Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 35 Grammy-verðlaun. Það voru því miklar væntingar bundnar við næstu plötu, Feels Like Home, sem kom út 2004. Hún segist oft hafa fundið fyrir talsverðri pressu þegar hún og Alexander fóru í hljóðver að taka þá skífu upp. Þau einsettu sér að fara aðra leið en á Come Away With Me, drógu úr djassinum og í hans stað kom kántrítónlist. „Við höfðum ekki mikinn tíma til að taka Feels Like Home upp og unnum hana því hratt þótt ekkert hafi verið slegið af í vinnubrögðum eða innlifun. Það var líka mikill léttir þegar upptökum lauk og ég gat dregið mig aðeins út úr hama- ganginum,“ segir hún. Platan seld- ist ekki eins vel og Come Away With Me, kemur kannski ekki á óvart, en var þó vel tekið og fékk fína dóma. Eftir þetta segir Jones að það hafi orðið einskonar spennufall, fargi hafi verið af sér létt og lífið varð mun þægilegra. Þegar þau Al- exander byrjuðu síðan upptökur á þriðju plötunni, Not too Late, sem kom út í síðustu viku, gátu þau dundað sér við upptökur í heima- hljóðveri hans, því þótt hún hafi verið með ákveðinn skiladag í huga, þá réð hún ferðinni að öllu leyti. „Not too Late varð til í allt öðru andrúmslofti, miklu minni pressa og mun meiri tími, og þeir sem spenntir eru fyrir henni eru spenntir fyrir tónlistinni, en ekki því hversu söluvænleg hún er,“ segir hún en bætir þó við að hún kunni reyndar vel við það að vinna hratt; „ef maður þarf að liggja of mikið yfir hlutunum þá tapar mað- ur upprunalega innblæstrinum“, segir hún og heldur svo áfram: „Ég hef ekki gaman af að liggja yfir hlutunum, eyða mörgum mánuðum í að taka upp eitt lag. Þegar búið er að finna réttu leiðina á maður líka að vera fljótur að vinna því þá kemst maður fyrr í næsta lag,“ segir hún og hlær við. Frekar ráðrík Norah Jones segist alla jafna ráða ferðinni í samstarfi hennar við Lee Alexander. „Ég er frekar ráð- rík og ákveðin og hann aftur á móti afskaplega rólyndur og í góðu jafn- vægi þannig að ég ræð ferðinni alla jafna. Svo þegar ég er ekki viss hvaða leið eigi að fara er hann allt- af með það á hreinu.“ Samstarfinu var annars þannig háttað að þessu sinni að hún samdi lögin, helming þeirra með aðstoð Alexanders, og síðan önnuðust þau útsetningar og stýrðu upptökum saman. „Hann er frábær vinnu- félagi og frábær lagasmiður og við pössum ótrúlega vel saman í hljóð- verinu. Ég er mjög gefin fyrir inn- blástur augnabliksins, fæ hugmynd og dríf hana inn á band með það sama, en hann situr kannski klukkutímum saman yfir lagi og gljáfægir það.“ Þegar við áttum okkar spjall var platan ekki komin út en Norah Jones á kafi í skipulagningu á næstu tónleikaferð sinni og öllu því umstangi sem því fylgir. Hún segir að það sé ekki mikið mál að semja tónlist og taka hana upp, að gera það sem henni finnist skemmtileg- ast. „Nei, málið er allt það sem fylgir til að kynna plötuna. Mér finnst það ekki vinna að búa til tón- list, en það er vinna að kynna hana og selja.“ Til að fylgja Not too Late eftir heldur Norah Jones í tónleikaferð um heim allan, verður átta mánuði á ferðinni að minnsta kosti. Hún segir að sér finnist afskaplega gaman að spila fyrir fólk, en að sama skapi leiðinlegt að vera sífellt á ferð og flugi. „Ég hlakka mjög til að geta farið að spila fyrir fólk og mig langar til að spila sem víðast, helst á stöðum sem ég hef ekki komið til áður, til að mynda Ís- landi, ég myndi gjarnan vilja spila þar.“ arnim@mbl.is ‒ Hagur allra! Öryggi ogheilbrigði á vinnustað Námstefna á Hotel Nordica 31. janúar 2007 Námstefnustjóri: Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. Nánari uppl‡singar á www.vst.is / www.syni.is 10:10 Morgunhressing 12:05 Hádegisverður 8:40 Öryggi og starfsánægja - Mikilvægur þáttur framleiðslugæða Valgerður Ásta Guðmundsdóttir, matvælafræðingur 9:10 Líkamlegt álag – Forvörn gegn verkjum Magnús H. Ólafsson, sjúkraþjálfari 9:40 Samskipti á fjölmenningarlegum vinnustöðum Gerður Gestsdóttir, mannfræðingur 10:40 Kvíði í samskiptum og starfi Erla S. Grétarsdóttir, sálfræðingur 11:10 Hvernig gerum við gott vinnuumhverfi enn betra? Dóra Hjálmarsdóttir, verkfræðingur Guðrún E. Gunnarsdóttir, matvælafræðingur 11:40 Góður matur, góð hreyfing, gott hugarfar: Léttvægt tuð, eða lykilþáttur? Guðrún Adolfsdóttir, matvælafræðingur 12:50 Vinnusálfræði – Mannauðsstjórnun Hlutverk stjórnenda: Stjórna stjórnendur? Svali Björgvinsson, MA mannauðsstjórnun 13:30 Veikindafjarvistir og starfsmannavelta í íslenskum fyrirtækjum 2002–2005 Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur 13:50 Reynslusögur Burger King, Ævar Olsen Landsnet, Lúðvík B. Ögmundsson Ísfugl, Þorsteinn Þórhallsson 14:35 Fyrirspurnir og umræður 8:30 Setning Skráning fyrir 29. janúar á netföngin rtg@vst.is og linda@syni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.