Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 39
✝ María Guðgeirs-dóttir fæddist í
Ólafsvík 10. júní
1918. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Víðihlíð í Grindavík
26. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Guð-
geir Ögmundsson, f.
5.3. 1884, d. 11.5.
1951, og Svava Ein-
arsdóttir, f. 17.10.
1890, d. 26.1. 1943.
Systkini Maríu voru
Katrín Sigurveig, f.
1.7. 1912, d. 18.8. 1926, Að-
alheiður Olga, f. 27.9. 1913, d.
24.8. 1995, Guðmundur, f. 24.8.
1915, d. 24.5. 1987, Einar, f. 12.6.
1920, d. 7.10. 1993, Árni f. 27.1.
1923, Katrín f. 2.3. 1926 og
Hrafnkell, f. 20.6. 1928, d. 17.6.
1977.
Hinn 10. nóvember 1942 giftist
María Guðmundi Tjörva Bjarna
Kristjánssyni, f. 1.7. 1917, d. 24.6.
1971, og eignuðust þau þrjá syni.
Þeir eru: Kristján, f. 14.1. 1941,
Svavar Geir, f. 22.5. 1942, og
Sævar, f. 31.1. 1948.
Barnabörn hennar
eru átta.
María flutti á
öðru ári til Hellis-
sands og bjó þar til
1938 en þá átti hún
leið til Keflavíkur
þar sem hún kynnt-
ist maka sínum. Bjó
hún þar til hausts-
ins 2003 en þá flutti
hún í Víðihlíð,
Grindavík.
Árið 1933 fór
María til Reykjavík-
ur og var þar næstu fimm sumur í
mismunandi vistum. Eftir að hún
hóf búskap sinnti hún heim-
ilisstörfum. Upp úr 1957 hóf
María störf við ræstingar við
Barnaskóla Keflavíkur og 1965
við Bókasafnið þar. 1964 byrjaði
hún sumarvinnu í eldhúsi Sjúkra-
húss Keflavíkur og 1972 í Eldhúsi
Loftleiða/Flugleiða á Keflavík-
urflugvelli.
María verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Hjartkæra frænka mín, elsku
Maja. Komið er að kveðjustund. Far-
sælt er að fá að fara þegar maður er
orðinn svona veikur, eins og mamma
sagði þegar ég sagði henni að Maja
væri mikið veik. En þær töluðu sam-
an fyrir viku síðan eins og þær voru
vanar. Það rifjast svo mikið upp frá
æsku minni, mér hlýnar um hjarta-
rætur þegar ég hugsa um þær góðu
stundir. Maja átti þrjá syni sem eru
yndislegir en enga dóttur, þannig að
ég var í uppáhaldi hjá Maju. Ég á
margar minningar af Hringbrautinni
þar sem ég var oft sem barn, á meðan
mamma var á sjúkrahúsi. Heimili
Maju var eins og dúkkuhús, allt punt-
að og fágað, amerískar pífugardínur,
allt var svo fallegt. Ég man að Maja
bakaði alltaf Magdalenukökur með
hvítu kremi á milli, þær minna mig
alltaf á hana.
Ég fékk að fara með Maju um allt í
Keflavík og var hún alltaf að kaupa
eitthvað handa mér. Það var svo
skemmtilegt hjá henni. Þar fékk ég
mikið af amerísku nammi. Þegar
Tjörvi var í landi stjanaði hann í
kringum mig líka, hann söng alltaf
lagið „Svana í Seljadal“ (ekki Sjana),
þetta lag minnir mig alltaf á hann.
Síðan féll Tjörvi frá og var Maja þá
ein í mörg ár, þannig að ferðum henn-
ar fjölgaði í Kópavoginn.
Maja átti tvær systur, móður mína,
Katrínu, og Heiðu. Þær voru mjög
samrýndar. Fóru þær saman á
„Sandaraballið“, svo glæsilegar, kjól-
arnir þeirra gullfallegir. Þær voru svo
flottar að myndirnar af þeim þremur
voru alltaf uppstilltar í hillum hjá
þeim.
Maja var tíður gestur hjá mér þeg-
ar ég byrjaði að búa og átti börnin
mín. Hún var einstaklega hjálpsöm
og liðtæk í öllum veislum og þar á
meðal bakaði hún upp allar sósur því
að hún var listakokkur. Síðari árin
var Maja hjá mér í jólaboðum í mörg
ár. Reyndist hún börnum mínum
mjög vel. Maja vann í mörg ár í eld-
húsinu hjá Loftleiðum á Keflavíkur-
flugvelli. Þar eignaðist hún margar
góðar vinkonur og fóru þær saman til
Glasgow að versla fyrir jólin og fengu
börnin mín stundum að njóta góðs af
því. Þegar Maja kom í heimsókn í
Kópavoginn, þá biðum við krakkarnir
alltaf eftir því hvað hún tæki upp úr
veskinu sínu, hún var alltaf með eitt-
hvert nammi handa okkur. Það var
svo gaman þegar hún kom því það var
ekki allt til í þá daga.
Elsku Maja, það var gott að koma
og kveðja þig í síðustu viku og skila
kveðju frá mömmu og fjölskyldu
minni. Þú tókst fast í höndina á mér.
Slíkar minningar er gott að eiga að
skilnaði. Fyrir hönd fjölskyldu minn-
ar votta ég Kristjáni, Svavari, Sævari
og fjölskyldum þeirra innilega samúð.
Svanhildur frænka og fjölskylda.
Mig langar til þess að minnast
ömmu minnar eða ömmu í Keflavík
eins og hún var alltaf kölluð af okkur
systkinunum. Amma í Kefló er sam-
ofin minningum bernsku minnar þar
sem samgangur milli heimila var mik-
ill. Það var gott að eiga ömmu að og
geta leitað til, en afi hafði fallið frá
stuttu eftir að ég fæddist og amma því
ein á báti. Ég sé í huga mér litla konu
sem alltaf tók vel á móti manni á
heimili sínu og þar hitti maður frænd-
ur og frænkur sem maður hitti alla
jafna ekki nema hjá ömmu. Hjá
ömmu mátti ég leika með hálsfestarn-
ar hennar og fara í háhæluðu skóna
hennar og það þótti lítilli stelpu mjög
spennandi og gaman. Það var líka
gaman að opna jólapakkana frá
ömmu því að hún fór til útlanda að
versla með vinkonum sínum og hvað
þær glöddu lítil hjörtu, gjafirnar
hennar.
Amma var útivinnandi, allt sitt líf
hafði hún unnið, haldið heimili og
komið þremur drengjum til manns.
Hún var dugleg og mátti þola ýmis-
legt. Ung kom hún til Keflavíkur, og
réð sig í vist og kynntist svo síðar afa
og hófu þau búskap. Það hefur eflaust
ekki verið auðvelt í þá daga eins og
konur þessarar kynslóðar vita, að
halda heimili, þvo þvott og lifa. Hún
sagði mér það einu sinni að það hefði
líka verið erfitt að vera aðkomustúlk-
an sem giftist inn í þessa stóru kefl-
vísku ætt. En amma var sterk og stóð
af sér margan storminn.
Seinna meir er ég varð fullorðin
breyttist samband okkar og við urð-
um vinkonur, trúðum hvor annarri
fyrir leyndarmálum og vináttan óx og
slitnaði aldrei þótt langt liði milli
heimsókna. Seinast er ég heimsótti
hana að Víðihlíð spjölluðum við heil-
mikið saman um það sem okkur lá á
hjarta og hún hafði engu gleymt. Efst
í huga mér er þakklæti fyrir sam-
fylgdina og vináttuna sem ég er rík af.
Guð blessi minningu Maríu Guð-
geirsdóttur.
María Svavarsdóttir.
Látin er kær vinkona María Guð-
geirsdóttir, eða Maja eins og ég kall-
aði hana. Maju kynntist ég árið 1964.
Þá bjó hún í Keflavík, ásamt manni
sínum Tjörfa Kristjánssyni, sem er
látinn, og synirnir flognir úr hreiðrinu
á þessum tíma. Þau hjónin áttu fallegt
heimili á Hringbraut 85. Keflavík og
ég man að eldhúsið var hvítt og
ljósbláa lakkið mjög flott og fínt. Tek-
ið var höfðinglega á móti gestum, í þá
tíð var ekki mjög algengt að ungt fólk
hefði bíl til umráða svo það var hátíð-
arbragur yfir þeim heimsóknum, allt-
af eitthvað spennandi og sjarmi yfir
Keflavík. Maja var systir fyrrverandi
tengdamóður minnar, hennar Kötu,
en hún Katrín var mér alla tíð sem
besta móðir, og Maja var svo mikið
hjá henni, svo kynnin urðu mikil og
traust. Það var mikill kærleikur milli
systranna Maju, Katrínar og Heiðu,
en það var einmitt Heiða og Sigmund-
ur maður hennar sem lánaði okkur bíl
svo hægt væri að fara til Keflavíkur.
Þegar Maja var í helgarfríum kom
hún oft í Kópavoginn að hitta systur
sínar og þeirra fjölskyldur. Alla tíð
var hún mjög glæsilega búin og með
nýlagt hárið. Þær systur Maja og
Kata komu oft á mitt fyrra heimili og
var þá drukkið svart kaffi, bollanum
hvolft á ofninn og síðan lesið úr hon-
um fyrir þær. Alltaf höfðu þær jafn
gaman af þessu. Maja hafði mjög
mikið yndi af að dansa og var farið í
Ártún á árum áður og þeyst um gólf-
ið.
Maja ferðaðist mikið erlendis, hún
vann í flugeldhúsi í Keflavík á vöktum
og þreif skólann líka, hafði gert þetta
til fjölda ára. Fór hún ásamt vinkon-
um sínum í flestar ferðirnar.
Maja var alveg sérstaklega hjálp-
söm og alla tíð boðin og búin að rétta
hjálparhönd, hörkudugleg og snyrti-
leg eins og hún átti kyn til. Þó að Maja
ætti vera gestur í fermingarveislum
hjá okkur hafði hún alltaf lag á því að
senda mig inn í stofu til að spjalla við
gestina og hún tekin við í eldhúsinu.
Á seinni árum meðan Katrín keyrði
bílinn sinn skruppu þær inn í Grinda-
vík og höfðum við alltaf jafn gaman að
hittast og spjölluðum eins og við hefð-
um hist í gær.
Í kringum árið 1995 fórum við að
hringja hvor í aðra og gátum talað um
heima og geima, oft löng samtöl en
yndisleg. Vil ég nú þakka kærri vin-
konu áralanga, trausta og elskulega
vináttu við mig og mína á langri sam-
ferð. Sendi ég sonum hennar, Krist-
jáni, Svavari, Sævari og fjölskyldum
þeirra, systkinum Maju, þeim Katr-
ínu og Árna, einlægar samúðarkveðj-
ur.
Bless í bili, elsku Maja mín. Góður
Guð varðveiti þig og blessi.
Þín vinkona
Anna Ingibjörg Benedikts-
dóttir og fjölskylda.
María Guðgeirsdóttir
✝ Jónas GrétarSigurðsson
múrarameistari
fæddist 9. október
1936. Hann lést 24.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Sig-
urður Eiríksson
lögregluþjónn á
Akureyri og Guð-
björg Fanney Jón-
asdóttir. Systkini
Jónasar eru: Finn-
ur Arnþór Sigurðs-
son, f. 15. jan. 1929
(samfeðra), Styrkár Geir Sig-
urðsson, f. 23. nóv. 1932, d. 26.
maí 2004, Hákon Eiríkur Sig-
urðsson, f. 10. nóv. 1934, Sig-
urjón Oddsson Sigurðsson, f. 24.
júní 1938, d. 23. jan. 2005, Ásta
Svandís Sigurðardóttir, f. 30.
nóv. 1947, og Rósa Margrét Sig-
urbjörg Sigurðardóttir, f. 19.
jan. 1949.
Hinn 12. ágúst
1961 kvæntist Jón-
as Huld Margréti
Friðriksdóttur, f.
15. okt. 1940 á Dal-
vík. Þau skildu.
Börn þeirra eru:
Fanney Rósa Jón-
asdóttir, f. 23. apr-
íl. 1959, Ásta
Hrönn Jónasdóttir,
f. 5. des. 1960,
Heiðrún Hulda Jón-
asdóttir, f. 8. júni.
1967, Lilja Margrét
Jónasdóttir, f. 12. apríl. 1969,
Jenny Edda Jónasdóttir, tvíburi,
f. 28. mars. 1971, Erna Guðný
Jónasdóttir, tvíburi, f. 28. mars.
1971, Sandra Friðriks Jón-
asdóttir, f. 11. des. 1976.
Útför Jónasar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Í dag kveðjum við áskæran föður
okkar sem af æðruleysi tókst á við
erfiðan sjúkdóm sem að lokum lagði
hann í návist þriggja dætra sinna.
Þessi yndislegi drengur átti stóra
sál og hreint hjarta. Það er ekki
hægt að minnast hans án þess að
nefna kímni hans og gleði á góðum
stundum og alltaf var hann hrókur
alls fagnaðar. Við hefðum ekki getað
óskað okkur betri vinar en pabba
sem var hafsjór fróðleiks og hvítra
sagna. Hann bar svo mikla ástúð og
yl til allra litlu barnanna sinna, hvort
sem það vorum við prinsessurnar
hans, afabörn eða bara einhver börn
í götunni. Hver og ein okkar á mikið
af minningum um hann og er það
bara okkar og hans á milli. Síðustu
spor okkar saman í þessari veröld
göngum við í dag með þér, elsku vin-
ur, en þau verða ekki þau síðustu.
Okkar leiðir eiga eftir að liggja sam-
an aftur og þá verða þau fleiri.
Með þessum fátæklegu orðum
okkar systranna segjum við góða
nótt, ljúfi vinur.
Við elskum þig.
Prinsessurnar sjö.
Elsku afi, í dag kveðjum við þig,
það er sárt en svona er lífið. Þú varst
alltaf svo hress og kátur.
Það er svo eftirminnilegt þegar við
vorum í Litlu-Hlíðinni, Sara var
tveggja ára og við spurðum hana
hvað þú hétir. Hún svaraði af ein-
lægni: „Gamli Nói“, og við hlógum og
hlógum. Þetta nafn festist við þig
sem þú hafðir mjög gaman af. Í dag-
legu tali voru konur gyðjur í þínum
huga.
Þú varst alltaf svo fínn í tauinu og
heimilið bar þess merki að þar byggi
snyrtimenni og smekkmaður.
Við eigum svo margar góðar minn-
ingar um þig, elsku afi, t.d. þegar þú
komst austur til okkar. Allar góðu
minningarnar lifa áfram með okkur.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans, heilsulind,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Þýð. V. Briem)
Saknaðarkveðja.
Tania, Vilhjálmur, Sara Rut
og Viktor Ívan.
Elsku afi. Það er ótrúlega erfitt að
missa svona frábæran afa eins og
þig. Við eigum eftir að sakna þín
rosalega mikið.
Þú varst svo mikill snillingur og
gafst okkur svo margar frábærar
minningar um þig. Þig skorti alla-
vega ekki húmor og gast slegið öllu
upp í grín.
En nú ertu kominn á friðsælan
stað og átt nú eflaust eftir að
skemmta einhverjum þar.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Greta Huld, Kristinn
og Sonja Lí.
Jónas Grétar
Sigurðsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
DÓRA RAGNHEIÐUR GUÐNADÓTTIR
frá Kotmúla í Fljótshlíð,
sem lést á líknardeild Landakotsspítala að kvöldi
föstudagsins 26. janúar, verður jarðsungin frá
Áskirkju mánudaginn 5. febrúar kl. 13:00.
Sigríður Valdimarsdóttir, Guðjón Ólafsson,
Steinunn María Valdimarsdóttir, Ólafur Rúnar Jónsson,
Sara Regína Valdimarsdóttir, Þórarinn Magnússon,
Inga Aðalheiður Valdimarsdóttir, Ólafur Örn Klemensson,
Guðjón Viðar Valdimarsson, Guðrún Sigurðardóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín,
GUÐRÚN DANÍELSDÓTTIR
(Minný),
Tryggvagötu 24,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn
3. febrúar kl. 13:30.
Fyrir hönd annarra vina og vandamanna,
Tómas Jónsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
REYNIR ÁRNASON,
Skálarhlíð,
Siglufirði,
sem lést laugardaginn 27. janúar, verður jarðsung-
inn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 3. febrúar
kl. 14:00.
Jakobína Þorgeirsdóttir,
Þorgeir Reynisson,
Guðrún Reynisdóttir, Jóhannes Lárusson,
barnabörn og langafabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar,
BENEDIKT HÁKON INGVARSSON,
lést á heimili sínu föstudaginn 26. janúar sl.
Útför hans fer fram frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 3. febrúar
nk. kl. 14.00.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Brynhildur Sigtryggsdóttir,
Ingjbjörg Sigtryggsdóttir,
Ólína Sigtryggsdóttir,
Jóhanna Sigtryggsdóttir.