Morgunblaðið - 05.02.2007, Page 2
2 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
mánudagur 5. 2. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
Stenson sýndi styrk sinn í Dubai gegn bestu kylfingum heims >> 12
MAN.UTD Á SIGLINGU
Guðjón Valur skoraði 66 mörk, níu
mörkum meira en Tékkinn Filip
Jicha sem skoraði 57. Pólverjinn Kar-
ol Bielecki varð þriðji með 56 mörk.
Íslendingar áttu fimm leikmenn í hópi
tíu markahæstu manna á mótinu.
Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur
Stefánsson urðu í 6.–7. sæti með 53
mörk hvor og þeir Logi Geirsson og
Alexander Petersson urðu í 10.–12.
sæti með 48 mörk.
„Það var mjög gaman að þessu og
ekki síst þar sem ég er fyrsti Íslend-
ingurinn til þess að verða markakóng-
ur á HM,“ sagði Guðjón Valur í sam-
tali við Morgunblaðið síðdegis í gær
þegar hann hafði tekið við viðurkenn-
ingarskjali og tösku með ýmsum
munum sem fylgja nafnbótinni. „Ég
hef ekkert litið í töskuna og veit ekki
hvað er í henni,“ svaraði Guðjón Val-
ur, spurður um hvaða verðlaun fylgdu
nafnbótinni að þessu sinni.
„Þó að það sé vissulega gaman að
verða markahæstur á HM er alveg
ljóst að ég væri alveg tilbúinn að
skipta á þeirri nafnbót fyrir verð-
launapening með landsliðinu mínu á
HM, hann hefði verið mér hjartfólgn-
ari,“ sagði Guðjón Valur ennfremur.
Markakóngstitillinn dugði Guðjóni
Val ekki til þess að vera valinn í úr-
valslið heimsmeistaramótsins en eng-
inn íslenskur handknattleiksmaður
hlaut náð fyrir augum dómnefndar
mótsins að þessu sinni. Úrvalsliðið er
þannig skipað:
Markvörður: Henning Fritz
(Þýskaland), vinstri hornamaður
Eduard Koksarov (Rússland), vinstri
skytta Nikola Karabatic (Frakkland),
línumaður Michael V. Knudsen (Dan-
mörk), leikstjórnandi Michael Kraus
(Þýskaland), hægri skytta Marcin
Lijewski (Pólland), hægri hornamað-
ur Mariusz Jurasik (Pólland).
Ivano Balic var valinn mikilvægasti
leikmaðurinn fyrir sitt lið, Króatíu.
Balic var ekki í Köln í gær og tók því
ekki við viðurkenningu sinni.
Fjórir af sjö leikmönnum liðsins
léku með sínum liðum í úrslitaleikn-
um í gær, á milli Þjóðverja og Pól-
verja.
„Það var gríðarleg stemning í Köln
Arena eftir að Þjóðverjar unnu úr-
slitaleikinn og því var mjög gaman að
vera kallaður fram á völlinn á þeirri
miklu hátíð sem haldin var, ekki síst
þar sem um er að ræða annan heima-
völl okkar hjá Gummersbach,“ sagði
Guðjón Valur, sem nú fær örfárra
daga frí áður en daglegt amstur held-
ur áfram með Gummersbach.
„Ég fæ frí frá æfingum fram á
fimmtudag og síðan eigum við leik á
föstudag. Keppnistímabilið er ekki
nema hálfnað hér í Þýskalandi þannig
að það er langur vegur í að við getum
farið að slaka á. En næstu dagar
verða kærkomnir til þess að slaka að-
eins á,“ sagði markakóngur heims-
meistaramótsins, Guðjón Valur Sig-
urðsson.
Brand heimsmeistari 1978
Þjóðverjar lögðu Pólverja í úrslita-
leiknum í gær, 29:24. Heiner Brand,
landsliðsþjálfari Þýskalandi, varð þar
með fyrsti maðurinn til þess að verða
heimsmeistari bæði sem leikmaður
og þjálfari. Brand var leikmaður í sig-
urliði V-Þjóðverja á HM í Danmörku
1978.
Þýskaland varð heimsmeistari í handknattleik og Heiner Brand skráði nafn sitt í söguna
Vildi skipta á markakóngs-
titli og verðlaunum á HM
ÞJÓÐVERJAR urðu í gær heims-
meistarar í handknattleik í þriðja
sinn þegar þeir lögðu Pólverja,
29:24, í úrslitaleik í Köln Arena að
viðstöddum tæplega 20.000 áhorf-
endum þar sem mikið var um dýrð-
ir. Eftir að Þjóðverjar höfðu tekið
við verðlaunum sínum var Guðjón
Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í
handknattleik, kallaður fram á
gólfið og tilkynnt að hann væri
markakóngur HM að þessu sinni en
þetta er í fyrsta sinn sem Íslend-
ingur er markakóngur á HM.
Reuters
Bestir í heimi Markverðir þýska landsliðsins, Johannes Bitter, Carsten Lichtlein ogg Henning Fritz fagna heimsmeistaratitlinum í Köln.
Eftir Ívar Benediktsson í Köln
iben@mbl.is
ALFREÐ Gíslason er samningsbundinn Handknattleikssambandi Ís-
lands sem landsliðsþjálfari til 1. júlí og er ákveðinn í að gefa ekki kost
á sér til að vera með liðið áfram að þeim tíma liðnum. Í júní leikur Ís-
land gegn Serbíu í umspili um sæti í Evrópukeppninni í Noregi á næsta
ári og þeir leikir eru því innan samningstíma Alfreðs. Hann er hins-
vegar tilbúinn til að standa upp úr stól sínum strax ef HSÍ vill að sá
sem taki við af honum hefji strax störf með liðið.
„Þetta er í höndum HSÍ og forráðamenn sambandsins ákveða hvaða
stefnu þeir vilji taka í þessu máli. Ef þeir vilja að nýr maður taki við
strax, er það ekkert mál af minni hálfu, en að öðrum kosti klára ég
minn samning og verð með liðið í leikjunum gegn Serbíu, sagði Alfreð
við Morgunblaðið.
Sjá nánar viðtal við Alfreð á bls. » B 6
Hættir Alfreð strax
með landsliðið?
RAUÐU DJÖLFARNIR MEÐ SEX STIGA FORSKOT Á
ENGLANDSMEISTARA CHELSEA Á TOPPNUM >> 9
„Ég kom að þessum þáttum árið 1986,“ segir Sigríður Hjartar fyrrum
formaður Garðyrkjufélags Íslands. „Þá voru þættirnir endurvaktir í
tilefni af 100 ára afmæli Garðyrkjufélags Íslands. Skrif þáttanna hóf-
ust árið 1975. » 6
Morgunblaðið/ÞÖK
Blóm vikunnar -
600 þættir og rúmlega það!
mánudagur 5. 2. 2007
fasteignir mbl.is
Stendur
með þér í
orkusparnaði
Öryggi: skildu ekki eftir opinn glugga » 46
fasteignir
SKULDIR HEIMILANNA HAFA AUKIST
„SKULDIR HEIMILANNA HAFA AUKIST UM 35% AÐ RAUNGILDI FRÁ 2004,“
SEGIR MAGNÚS ÁRNI SKÚLASON, DÓSENT VIÐ HÁSKÓLANN Á BIFRÖST. >> 27
„Þetta er það listform
sem hvað lengst hefur
lifað með þjóðinni,“ segir
Bjarni Þór Kristjánsson
smíðakennara um út-
skurð og tálgun sem
hann hefur stundað í
rösklega 30 ár með frá-
bærum árangri. Hann
kennir þetta viðfangsefni
sitt fólki á námskeiðum
» 2
Morgunblaðið/ÞÖK
Útskurður -
þjóðlegt listform
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 24
Staksteinar 8 Minningar 25/29
Veður 8 Leikhús 34
Viðskipti 11 Myndasögur 36
Úr verinu 12 Dagbók 37/41
Erlent 13 Bíó 38/41
Menning 14, 32/36 Staður og stund 38
Vesturland 15 Víkverji 40
Daglegt líf 17/21 Velvakandi 40
Forystugrein 22 Ljósvakar 38
* * *
Innlent
Verð á aflahlutdeild hefur nú
tvöfaldast á tveimur árum og meira
en tífaldast síðan 1992. Síðustu
kaupsamningar eru upp á 2.400
krónur fyrir kíló af þorski. Svipaða
sögu er að segja af leigumark-
aðinum þar sem verð á kílói af
þorski er komið upp í 175 krónur. »
Forsíða
Vegslit vegna nagladekkja kost-
ar skattgreiðendur hundruð millj-
óna króna á ári. Þá segja sérfræð-
ingar að svifryk á
höfuðborgarsvæðinu stafi að miklu
leyti af notkun nagladekkja. Ráð-
gjafar umhverfisráðherra leggja til
að unnið verði gegn megnugninni
með bættri skipulagningu og
fræðslu. » 10
Nýr Kjalvegur myndi stytta
vegalengdina milli Akureyrar og
Reykjavíkur um 47 kílómetra. Fé-
lagið Norðurvegur ehf. kynnti í gær
hugmyndir um lagningu nýs Kjal-
vegar í einkaframkvæmd. „Við telj-
um þetta vera raunhæfan kost, bæði
tæknilega og fjárhagslega,“ sagði
Halldór Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri KEA. » 6
Höfnin við álverið í Reyðarfirði
verður ein stærsta vöruflutninga-
höfn landsins, þegar nýr samningur
Alcoa Fjarðaáls og Eimskips tekur
gildi. Samningurinn kveður á um að
Eimskip sjái um alla uppbyggingu,
þjónustu og flutninga á hafnarsvæð-
inu. Forstjóri Eimskips segir að
höfnin muni bæta flutningaþjónustu
félagsins á landsbyggðinni.
» Forsíða
Innbrotsþjófar hafa látið greipar
sópa á Akureyri undanfarna daga
og hefur lögreglunni verið tilkynnt
um þjófnað fyrir milljónir króna.
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
óskaði í gærkvöldi eftir gæslu-
varðhaldi yfir tveimur mönnum sem
grunaðir eru um nokkra þjófnaði
um helgina.
» 11 og Baksíða
Viðskipti
Björgólfur Thor hefur með síð-
ustu yfirtöku sinni á pólska síma-
markaðinum kippt fótunum undan
pólska landsímanum. Pólskir blaða-
menn tala um jarðskjálfta á mark-
aðinum, en þeir eru sammála um að
farsímafélög Björgólfs hafi styrkt
stöðu sína með yfirtökunni. » 11
Erlent
Minnst 20 létust og á fjórða
hundrað þúsunda eru heimilislaus
eftir mikil flóð í Jakarta, höfuðborg
Indónesíu, á síðustu dögum. Vatns-
elgurinn í borginni hefur víða náð
upp að húsþökum. » 13
Athygli bandarískra fjölmiðla á
Michelle Obama, eiginkonu Baracks
Obama, einnar helstu vonarstjörnu
demókrata, fer vaxandi en hún þyk-
ir styrkja pólitíska möguleika eig-
inmannsins. Má segja að hún sé
holdgervingur þeirrar þróunar vest-
anhafs að útivinnandi, giftar konur
þéni meira en karlarnir. » 13
Utanríkisráðherra Japans er
einkar harðorður í garð bandarískra
stjórnvalda vegna stefnu hersins í
Írak í kjölfar innrásarinnar 2003.
Jafnframt hefur japanski varn-
armálaráðherrann gengið svo langt
að fullyrða að innrásin hafi verið
mistök af hálfu George W. Bush
Bandaríkjaforseta. » 13
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
MYND af álverinu í Reyðarfirði
prýðir forsíðu sunnudagsútgáfu The
New York Times frá því í gær.
„Reykháfur í hvítum öræfum skiptir
íslensku þjóðinni,“ er fyrirsögn
fréttarinnar sem fjallar um Kára-
hnjúkavirkjun, álver Alcoa í Reyð-
arfirði og íslenska stóriðjustefnu.
Í fréttinni segir að álversupp-
bygging Alcoa á Austurlandi sé hluti
af stærra verkefni sem sé að um-
breyta öræfum landsins. Þá er vísað
til bandalags þrýstihópa sem segja
íslensku þjóðina vera að fórna dýr-
mætustu eign sinni, hinu ósnortna
landi, fyrir erlenda stóriðju. Á borð-
inu séu tillögur um áframhaldandi
álversuppbyggingu, sem geri ráð
fyrir fjórum stíflum fyrir vatnsafls-
orkuframleiðslu, allt að átta nýjum
jarðvarmavirkjunum, tveimur nýj-
um álverum og stækkun þeirra sem
fyrir eru.
Vitnað er í Ólaf Pál Sigurðsson frá
samtökunum „Saving Iceland“, sem
segir að ef tillögurnar gangi í gegn
muni það þýða algjöra umhverfis-
eyðingu íslenska hálendisins. Og
Hjörleifur Guttormsson bendir í
fréttinni á aukna mengun sem muni
hljótast af framkvæmdunum.
Alcoa segir hins vegar að fyrir-
tækið hafi nú þegar mætt skuldbind-
ingum um að draga saman losun á
gróðurhúsalofttegundum um 25%
miðað við losunina árið 1990. Tals-
maður Alcoa, Kevin Lowery, segir
að álverið muni losa um 1,8 tonn af
koltvísýringi fyrir hvert tonn af áli, á
meðan kolaknúin álver losi 13 tonn af
koltvísýringi fyrir hvert tonn.
Kárahnjúkavirkjun og
álver á forsíðu NYT
Á forsíðu. Fjallað um álver Alcoa í
dagblaðinu New York Times í gær.
„ÉG ER þeirrar
skoðunar að
menn verði að
fara mjög var-
lega við að
byggja borgir úti
á landfyllingum
vegna þess að
sjávarborð fer
hækkandi, landið
er að síga og
borgir eru
byggðar til svo langs tíma,“ segir
Magnús Tumi Guðmundsson, pró-
fessor í jarðeðlisfræði við Háskóla
Íslands. Hugmyndir um 4.500
manna íbúðabyggð á landfyllingu
við Örfirisey voru kynntar borg-
aryfirvöldum í miðri síðustu viku og
vonast framkvæmdastjóri Þyrping-
ar, sem stendur að gerð tillagn-
anna, til að framkvæmdir geti haf-
ist innan tveggja ára.
Magnús Tumi segist ekki hafa
kynnt sér hverfið sem rísa á við Ör-
firisey sérstaklega en telur að land-
fyllingar séu óskynsamlegur kostur
þegar aðrir betri séu fyrir hendi.
„Því tel ég að landfyllingar séu eitt-
hvað sem menn eiga að nota ef þeir
hafa ekki aðra kosti. Ég held líka
að það sé mikill munur á því hvort
menn eru að byggja iðnaðarsvæði á
landfyllingum eða íbúðabyggð,“
segir Magnús og vísar bæði til end-
ingar húsnæðis á iðnaðarsvæðum
auk þess sem fólk hefur þar ekki
búsetu. „Ég veit ekki hversu hátt
menn hafa þetta hverfi en ég tel að
það verði að taka tillit til aðstæðna
og hafa varúðarmörk, reikna t.d.
með því að sjávarborð geti hækkað
um 1–1,5 metra án þess að vand-
ræði skapist í hverfinu. Það sem er
í lagi í dag getur eftir 100–150 ár
orðið vandræðastaður sem verja
þarf með flóðvarnargörðum og
öðru.“
„Taka verður til-
lit til aðstæðna“
Magnús Tumi
Guðmundsson
Morgunblaðið/Ómar
Una sér vel í alhvítum garðinum
ÞRÁTT fyrir að snjór hafi hulið jörð gerðu margir sér
ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í gærdag og óhætt
að segja að börnin hafi unað sér vel í alhvítum garðinum,
enda veður skaplegt. Systkinin Katla og Kópur voru al-
sæl með vetrarríkið sem myndast hafði í garðinum þeg-
ar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
RÉTT um það leyti sem nýr formað-
ur Kraftlyftingasambands Íslands
var kjörinn á föstudag, Jóhanna Ei-
ríksdóttir, sem er jafnframt er
fyrsta konan í formannssæti
KRAFT, reið áfall yfir nýja stjórn
sambandsins með því að fyrrverandi
formaður þess var handtekinn með
30 þúsund steratöflur. Nýja ímynd
þarf að byggja upp, að mati Jó-
hönnu, og verður það verkefni nýrr-
ar stjórnar.
Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yf-
irmanns fíkniefnadeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, sem
stjórnar rannsókn málsins, var um
að ræða eitt mesta magn sterataflna
sem lagt hefur verið hald á í Reykja-
vík. Hinum handtekna hefur verið
sleppt að loknum yfirheyrslum.
„Þessar töflur eru stórhættulegar
og það er vitað mál að menn verða
ofbeldishneigðari ef þeir nota þessar
töflur og áfengi með. Þetta fer oft
illa í menn,“ segir Ásgeir.
Jóhanna Eiríksdóttir segir málið í
heild koma sér mjög á óvart. Þegar
málið komst í hámæli var stjórnin
kölluð saman, á laugardag. „Við vit-
um að steranotkun er því miður út-
breidd víða en þetta hefur loðað
meira við kraftlyftingamenn vegna
þess að það fer meira fyrir þeim,“
segir hún. „Ég mæli þessu alls ekki
bót og við viljum bæta ímynd
KRAFTS. Fyrsta skrefið var að
kjósa fyrsta kvenformann sam-
bandsins og jafnframt höfum við sett
á laggirnar nefnd sem mun fjalla um
möguleika okkar á samstarfi við
ÍSÍ.“ Í umræddri nefnd situr læknir,
að sögn Jóhönnu.
„ÍSÍ ekki kært sig um okkur“
„Jafnvel verða kannaðir mögu-
leikar á inngöngu okkar í ÍSÍ en þeir
hafa ekki kært sig um okkur hingað
til. Það væri hins vegar miklu auð-
veldara fyrir okkur að halda utan um
lyfjapróf og annað ef tengsl við ÍSÍ
yrðu að veruleika.“ Jóhanna bendir á
að lyfjapróf fyrir einn einstakling
kosti 60 þúsund krónur og lyfjapróf
á innlendum mótum hafi ekki verið
reglan. „En allir keppnismenn okkar
sem keppa erlendis á alþjóðlegum
mótum fara í lyfjapróf,“ tekur hún
fram. „Þetta mál kemur upp á mjög
óheppilegum tíma, einmitt þegar við
erum að færa okkur í áttina til ÍSÍ
fáum við þetta framan í okkur.“
Guðmundur Þorgeirsson, yfir-
læknir á hjartadeild Landspítalans,
segir stera hafa mjög víðtæk áhrif á
líkamann og steralyf kynda undir
ótímabærri æðakölkun og valda
þykknun á hjartavöðva að ógleymd-
um áhrifum á geðslag neytandans.
„Misnotkun stera í íþróttaiðkun
gengur út á að gefa gríðarlega
skammta og þá koma þessi hættu-
legu áhrif fram,“ segir Guðmundur.
Ný kraftlyfingastjórn í
skugga sterahneykslis
Steralyf valda æðakölkun og þykknun á hjartavöðvanum