Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 39 og þar með mundi hagnaður af rekstri viðkom- andi banka minnka verulega. Þetta er sennilega ástæðan fyrir því, þrátt fyr- ir orðróm um annað, að enginn stóru bankanna þriggja hefur stigið þetta skref. Í umræddri fréttaskýringu Agnesar Braga- dóttur kemur hins vegar fram, að til er annað sjónarmið í bankaheiminum íslenzka og það er þetta: Þýðing hinnar óbeinu ríkisábyrgðar, sem íslenzku bankarnir hafa búið við með ofangreind- um hætti, er ofmetið. Ef t.d. Kaupþing banki tæki upp reikningsskil í evrum og flytti höfuðstöðvar sínar til Bretlands, sem þýddi að bankinn kæmist undir eftirlit brezka fjármálaeftirlitsins, gæti lánshæfismat bankans hugsanlega hækkað. Væntanlega er slík fullyrðing sett fram vegna þess, að í umræðum um stöðu bankanna á sl. vetri kom fram, að dótturfyrirtæki Kaupþings í Danmörku hefði hærra lánshæfismat en bankinn sjálfur. Það var talið byggjast á því orði, sem fer af danska fjármálaeftirlitinu í hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef það er rétt, sem út af fyrir sig er ekki ástæða til að draga í efa, að hin óbeina rík- isábyrgð, sem bankarnir hér hafa búið við, hafi styrkt lánshæfismat þeirra og gert þeim kleift að búa við betri lánakjör en ella má gera ráð fyrir að lánshæfismatið mundi lækka verulega ef sú óbeina ríkisábyrgð félli niður, tæki einhver bank- anna upp reikningsskil í evrum. En færi slík ákvörðun saman við flutning höf- uðstöðva t.d. Kaupþings banka til Bretlands, þannig að bankinn heyrði eftir það undir brezka fjármálaeftirlitið, má vel vera að eitthvað sé til í þeirri röksemd, að lánshæfismatið mundi ekki lækka heldur jafnvel hækka og þá væntanlega á þeirri forsendu, að brezka fjármálaeftirlitið njóti slíks álits í hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Þessar umræður eru augljóslega vísbending um nauðsyn þess að efla íslenzka fjármálaeft- irlitið og vakna þá enn spurningar um, hvort ekki sé skynsamlegt að færa það yfir í Seðlabankann á ný eins og áður hefur verið vikið að hér í Reykja- víkurbréfi. Þetta eru áhugaverðar pælingar, svo að notað sé nútímalegt orðalag. En jafnframt eru umræð- urnar, sem fram fara um þetta, vísbending um að komið kunni að vera að einhvers konar þátta- skilum í starfsemi íslenzku bankanna. Eru þeir búnir að sprengja Ísland utan af sér? Vel menntað og hæft fólk S ú breyting, sem orðið hefur í íslenzk- um fjármálaheimi á örfáum árum, gerist ekki af sjálfu sér. Hún bygg- ist á vel menntuðu og hæfu fólki og djörfum og framsæknum forystu- mönnum. Hafi aukin og betri menntun yngri kynslóða skilað sér einhvers stað- ar með beinum og skýrum hætti er það í banka- kerfinu íslenzka. Unga kynslóðin íslenzka er jafn vel menntuð og jafnaldrar þeirra í öðrum löndum. Hún er menntuð í sömu þekktu alþjóðlegu háskólum og aðrir. Hún hefur starfsreynslu frá sömu alþjóð- legu fyrirtækjum og hinar ungu kynslóðir ann- arra landa. Hún kann það sama og ungt fólk í öðrum löndum. Það er alveg ljóst, að útrás íslenzku fyrirtækj- anna í öðrum löndum hefði aldrei orðið að veru- leika nema vegna þeirrar þekkingar, sem er til staðar í íslenzku bönkunum. Dæmið hefur að öll- um líkindum gengið upp. Hið eina, sem á eftir að koma í ljós, er þetta: útrás íslenzku fyrirtækj- anna hefur gengið upp í því góðæri, sem ríkt hef- ur bæði hér og annars staðar. En stenzt hún efnahagslega niðursveiflu? Segja má, að þá fari lokaprófið fram. Auðvitað hefur ýmislegt gerzt á þessari veg- ferð. Fyrir svo sem áratug var töluvert vitnað til bókar, sem út kom í Bandaríkjunum í upphafi tí- unda áratugarins, hér í Reykjavíkurbréfi og nefn- ist á ensku „A den of Thieves“, þar sem því er lýst hvernig bandarískir fjármálasnillingar fóru inn í hvert fyrirtækið á fætur öðru og hreinsuðu út eignir þeirra en skildu eftir skelina eina og starfsfólk með sárt ennið. Þetta gátu þeir ekki nema í samstarfi við fjármálamenn og sá frægasti þeirra, Michael Milken, endaði í fangelsi um skeið en nýtur nú virðingar fyrir fjárhagslegan stuðn- ing við menningarmál og margvíslega góðgerð- arstarfsemi. Hið sama hefur gerzt hér á Íslandi, að miklar eignir hafi verið hreinsaðar út úr fyrirtækjum með nútímalegri fjármálatækni og á löglegan hátt en skelin ein eftir. Og sjálfsagt tímabært að fjalla um þá þróun. Það er ekki við öðru að búast en að ýmislegt neikvætt fylgi með í þeim miklu sviptingum, sem hér hafa orðið í fjármála- og viðskiptalífi. Ef ein- ungis er horft á jákvæðu hliðarnar blasa þær við. Því má hins vegar ekki gleyma að það eru til fleiri fyrirtæki á Íslandi en bankar og stóru fyr- irtækin, sem hafa starfað í nánum tengslum við þá. Önnur undirstaða eru vel rekin og vel upp- byggð millistór fyrirtæki og smáfyrirtæki, sem eru grasrótin í atvinnu- og viðskiptalífi okkar. Það er mikilvægt að athyglin beinist ekki síður að þeim en hinum stærri. »Ef það er rétt, sem út af fyrir sig er ekki ástæða til aðdraga í efa, að hin óbeina ríkisábyrgð, sem bankarnir hér hafa búið við, hafi styrkt lánshæfismat þeirra og gert þeim kleift að búa við betri lánakjör en ella má gera ráð fyrir að láns- hæfismatið mundi lækka verulega ef sú óbeina ríkisábyrgð félli niður, tæki einhver bankanna upp reikningsskil í evrum. rbréf Morgunblaðið/G.Rúnar arfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.