Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 41 UNGA einstæða móðirin og börnin hennar tvö vissu ekki alveg hvert þau gætu snúið sér næst. Jólin búin og lítið hafði verið um dýrðir. Móðirin vann við illa launuð umönn- unarstörf og gat ekki bætt við aukavinnu ef hún ætlaði að ná því að sækja börnin í skóla og barnaheimili. Hún hafði leitað til mæðrastyrksnefndar og fengið þar hangi- kjöt og fleira. Einnig hafði henni áskotnast smávegis af fatnaði svo ekki færu þau í jólaköttinn hvað þetta varðaði. Henni hafði tekist við illan leik að komast á jólarésskemmtun í vitlausu veðri. Hún fór í strætó með börnin, en var hálfmiður sín vegna þess að börnin hennar voru í hálfgerðum druslum miðað við hin börnin á skemmtuninni. Sú sjö ára spurði í sífellu hvort hún gæti ekki eignast svona fínan kjól eins og hinar væru í. Hvað þá hún sjálf, sem hafði ekki eignast nýjan kjól svo árum skipti. Fangar í eigin íbúð Í blokkinni hennar á þriðju hæðinni var gamalt fólk sem eitt- hvað hafði orðið útundan í kerfinu. Þau voru eiginlega fangar í íbúð sinni því gamla konan komst ekki niður stigann vegna fótameins og gamli maðurinn frá vegna lungna- þembu. Engin var lyftan. Þau voru með ársgamla umsókn um að komast í þjónustuíbúð hjá Reykja- víkurborg. Þau hringdu öðru hverju til þess að spyrja hvað gengi. Svörin voru ætíð þau sömu. Það væri svo langur biðlisti að það tæki mörg ár að komast inn í því- líkt húsnæði. Ekkert lagaðist þótt Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn til valda. Lyfin sín fengu þau send vikulega frá apó- tekinu. Vandlega merkt að vísu, en samt vildi til að þau rugluðust á dögum. Þá var illt í efni. Því sjaldan var einhver til staðar til þess að leið- rétta. Einu sinni í viku kom hjúkr- unarfræðingur eða sjúkraliði til þess að hjálpa þeim að kom- ast í bað og svo kom einhver útlend stúlka til þess að hjálpa þeim með þrif. Hún mátti samt ekki gera nema sumt. Hún mátti t.d. ekki fara út í búð, því ekki mátti hún fá peninga hjá þeim til þess. Það var bannað og ekki í hennar verkahring. Það vildi til að þau gátu fengið mat- vöru senda heim. Það voru heldur dapurleg jól hjá þeim. Engin voru börnin og kunningjar og vinir farnir að týna tölunni. En hvernig má það vera hjá rík- ustu þjóð í heimi að fólk búi við svona aðstæður? Auðvitað er alltaf tekið meðaltal af fólki til þess að vita hvernig þjóðin hefur það. Það er ekki mikill vandi að fá háa tölu út úr því þar sem sumir hafa milljónir á mánuði, en láglauna- fólk, 10 þúsund, aldraðir og ör- yrkjar búa við lúsarlaun. Um fimm þúsund börn búa við fátækt, þótt ekkert atvinnuleysi sé. Pétur Blöndal, fjármálaráð- herra og fleiri í ríksstjórninni við- urkenna ekki fátæklinga. Þetta fólk heyrir bara til undantekninga. Þetta er því sjálfu að kenna. Eða eins og Pétur Blöndal sagði, að þeir í ríkisstjórninni vildu ýta undir sjálfsbjargarviðleitni fólks og ef fólk væri með hærri tekjur og minni skatta þá nennti það bara ekki að vinna. Þetta eru auðvitað öfugmæli. Það á hver þegn að geta lifað af 40 stunda vinnuviku. Skattleys- ismörk eiga að vera um 136 þús- und á mánuði ef þau fylgja láns- kjaravísitölu, og eftir því sem heyrist frá Hagstofunni þurfa menn að vera með 169 þúsund krónur til þess að lifa mannsæm- andi lífi. Ríkisstjórnin er mjög upp með sér að leyfa gamlingjum að vinna sér inn 25 þúsund á mánuði án tekjuskerðingar frá Trygg- ingastofnun. Auðvitað mínus tæp 37% í skatt. Hún vogar sér að borga 125 þúsund krónur á mánuði til lág- launafólks og taka af því 37% í skatt. Á meðan búa stjórnarherr- arnir til lög um eftirlaun æðstu embættismanna þjóðarinnar, sem ekki eru í neinu samræmi við hinn almenna borgara. Borgið bara himinhá laun, en leyfið almenningi að minnsta kosti að lifa. Ríkasta þjóðin – lúsarlaun Erna V. Ingólfsdóttir fjallar um fátækt á Íslandi »En hvernig má þaðvera hjá ríkustu þjóð í heimi að fólk búi við svona aðstæður? Erna V. Ingólfsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í miðstjórn Frjálslynda flokksins. MIKIL umræða hefur verið um matvælaverð hér á landi að und- anförnu. Það er sammerkt flestum sem kvatt hafa sér hljóðs að mik- ilvægt sé að lækka matarverðið eins og kostur er. Mjólkuriðnaður- inn tók, eins og kunnugt er, þá af- stöðu í október síðastliðnum að til- kynna 12 mánaða verðstöðvun þrátt fyrir um 8% verðbólgu til að leggja sitt af mörkum í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar um að ná niður matvælaverði í landinu. Fyrir skömmu birtist könnun sem var gerð á vegum Eurostat um verð á matvælum í 15 Evrópulöndum. Þar kemur í ljós að mat- arvísitalan, að áfengi slepptu, hafi verið 161 á Íslandi árið 2005. Árið áður var mat- arvísitalan 148 þannig að hækkunin milli ára nemur rúmum 9 pró- sentum. Þá hefur komið í ljós að þessi mikla breyting er fyrst og fremst til komin vegna sterks gengis íslensku krón- unnar árið 2005. Vísitala mjólkurafurða hérlendis var 142 árið 2004 en 146 árið 2005 sem er 2,7% hækkun á milli ára. Það er rétt að benda á að heild- söluverð mjólkurafurða hélst óbreytt frá 1. janúar 2003 til 31. desember 2005. Af hálfu mjólk- uriðnaðarins var því engin hækkun á þessu tímabili. Í þeirri umræðu, sem hefur verið um matvælaverð á Íslandi, heyrist oft sú fullyrðing að hátt verð land- búnaðarafurða sé orsök þess háa matvælaverðs sem er hér á landi. Röksemdafærslan er sú að verðlag landbúnaðarafurða setji grunn eða viðmið fyrir alla verðlagningu á öll- um öðrum matvörum í landinu. Þetta er athyglisverð kenning án þess að nokkrar rannsóknir liggi að baki henni. Til að skoða þessa kenningu er áhugavert að skoða hvernig verð- lagningu á mjólk er háttað hér á landi í samanburði við aðra drykkjarvöru. Sam- kvæmt Capacent rann- sóknum var smá- söluverðlag á drykkjarvörum á Ís- landi eftirfarandi á tímabilinu 1. janúar til 10. september 2006. Myndin sýnir einfalt meðalverð, þ.e. heildarsmásöluverð deilt með heildarmagni á þessu tímabili. Meðfylgjandi mynd sýnir aug- ljóslega að mjólk er langódýrasta drykkjarvaran á íslenskum smá- sölumarkaði á tímabilinu. Það er al- veg ljóst að þessi mynd kollvarpar þeim kenningum að aðrar vörur séu verðlagðar í skugga landbúnaðar- afurða. Eðlilega er hér einungis um nálg- un að ræða þar sem við notum ein- falt meðaltal og ekki hefur verið tekið tillit til mismunandi virð- isaukaskattstigs, skilagjalds á um- búðum eða mismunandi umbúða- stærðum. Til að árétta þennan breytileika er einnig sýnt á mynd- inni það verðbil sem var á smá- söluverði þessara afurða á þessu tímabili. Niðurstaðan er hins vegar skýr, mismunur á verði margvíslegra drykkjarvara á Íslandi er svo mikill að það er beinlínis fáránlegt að halda því fram, alla vega hvað drykki varð- ar, að þeir séu verðlagðir í skugga landbúnaðarafurða. Guðbrandur Sigurðsson skrifar um mjólkurverð » ...þessi mynd koll-varpar þeim kenn- ingum að aðrar vörur séu verðlagðar í skugga landbúnaðarafurða. Guðbrandur Sigurðsson Höfundur er forstjóri Mjólkursamsölunnar. FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Mikið endurnýjuð, björt og falleg 4ra herbergja íbúð í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin er 97,2 fm vel- skipulögð. Í eldhúsi er innrétting frá JKE De- sign úr kirsuberjaviði, flísalagt er milli skápa og falleg lýsing, AEG tæki. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, vönduð sérsmíðuð baðinnrétting úr kirsuberjaviði/hvítsprautu- lökkuð frá Brúnás. Verð 23,2 millj. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-15 ÁLFHEIMAR 54, 104 REYKJAVÍK Bjalla merkt Ásgerður Kjartansdóttir. Ásgerður tekur á móti gestum, sími 864 0917. Verið velkomin! FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Reisulegt og fallegt einbýl- ishús á þremur hæðum með auka íbúð í kjallara. Húsið er staðsett neðar- lega við Tunguveg, stærð samtals 253,9 fm, þar af bílskúr 28 fm. Á efri hæðum hússins eru 4 svefnherbergi og 3 samliggjandi stofur. Auk þess er íbúðin í kjallaranum 3ja-4ra herbergja. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-15 TUNGUVEGUR 10, 108 REYKJAVÍK. Þóra Þrastardóttir sölufulltrúi tekur á móti gestum, sími 822 2225. Verið velkomin! SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. GRUNDARGERÐI 14 SÖLUSÝNING Í DAG MILLI KL. 16-17 Fallegt og vel staðsett 152,3 fm einbýlishús á tveimur hæðum á þessum eftirsótta stað við Grund- argerði í Reykjavík. Þar af er bíl- skúr 43,7 fm. Fallegur lokaður garður er sunnan megin við húsið. Á jarðhæð er forstofa, herbergi, hol, 2 baðherb., eldhús, þvotta- hús og stofa. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi og sjónvarpshol. Aðkoma að húsinu er mjög góð og snyrti- leg. Sigurður sölumaður s. 862 3300. EIÐISTORG 7 - SELTJARNARNESI SÖLUSÝNING Í DAG MILLI KL. 13-14 Glæsileg og mikið endurnýjuð 107 fm 4ra herbergja íbúð á þriðju hæð í snyrtilegu fjölbýli við Eiðis- torg á Seltjarnarnesi. Eignin skiptist í forstofu, gang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldús og stofu. Nýtt eikarparket á öllum gólfum. Öll þjónusta í göngufæri. Glæsileg eign á vinsælum stað. Sigurður sölumaður verður á staðnum s. 862 3300. Mjólk er góð og ódýr Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.