Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 17 Veldu létt og mundu eftir ostinum! Sæludagar framundan Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 30 ár www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli GRAFARVOGUR EINBÝLI ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir einbýlis- húsi í Grafarvogi, fyrir ákveðinn kaupanda. Æskilegt er að húsið sé á einni hæð, ekki skilyrði. Einnig kemur til greina hús sem er ekki fullbúið. Verðhugmynd 43-50 millj. fyrir réttu eignina. Áhugasamir vinsamlega hafið samband. Allar nánari upplýsingar veitir Grétar Kjartansson sölum. fasteigna á skrifstofu Gimli eða í síma 696 1126. UMHVERFISVERNDARSINNAR hengdu í gær upp áróðursborða sína á Eiffel-turninn í París en í dag verður skýrt frá helstu niðurstöðum nýrrar skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um hækkandi meðalhitastig í andrúmsloftinu. Þegar hefur verið skýrt frá því að í skýrslunni, sem yfir 2.000 vís- indamenn eiga hlut að, sé greint frá auknum vísbend- ingum um að mannlegar athafnir, einkum útblástur koltvísýrings, CO2, vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, eigi þátt í að hækka meðalhitann á jörðinni. Reuters Gegn mengun í umhverfinu Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRNVÖLD í Bagdad segja að þau frábiðji sér að Íranar og Banda- ríkjamenn dragi Íraka inn í inn- byrðis deilur sem ekki komi þjóðinni við, Írak eigi ekki að verða orr- ustuvöllur þessara tveggja ríkja. „Við viljum ekki að bandarískir her- menn noti Írak sem stökkpall fyrir árásir á Íran eða Sýrland og við sættum okkur ekki við að Íranar ráðist á bandaríska hermenn í Írak,“ sagði Nouri al-Maliki, að- þrengdur forsætisráðherrann, í vik- unni. Bandaríkjamenn saka Írana og Sýrlendinga um að ýta undir átök í Írak og almennt undir ókyrrð í Mið- austurlöndum, segja klerkastjórn- ina í Teheran útvega uppreisn- armönnum í Írak vopn sem notuð séu gegn Bandaríkjamönnum. En málið er flóknara en svo að einvörð- ungu sé um að ræða deilur Banda- ríkjanna við áðurnefnd tvö ríki. Íran er helsta ríki sjía-múslíma, sem eru 10–15% allra múslíma en langfjölmennasta fylking íslams er hins vegar súnní-múslímar. Og öld- um saman hafa Íranar litið niður á araba þótt þeir hafi þegið af þeim trúarbrögðin og letrið, tortryggnin á sér djúpar rætur. Íslam klofnaði skömmu eftir andlát Múhameðs vegna deilna um erfðirnar. Lengst af hafa fylkingarnar tvær lifað sam- an í sæmilegri sátt en öðru hverju hafa gosið upp blóðug átök og jafn- vel stríð. Margir óttast nú að í aðsigi séu hörð átök, sumir ganga jafnvel svo langt að tala um „nýtt 30 ára stríð“ og vísa þá blóðugs hildarleiks í Evrópu á 17. öld þegar kaþólskir og mótmælendur börðust um áhrif. Milljónir manna féllu. En hvað hefur breyst síðustu ár- in? Tvennt: Sjítar í Írak hafa náð þar völdum í krafti fjöldans, þeir eru fjölmennastir og hafa flest atkvæði og hins vegar láta Íranar æ meira að sér kveða í heimshlutanum. Olíu- auður þeirra gefur þeim byr undir báða vængi og verði þeir einnig kjarnorkuveldi gætu orðið straum- hvörf í Miðausturlöndum. Íran verð- ur þá helsta stórveldi svæðisins og mun hreykja sér af því að hafa hunsað hótanir Bandaríkjamanna vegna kjarnorkutilraunanna og komist upp með það. Verði hinir síð- arnefndu að hrökklast frá Írak bendir flest til að Íran muni komast þar í yfirburðastöðu, a.m.k. um hríð. Erfitt er að spá fyrir um viðbrögð annarra öflugra ríkja á svæðinu en þau eiga það öll sameiginlegt að þar eru súnnítar í miklum meirihluta. Auk Írans eru Tyrkir og Egyptar vanir að líta á sig sem forystuþjóð- irnar, Sádi-Arabar eru einnig að bætast í hópinn vegna olíunnar. Einhver ríkjanna munu sennilega svara Írönum með því að koma sér sjálf upp kjarnorkuvopnum. Ekki er víst að Sádi-Arabar treysti á að Bandaríkin veiti þeim um alla eilífð vernd gagnvart ógnunum og jafnvel árásum af hendi Írans. Valdaklíkan í Sýrlandi er úr röð- um minnihlutahópsins alavíta sem eru oft taldir vera ein grein sjía- íslams. Bashir al-Assad forseti er aðþrengdur enda alavítar almennt fyrirlitnir meðal annarra múslíma, einkum súnníta sem telja þá vera nánast villutrúarmenn. Assad hefur lengi eflt tengslin við Íran og um áratuga skeið hafa bæði Sýrlend- ingar og Íranar stutt Hizbollah- flokkinn í Líbanon sem er úr röðum þarlendra sjíta. Hálfmána-líking Abdullah Margir súnní-arabar sjá fyrir sér að uppstokkun geti orðið, sjítar hætti að gegna því hefðbundna hlut- verki sínu að vera minnimáttar í heimi íslams. Þeir verði ekki hrjáð fórnarlömb eins og þeir voru í Írak í tíð Saddams heldur taki forystuna – af súnnítum. Abdullah, konungur Jórdaníu, varaði þegar árið 2004 við því að slík uppstokkun gæti verið í nánd. Ab- dullah sagði að „sjíta-hálfmáni“ væri að taka völdin á svæðinu, hann átti við samstarf ríkja undir stjórn sjíta er lægi í sveig með miðstöðvar í Teheran, Bagdad og Damaskus, höfuðborgum Írans, Íraks og Sýr- lands. Þröngir hagsmunir sjíta ráði. Stór minnihluta sjíta er í aust- anverðri Sádi-Arabíu og í smáríkinu Bahrein er meirihluti fólks úr röð- um þeirra. Spárnar um uppgang sjíta valda því víða ugg. Loks má geta þess að stjórn Malikis stóð þannig að aftöku súnnítans Sadd- ams Husseins að mörgum trúsystk- inum hans fannst hún bera keim af hefndarþorsta sjíta, hún væri teikn um válega framtíð. Hriktir í samstöðunni Í HNOTSKURN »Sjítar vildu að völd Mú-hameðs gengju í erfðir og píslarvottur þeirra er ímam Ali sem var myrtur í Írak 680. Kalífar eiga að vera afkom- endur Alis, segja sjítar. »Mesta virðingu bera sjítarfyrir 12. ímaminum sem þeir segja hafa horfið árið 931 en hann muni snúa aftur í fyll- ingu tímans. »Helgisiðir sjíta og súnnítaeru um flest svipaðir og fátt ber í milli trúarsetninga. Reuters Hátíð Íranskur drengur með móð- ur sinni við hátíðarhöld í Teheran í vikunni er minnst var dauða ímamsins Ali við Kerbala í Írak 680. Súnní-arabar ótt- ast uppgang sjíta- veldisins Írans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.