Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 53
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
ÓSKARSTILNEFNINGAR
m.a. sem besta mynd ársins7
/ ÁLFABAKKA
MAN OF THE YEAR kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 .ára.
BLOOD DIAMOND kl. 5:30 - 8 - 10:50 B.i.16 .ára.
BLOOD DIAMOND VIP kl. 8 - 10.50
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 4:10 - 5:50 LEYFÐ
FORELDRAR kl. 4:10 - 8:15 LEYFÐ
THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 .ára.
BABEL kl. 8 - 10:50 B.i.16 .ára.
BABEL VIP kl. 5
STRANGER THAN FICTION kl. 10:10 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:20 LEYFÐ
HAPPY FEET m/ensku tali kl. 3:20 LEYFÐ
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:20 LEYFÐ
eeeee
- B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
- PANAMA.IS
eeee
- LIB, TOPP5.IS
ATH! BÓKIN SEM MYNDIN ER BYGGÐ Á
HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN
HJÁLPIN BERST
AÐ OFAN
SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
GOLDEN GLOBE
BESTA MYND ÁRSINS
ÓSKARSTILNEFNINGAR
m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5
FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI”
ÆVINTÝRALEG SPENNA OG HASAR.
STYÐST VIÐ RAUNVERULEGA ATBURÐI
eeee
L.I.B. - TOPP5.IS
eeee
S.V. MBL.
eeee
H.J. MBL.
eeee
LIB - TOPP5.IS
eeee
FRÉTTABLAÐIÐ
FORELDRAR
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
ÓSKARSTILNEFNINGAR2
ÓSKARSTILNEFNING
besta teiknimynd ársins1
MAN OF THE YEAR kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 7 ára
BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:50 B.i. 16 ára DIGITAL
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:50 - 6 LEYFÐ DIGITAL
CHARLOTTE´S WEB m/ensku tali kl. 3:50 - 6 - 8 LEYFÐ DIGITAL
THE PRESTIGE kl. 10 B.i. 12 ára
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ DIGITAL
/ KRINGLUNNI
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Kraftmikið hjól snýst innra með
hrútnum þessa dagana og miðlar orku
til allra þeirra sem hann á samskipti
við eða sjá hann álengdar. Hann er
náttúruafl í sjálfu sér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Sjálfsmat nautsins kemur aftur og aft-
ur við sögu. Og það er kannski jafn
gott. Þú færð tækifæri til þess að
móta þátt persónuleikans sem hefur
afgerandi áhrif á velgengni þína í líf-
inu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn er til í að viðurkenna að
honum skjátlist en hann hefur ekki
rangt fyrir sér að þessu sinni. Ekki
gefa þig. Stattu á þínu. Ef málamiðlun
virðist skynsamleg skaltu hugsa þig
um í sólarhring.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Innst inni veistu hver þú ert og hvað
þú vilt. Í stað þess að steppa í þágu
fjöldans skaltu staðnæmast og skoða
það sem býr innra með þér. Ef þér
lánast það verður þú ómótstæðilegur.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Velgengni í fjármálum og ástarmálum
kemur og fer. Tæmdu vasana áður en
þú stingur í þvottavélina. Hættan er
sú að þú hendir óvart peningaseðlum
eða mikilvægu símanúmeri.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Viðskiptin stigmagnast en ekki láta
hugfallast. Það sem þú átt dugar al-
veg. Ef þú ert til í að standa upp frá
borðinu án þess að vera með nokkuð í
höndunum hefur þú þegar unnið leik-
inn.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Allt sem þú tekur þér fyrir hendur
endurspeglar persónulegan þroska
þinn. Það er engin ástæða til þess að
fara út í smáatriði. Þú ert lifandi
sönnun.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Velgengni veltur á því að rétt mann-
eskja sé skipuð í sérhvert hlutverk í
lífi þínu. Himintunglin benda á að
hægt sé að ráða hið rétta eðli fólks af
því hvernig það kemur fram við und-
irmenn sína, frekar en yfirboðara.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Láttu í þér heyra. Þú hefur ekki ein-
asta eitthvað að segja, heldur ertu
stórglæsilegur á meðan þú segir það.
Fyrir grunnhygginn áheyranda virðist
hvort tveggja álíka mikilvægt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin hefur gott af því að slaka á
þegar aðrir í kringum hana taka það
rólega. Taktu þér hlé frá hinni enda-
lausu baráttu. Þú öðlast nýja sýn.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hvað köllun vatnsberans áhrærir
tengist hún líklega því sem hann fæst
við akkúrat núna, nema hvað sannfær-
inguna og ástríðuna skortir. Sérhvert
markmið er mikilvægt ef því er sinnt
af ákafa.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskinum líður eins og hann syndi á
móti straumnum í dag. En það er allt
í lagi. Hið mikilvæga er að hann
kemst áleiðis en berst ekki með öld-
unum eða tekur öllu sem að honum er
rétt.
Merkúr, pláneta tjá-
skipta, eltir Venus inn á
hið himneska svið fisks-
ins. Andlegar tengingar
gera svo áþreifanlega
vart við sig innra með
okkur að ekki er erfitt að gera sér í
hugarlund orkustraumana sem liggja
á milli fólks, eða dýra, fjalla og í loft-
inu.
stjörnuspá
Holiday Mathis
ÞEKKTASTI hnefaleikamaður
kvikmyndasögunnar, Rocky Bal-
boa, snýr nú aftur í sjöttu kvik-
myndinni um kappann, og að sjálf-
sögðu er Sylvester Stallone í
titilhlutverkinu. Fyrsta myndin var
gerð árið 1976 þegar Stallone var
þrítugur, en hann er nú orðinn sex-
tugur. Hann lætur það þó ekki
stöðva sig í því að stíga inn í hring-
inn í síðasta skiptið. Auk Stallones
leika þau Burt Young og Talia
Shore í myndinni, líkt og þau gerðu
í fyrstu fimm myndunum. Stallone
sest hins vegar í leikstjórastólinn
að nýju, en hann leikstýrði Rocky
2, 3 og 4. Þá skrifar hann einnig
handritið að nýju myndinni sem
hefur hlotið nokkuð góða dóma
gagnrýnenda.
Frumsýning | Rocky Balboa
Hetja Sylvester Stallone snýr aftur í hlutverki Rocky Balboa.
Í hringinn
í síðasta skiptið
ERLENDIR DÓMAR:
Metacritic.com 63/100
Empire 60/100
Variety 60/100
Hollywood Reporter 70/100
The New York Times 70/100
(allt skv. Metacritic)
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Sjöunda og síðasta bókin umHarry Potter kemur út 21. júlí,
að því er höfundurinn, J.K. Rowling,
greindi frá í gær á vefsíðu sinni.
Bloomsbury-útgáfan, sem gefur
bækurnar út í Bretlandi, greindi frá
því að bókin kæmi út í innbundinni
útgáfu fyrir börn, innbundinni út-
gáfu fyrir fullorðna, sérstakri gjafa-
útgáfu og sem hljóðbók.
Scholastic-útgáfan í Bandaríkj-
unum tilkynnti að þar kæmi bókin út
í innbundinni útgáfu, lúxusútgáfu og
styrktri bókasafnsútgáfu.
Titill bókarinnar verður Harry
Potter and the Deathly Hallows.
Tíu ár eru nú liðin frá því að fyrsta
bókin um Harry Potter kom út.
Bækurnar hafa verið þýddar á 64
tungumál og selst í samtals 325
milljónum eintaka.
Sjötta bókin, Harry Potter and
the Half-Blood Prince, seldist í rúm-
lega tveimur milljónum eintaka í
Bretlandi daginn sem hún kom út.
Harry Potter er svo mikilvæg
tekjulind fyrir Bloomsbury að útgef-
andinn tilkynnti kauphöllinni í Lond-
on um væntanlega útgáfu. Eftir að
tilkynningin barst hækkuðu hluta-
bréf í Bloomsbury um 2,2 prósent.
Fólk folk@mbl.is