Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
aðar aðstæður. Til eru tvenns konar
gerðir af Evrópustöðlum. Annars
vegar er um að ræða samræmdan
staðal (hEN) og hins vegar almenn-
an staðal (EN) sem ekki er sam-
ræmdur. Samræmdir staðlar eru
unnir eftir forsögn Evrópusam-
bandsins og þá með tilvísun í til-
tekna tilskipun ESB en það sama
gildir um tæknisamþykki og hefur
hvort tveggja lagagildi innan EES.
Aðrir staðlar (EN) eru unnir að
frumkvæði Evrópustaðlaráðsins,
notkun þeirra er valfrjáls og því að-
eins leiðbeinandi fyrir framleiðand-
ann.
Þegar vara heyrir undir sam-
ræmdan staðal (hEN) eða tækni-
samþykki ber framleiðanda vör-
unnar lagaleg skylda til að uppfylla
að lágmarki þau viðmið sem koma
fram í staðlinum. Á grundvelli þess
getur hann aflað sér heimildar til að
CE-merkja vöruna og öðlast með
því rétt til að setja hana á markað á
Evrópska efnahagssvæðinu.
SAMKVÆMT 120 gr. bygginga-
reglugerðar eiga allar bygg-
ingavörur að vera CE-merktar,
vottaðar eða hafa fengið umsögn
um eiginleika af til þess bærum að-
ilum. Það felur í sér að slíkir aðilar
staðfesta að varan sé í samræmi við
kröfur tiltekins staðals og sé gædd
þeim eiginleikum sem þar eru til-
greindir og umsögnin staðfestir.
Þannig geta hönnuðir metið hvort
eiginleikar vörunnar séu í samræmi
við þær kröfur sem hönnun þeirra
gerir ráð fyrir.
Með sama hætti getur húsbyggj-
andi áttað sig á því hvort vara, sem
hann velur, hentar til fyrirhugaðra
nota. Til þess eru CE-merkingar,
vottanir og umsagnir. Seljandi
vörunnar á að geta lagt fram gögn
sem sanna notagildi hennar.
Hönnuðir, sem velja vörur í mann-
virki, eiga einnig að geta leitað
upplýsinga í slíkum gögnum um
hvort tiltekin byggingavara hentar
við tilteknar aðstæður. Hönnuðir
gegna lykilhlutverki þegar efni er
valið til mannvirkjagerðar.
Eftirlitshlutverk
byggingafulltrúa
Kröfur um staðla og vottanir á
byggingavörum hafa aukist mjög
frá árinu 1994. Byggingafulltrúar
fara yfir hönnun mannvirkja við
veitingu byggingarleyfis. Þeim ber
að ganga úr skugga um að vara,
sem tilgreind er á teikningum,
standist ákvæði um CE-merkingu
eða vottun og sé notuð við tilætl-
Í hinu tilvikinu get-
ur framleiðandinn
valið hvort hann upp-
fyllir kröfur staðals-
ins en heimild skap-
ast ekki til að
CE-merkja vöruna á
grundvelli hans.
Vara, sem á að full-
nægja kröfum sam-
ræmds staðals eða
tæknisamþykkis, skal
bera CE-merki sem
tákn um yfirlýsingu
framleiðenda um að
viðkomandi vara standist kröfur
tiltekins staðals eða tækni-
samþykkis.
Byggingavörur sem
eiga að vera CE-merktar
Hér á landi er talsvert af bygg-
ingavörum á markaði sem eiga nú
þegar að vera CE-merktar því að
fyrir hendi eru staðlar og tækni-
samþykki fyrir þær, t.d. ein-
angrun, krossvið, gifsplötur, fest-
ingar, timbur í burðarvirki og
sement. Ljóst er að á næstu árum
fjölgar samræmdum stöðlum og
þar með byggingavörum sem þurfa
að fullnægja kröfum um CE-
merkingu.
Markaðseftirlit með
byggingavörum
Neytendastofu ber að hafa eft-
irlit með byggingavörum á mark-
aði. Ekki er til ein skilgreind að-
ferð um hvernig það skuli gert en
til þess eru nokkrar leiðir. Ein er
sú að Neytendastofa fari í bygg-
ingavöruverslanir og skoði vörur.
Þá er einnig hægt að bera fram
kvörtun við Neytendastofu ef talið
er að á markaði sé vara sem ekki
stenst kröfur um CE-merkingu.
Telji Neytendastofa að slík kvört-
un sé á rökum reist, má búast við
að þess verði krafist að varan verði
tekin af markaði.
Það gæti haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir framleiðanda eða inn-
flytjanda vörunnar ef honum yrði
bannað að selja hana vegna þess
að hún fullnægði ekki kröfum
byggingareglugerðar.
Því er mjög brýnt að íslenskir
framleiðendur fylgist vel með í
þessum efnum og séu undir það
búnir að fullnægja kröfum um CE-
merkingu þegar kallið kemur.
Nýr vefur um CE-merkingu
byggingavara – aðstoð hjá SI
Við CE-merkingu og vottun
byggingarvöru er nauðsynlegt að
framleiðslufyrirtæki hafi yfir að
ráða framleiðslustýrikerfi sem þar
til bærir aðilar hafa tekið út og
staðfest að taki á þeim þáttum
sem máli skipta við framleiðslu
vörunnar. Að koma á tilskilinni
framleiðslustýringu og gæðaeft-
irliti með viðeigandi úttektum til-
nefnds aðila, eins og krafist er í
stöðlum, getur tekið nokkra mán-
uði.
Samtök iðnaðarins hafa að-
stoðað allnokkur fyrirtæki við að
koma á framleiðslustjórnun og til-
skilinni skjalfestingu á árangri.
Hjá SI er mikil þekking á flóknu
umhverfi staðla og reglugerða sem
hafa áhrif á framleiðslu og notkun
á byggingavörum. Félagsmenn
geta óskað eftir aðstoð af ýmsu
tagi hjá SI til að auðvelda sér að-
lögun að breyttum kröfum.
Samtök iðnaðarins hafa nýlega
opnað upplýsingavef www.si.is/ce
en þar er að finna mjög góðar leið-
beiningar um allt sem snertir CE–
merkingu byggingavara. Þar er
gerð grein fyrir forsendum og ferl-
um CE-merkinga, hvaða vara á að
vera CE-merkt til að mega vera á
markaði og hvernig fyrirtæki eiga
að standa að verki þegar þau
hyggjast afla sér heimildar til að
CE-merkja á framleiðslu sína.
CE-merking á byggingavörum
Eyjólfur Bjarnason og
Ferdinand Hansen fjalla um
CE-merkingu byggingavara,
Evrópustaðla og tækni-
samþykki.
»Hjá SI er mikil þekk-ing á flóknu um-
hverfi staðla og reglu-
gerða sem hafa áhrif á
framleiðslu og notkun á
byggingavörum.
Eyjólfur Bjarnason
Höfundar eru starfsmenn
Samtaka iðnaðarins.
Ferdinand Hansen
TENGLAR
..............................................
www.si.is/ce
ÞAÐ er sannarlega ástæða til að
fagna því að fyrsti mánuður ársins
er án banaslysa í um-
ferðinni. Um leið er
það ábending um að
enn sé langt í land
hvað varðar fækkun
alvarlegra slysa. Víst
er að ef við værum að
horfa upp alvarleg
slys auk fjögurra
banaslysa á fyrsta
mánuði ársins eins og
raunin varð á árið
2002 eða tveggja
banaslysa í jan-
úarmánuði í fyrra,
væri nú þegar hávær
umræða um úrbætur í umferð-
armálum eins og jafnan þegar
slysaöldur í umferðinni ganga yfir.
Í þeirri stöðu eru oft gerðar óraun-
hæfar kröfur um skyndilausnir í
stað þess að skapa raunhæfa fram-
tíðarsýn og vinna síðan sameig-
inlega að settu marki.
Í Samstöðu viljum við snúa um-
ræðu um umferðarslys við og fagna
árangri þegar hann er sýnilegur í
stað þess að láta einungis í okkur
heyra þegar slysaöldur ganga yfir.
Þótt einn mánuður eða 30 dagar sé
skammur tími létust að jafnaði 2,5
einstaklingar á sama tímabili í
fyrra eða með aðeins 12 daga milli-
bili. Með samstöðu hefur markmið
um slysalausa sýn á fyrsta mánuði
ársins náðst – nú er það okkar allra
að tryggja að svo verði einnig í
þeim febrúarmánuði sem nú er að
hefjast. Slysalaus sýn árið 2007 á
þannig ekki aðeins að vera mark-
mið heldur það takmark sem við öll
leggjum okkur fram við að ná. Við
þurfum að skapa baráttuanda til að
fækka umferðarslysum og fagna vel
þegar svo ber undir.
Ég vil sérstaklega þakka árangur
þessa mánaðar lög-
regluembættum lands-
ins sem hafa með
áþreifanlegum hætti
aukið sýnileika lög-
gæslunnar um allt
land. Einnig er ástæða
til að þakka þeim dag-
blöðum, tímaritum og
öðrum sem hafa tekið
undir með Samstöðu
um slysalausa sýn með
auglýsingabirtingum
og jákvæðri umfjöllun,
sbr. Sturlu Böðvarsson
samgönguráðherra í
grein sinni í Morgunblaðinu 25. jan-
úar sl.
Markmið Samstöðu er að skapa
trú almennings á að núverandi
fjöldi bana- og alvarlegra slysa sé
ekki lögmál og með samstöðu megi
ná góðum árangri í þessum mála-
flokki. Um leið sé það hvatning til
sem flestra að taka þátt í þessu
mikilvæga starfi, okkur öllum til
heilla.
Þeir sem vilja taka þátt í fækkun
slysa geta skráð sig á www.null-
syn.is
Janúarmánuður
án banaslysa í umferðinni
Steinþór Jónsson skrifar um
umferðaröryggi » Við þurfum að skapabaráttuanda til að
fækka umferðarslysum
og fagna vel þegar svo
ber undir.
Steinþór Jónsson
Höfundur er formaður Samstöðu.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
FRJÁLSLYNDIR hafa fengið
„nýtt afl“ og ætla sér stóra sigra í
framtíðinni.
Þeir Gísli (Guðjón Arnar) Eirík-
ur (Magnús Þór) og Helgi (Jón
Magnússon) byrjuðu á því að losa
sig við óþarfa byrði, en áttuðu sig
ekki á því að þar fór þeirra besti
kostur.
Margrét Sverrisdóttir var eina
ástæðan fyrir því að ég, ásamt
fjölda annarra, kaus þennan flokk.
Ég segi mig hér með skriflega úr
Frjálslynda flokknum.
Sennilega verður þetta upphafið
að því að tunna þeirra Bakka-
bræðra lekur öllu út, enda gleymdu
þeir að það þarf botn í svoleiðis
ílát, þannig að það haldi.
BALDUR ÞORSTEINSSON.
Langholtsvegi 135, Reykjavík.
Frjálslyndir Bakkabræður
Frá Baldri Þorsteinssyni:
V i n n i n g a s k r á
40. útdráttur 1. febrúar 2007
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
6 1 6 6 0
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
4 2 4 9 3 4 3 9 8 8 4 6 0 3 2 6 6 0 2 9
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1835 2978 23399 39298 46237 51477
2739 18696 36445 45135 50421 52274
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
1 8 6 6 9 4 4 8 1 8 7 1 8 3 5 4 5 3 4 2 9 1 7 5 1 3 8 9 5 9 8 0 7 7 1 9 5 7
2 6 7 5 9 7 1 9 2 3 2 6 1 3 5 5 5 6 4 4 6 9 8 5 1 9 4 0 5 9 8 7 0 7 3 7 8 6
2 7 5 8 1 0 6 7 1 2 4 0 1 3 3 5 7 4 4 4 5 4 6 9 5 2 0 8 6 6 3 2 9 6 7 4 7 8 1
2 7 8 3 1 1 3 9 6 2 5 3 7 6 3 6 5 6 9 4 5 9 6 1 5 3 2 0 7 6 3 7 4 4 7 5 6 1 9
3 8 3 7 1 1 4 8 4 2 5 8 0 7 3 7 3 0 1 4 6 1 7 2 5 5 2 6 7 6 3 9 6 3 7 5 9 5 5
4 5 9 7 1 2 4 2 9 2 7 3 6 7 3 7 3 5 4 4 6 3 6 2 5 5 2 7 4 6 4 1 7 1 7 6 3 0 2
5 9 8 6 1 2 9 3 5 2 9 6 6 8 3 8 0 5 2 4 6 4 0 1 5 7 0 1 6 6 5 3 4 4 7 6 3 2 8
6 3 1 5 1 3 3 5 6 3 1 7 8 8 3 9 7 6 1 4 6 6 1 5 5 7 2 3 0 6 5 5 3 7 7 6 8 4 7
6 6 8 5 1 3 7 8 1 3 2 6 6 9 4 1 3 3 6 4 6 7 1 6 5 8 4 8 3 7 0 1 2 2 7 7 7 5 2
7 6 9 6 1 4 1 7 8 3 4 1 6 4 4 1 8 6 7 4 6 8 0 3 5 8 9 7 0 7 0 2 3 9
7 9 3 8 1 6 5 2 8 3 4 7 1 4 4 2 0 2 8 4 7 5 7 7 5 9 6 6 1 7 0 7 0 4
8 3 2 5 1 7 2 1 4 3 5 1 5 5 4 2 5 2 6 4 9 6 3 5 5 9 6 6 2 7 1 4 1 8
9 0 3 3 1 8 3 6 6 3 5 3 1 1 4 2 5 9 3 4 9 9 5 1 5 9 7 3 7 7 1 5 2 5
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
5 6 8 9 0 0 5 1 8 2 5 3 2 7 5 4 2 4 0 7 9 5 5 0 4 9 4 6 2 6 9 0 7 0 6 0 5
5 8 7 9 4 2 8 1 8 3 6 0 2 7 8 3 3 4 0 8 7 6 5 0 8 0 2 6 2 9 7 6 7 1 1 3 1
8 6 7 9 5 2 8 1 8 6 5 1 2 8 0 7 5 4 1 8 0 1 5 1 1 7 7 6 3 5 9 2 7 1 1 3 7
1 3 1 2 9 6 5 0 1 9 1 8 3 2 8 3 3 4 4 2 4 8 1 5 2 0 4 3 6 3 6 6 3 7 1 4 3 0
1 4 3 1 1 0 4 0 7 1 9 5 8 7 2 8 8 6 4 4 2 9 6 1 5 2 2 5 3 6 3 7 5 6 7 2 4 0 8
1 5 9 6 1 1 1 5 6 2 0 2 0 9 2 9 6 4 4 4 3 2 8 8 5 2 5 2 7 6 3 7 7 1 7 2 4 7 8
1 7 8 1 1 1 1 8 9 2 0 5 7 8 2 9 8 7 8 4 3 6 7 3 5 2 6 8 5 6 3 7 9 5 7 2 5 4 7
2 0 6 2 1 1 2 6 0 2 0 7 8 1 3 0 1 2 7 4 3 7 1 6 5 2 9 3 0 6 4 0 5 2 7 2 5 9 2
2 1 6 4 1 1 2 7 3 2 0 7 9 1 3 0 2 9 7 4 5 6 1 8 5 3 1 3 6 6 4 1 6 6 7 2 7 4 7
2 1 7 3 1 1 2 8 3 2 1 0 3 4 3 0 3 0 2 4 6 0 3 1 5 3 1 5 1 6 5 0 4 3 7 3 9 0 3
2 7 2 8 1 1 4 5 2 2 1 0 8 1 3 0 5 7 7 4 6 2 5 0 5 4 1 5 5 6 5 6 2 0 7 3 9 3 8
3 0 2 2 1 1 6 2 5 2 1 1 4 1 3 0 7 6 3 4 6 2 9 6 5 5 1 2 4 6 5 8 6 4 7 3 9 6 0
3 1 6 9 1 2 5 1 1 2 1 2 3 5 3 1 1 1 7 4 6 4 4 7 5 5 2 4 7 6 5 8 9 2 7 3 9 9 7
3 3 6 5 1 2 9 7 2 2 1 3 0 7 3 1 1 3 1 4 6 8 1 5 5 5 9 2 1 6 6 2 0 0 7 4 2 0 2
3 9 9 8 1 3 1 3 0 2 1 7 1 4 3 1 1 9 0 4 6 8 8 6 5 6 2 1 6 6 6 2 6 4 7 5 2 2 8
4 1 7 9 1 3 6 0 1 2 1 8 2 7 3 1 3 7 8 4 7 0 0 8 5 7 7 0 1 6 6 7 0 4 7 5 4 1 1
4 1 8 7 1 3 9 9 1 2 1 8 6 2 3 1 8 3 8 4 7 8 0 6 5 8 7 4 9 6 6 7 7 6 7 5 9 4 5
5 1 2 4 1 4 2 2 8 2 2 5 4 1 3 2 8 2 8 4 8 0 7 6 5 8 8 4 6 6 6 8 8 7 7 6 3 7 5
5 2 7 4 1 4 3 1 2 2 2 5 7 6 3 2 9 5 6 4 8 2 5 9 5 9 3 2 2 6 7 0 1 4 7 6 4 0 4
5 8 1 1 1 5 1 8 2 2 2 6 2 9 3 4 6 3 2 4 8 6 9 8 5 9 4 0 9 6 7 3 1 6 7 6 5 7 6
6 2 5 6 1 5 3 1 2 2 2 9 7 0 3 5 4 9 6 4 8 8 1 2 5 9 5 1 8 6 7 3 6 5 7 7 2 4 5
6 6 7 2 1 5 5 3 4 2 3 4 5 4 3 5 6 9 8 4 8 8 3 0 5 9 5 9 3 6 7 9 6 4 7 7 4 2 1
7 4 5 3 1 5 5 3 7 2 3 4 8 4 3 6 4 2 0 4 8 9 9 9 5 9 7 7 3 6 8 2 1 0 7 8 8 5 0
7 5 1 4 1 5 9 8 0 2 4 0 4 0 3 6 5 6 4 4 9 4 5 9 6 0 2 0 3 6 8 3 7 1 7 9 8 1 0
7 8 2 7 1 6 2 3 5 2 4 2 2 1 3 7 1 5 3 4 9 5 5 8 6 0 6 2 8 6 8 3 7 7 7 9 8 9 0
8 0 4 6 1 6 6 1 7 2 4 2 3 7 3 7 5 1 7 4 9 5 9 4 6 1 3 8 1 6 8 4 1 6 7 9 9 0 8
8 0 6 2 1 6 7 4 4 2 5 6 9 0 3 7 5 7 4 4 9 5 9 8 6 1 4 2 5 6 9 2 9 0
8 5 0 2 1 7 0 5 1 2 6 3 0 0 3 8 0 0 0 4 9 7 6 2 6 1 4 4 9 6 9 3 6 1
8 5 6 6 1 7 0 9 5 2 6 4 8 9 3 9 3 5 6 4 9 8 6 8 6 1 5 7 7 6 9 7 5 2
8 6 2 5 1 7 1 5 0 2 6 5 4 1 3 9 7 8 2 5 0 0 9 4 6 1 8 5 0 6 9 8 2 7
8 7 7 8 1 7 8 4 0 2 7 0 2 6 3 9 8 5 5 5 0 1 1 3 6 2 1 5 9 6 9 8 3 3
8 7 8 0 1 8 0 6 6 2 7 3 8 8 4 0 4 0 6 5 0 1 7 3 6 2 6 8 9 7 0 1 6 4
Næstu útdrættir fara fram 8. febrúar, 15. febrúar, 22. febrúar & 1. mars 2007
Heimasíða á Interneti: www.das.is