Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 33

Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 33 MINNINGAR ✝ Ármann Hall-dórs Ármanns- son fæddist á Akra- nesi 27. apríl 1922. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness þriðjudaginn 23. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ármann Ingi- magn Halldórsson, skipstjóri á Akra- nesi, f. á Akranesi 31. desember 1892, d. 26. júní 1956 og Margrét Sólveig Sig- urðardóttir f. 17. ágúst 1897, d. 26. febrúar 1989. Systkini Ármanns eru Jórunn, f. 2. janúar 1917, d. 8. nóvember 2000, Sigríður Ásta, f. 3. júlí 1918, Valdimar, f. 26. apríl 1920, d. 2. október 1925, Sigurður, f. 21. febrúar 1924, d. 3. janúar 1925, Sigvaldi, f. 28. ágúst 1928, Guðrún, f. 19. ágúst 1929, d. 1. apríl 2002, Halldór, f. 31. maí 1932, og Margrét, f. 5. febrúar 1937, d. 1. febrúar 2004. Ármann kvæntist hinn 12. júní 1943 Ingibjörgu Elínu Þórð- ardóttur, f. 22. september 1920. Foreldrar hennar voru Þórður Ás- mundsson útgerðarmaður og kaup- maður á Akranesi, f. 7. júní 1884, d. 3. maí 1943 og Emilía Þorsteins- dóttir kona hans, f. 17. febrúar 30.1. 1944, d. 4.7. 1949. 3) Ármann, rafvirkjameistari á Akranesi, f. 16.4. 1946 kvæntur Sigurbjörgu Ragnarsdóttur, skrifstofumanni, f. 23.12. 1950. Börn þeirra: a) Þórður íþróttakennari, Reykjavík, f. 6.4. 1976, sambýliskona Dagný Tóm- asdóttir stuðningsfulltrúi, f. 28.11. 1981. Sonur þeirra er Tómas Berg, f. 26.6. 2005. b) Anna Lára sjúkra- þjálfari, Austurríki, f. 30.3. 1982, sambýlismaður Arnþór Snær Guð- jónsson tónlistarmaður, f. 19.1. 1980. 4) Þóra Emilía kaupmaður, Reykjavík, f. 10.6. 1949. 5) Ás- mundur, skólaliði, Reykjavík, f. 18.11. 1952. Ármann bjó alla tíð á Akranesi. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1942. Stundaði eftir það verslunar- og skrifstofustörf á Akranesi. Nam síðan rafvirkjun við Iðnskólann á Akranesi og lauk sveinsprófi 1951. Meistari hans var Hergeir Albertsson. Ármann fékk löggildingu sem rafvirkjameistari 1954. Árið 1948 stofnaði hann Raf- tækjavinnustofu Ármanns Ár- mannssonar, sem rekin hefur verið allar götur síðan. Voru umsvif Ár- manns mikil og hafði hann oft á tíð- um marga menn í vinnu og var lærimeistari þorra þeirra. Útför Ármanns verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1886, d. 30. júlí 1960. Börn þeirra eru: 1) Margrét Halldórs tónmenntakennari í Reykjavík, f. 27.6. 1942, gift Þorvaldi Jónassyni mynd- menntakennara, f. 10.4. 1942. Börn þeirra eru a) Jónas Þór forstjóri í Reykja- vík, f. 10.4. 1967, kvæntur Önnu Dag- rúnu Pálmarsdóttur myndmenntakenn- ara, f. 13.12. 1968. Þeirra börn: Þór Jarl, f. 5.4. 1994, Ægir Jarl, f. 8.3. 1998 og Saga Rún, f. 16.9. 2004. b) Ármann Harri, for- stjóri í London, f. 15.12 1968, kvæntur Þórdísi Edwald kennara, f. 6.5. 1966. Þeirra börn: Bjarki, f. 20. 2. 1991, Margrét, f. 10.2. 1995 og Atli, f. 22.4. 2005. c) Böðvar Bjarki smiður í Reykjavík, f. 5.5. 1971 kvæntur Þórunni Simonsen, kennaranema, f. 4.4. 1972. Börn þeirra: Þorvaldur Breki, f. 8.4. 1996, Emilía Katrín, f. 17.9. 1999, Guðmundur Máni, f. 6.5. 2006. d) Ingibjörg Elín, skrifstofumær í Reykjavík, f. 24.9. 1978. Hennar sambýlismaður er Jörundur Arn- arson, tölvugrafiker, f. 28.3. 1972. Þeirra sonur er Jakob Þór, f. 16.6.2006. 2) Þórður Ásmundur, f. Látinn er á 85. aldursári tengda- faðir minn Ármann H. Ármannsson eftir stutta legu á sjúkrahúsi, saddur lífdaga. Formálalítið gengu þessi veikindi fyrir sig en hægt og bítandi gerði Elli kerling sig heimakomna, takmarkaði mál hans smám saman síðustu misserin, sem hefti verulega atferli hans og framgöngu. Fölskva- laust stóð hann þó vaktina meðan stætt var og verkljóst. Kynni okkar hófust á heimili hans og tengdamóður minnar á hallandi sumri 1962. Hugur minn stóð til að nema á brott frumburðinn, gjafvaxta og föngulega dóttur. Ekki dró það úr áhuga mínum að á þessum tíma starf- aði ég með námi á afgreiðslu Akra- borgar og kynntist þá fjölda Akur- nesinga. Oftlega töluðu þeir um K-in sín þrjú, kartöflur, knattspyrnu og kvenfólk. Ég sperrti eyrun við því síð- astnefnda. Þegar böll voru á Skag- anum og nærsveitum fylgdi því oft landburður af drengjum á biðilsbux- um sem lögðu á sig langa ferð og mættu móðir á svæðið. En á þessum fyrsta fundi okkar fylgdu yfir- heyrslur, spurningar og svör. Allt að einu endaði þetta vel. Hann var ekki tiltakanlega handgenginn íþróttum og þá er ég tjáði honum að ég væri KR-ingur sýndi hann engin svip- brigði. Mér þótti þetta merkilegt á þessum stað. Fljótlega tókst með okkur mikill og næsta óvenjulegur vinskapur sem varði alla tíð. Í framhaldinu kallaði ég hann Tengda, með stórum staf. Að Tengda stóðu sterki stofnar. Hann var Skagamaður í húð og hár, og stoltur af því. Þráfaldlega nefndi hann á nafn við mig afa sinn, Sigurð í Bæ, og fann glögglega til samkennd- ar með honum. Af frásögnum um Sig- urð má nema að þeir voru líkir um margt. Þótt Tengdi lyki námi frá Verslun- arskólanum stóð hugur hans til ann- arra starfa. Hann nam síðar rafvirkj- un. Var eftirsóttur og flinkur fagmaður og starfsamur með afbrigð- um. Verkstæðið var veröld hans í þeim efnum. Þar gekk hann að öllum hlutum vísum enda minnið trútt til hinstu stundar. Tengdamamma var bakhjarl hans og sá um reiknings- haldið. Hann var kröfuharður en ekki minnst við sjálfan sig. Iðulega kom- inn á fætur þá er aðrir sváfu, og vann sleitulaust fram að kvöldmat. Hann tók snemma á sig náðir og naumast minnist ég þess að honum hafi nokk- urn tíma orðið misdægurt. Gjarnan í vikulok brá Tengdi undir sig betri fætinum og hélt í „kaupstað- arferð“ til höfuðborgarinnar. Var þá vissara að tengdasonurinn kynni á klukku og væri mættur þegar Akra- borgin lagðist að kæjanum eða, eftir hennar daga, þegar hann renndi í hlaðið á þýðverskum gæðingi, gler- fínn og glæsilegur. Dagskráin var fullbókuð og skipulögð. Heimsóknir til gamalla skólafélaga, vina eða ætt- ingja. Á ýmsum tímum gat hann tekið hús á fólkinu en stoppaði jafnan stutt á hverjum stað. Fylgdi honum á þess- um yfirferðum jafnan gustur geðs og arnarsúgur þegar mest lét. Þótt hann væri hvunndags dulur og fámáll lét hann á slíkum stundum gamminn geisa. Var orðheppinn og talaði í flimtingum. Meðfram þessu gleymdi hann ekki barnabörnunum. Hann var barngóður og ríflátur við smáfólkið. Oftar en ekki veisla í farangrinum þegar hann birtist. Fátt var of gott handa ávöxtunum. Og hann brá sér yfir Atlantsálana með þau flest þegar því var að skipta. Þær ferðir urðu þeim ógleymanlegar og uppspretta skemmtilegra minninga. Nú er hann farinn yfir móðuna miklu. Ég vona að á bakkanum hinum megin fagni ástvinir honum og líka fyrirmynd hans og vinur séra Friðrik. Þá er vel. Sjáfur sakna ég vinar í stað. Þorvaldur Jónasson. Ármann vinur minn var kvæntur Ingibjörgu Elínu Þórðardóttur, móð- ursystur minni, en ég var um mörg ár tíður gestur á þeirra góða heimili. Þau Ingella og Mannsi eignuðust fimm mannvænleg börn, en það var þeim mikill missir þegar sonur þeirra Þórður Ásmundur drukknaði við bryggjuna í Lambhúsasundi 3. júlí 1949, aðeins fimm ára gamall. Það var sorgardagur í lífi þeirra og atburður sem þau áttu erfitt með að komast yf- ir og markaði því djúp spor í líf þeirra og tilveru. Ármann var fæddur á Hofteigi á Akranesi og ólst þar upp í stórum og myndarlegum systkinahópi hjá for- eldrum sínum, en þau voru hjónin Margrét Sólveig Sigurðardóttir, mik- il sómakona, og Ármann Halldórsson, lengi skipstjóri og útgerðarmaður hér á Akranesi, öruggur og gætinn sjómaður. Fyrstu búskaparár sín bjuggu Ing- ella og Mannsi í næsta húsi við Hof- teig, á Vesturgötu 25. Ármann tók verslunarpróf frá Verslunarskóla Ís- lands og einnig próf í rafvirkjun, og stundaði hann verslunar- og skrif- stofustörf sín fyrstu starfsár. Ár- mann undi hag sínum ekki við þau störf, en hóf að vinna við rafvirkjun með því að stofna og reka verkstæði í húsinu nr. 26 við Vesturgötu. Frá árinu 1954 bjó fjölskyldan á Sóleyj- argötu 10 þar sem Ármann rak verk- stæðið, fyrst einn en síðar með syni sínum Ármanni, en það raftækja- verkstæði hefur nú verið starfrækt í meira en hálfa öld við góðan orðstír. Ármanni var vinnan mikils virði, nánast lífsnautn. Var hann jafnan kominn niður á verkstæðið og til starfa fyrir allar aldir, oft um eða upp úr kl. 6 á morgnana, og var hvergi gefið eftir í viðgerðum á alls kyns raf- magnsáhöldum og tækjum fyrir íbúa Akraness, vindingum á mótorum fyr- ir útgerðina og fleira sem til féll; einn- ig var hann rafverktaki hjá ýmsum fyrirtækjum á Akranesi og í ná- grannasveitarfélögunum. Hann lagði þó mikla áherslu á þjónustu við al- menning og tókst honum oftar en ekki að gera við biluð tæki, sem sjálf- sagt væri hent á haugana nú til dags. Hann taldi nýtni til dyggða og slugs við vinnu var honum ekki að skapi. Þetta vissu þeir mörgu nemar sem störfuðu undir hans stjórn, og þeir virtu meistara sinn mikils fyrir það veganesti sem hann veitti þeim, bæði hvað þetta varðaði sem og fyrir þá góðu fagmennsku sem hann ástund- aði. Oftast var mikið líf á verkstæðinu, sérstaklega á árum áður. Ingella hús- freyja var á efri hæðinni og tók hún á móti gestum og gangandi, frændum og vinum í kaffi ásamt góðu meðlæti; einnig starfsmönnum verkstæðisins og viðskiptavinum. Var oftast glatt á hjalla í eldhúsinu og mikið rætt um hin ýmsu vandamál líðandi stundar, og þá helst á gamansömum nótum. Árið 1962 buðu þau hjón mér með sér í sumarferð, og var Ásmundur sonur þeirra með í för, þá ungur að árum. Ferðinni var heitið austur á Hérað til Halla bróður Ármanns og fjölskyldu hans á Egilsstöðum. Þessi ferð var meiri háttar og lengi í minn- um höfð, sannkölluð skoðunarferð með skemmtilegu ívafi. Á daginn var farið um Héraðið og Firðirnir skoð- aðir, en þegar kvölda tók var haldið á skemmtanir Sumargleðinnar sem var þarna í einni af sínum frægu yfirreið- um um landið. Þarna var Ármann í essinu sínu, og fór oftast á kostum. Honum þótti gaman að ferðast og hafði hann ávallt eitthvað til málanna að leggja og var orðhnyttnin ekki langt undan. Vinnusemi Ármanns kom þó í veg fyrir að hann tæki sum- arfrí eins og þau nú tíðkast. Meira var um það að hann vísiteraði frændur sína, vini og kunningja og þá helst um helgar. Þegar hann bar að garði þá fór það ekki fram hjá neinum. Best var að setja plötu á fóninn, nákvæma, taktfasta músík – helst þýska – og fyrsta flokks kaffi og eitthvað gott með. Þá fyrst fór hann í gang og voru gamansögur á hraðbergi og oft sung- ið með músíkinni. Þeim fer nú fækkandi óriginölun- um eða þeim svokölluðu sérvitru mönnum sem eru svo ólíkir öðrum í skoðunum eða framkomu. Þetta eru þó þeir menn sem setja kryddið í til- veruna og lífga upp á okkar fábrotnu tilvist. Ármann var sannarlega einn þeirra. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Ármanni fyrir góð kynni og sendum við Ingellu frænku, börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Ásmundur Ólafsson. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Kær tengdafaðir minn, Ármann Halldórs Ármannsson, er látinn. Eft- ir tæplega fjörutíu ára samfylgd lang- ar mig að votta honum virðingu mína og þakklæti fyrir alla þá hlýju og vin- semd sem hann sýndi mér, og þó sér- staklega mikla natni og umhyggju sem hann sýndi börnunum okkar Ár- manns. Betri tengdaföður og afa er vart hægt að hugsa sér. Síðustu mán- uðir voru honum erfiðir, þessi starfs- sami maður var þrotinn að kröftum og átti það ekki vel við hann. Nú hefur hann fengið hvíld og er lagður upp í síðustu ferðina sem liggur fyrir okkur öllum. Eftir sitjum við hnípin en get- um um ókomin ár yljað okkur við góð- ar minningar um góðan mann. Hvíl þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurbjörg Elsku, elsku afi. Okkur langaði að minnast þín í nokkrum orðum og þakka þér fyrir að vera eins yndisleg- ur og góður og þú varst. Það var gott að fá að búa og alast upp næstum því við hliðina á ykkur ömmu. Þegar við komum til ykkar og þú varst að vinna á verkstæðinu þá bauðstu okkur oftar en ekki að kíkja ofan í skúffuna við skrúfstykkið þar sem skiptimyntin var geymd og athuga hvort við fynd- um ekki einhverja hundraðkalla fyrir okkur. Það var alltaf eitthvað spenn- andi við það að vera niðri á verkstæði og oft fengum við að hjálpa eitthvað til. Hjá Önnu var hjálpin aðallega fólgin í því að vinda spólur í mótora og gera vinnubækurnar klárar og þú passaðir alltaf upp á að hún fengi borgað fyrir vinnuna. Doddi hins veg- ar fékk stærra hlutverk og var í nokk- ur sumur fullgildur starfsmaður hjá ykkur pabba. Nú finnst Tómasi Berg litla alveg jafn spennandi að skoða sig um þarna niðri og lætur okkur sko vita af því að allt þetta dót eigi hann Langi. Þegar við svo urðum eldri og æf- ingar fyrir bílprófið stóðu sem hæst leyfðir þú okkur stundum að prófa Benzinn niðri á Breið og þeir urðu þó- nokkuð margir rúntarnir sem við fór- um svo saman á næstu árum. Þá var þýska þjóðlagatónlistin leikin á fullu. Við eigum mikið af góðum minn- ingum um þig og er það huggun harmi gegn. Takk fyrir allt og allt, elsku afi. Þórður og Anna Lára. „Manstu Spán?“ Þetta skrifaði afi á blað til Ingellu síðastliðið sumar þeg- ar hann átti orðið erfitt með mál. Minningin um Spánarferðina sem við fjölskyldan fórum með afa og ömmu árið 1982 var honum enn ofarlega í huga og varð til að færa breitt bros yfir andlit hans. Á síðustu vikum og mánuðum var mjög af honum dregið en alltaf gat hann glaðst við að rifja upp sameiginlegar minningar okkar. Afi var sjálfstæður atvinnurekandi frá unga aldri og naut þess að vera eigin herra. Hann var rafvirkjameist- ari með rafvélavirkjun sem sérsvið. Verkstæði hans var til húsa á jarð- hæðinni heima hjá honum og ömmu og þar var lengi vel fjörlegt, þegar margir rafvirkjar voru í vinnu hjá afa. Þeir sáu um verkefnin utan verk- stæðisins meðan afi sá um „höfuð- stöðvarnar“ og sinnti þar viðgerðum á heimilistækjum, og rafmagnsverk- færum, gerð töfluskápa og síðast en ekki síst viðgerðum á stórum sem smáum rafmagnsmótorum. Verk- stæðið var hans heimur og þangað var gaman að heimsækja afa þar sem hann stóð iðulega með pípuna og vafði koparvír á ógnarhraða. Þetta var hans Rokk og ról! Fátt þótti honum skemmtilegra heldur en starfið og hann vann á verkstæðinu þangað til allra síðustu ár þó að draga tæki úr afköstunum undir lokin. „Nú er ég kominn niður í fimmhundruðkall á tímann!“ sagði hann eitt sinn þegar hann kom hægum skrefum upp stig- ann frá verkstæðinu – þá orðinn rúm- lega áttræður. Það eina sem gladdi afa meira held- ur en vinnan var að skemmta okkur barnabörnunum. Hann var fádæma örlátur og þau eru óteljandi leikföng- in sem okkur voru gefin við hátíðleg tilefni en ekki síður þegar ekkert var tilefnið. Áhugi okkar og hans á tækj- um fór vel saman og það voru oft ótrúlegar gjafir sem við fengum, raf- magnsbílar, fjarstýrðir bátar og fleira sem okkur þótti ævintýri líkast að leika okkur með. En líklega ber ekk- ert gjafmildi hans og væntumþykju betur vitni, en allur sá tími sem hann kaus að eyða með okkur. Endalausar fjöruferðir og ferðir í bókabúðir voru fyrstu minningarnar af Akranesi og þegar við urðum eldri tóku við bíl- ferðir með afa. Löngu áður við feng- um bílpróf var hann byrjaður að leyfa okkur að aka verkstæðisbílunum undir sinni handleiðslu á „æfinga- svæðum“ þar sem við gátum ekki valdið miklum skaða. Ein ferðin end- aði þó með því að einn bróðirinn keyrði gamlan verkstæðisskrjóð á vöruskemmu á meðan annar sat í aft- ursætinu og skar sig á opnum vasa- hníf. Þegar við síðan urðum löglegir ökumenn tóku við reglulegar bílferðir á Bensanum hans afa um Akranes og sveitir Borgarfjarðar, því fátt þótti gamla manninum skemmtilegra en að láta okkur keyra sig á meðan hann spjallaði við okkur og spilaði þess á milli kassettur með fjörlegri þýskætt- aðri málmblásturstónlist – á háum styrk. Okkur bræðrunum eru mjög eftir- minnilegar utanlandsferðirnar sem afi fór með okkur hvern og einn þegar við höfðum lokið grunnskóla. Jonna fór hann með í siglingu til Newcastle, Manni fór til Kaupmannahafnar og Böddi til London. Þessar ferðir voru sérstakar fyrir þær sakir að viðkom- andi unglingur var gerður að farar- stjóra og hafði öll fjármál ferðarinnar á sinni könnu. Oftast stóðum við und- ir ábyrgðinni og jafnvel þannig að afi var farinn að kvarta yfir lágum fjár- upphæðum sem honum var skammt- að. Gekk þetta svo langt að einn okk- ar neitaði afa um aura til að kaupa demantshring handa ömmu af ótta við að farareyrinn þryti. Postulíns- stytta af mjólkurkú var keypt sem málamiðlun. Við erum þakklát þeim tíma sem við fengum að njóta afa okkar, þótt erfitt sé að sætta sig við að því tíma- bili sé lokið. Eftir sitja dýrmætar minningar. Ömmu okkar óskum við sérstaklega styrks á þessari stundu. Jónas, Ármann, Böðvar og Ingella. Kveðja frá Lionsklúbbi Akraness Sunnudaginn 22. apríl 1956 komu nokkrir menn saman á fund í Hótel Akranesi og stofnuðu Lionsklúbb Akraness. Einn í þessum hópi var Ár- mann Ármannsson rafvirkjameistari, en útför hans er gerð í dag, föstudag frá Akraneskirkju. Ármann var eini stofnfélagi Lionsklúbbs Akraness sem enn var félagi í klúbbnum. Hann var ævifélagi í klúbbnum og undan- þeginn mætingarskyldu, en á fyrstu árum klúbbsins starfaði Ármann af áhuga. Sat hann í stjórn klúbbsins sem gjaldkeri og meðstjórnandi og veitti mikilvægum nefndum forstöðu. Var m.a. tvívegis formaður fjáröflun- arnefndar. Ármann Ármannsson var önnum kafinn maður sem rak eigið fyrirtæki í rafverktöku og vann oft langan vinnudag á verkstæði sínu. Hann var hinn ágætasti iðnaðarmaður og sér- staklega snjall við að vinda upp raf- mótora, sem hann gerði mikið af. Oft var ánægjulegt að koma á verkstæði hans og ræða við hann um menn og málefni. Hann var djarfmæltur og lá ekki á skoðunum sínum, en jafnframt mjög greiðvikinn og hjálpsamur. Við Lionsmenn á Akranesi sendum eiginkonu Ármanns Ármannssonar, Ingibjörgu Elínu Þórðardóttur, og niðjum þeirra innilegar samúðar- kveðjur að leiðarlokum. Stjórn Lionsklúbbs Akraness. Ármann Halldórs Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.