Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
GEISP!
ÞETTA VAR
LEIÐINLEGT GEISP! GEISP!
ÞETTA
VAR MIKLU
BETRA
OG SÍÐAN Á
ÖSKUDAGINN
KEMUR
ÖSKUSVEINNINN
UPP ÚR ÖSKU-
HAUGUNUM...
...OG KEMUR
MEÐ GJAFIR HANDA
ÖLLUM GÓÐU
BÖRNINUM
HVAÐ
ÁTTU
VIÐ?
ÞÚ TRÚIR Á
JÓLASVEININN! ÞÚ GETUR
BARA LEYFT MÉR AÐ TRÚA Á
ÖSKUSVEININN Í FRIÐI...
MÉR FINNST ÞAÐ EKKI
SKIPTA MÁLI HVERJU MAÐUR
TRÚIR, SVO LENGI SEM
MAÐUR TRÚIR Í EINLÆGNI!
ÉG FER
BARA HÆRRA
OG HÆRRA
ÉG GERI RÁÐ FYRIR ÞVÍ
AÐ Á ENDANUM VERÐI
LOFTÞRÝSTINGURINN INNI Í
BLÖÐRUNNI MEIRI EN
UMHVERFIS HANA
OG HÚN...
ÉG ÞOLI EKKI SVONA
STÓRAR VEISLUR. ÉG
VEIT ALDREI HVAÐ ÉG Á AÐ
SEGJA VIÐ FÓLK SEM
ÉG ÞEKKI EKKI!
ÞAÐ ER
EKKERT MÁL.
BRJÓTTU
BARA
ÍSINN MEÐ
GÓÐRI
SPURNINGU
FYRIRGEFÐU,
ERT ÞÚ AÐ HALDA
ÞESSA VEISLU?
HVAR ER BARINN
OG HVAÐ ER Í MATINN?
ÉG FINN
MÖMMU
HVERGI!
HÉRNA
GRÍMUR, ÞEFAÐU
AF SKÓNUM
HENNAR
HELDUR
ÞÚ AÐ ÞÚ
GETIR FUNDIÐ
HANA?
NEI, EN HÚN
HEFUR HELDUR
EKKI FUNDIÐ
LYKTAREYÐINN
KRAKKARNIR
MÍNIR FÓRU Í
VIÐTAL FYRIR FÍNAN
EINKASKÓLA
Í
ALVÖRU?
EINA MÁLIÐ ER
BARA ÞAÐ, AÐ ÉG
HEF EKKI
HUGMYND UM
ÞAÐ HVERNIG ÉG
Á AÐ BORGA
FYRIR ÞAÐ
ER
ÞAÐ
MJÖG
DÝRT?
ÞETTA REDDAST. ÉG SÉ ÞIG Í
VINNUNNI EFTIR SMÁ STUND
VIÐ
BORGUM
FYRIR
BLÓÐGJAFIR
LEIKUR ÞÚ
OFURHETJU
SEM HEITIR
„MARVELLA?“
ÞAÐ
ER RÉTT
ELSKAN
HLJÓMAR VEL...
SVO LENGI SEM ÞÚ
ÞARFT EKKI AÐ VERA Í
EINHVERJUM SKRÍTNUM
BÚNING
SKILGREINDU
„SKRÍTNUM“
HINDÚAR á Suður-Indlandi bera mjólkurpotta á höfði sér á trúarhátíð sem
kallast Thaipusam og er haldin í borginni Chennai sem áður hét Madras.
Reuters
Guðunum til dýrðar
Dagur stærðfræðinnar ernæsta föstudag, fyrstaföstudag febrúarmán-aðar. Þóra Þórðardóttir
er formaður Flatar, samtaka stærð-
fræðikennara: „Við viljum hvetja
kennara og alla sem áhugasamir eru
um stærðfræði að gera henni sér-
staklega hátt undir höfði þennan
dag,“ segir Þóra. „Markmið stærð-
fræðidagsins er að vekja bæði nem-
endur og almenning til umhugsunar
um stærðfræði og hlutverk hennar í
samfélaginu, og sýna nemendum
möguleika stærðfræðinnar í víðara
samhengi.“
Á degi stærðfræðinnar efnir Flöt-
ur til þrautasamkeppni: „Á vef Flatar
höfum við lagt fyrir þrautir, eina fyrir
hvert skólastig,“ segir Þóra. „Hver
bekkur getur spreytt sig á þraut og
sent okkur lausnina, og verður veitt
viðurkenning fyrir góðar úrlausnir.“
Líflegur föstudagur
Dagur stærðfræðinnar hefur verið
haldinn árlega frá alþjóðlega stærð-
fræðiárinu 2000: „Við höfum hingað
til haldið daginn hátíðlegan að hausti
en höfum nú ákveðið að binda daginn
við fyrsta föstudag febrúar þar sem
stærðfræðidagurinn vildi oft týnast á
meðal annarra viðburða stærðfræð-
inga í byrjun vetrar,“ segir Þóra.
„Með því að hafa dag stærðfræðinnar
á föstudegi má líka enda kennsluvik-
una á óvenjulegan og spennandi hátt.
Á heimasíðu Flatar má finna verkefni
sem kennarar og skólar geta notað til
að brjóta upp kennsluna. Við suma
skóla er allur dagurinn helgaður
stærðfræði og efnt til stórra verkefna
þvert yfir bekki og afraksturinn hafð-
ur til sýnis á veggjum og um ganga.“
Skemmtileg verkefni
Á heimasíðu Flatar má finna verk-
efnabanka með fjölbreyttum verk-
efnum: „Svo dæmi sé nefnt fjallar eitt
verkefnið á unglingastigi um hand-
boltalið þar sem gefin er upp tölfræði
yfir styrkleika og veikleika leik-
manna og nemendum falið að raða
saman sínu sterkasta liði,“ segir
Þóra. „Í öðru verkefni eru nemendur
settir í spor hreindýrateljara á Aust-
fjörðum og læra aðferðir við talningu
dýra í náttúrunni. Verkefnin eru flest
þess eðlis að hægt er að leggja sömu
þraut fyrir nemendur á mismunandi
aldri en lausnirnar verða mismun-
andi eftir því hvar nemendurnir eru
staddir í náminu,“ bætir Þóra við og
hvetur alla kennara til að nýta sér
verkefnin í kennslu og kynna sér
starfsemi Flatar á heimasíðu samtak-
anna.
Ókeypis þemahefti
Flötur er samtök stærðfræðikenn-
ara á Íslandi. Félagsmenn eru rúm-
lega 300 talsins, kennarar af öllum
skólastigum frá leikskóla til háskóla.
Markmið Flatar eru m.a. að veita
stuðning við þróunarstarf á sviði
stærðfræðimenntunar, efla menntun
stærðfræðikennara, skapa vettvang
fyrir umræður um stærðfræði-
kennslu og veita kennurum stuðning
við að takast á við ný og breytt við-
fangsefni og vinnubrögð. Heimasíða
Flatar er á slóðinni http://flotur.is-
mennt.is.
Menntun | Dagur stærðfræðinnar haldinn
hátíðlegur á föstudag í skólum landsins
Spennandi
stærðfræði
Þóra Þórð-
ardóttir fæddist
á Akranesi 1964.
Hún lauk stúd-
entsprófi frá
Fjölbrautaskóla
Vesturlands á
Akranesi 1997,
kennaraprófi frá
Kennaraháskóla
Íslands 2001 og leggur nú stund á
meistaranám í stærðfræði og
kennslufræði við HR. Þóra er
stærðfræðikennari í Lindaskóla í
Kópavogi . Hún hefur verið formað-
ur Flatar, samtaka stærð-
fræðikennara frá árinu 2005. Þóra
er gift Helga Helgasyni rafmagns-
iðnfræðingi og eiga þau þrjú börn
og tvö barnabörn.