Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 32
ferðalög 32 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í raka hitabeltisins er tím- ans tönn mjög fljót að vinna á pappír og nýjar bækur fljótlega orðnar eins og gamlar skruddur. Bókasafnið í Villa Karó, finnsk- afrísku menningarmiðstöðinni þar sem greinarhöfundur dvaldi á strönd Benínflóans, minnir helst á virðulegt fornbókasafn sem vekur upp hugsanir um aðra tíma og aðrar viðmiðanir. Þetta skapaði vissulega viðbót á stemninguna þar sem ölduniðurinn dunaði í eyr- um. Þar var meðal annarra ágætra bóka ein mjög áhrifarík sem vel var við hæfi að lesa einmitt þar en það var bókin „Tea-Bag“ eftir Henning Mankell hinn sænska. Hún fjallar um nokkrar flóttakon- ur sem lifa í felum í Svíþjóð og þeirra veruleika og hvernig sögu- maður, hinn norræni mennta- maður, skáldið, mætir þeim veru- leika. Bókin segir meðal annars sögu afrískrar stúlku sem flúði yf- ir haf og lönd og byggist á sam- tölum sem Mankell hefur átt við flóttamenn sem eru í felum í Sví- þjóð. Bókin er einnig írónísk og kímin lýsing á metnaðarfullum rit- höfundi og samkeppninni í menn- ingarheiminum. Mankell hefur löngum haft aðsetur í Mósambík og þótt hann sé þekktastur fyrir sakamálasögur sínar þá hefur hann einnig skrifað annars konar bókmenntir, þar af þó nokkrar bækur sem fjalla um líf fólks í Afríku. Oftast eru það börn eða ungt fólk sem eru aðalpersón- urnar en í þessum sögum gefur hann áhrifaríka sýn í veruleika þann sem þar er við að eiga. Hver á heima hvar? Hið stóra djúpa haf hefur löngum verið vegur flóttamanna. Á síðustu áratugum með sívaxandi mismun í heiminum hafa meðal annarra margir Afríkubúar leitað á þann veg. Oft er það á flótta frá ofbeldi eða skorti heima fyrir eða í leit að betra lífi. Eftir erfitt ferða- lag með lífið að veði, jafnvel á bát- kænu eða bara einhverju sem flýt- ur, tekur við stóra spurningin „hver á heima hvar?“ Mannanna reglur um eignarrétt og landa- mæri eru oft fjarstæðukenndar og í andstöðu við samvisku okkar og skoðanir á t.d. algildum mannrétt- indum. Berni Searle er listakona í Suð- ur-Afríku. Hún er fædd og uppalin á tímum aðskilnaðarstefnunnar og á ættir að rekja til þriggja heims- álfa. Hún vinnur útfrá þeim bak- grunni með spurningar um kyn- þáttahyggju og um hver tilheyri hverju? Hún hefur meðal annars gert áhrifarík myndverk um leit- ina út á hafið sem vekur spurn- ingar um hver á heima hvar og hver vegferð okkar er í óræðum heimi. Með boðskap á bakinu „Allar stelpur í skóla“ blasir við á stórum skiltum við þjóðveginn vítt og breitt um Benín. En það er ekki bara á skiltum heldur er þessi mikilvægi boðskapur nú á bakinu á ökumönnum mótorhjóla- taxanna. Mótorhjóla-taxarnir eru reyndar helstu almenningsfar- artækin. Stjórnvöld í Benín standa fyrir miklu félagslegu átaki sem stutt er meðal annars af UNICEF þar sem barist er fyrir því að allar stúlkur fái skólagöngu. Um 5.000 ökumenn mótorhjóla-taxanna höfðu innritað sig sem stuðnings- menn þessa átaks og taka þátt í fræðslunámskeiði. Þeir klæðast hinum gulu skyrtum með boðskap- inn á bakinu sem blasir þá við um allar trissur hvar sem þeirra leið liggur. Eins og víða í heiminum er ólæsi mikið algengara hjá konum en körlum í Benín og á svæðum þar sem ekki öll börn fá tækifæri til að fara í skóla eru það frekar stúlkurnar sem heima sitja. Mikl- ar breytingar hafa þó orðið á síð- ustu árum, til dæmis er talið að 1990 hafi aðeins um 36% stúlkna fengið einhverja skólagöngu en nú sé hlutfallið orðið nálægt 80%. Konur byggja Afríku Baráttan fyrir menntun kvenna var einnig áberandi boðskapur á sýningu sem stóð yfir í „Húsi Brasilíu“, gamalli byggingu frá dögum þrælaverslunar í Ouidah í Benín. Þar voru t.d. skúlptúrar sem sýna konur í ýmsum ábyrgð- arstörfum, teikningar eftir teikni- seríuhöfund í Senegal um mik- ilvægi þess að leyfa stúlkum að fara í skóla og fleira. Þetta var sýningin „Konur byggja Afríku“ sem Musée de la Culture í Kanada hefur sett upp og var nú í Ouidah í Benín. Þar var fjallað um framlag og stöðu kvenna víðs vegar um Afríku. Á sýningunni var myndlist og list- munir sem ýmist voru eftir konur eða fjölluðu um stöðu kvenna og möguleika á einhvern hátt. Ásamt áhugaverðri myndlist frá ýmsum löndum Afríku þá voru þar líka ýmis verk er sýndu ævintýri hversdagslífsins þar sem samvinna og stuðningur við listir í hand- verki eða listiðnaði höfðu stuðlað að bættum lífsskilyrðum. Slíkt æv- intýri er til dæmis í gangi núna í Cape Coast í Ghana og má skoða ýmislegt um það á netinu: www.womeninprogress.org. Sann- arlega eru ýmsar leiðir færar og margt færist í rétta átt. Hin nýja ríkisstjórn Yayi Bono sem náði kjöri í mars síðastliðinn samanstendur af 23 ráðherrum og þar af eru 7 konur. (Í fyrri rík- Frá sýningunni Konur byggja Afríku Tréskúlptúrar af konum í ýmsum störfum og í bakgrunni er teiknisería T.T. Fons frá Senegal „Fjárfest í menntun stúlkna“. Boðskapur Meira en fimm þúsund ökumenn mótorhjóla-taxanna í Cotonou aka nú um með þann boðskap á bakinu að allar stúlkur eigi að njóta skólagöngu. Á glöðum degi Í þorpinu Topka-Aizo voru krakkarnir með af lífi og sál í bæði dansi og tónlist og nutu góðra leiðbein- inga þeirra sem eldri voru. Hjartsláttur jarðar Ljósmyndir/Jóhanna Bogadóttir Fegurð fundin á einfaldan hátt Ungar stúlkur í litla þorpinu Topka-Aizo þar sem áhrif og möguleikar nýrra tímar seitla inn. Dvöl í Benín í Vestur- Afríku gefur spurning- unum um verðmætamat aukið vægi. Jóhanna Bogadóttir dvaldi þar og skoðaði mannlíf og listir. Leit Úr verkinu Í bið eftir Bernie Searle um leit mannsins að stað í tilverunni. » Talið er að árið 1990 hafi aðeins um 36% stúlkna fengið einhverja skólagöngu en nú sé hlutfallið nálægt 80%. Líf og listir í Benín í Afríku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.