan jökla með Kára-
hnjúkastíflu og Hálslóni í þágu risaál-
vers. Einnig er byrjað á Hraunárveitu
við Eyjabakka með fjölda grjótstíflna,
stærst er Kelduárlón með 1450 metra
langa grjótstíflu og grjótstíflan í Ufs-
arlóni er 675 metra löng. Þá hverfa
Eyjabakkafoss og Kirkjufoss og tugir
annarra fossa. Sunnan Vatnajökuls
eru Kaldakvísl og Þjórsá með yfir 10
virkjunarlón. Norður af Kili er
Blöndulón. Einnig eru jökulsárnar í
Skagafirði og Skjálfandafljót í hættu.
– Þykir þjóðinni þá ekki vænt um
landið sitt, Gullfoss, Goðafoss, Urr-
iðafoss, Aldeyjarfoss, öræfin og hreina
loftið? spyr Tira Mazu. Á Bora-bora
eru allir þessir fossar og fleiri á teikni-
borðinu. Fjallavötnin fagurblá eru orð-
in kolgrá og hálffull af jökulleir. Það
krefst nýrra virkjana og nýrra fórna
fyrir fleiri og stærri álver. Álskógur rís
nú þegar þvers og kruss á Bora-bora.
– Hvers vegna sættir þjóðin sig við
þessa eyðileggingu? Þið skaðið ímynd
landsins! Þetta er ekki endurnýjanleg
orka heldur eyðilegging eins og hjá
Talíbönum í Afganistan sem brutu nið-
ur þúsaldargömul risalíkneskin af
Búdda sem höggvin voru í berg. Allur
heimurinn fordæmdi verknaðinn, seg-
ir Mazu.
– Þeir sem vilja hlífa óspilltri nátt-
úru landsins eru kallaðir óvinir þjóð-
arinnar og sagt að fara eitthvað annað
eins og hreindýr, heiðagæsir og álftir.
Er ekki lýðræði í landinu? Borga álfyr-
irtækin ekki mengunarkvóta? spyr
Mazu.
Á Bora-bora greiða fyrirtækin eng-
an mengunarkvóta! Vormenn landsins
áttu sér draum en „Smávinir fagrir,
foldar skart“ þjóðskáldsins, býr ekki
lengur í hjartanu. Það er eins og land
og tunga eigi ekki lengur hljómgrunn í
sálinni, svara ég. – Hvað um frumrétt
þjóða til ómengaðs vatns og andrúms-
lofts? spyr Mazu. – Jú! Tira Mazu,
þjóðin er aðili að Kyoto- og Ár-
ósasamningi þjóðanna frá 1998 um að
skila landinu óspilltu til barna og dýra
merkurinnar, alls sem lífsanda dregur!
Allt er lagt í sölurnar á Bora-bora í
þágu álbræðslna með eyðileggingu
landsins og mengun andrúmslofts sem
því fylgir. – Hvers vegna er land Norð-
urljósanna Bora-bora erlendra auð-
hringa?
ÓLÖF STEFANÍA
EYJÓLFSDÓTTIR,
ljóðskáld, Viðjugerði 2, Reykjavík.
Álverin á Bora-bora
Frá Ólöfu Stefaníu Eyjólfsdóttur:
Ólöf Stefanía
Eyjólfsdóttir
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100