Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 36
sjónspegill 36 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ M argt hefur verið á döfinni undanfarið, kastljósið beinst að nýhöfnum fram- kvæmdum við tón- listarhúsið og um leið Lands- bankasýningu í gömlu höfuðstöðvum Morgunblaðsins við Aðalstræti. Einnig átakanlegum skorti á geymsluhúsnæði undir margvísleg menningarvermæti, málaferlum lögerfingja Kjarvals, mannaskiptum við Listasafn Ís- lands og eldglæringum yfir höf- uðborginni við áraskiptin, svo eitt- hvað sé nefnt. Ekki vonum fyrr að tónlistarhöll rísi upp, en satt að segja fæ ég jafnaðarlega óþægindatilfinningu í magann þegar mér verður hugsað til þeirra hliðarframkvæmda sem þurfa að fylgja byggingu menning- arhúsa hér á landi. Svona til að réttlæta þær fyrir þjóðinni að lokn- um áratuga umræðum hvar fáfræði og úrtöluraddir riðu röftum í góðu samræmi við einangrun sem fáir vilja kannast við, en er í jafnvægi við hlutdrægan og einsýnan mennt- unargrunni í sjónlistum. Landinn hefur vægast sagt skondna sér- stöðu í hópi þjóða í þeim efnum, og skýtur skökku við þá viðteknu ár- áttu að taka sem flest hratt og ómelt upp sem menn eru að aðhaf- ast í útlandinu. Fá jafnt smátt sem stórt klæðskerasaumað hingað upp á skerið, leiðarstefið oftar en ekki útjöfnun og lágkúra. Nefnilega mál, að það sem athugulir komast ekki hjá að taka eftir í hinum stærri borgum ytra eru glæsibyggingar sem hvarvetna hafa risið upp á undangengnum árum og ekkert lát er á. Ytra einna mest borið í söfn, tónleikahallir og ráðhús, metnaður- inn mikill og samkeppnin hörð, en hér íþróttahallir og verslunarmið- stöðvar helst í forgrunni … Auðvitað hafa HenningLarsen og félagar skilaðfrábæru verki hvað tón-listarhúsið snertir, mað- urinn stjörnuarkitekt og af ýmsum löndum sínum álitinn engu síðri Arne Jacobsen, ef ekki fremri. En svo annað mál, að um þessar mundir getur hver og einn fylgst með því að Jean Nouvel úr Frans, sem hlaut þriðju verðlaunin, er hvarvetna lofaður og prísaður fyrir frumleik sinn og snilli. Og eins og ég hef áður vísað til skorti hvorki frumleika né tilfinningu fyrir um- hverfinu og landinu sjálfu í tillögu Nouvels. Hér reyndist þröngt og skammarlega búið að tillögu meist- arans í kjallara Þjóðmenning- arhússins, þó vonandi ekki um ásetning að ræða. Enginn skyldi fortaka að kannski misstum við af tónlistarhúsi í takt við landið, sem augu heimsins hefðu beinst að um langa framtíð … Nefndi Landsbankasýninguna vegna þess að hún var ekki einasta stórfróðleg og drjúg sjónræn lifun sem kom rýninum í gott skap, heldur var þar einnig til sýnis skipulagsuppdráttur af Tónlistar- húsinu og byggingum í kring og kom þá í ljós að hinar ávölu línur í framtíðarhúsi bankans munu líkast til mýkja heildarmynd svæðisins til muna. Hérlendir arkitektar virðast nefnilega yfirmáta hikandi við að víkja út af hörðum grunnmálum módernismans, einkum við bygg- ingu há- og stórhýsa. Eru ragir við að hanna hús sem augun beinast að, menn lifa nefnilega ekki á út- sýninu einu saman né einhverri rótgróinni stöðlun og miður hve duglegir gerendur eru við að draga fyrir útsýni annarra, fella stein- Undarleg er íslensk þjóð Fjörleg kveðja til ökumanna Ávalur og hringlaga rauð/grænn skýjakljúfur Jeans Nouvels, Torre Agbar, í Barce- lona, skiptir litum dag og nótt eins og kameljón. Öflugur arkitónískur leiðarvísir í miðri mikilli umferðaræð, sem eins og sendir fjörlega og bragðvísa kveðju til ökumanna og er sýnilegur úr mikilli fjarlægð. Bragi Ásgeirsson            !   " # „Eftir MCSA námið stýri ég rekstri tölvukerfis í blönduðu PC/MAC umhverfi hjá fyrirtæki með ríflega 130 starfsmenn. Áður vann ég á sama stað sem sölumaður og prentráðgjafi.„ MCSA námið er spennandi kostur fyrir þá sem vilja starfa sem sérfræðingar við umsjón Microsoft netkerfa. Markmiðið með náminu er að nemendur geti að námi loknu tekið þau fjögur alþjóðlegu próf sem þarf til að öðlast MCSA gráðuna og eru þau öll innifalin í námskeiðsgjaldi. Inntökuskilyrði Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa góða þekkingu og skilning á Windows umhverfinu, þekkja vel innviði PC tölvunnar. Allt kennsluefni er á ensku. Kennt er lau. frá 13-17 & sun. 8:30 - 16:00 aðra hverja helgi. Hefst 10. febrúar og lýkur 3. júní. Frábært nám með vinnu! UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Helgi Þór Guðmundsson - Prentmet                                                   !   " #  $%          & '    & #  %   ( )  & $%   #                                 "                   ! " # $ % & ' & ( $ ) * ' " + #,+- ./0 !1%&  222)30$140'"#31% %" 5 6 7 896   :  6 7 896   : ; 6  8  <76 ( = ; 6  8  <76 ( =       Foreldraskólinn hefur námskeið að nýju um svefn barna og ýmislegt sem honum tengist. Leiðbeinendur eru: Arna Skúladóttir sérfræðingur um svefn og svefn- vandamál barna, Ingibjörg Leifsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur í nýburahjúkrun. Námskeið um 2 - 7 mánaða börn 30. janúar og 6. mars í Bústaðarkirkju Námskeið um 7 - 18 mánaða börn 3. febrúar og 10. mars á Barnaspítala Hringsins Eftir sem áður er hægt að sérpanta námskeið. Skráning á námskeiðin fer fram á foreldraskoli@foreldraskoli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.