Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Katrín SigríðurSívertsen fædd-
ist í Reykjavík hinn
15. október 1927.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans á Landakoti
hinn 27. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Jón Sí-
vertsen, skólastjóri
Verslunarskóla Ís-
lands, f. 1889, d.
1947 og Hildur
Helgadóttir Zoëga,
fatahönnuður og
kaupkona, f. 1898, d. 1971. Katrín
var yngst þriggja barna þeirra.
Hin voru Guðmundur Sívertsen,
skipstjóri og siglingarfræðingur, f.
1919, d. 1992, Geirþrúður Hildur
Bernhöft, guðfræðingur fyrst
kvenna á Íslandi, ellimálafulltrúi
Reykjavíkurborgar og alþing-
iskona, f. 1921, d. 1987. Hálfbróðir
Katrínar var Marteinn Sívertsen,
húsasmíðameistari og kennari, f.
1912, d. 2001.
Katrín giftist 5. nóvember 1948
Örn Jakobsson verkfræðingur, f. 5.
október 1957, fyrri kona Hall-
fríður Helgadóttir, ritari forstjóra,
f. 11. september 1957. Dætur
þeirra eru Katrín, f. 1984, unnusti
Magnús Heiðar Björnsson, og
Hulda, f. 1986, unnusti Birgir Sæv-
arsson. Seinni kona Erna Eiríks-
dóttir viðskiptafræðingur, f. 11.
september 1963. Dóttir þeirra er
Hildur Helga, f. 1995.
Katrín hóf nám sitt í barnaskóla
hjá systrunum í Landakotsskóla,
en lauk skólagöngunni í versl-
unarskóla Niels Broch í Kaup-
mannahöfn. Að loknu námi starf-
aði Katrín hjá Stjórnarráðinu í
Arnarhvoli. Síðar á ævinni lauk
hún námi sem leiðsögumaður og
starfaði við það í mörg ár. Þá starf-
aði hún einnig við verslunarstörf,
við gestamóttöku á Hótel Borg og í
Tryggingastofnun ríkisins. Katrín
sinnti ýmsum félags- og trún-
aðarstörfum. Starfaði hún lengi
við Laugarneskirkju, bæði sem
formaður kvenfélagsins og í sókn-
arnefnd kirkjunnar. Þá var Katrín
félagi í alþjóðlegu Sam frímúr-
arareglunni á Íslandi í mörg ár.
Útför Katrínar verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
dr. Jakobi Sigurðs-
syni, verkfræðingi og
útgerðarmanni, f. á
Veðramóti í Skaga-
firði 15. febrúar
1916. Jakob lést 27.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sigurður Árni
Björnsson, bóndi á
Veðramóti og síðar
framfærslufulltrúi í
Reykjavík, f. 1884, d.
1964, og Sigurbjörg
Guðmundsdóttir, f.
1884, d. 1973.
Katrín og Jakob eignuðust þrjú
börn. Þau eru: 1) Hildur Deakin fé-
lagsfræðingur, f. 17. desember
1949, maki Bill Deakin geðlæknir,
f. 5. júlí 1949. Dætur þeirra eru
þrjár: Julia Brynja Deakin, f. 1976,
maki Michael Deakin, f. 1970, son-
ur þeirra er Ingo, f. 2005, Kather-
ine Edda Escott, f. 1979, maki
Harry Escott, f. 1976, og Inga
Heather Deakin, f. 1983. 2) Björg
Jakobsdóttir Mið-Austurlanda-
fræðingur, f. 6. janúar 1953. 3) Jón
Elskuleg tengdamóðir mín, Katr-
ín Sívertsen, lést síðastliðinn laug-
ardag eftir harða baráttu við
krabbamein. Fráfall hennar bar að
nákvæmlega fjórum mánuðum eftir
að Jakob tengdapabbi lagði upp í
sína hinstu för, þannig að skammt
hefur verið stórra högga á milli í
fjölskyldunni.
Katrínu hitti ég fyrst fyrir tæpum
17 árum þegar við Jón Örn sonur
hennar kynntumst. Þau hjónin tóku
mér vel og varð ég strax hluti af
þeirra fjölskyldu. Það var sérstak-
lega ánægjulegt að fylgjast með far-
sælu hjónabandi þeirra Katrínar og
Jakobs, en þau voru glæsilegt par.
Þau giftu sig árið 1948, þegar Katrín
var aðeins 21 árs gömul, ung og fög-
ur, en Jakob 32 ára, veraldarvanur
ungur maður sem nýkominn var úr
doktorsnámi frá Bandaríkjunum. Á
brúðkaupsdaginn undirrituðu þau
samning um kaup á húsnæði í bygg-
ingu, neðri hæðinni að Hraunteigi 28
í Reykjavík. Þar bjuggu þau alla
sína tíð og ólu upp Hildi, Björgu og
Jón Örn. Jakob rak lengst af fisk-
vinnslu og útgerð í Reykjavík og
vann oft langan vinnudag. Þótt
mestur tími Katrínar hafi á árum áð-
ur farið í að annast börnin og heim-
ilið og standa við hlið síns önnum
kafna eiginmanns, þá naut hún sín
við ýmislegt sem hún hafði áhuga á.
Katrín tók vel á móti gestum og fyrr
á árum, þegar börnin hennar bjuggu
enn heima á Hraunteigi, var oft mik-
ill gestagangur og stóð húsið alltaf
opið vinum og vandamönnum. Katr-
ín var góður vinur barna sinna og
voru hún og Björg einstakar mæðg-
ur og vinkonur og eyddu miklum
tíma saman á undanförnum árum.
Tengdamóðir mín var trúuð kona
og starfaði í gegnum tíðina mikið
fyrir kirkjuna sína, Laugarnes-
kirkju. Hún var meðal annars for-
maður kvenfélagsins í fjölda ára og
sat í sóknarnefnd. Katrín var félagi í
Alþjóða Sam-frímúrarareglunni á
Íslandi og naut þess starfs sem þar
fór fram.
Katrín fór í gegnum lífið með sína
einstöku lund og jafnaðargeð. Hún
elskaði frið og ró. Húmorinn var
samt aldrei langt undan og allt fram
á síðasta dag nutum við hennar létta
skaps og jákvæðni. Hún sagði okkur
oft fyndnar smásögur og tók gjarn-
an skemmtilega til orða. Aldrei man
ég eftir að hafa heyrt Katrínu rífast
eða skammast, sama hvað á gekk.
Samband þeirra Jakobs var einstakt
í þá tæpu sex áratugi sem þau áttu
saman, en þau sýndu hvort öðru
mikla virðingu í erli dagsins. Ég er
viss um að góða skapið hennar Katr-
ínar og jafnaðargeðið hefur átt stór-
an þátt í því hversu vel gekk í þeim
efnum því að oft reyndi á þolinmæð-
ina þegar tímaplön hins önnum
kafna eiginmanns stóðust ekki.
Tengdamamma naut þess að
ferðast víða um heim, bæði innan
lands og utan. Fyrir mörgum árum
lauk hún leiðsögumannaprófi og
starfaði um nokkurt skeið sem leið-
sögumaður á Íslandi. Þar kom sér
vel góð tungumálakunnátta Katrín-
ar, en eftir nám sitt í Danmörku og í
Goethe Institute í Þýskalandi lá vel
fyrir henni að umgangast útlend-
inga. Áhugi Katrínar á náttúru Ís-
lands, jarðfræði og sögu nýttist vel í
leiðsögumannsstarfinu. Uppáhalds-
staður Katrínar á Íslandi var Þing-
vellir, sem hún heimsótti gjarnan.
Hún naut þess að heimsækja dætur
sínar erlendis, Hildi og fjölskyldu í
Manchester og Björgu á meðan hún
bjó erlendis, lengst af í New York.
Katrínu var margt til lista lagt.
Hún var góð saumakona, enda átti
hún ekki langt að sækja þá hæfileika
því Hildur móðir hennar starfaði
sem fatahönnuður og saumakona
bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Katrín hafði auk þess mikinn áhuga
á myndlist og glerskurði. Hún
stundaði um skeið nám í myndlist-
arskóla og málaði í frístundum. Þá
var Katrín mjög góður kokkur og
hélt oft stór boð fyrir fjölskyldu og
vini. Ég hef svo sannarlega notið
góðs af því sem tengdamamma
kenndi syni sínum í matargerð og
ýmsum heimilisstörfum.
Tengdamóðir mín var frændræk-
in og áhugasöm um ættfræði. Sjálf
var hún ættuð úr Hrappsey á
Breiðafirði og var stolt af uppruna
sínum, eins og sýndi sig á fjölmennu
ættarmóti sem Katrín skipulagði
ásamt frændfólki fyrir nokkrum ár-
um og haldið var í Stykkishólmi.
Katrín útskýrði það hvað henni lá
oft hátt rómur einmitt með því að
eyjarskeggjar á Breiðafirði þyrftu
að tala mjög hátt til að yfirgnæfa
gargið í fuglunum.
Katrín eignaðist sex ömmudætur
og sýndi uppvexti þeirra og mennt-
un mikinn áhuga. Tvær þeirra eru
nöfnur ömmu sinnar. Þrjár stelpn-
anna, Julia, Kata og Inga, eru fædd-
ar og uppaldar í Englandi. Það kom
ekki í veg fyrir að þær væru í góðu
sambandi við ömmu og afa á Íslandi
eins og þær Katrín, Hulda og Hildur
Helga. Árið 2005 fæddist svo loks
Ingo, fyrsta langömmubarnið. Ingo
er sonur Juliu og býr í Englandi, en
Katrín náði að kynnast honum og
njóta ánægjulegra samverustunda
með langömmustráknum sínum
bæði í Englandi og hér heima. Svo
var tengdamamma óhrædd við að
nýta sér tæknina til að eiga sam-
skipti við fjölskylduna sína í Eng-
landi. Á síðasta ári eignaðist hún
nýja fartölvu og nýtti óspart þann
möguleika að ræða við og sjá fjöl-
skylduna í gegnum tölvuna.
Hildur Helga dóttir okkar Jóns,
sem nú er á 12. ári, átti margar
skemmtilegar samverustundir með
ömmu sinni. Amma Kata sótti hana
oft í leikskólann og í Ísaksskóla á
sínum tíma og svo nýttu þær tímann
til að syngja saman, læra ný lög,
spila og spjalla. Hildi fannst alltaf
gott að koma á Hraunteiginn til
ömmu og afa. Foreldrar mínir áttu
líka fjölmargar ánægjulegar sam-
verustundir með Katrínu og Jakobi í
gegnum árin, sérstaklega í matar-
boðum hjá okkur Jóni. Náðu þau öll
einstaklega vel saman þrátt fyrir
nokkurn aldursmun, en Jakob var á
sama aldri og afar mínir og ömmur.
Þau gátu endalaust spjallað, oft svo
mikið að við Jón hefðum sennilega
getað læðst í burtu án þess að eftir
því yrði tekið.
Elsku fallega Katrín mín. Síðast-
liðið vor kom í ljós að þú gekkst ekki
heil til skógar. Þú tókst æðrulaus á
móti þínum veikindum og fráfalli
Jakobs. Við söknum þín óendanlega
mikið og eigum eftir að sætta okkur
við að við fengum ekki að hafa þig
lengur hjá okkur eftir að Jakob dó.
Þegar ég sat hjá þér og hélt í hönd-
ina á þér á Landakoti dagana fyrir
andlátið gerði ég mér grein fyrir því
hversu margt mun breytast nú eftir
að þið eruð bæði farin frá okkur. Þá
er mikilvægt að fjölskyldan standi
vel saman og minnist ykkar og þess
anda sem ríkti á Hraunteignum.
Guð geymi þig, elsku Katrín mín.
Ég er þess fullviss að Jakob hefur
nú tekið þig í faðm sinn og leiðir þig
um á nýjum og framandi slóðum.
Ástarþakkir fyrir samveruna og
hversu góð þú varst við mig og okk-
ur öll.
Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég
að lokum þakka starfsfólki á líkn-
ardeild Landakotsspítala fyrir ein-
staka alúð og frábæra umönnun í
veikindum Katrínar.
Erna Eiríksdóttir.
Elsku besta amma Kata, þetta
gerðist allt svo skyndilega, fyrst fór
afi og svo þú fjórum mánuðum
seinna. Afi var alla tíð hraustur mað-
ur en orðinn gamall, svo fráfall hans
er í raun gangur lífsins. Við von-
uðum hins vegar að þú myndir fá
nokkur góð ár í viðbót til að njóta
lífsins og til að fylgjast með afkom-
endum þínum fjölga, vaxa og dafna.
Þegar við hugsum til baka er
margt sem fer í gegnum hugann.
Fyrst er að nefna allar heimsókn-
irnar á Hraunteiginn, kjúlla í poka
með gulrótum og ís í skemmtilegum
skálum í desert. Það verður skrítið
að geta ekki komið við hjá þér eftir
æfingar í Laugardalnum til að fá sér
eitthvað í gogginn.
Þú hafðir gaman af tónlist og
kenndir okkur systrum mikið af lög-
um sem þú lést okkur svo syngja
fyrir afa. Þú áttir það jafnvel til að
láta okkur syngja fyrir framan fullt
af gestum þegar þú varst með mat-
arboð heima. Það var líka mjög
skemmtilegt þegar þú kenndir okk-
ur að dansa „fugladansinn“ og við
skemmtum okkur allar jafn vel.
Kötu er minnisstæð ferð ykkar
„nabbanna“, þ.e. nafnanna, til Lond-
on sumarið 1998, árið sem Kata
fermdist. Þú sýndir henni stórborg-
ina og þið fóruð svo saman til Man-
chester að heimsækja Hildi frænku
og fjölskyldu.
Hulda hafði svo gaman af því að
skoða málverkin sem þú málaðir svo
listilega. Hún dáðist að þeim enda-
laust en þú varst alltaf svo hógvær.
Annað sameiginlegt áhugamál ykk-
ar Huldu var efni og saumaskapur,
en Hulda var mjög upp með sér þeg-
ar þú gafst henni tvær fullar kistur
af efnum sem þú hafðir fengið frá
Hildi mömmu þinni og langömmu
okkar. Hún starfaði við fatahönnun
og saumaskap bæði í Reykjavík og í
New York. Þar hannaði hún og
saumaði kjóla fyrir ýmsar frægar
konur, meðal annars leikkonuna
Judy Garland og frú Johnson, þá-
verandi forsetafrú Bandaríkjanna.
Hildur Helga, eða „litla mann-
eskjan“ eins og þú kallaðir hana
þegar hún var lítil, var á leikskól-
anum Hofi í næstu götu við Hraun-
teiginn og þangað sóttir þú hana oft.
Þið eydduð svo eftirmiðdeginum
saman, sunguð skemmtileg lög, spil-
uðuð svartapétur og brölluðuð ým-
islegt. Þú eldaðir oft handa henni
ýsu og kartöflur með miklu smjöri
og stappaðir því svo öllu saman, en
það þótti Hildi gott.
Við munum hversu hress þú varst
í brúðkaupinu hjá Kötu og Harry í
Manchester síðasta vor. Þú varst
svo fín og talaðir við stóran hluta
veislugesta eins og þér einni var lag-
ið. Það var ekki að sjá á þér að þín
biði aðgerð á Íslandi. Ekki kvartaðir
þú yfir neinu síðasta árið þó þú hefð-
ir nú tilefni til, heldur talaðir stöðugt
um það hversu þakklát þú værir fyr-
ir allt. Þakklát fyrir að geta komið í
brúðkaupið og núna síðast fyrir að
ná að halda jólin þar sem við vorum
öll saman.
Það mun aldrei renna Kötu úr
minni hvernig þú kvaddir hana
rúmri viku áður en þú lést. Það var
eins og þú vissir að næst þegar hún
kæmi til þín hefðir þú ekki kraft til
að kveðja. Elsku amma Kata. Þú
varst einstök og við lofum að koma
söngvunum og bænunum sem þú
kenndir okkur systrum til næstu
kynslóðar. Guð geymi þig elsku
amma.
Þínar sonardætur
Katrín, Hulda og Hildur Helga.
Í dag er til moldar borin móð-
ursystir mín Katrín Sigríður Sívert-
sen.
Að henni stóðu sterkir stofnar, en
Katrín var dóttir hjónanna Hildar
Zoëga, fatahönnuðar og kaupkonu,
dóttur Helga Zoëga kaupmanns og
Geirþrúðar Clausen og Jóns Sívert-
sen, skólastjóra Verzlunarskóla Ís-
lands. Jón var fæddur í Arney á
Breiðafirði, sonur Þorvaldar Sívert-
sen, óðalsbónda í Hrappsey, og Hel-
enu Ebenesersdóttur frá Skarði á
Skarðsströnd.
Systkini Katrínar voru þau Geir-
þrúður Hildur Bernhöft, Guðmund-
ur Síverten og hálfbróðir, samfeðra,
Marteinn Sívertsen.
Katrín ólst upp í Reykjavík, en
eftir gagnfræðapróf hélt hún til
Danmerkur, þar sem hún stundaði
nám í Verslunarskóla Níelsar Boch.
Eftir heimkomuna starfaði hún í
Stjórnarráðinu í Reykjavík.
Árið 1948 giftist Katrín eigin-
manni sínum, dr. Jakobi Sigurðs-
syni, og var hún þá liðlega 21 árs
gömul.
Katrín var glæsileg kona, fríð sín-
um og bar sig ávallt vel. Hún var vel
greind, lífsglöð og glaðvær og lagði
ávallt gott til mála, er rædd voru, án
þess þó að hvika frá sínum skoð-
unum. Hún var alla sína tíð mikill
fagurkeri og naut þess að fylgjast
með viðburðum í menningarlífi
borgarinnar. Sótti hún sýningar og
tónleika svo lengi sem kraftar henn-
ar leyfðu.
Félagsmál voru henni hugleikin
og sat hún m.a. í sóknarnefnd Laug-
arneskirkju og var formaður kven-
félagsins þar til margra ára.
Þá starfaði hún einnig í Sam frí-
múrarareglunni.
Á síðastliðnu sumri greindist
Katrín með erfiðan illkynja sjúk-
dóm, sem ekki reyndist unnt að ráða
við. Var þá hafin lyfjameðferð, sem
skilaði takmörkuðum árangri. Í
framhaldi legu á Landspítalanum,
nú í ársbyrjun, lagðist Katrín inn á
líknardeild Landakotsspítala. Dró
hratt af henni og andaðist hún þar,
þorrin kröftum hinn 27. janúar síð-
astliðinn, aðeins fjórum mánuðum
eftir andlát eiginmanns síns.
Mínar fyrstu minningar eru
bundnar Katrínu móðursystur
minni en ég naut umönnunar hennar
sem barn. Samband okkar hefur alla
tíð verið náið, ekki síst hin síðustu
ár. Minnist ég ánægjulegs ættar-
móts og ferðar út í Hrappsey árið
2003, en þá var minnst 80 ára búsetu
forfeðra okkar þar og minnisvarði
reistur af því tilefni. Nutum við
þeirrar ferðar og þá ekki síst göngu
okkar á fjöru um úteyjarnar meðal
æðarfugla og annarra frumbyggja
eyjanna. Var ævintýralegt að fá að
ganga með henni þar í slóð forfeðr-
anna.
Samverustundir okkar að undan-
förnu hafa kennt mér mikið, en þrátt
fyrir erfiðleika hennar undanfarna
mánuði hefur hugur hennar ein-
kennst af jafnaðargeði og jákvæði.
Aldrei heyrði ég frá henni æðru-
orð.
Með Katrínu er gengin góð og
merk kona.
Þakka ég og fjölskylda mín vin-
áttu hennar og samfylgd um leið og
við vottum börnum hennar, Hildi,
Björgu, Jóni Erni og fjölskyldum
þeirra, okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Hildur Bernhöft.
Katrín Sigríður Sívertsen vígðist í
Sam-Frímúrararegluna 17. apríl
1979, í St. Ými 724. Gekk í stúkuna
st. Sindra nr. 1571 í september 1992.
Í þeirri stúku starfaði Katrín síðan.
Katrín var góður frímúrari, hjálp-
söm og fús til allra starfa. Við sem
störfuðum með henni til margra ára,
söknum góðrar reglusystur, sem
gott var að eiga að vini. Henni eru
hér með þökkuð störf í þágu regl-
unnar.
Börnum og tengdabörnum Katr-
ínar sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Hvíl í friði, kæra Katrín.
Systkinin í st. Sindra nr. 1571.
Katrín Sívertsen
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi okkar,
ÞÓRÐUR FINNBOGI GUÐMUNDSSON,
(Bogi),
Hrafnistu í Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 24. janúar.
Úförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnar-
firði fyrir góða umönnun og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
Ólöf Hagalínsdóttir,
Guðmundur Júlíus Þórðarson, Hrefna Sóley Kjartansdóttir,
Herdís Þórðardóttir, Ríkarður Másson,
Guðmunda Hagalín Þórðardóttir, Herbert Halldórsson,
Sína Þorleif Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.