Morgunblaðið - 02.02.2007, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
H
eimsóknin var sem
kunnugt er farin í
tengslum við setu for-
seta Íslands á
leiðtogaráðstefnu
Microsoft í Edinborg og fund hans
með Bill Gates, stofnanda og stjórn-
arformanni Microsoft.
Ólafur Ragnar lauk heimsókninni
á fundum með ýmsum forystumönn-
um Skotlands en þar kom fram mik-
ill áhugi á auknum tengslum land-
anna. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að Skotar gætu lært
margt af árangri Íslendinga, nýfeng-
in sjálfstjórn Skota gæfi þeim tæki-
færi til þróunar á mörgum sviðum
en sömuleiðis gætu Íslendingar lært
margt af Skotum, t.d. um notkun
upplýsingatækninnar til að auka
borgaralegt lýðræði og hvernig
skoska þingið notar tölvutækni í
samskiptum við íbúana.
Landið eflt á sjálfstæðan hátt
Forseti Íslands átti sérstaka fundi
með Jack McConnell, formanni
skosku heimastjórnarinnar, George
Reid, forseta skoska þingsins, Leslie
Hinds, borgarstjóra Edinborgar, og
hópi skoskra þingmanna.
„Mér fannst mjög athyglisvert að
skynja kraftinn sem er í Skotlandi
og hve einarður vilji ráðamanna þar
er að efla landið á sjálfstæðan hátt,
þótt ágreiningur sé um hvert hið
formlega skipulag innan breska kon-
ungsdæmisins eigi að vera. Ljóst er
að mikil sigling er á Skotlandi.
Stofnun þings og heimastjórnar fyr-
ir nokkrum árum hefur sett mikinn
kraft í Skota. Þeir hafa verið að ná
miklum árangri í viðskiptum, vís-
indum og hátækni og eru orðnir
sannfærðir um að Skotland geti orð-
ið eitt af fremstu löndum Evrópu.
Hvað sem líður hinu formlega
stjórnkerfi þá líta þeir á sig sem land
og gera það með skýrari hætti en ég
átti von á,“ sagði Ólafur Ragnar.
Skotar vilja aukið samstarf
þjóða við N-Atlantshaf
Hann sagðist á fundum sínum
skynja mikinn áhuga á samvinnu við
Íslendinga. Forystumenn Skota
hefðu vísað til þess árangurs sem Ís-
lendingar hefðu náð, vissu vel af
fornum menningarlegum tengslum
landanna og sæju mörg tækifæri
fyrir þjóðirnar við norðanvert Atl-
antshaf, bæði austan- og vest-
anmegin. Þetta hefði komið skýrt
fram í viðræðum við formann heima-
stjórnarinnar, forseta skoska þings-
ins og þingmenn.
„Ég greindi í þeim samtölum allt
aðrar áherslur en ég verð var við í
samræðum við ýmsa áhrifamenn í
London. Áhugi á víðtæku samstarfi
er á mörgum sviðum, eins og varð-
andi björgunarmál og siglingar um
Norður-Atlantshafið ef sú leið opn-
ast norður fyrir. Þegar allt þetta er
lagt saman tel ég mikilvægt fyrir
okkur Íslendinga að gera okkur
grein fyrir þeim þáttaskilum sem
orðið hafa í Skotlandi. Hér er mætt
til leiks öflug þjóð sem ætlar sér
sjálfstætt hlutverk, hvað sem líður
tengslum við England, og telur sig í
stakk búna í náið samstarf við ná-
grannaþjóðir. Við og fleiri þjóðir
ættum að skoða þetta mál mjög
rækilega, iðulega höfum við snúið
okkur til London og talið að þar með
værum við búin að afgreiða Bret-
landseyjar,“ sagði Ólafur.
Hann sagði að forystumönnum
Skotlands væri vel kunnugt um öfl-
ugt samstarf íslenskra og skoskra
banka og fjármálastofnana í ýmsum
viðskiptaverkefnum. Einnig hefði
borið á góma að Íslendingar væru
orðnir eigendur að mörgum helstu
verslunum í stórborgum Skotlands.
Þátttöku Íslendinga í viðskiptalífi
Skotlands væri vel tekið.
Lýðræði kjósendanna
Í viðræðum sínum við skoska
þingmenn sagði Ólafur Ragnar
merkilegt að sjá hvernig nýtt þjóð-
þing, sem hvíldi ekki á gömlum hefð-
um, hefði frá upphafi skipulagt sig á
grundvelli upplýsingatækninnar. Al-
menningi og kjósendum í landinu
væri veittur mun meiri aðgangur að
löggjafarsamkundunni heldur en
nokkurn tímann hefði verið rætt um
á Íslandi eða flestum öðrum löndum
Evrópu.
„Almenningur í Skotlandi hefur
rétt á að senda tillögur til þingsins
með formlegum hætti og þinginu ber
skylda til að taka þær til skoðunar.
Síðan getur almenningur fylgst með
hvernig tillögurnar þokast áfram frá
einu stigi til annars. Einnig finnst
Skotum eðlilegt að senda tillögur á
þinginu til almennings, ekki bara til
hagsmunasamtaka. Hér er talað um
nýtt lýðræði, lýðræði kjósendanna,
og litið er á þingið sem fyrst og
fremst samverkamann almennings
og þjóðarinnar við að setja lögin.
Þetta er ný hugsun í borgaralýð-
ræði, sem var mjög spennandi að
kynnast. Upplýsingatæknin hefur
gert þetta kleift,“ sagði Ólafur
Ragnar, sem taldi það enga tilviljun
að Microsoft hefði valið Skotland og
Edinborg sem fundarstað fyrir leið-
togaráðstefnuna, umfram England.
Fyrirtækinu þætti greinilega upp-
bygging lýðræðisins hjá Skotum
vegvísir um hvernig upplýs-
ingatækni og lýðræðið gætu spilað
saman á nýrri öld.
Skotland er á mikilli siglingu
Ólafur Ragnar Gríms-
son lauk heimsókn
sinni til Skotlands á
fundum með helstu
ráðamönnum landsins.
Björn Jóhann Björns-
son ræddi við Ólaf
Ragnar í lok ferðar.
Skoska þingið Ólafur Ragnar Grímsson hitti m.a. George Reid, forseta
skoska þingsins, en þar fyrir utan hefur gjöf Alþingis til þingsins verið
komið fyrir. Á egglaga steininum stendur „Með lögum skal land byggja“.
Í HNOTSKURN
»Í tengslum við leiðtoga-ráðstefnu Microsoft í
Edinborg hitti forseti Íslands
nokkra helstu ráðamenn Skot-
lands.
»Forsetinn skynjaði mikinnáhuga Skota á að efla
tengsl Skotlands og Íslands.
»Almenningi er með aðstoðupplýsingatækninnar
veittur meiri aðgangur að
skoska þinginu en í flestum
þjóðþingum Evrópu.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Heimastjórnin Forsetahjónin á fundi með Jack McConnell, forsætisráð-
herra heimastjórnar Skotlands, í bústað þess síðarnefnda í Edinborg.
bjb@mbl.is
hvað síst þau lönd þar sem fiskur og
fiskafurðir eru í senn lykilþættir í
eigin matvælaframleiðslu og út-
flutningstekjum.
Framþróun í sjávarútvegi snertir
sjómenn, framleiðendur, útflytj-
endur, innflytjendur og smásala og
eiga þessir aðilar mörg sameigin-
RÁÐSTEFNA um áskoranir og
tækifæri í alþjóðaviðskiptum með
sjávarafurðir hófst í gær í Háskól-
anum á Akureyri og lýkur í kvöld.
Margir erlendir gestir eru á ráð-
stefnunni.
Það er auðlindasvið viðskipta- og
raunvísindadeildar við Háskólann á
Akureyri sem heldur ráðstefnuna, í
samvinnu við Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í
Róm (FAO), Sjávarútvegsskóla Há-
skóla Sameinuðu þjóðanna, Fiski-
félag Íslands, utanríkisráðuneytið,
sjávarútvegsráðuneytið, Verðlags-
stofu og Þróunarsamvinnustofnun
Íslands.
Innlendir og erlendir fyrirles-
arar taka þátt í ráðstefnunni og
koma þeir bæði frá opinberum
stofnunum og fyrirtækjum. Val-
gerður Sverrisdóttir utanríkis-
ráðherra flutti ávarp við setningu
ráðstefnunnar í gær.
Á heimsvísu eru sjávarafurðir
næststærsta verslunarvara mat-
væla og að líkindum sú tegund mat-
væla sem býður upp á hvað mesta
fjölbreytni. Að greininni steðja þó
ýmis vandamál á borð við mengun
og ofveiði vegna almennrar efna-
hagsþróunar, og einnig vandamál í
tengslum við heilnæmi og öryggi
matvæla. Þessir þættir snerta ekki
leg hagsmunamál, hvað varðar al-
þjóðaviðskipti með sjávarafurðir.
Tilgangur ráðstefnunnar í Há-
skólanum á Akureyri er að leiða
saman á einn stað fulltrúa allra
þessara aðila í sjávarútvegi og
skapa samræðuvettvang til að
greina tækifæri í framtíðinni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjölmenni Bekkurinn var þétt setinn á ráðstefnunni á Akureyri í gærdag.
Fulltrúar aðila í sjávarútvegi víða úr
heiminum ræða tækifæri framtíðarinnar
VIÐAMIKIL hvalatalning sem
ákveðin hefur verið í sumar gæti orð-
ið sú umfangsmesta frá upphafi.
Hún er að auki er hluti af tveimur
fjölþjóðlegum rannsóknaverkefnum,
IPY og TNASS.
Hafrannsóknastofnunin auglýsir
eftir einu eða tveim skipum til hvala-
talningar næsta sumar en á sama
tíma verða hvalir taldir á rs. Árna
Friðrikssyni samhliða karfarann-
sóknum. Þá verður einnig talið úr
flugvél á landgrunssvæðinu. Taln-
ingin er hluti af TNASS-2007 (Trans
North Atlantic Sighting Survey)
sem Færeyjar, Noregur, Grænland
og Kanada taka einnig þátt í. Unnið
er að því innan NAMMCO, Norður-
Atlantshafssjávarspendýraráðsins,
að talningamenn verði líka á karfa-
rannsóknaskipum Þjóðverja og
Rússa. Á sama tíma verður talið við
Bandaríkin og vesturströnd megin-
lands Evrópu.
Þetta er í fimmta sinn sem slík
talning fer fram (1987, 1989, 1995 og
2001). Gott mat hefur fengist á fjölda
langreyða og hrefnu við Ísland úr
þessum verkefnum. Niðurstöður
benda ennfremur til verulegrar
fjölgunar hnúfubaka hér við land
auk nokkurrar fjölgunar í öðrum
tegundum svo sem langreyða og
steypireyða. Þessi viðamikla talning
2007 gæti orðið sú umfangsmesta frá
upphafi sem að auki er hluti af fjöl-
þjóðlega rannsóknaverkefninu IPY
(International Polar Year).
Samkvæmt talningum frá árinu
2001 voru um 43.600 hrefnur á taln-
ingarsvæðinu. Talningar árin 1987
og 1989 gáfu til kynna að stofn lang-
reyðar í Norður-Atlantshafi væri um
50.000 dýr, en samkvæmt talningun-
um 2001 voru 24.900 dýr á talninga-
svæði íslenzkra og færeyskra skipa.
Talningar 1995 sýndu að 9.200 sand-
reyðar væru á talningarsvæðinu í
Norður-Atlantshafi, þar af um 8.000
á íslenzka svæðinu.
Viðamikil talning
á hvölum í sumar
Í HNOTSKURN
»Talningin er hluti aftveimur fjölþjóðlegum
rannsóknaverkefnum.
»Fyrri niðurstöður bendaennfremur til verulegrar
fjölgunar hnúfubaka hér við
land.
»Samkvæmt talningum fráárinu 2001 voru um 43.600
hrefnur á talningarsvæðinu.
ÚR VERINU