Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 61
menning
Í tíu ár hefur NTV boðið upp á Skrifstofu- og tölvunám. Á þessum tíma hefur
námskeiðið þróast mikið og breyst í takt við tímann og vinnumarkaðinn.
Það er samdóma álit þeirra sem ljúka náminu að það sé krefjandi en umfram
allt uppbyggilegt, styrkjandi og skemmtilegt.
- Windows stýrikerfið
- Word ritvinnsla
- Excel töflureiknir
- Power Point kynningarefni
- Access gagnagrunnur
- Internetið & Tölvupóstur
Tölvunám - 96 stundir
- Verslunarreikningur
- Bókhald
- Tölvubókhald Navision MBS®
Viðskiptagreinar - 108 stundir
- Tímastjórnun og
markmiðasetning
- Sölutækni og þjónusta
- Framsögn og framkoma
- Mannleg samskipti
- Streitustjórnun
- Atvinnuumsóknir
Sjálfstyrking - 30 stundir
- Auglýsingatækni
- Markhópagreining
- Gerð birtingaráætlana
- Gagnvirk tenging forrita
- Flutningur lokaverkefnis
Lokaverkefni - 24 stundir
Í tölvuhlutanum er lögð áhersla á þau forrit sem
nemandi þarf að kunna á til að öðlast TÖK-skírteini
sem er alþjóðleg viðurkenning á tölvukunnáttu hans.
NTV er eini skólinn þar sem öll 7 TÖK prófin og
alþjóðlegt prófskírteini er innifalið í náminu.
Kenndur er sá hluti verslunarreiknings sem mest er
notaður á skrifstofunni og tekin fyrir flest þau atriði sem
þarf til að færa bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
NTV leggur mikið upp úr því að ná fram því besta úr
hverjum og einum nemanda. Það er ekki nóg að búa
yfir þekkingu og hæfileikum. Nemandinn þarf einnig
að þekkja styrk sinn og veikleika, kunna að stýra tíma
sínum, setja sér skýr markmið og kunna að selja öðrum
hugmyndir sínar og skoðanir.
„Skemmtilegasti og erfiðasti hluti námsins“ segja margir.
Unnið er í 3-4 manna hópum að markaðssetningu á
vöru eða þjónustu. Lokaverkefnisvinnan er skemmtileg,
krefjandi og framsett á þann hátt að hún taki á flestum
þáttum námskeiðsins.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn - Hlíðasmára 9 - Kópavogi
„Frábært og hnitmiðað!“ lýsir náminu best!
Fyrir tíu árum og þremur börnum síðan fór ég
af vinnumarkaði. Því fannst mér erfitt að fara
að vinna aftur, ég var ekki tilbúin að takast á
við nútíma skrifstofuumhverfi.
Eftir Skrifstofu- og tölvunámið fékk ég strax
góða skrifstofuvinnu þar sem ég er að nýta
mér flest það sem kennt var í náminu.
SKRIFSTOFU-
& TÖLVUNÁM
Bryndís Gísladóttir - Inpro ehf.
Næstu námsskeið:
Morgunnámskeið - 1
Alla virka daga frá kl. 8:30-12:30
Byrjar 5. feb. og lýkur 12. apr.
Morgunnámskeið - 2
Mán, mið. og fös. frá kl. 8:30-12:30
Byrjar 5. feb. og lýkur 23. maí.
Kvöldnámskeið
Þri. og fim. 18-22 og lau. 8:30-12:30
Byrjar 6. feb. og lýkur 29. maí.
Námið gefur 10 einingar til stúdentsprófs og skiptist í 4 flokka:
UPPSELT!
FYRSTA stofuspjall ársins í
tengslum við verk mánaðarins á
Gljúfrasteini fer fram í dag kl. 16. Þá
mun tónskáldið Atli Heimir Sveins-
son setjast við flygilinn í stofunni og
fletta Kvæðakveri Halldórs Lax-
ness, spila tóndæmi og ræða lögin og
ljóðin. Honum til fulltingis verður
Bergþór Pálsson söngvari.
Atli Heimir hefur samið lög við
nokkur ljóða Halldórs Laxness, þ. á
m. ljóðið Maríukvæði sem ekki hafði
birst áður. Þá samdi hann tónlist
fyrir leikverkið Sjálfstætt fólk þegar
það var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1998–
1999.
„Bergþór mun flytja sönglögin
sem ég samdi við ljóð Halldórs fyrir
leiksýninguna eftir Sjálfstæðu fólki,
og á milli laga fletti ég Kvæða-
kverinu og lít á það sem þar er að
finna. Ég mun ræða um kvæðin og
svo segi ég eitthvað um mínar minn-
ingar um Halldór og okkar kynni,
sem voru ekki mikil en góð, og hvaða
áhrif hann hafði á mig og mína kyn-
slóð,“ segir Atli Heimir og bætir við
að Halldór hafi verið glettilega gott
ljóðskáld.
„Ljóðagerð kemur þónokkuð fyrir
í skáldsögum hans, kannski meira en
margir halda í fljótu bragði.
Halldór var líka mjög mús-
íkalskur maður og hafði yndi af tón-
list. Hann spilaði aðeins á píanó og
marglýsti því yfir hvað hann hafði
gott af því að iðka dálítið tónlist.
Kannski hefur það haft einhver áhrif
í skáldsögunum en hann skrifaði
heila bók um söngvara, sem kannski
söng og söng ekki, og einn af sonum
Bjarts í Sumarhúsum ætlar út í
heim að syngja fyrir heiminn, svo
þetta hefur blundað í honum,“ segir
Atli Heimir og lofar léttri stemningu
á Gljúfrasteini í dag.
Stofuspjall Tónskáldið Atli Heimir Sveinsson mun sitja við flygilinn á
Gljúfrasteini í dag og fletta Kvæðakveri Halldórs Laxness.
Flettir Kvæðakverinu á
milli laga á Gljúfrasteini