Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Talið er að um 60 prósent bíla-flotans séu útbúin negldumdekkjum yfir vetrarmán-uðina, sem bendir til að meirihluti Íslendinga telji nagladekk- in auka akstursöryggi á hálum veg- um. Umræðan um svifryksmyndun á höfuðborgarsvæðinu hefur á hinn bóginn minnt á að þær raddir eru allháværar að öryggið samfara notk- un nagladekkjanna sé ofmetið. Tveir sérfræðingar sem Morg- unblaðið ræddi við eru einnig sam- mála um að beinn og óbeinn kostn- aður vegna nagladekkja nemi allt að hálfum milljarði króna á árs- grundvelli og er þá ekki tekið tillit til heilsufarslegra útgjalda vegna svif- ryksins. Af þessum sökum vilja margir banna notkun nagladekkja, gróf vetr- ardekk séu orðin sambærileg að gæð- um. Aðrir vilja fara millileiðina. Haraldur Sigþórsson, dr. í umferð- arverkfræði og aðjúnkt við Háskól- ann í Reykjavík, er í þessum hópi en hann segir japanska rannsókn í borg- inni Sapporo gefa til kynna að nagla- dekkin hafi áhrif á myndun svifryks frá bílaumferð. „Yfirvöld í borginni ákváðu að banna notkun nagladekkja um miðj- an síðasta áratug til að draga úr svif- ryksmyndun,“ segir Haraldur. „Til- raunin kom verr út en áætlað var. Þeir gleymdu að taka með í reikning- inn að nagladekkin rifu upp ísingu á vegum. Dekkin hreinsa með öðrum orðum vegina mjög snemma. Það sem gerðist var að snjór þjappaðist saman svo úr varð ís. Þetta olli minni- háttar óhöppum en í dag er talið að ekki sé hægt að banna þau með öllu, þótt það megi óhikað takmarka notk- un þeirra.“ 30 prósent heppilegt hlutfall Haraldur telur að miðað við ís- lenskar aðstæður kunni að vera heppilegast að um 30 prósent bílaflot- ans séu búin nagladekkjum yfir vetr- armánuðina, eða um helmingur nú- verandi fjölda. Hann telur líklegt að ábyrgari ökumenn kjósi nagladekk. Því kunni ökumannahópurinn að hafa meira að segja en búnaðurinn, líkt og rannsóknir bendi til. „Norðmenn töldu óyggjandi að þetta væri gríðarlegur meng- unarvaldur en ég vil leggja áherslu á að þetta eru afar flókin mál og erfitt að meta hversu mikil áhrif negldu dekkin hafa á öryggi ökumanna.“ Haraldur er í hlutastarfi hjá HR og starfar fyrst og fremst sem verk- fræðingur fyrir Línuhönnun. Fjölmörg kíló undan einum bíl Samstarfsmaður hans, Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróun- ar, segir rannsókn sem framkvæmd var árið 2000 á höfuðborgarsvæðinu benda til að á milli 35–50% svif- ryksmengunar megi rekja til vegslits, sem aftur orsakist að stórum hluta af notkun nagladekkja. „Niðurstöður rannsóknarinnar, sem Línuhönnun átti frumkvæði að, birtust í skýrslu sem Ylfa Thordar- son nemi vann með styrk frá Línu- hönnun, Vegagerðinni, Nýsköp- unarsjóði námsmanna og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Hafsteinn. „Matið á hlut nagladekkjanna í svifryksmyndun var byggt á útilok- unaraðferð, þar sem norskar tölur um þátt útblásturs og hjólbarða í ryk- mynduninni voru lagðar til grundvall- ar. Þá var notast við gögn frá mæl- ingarstöð við Alviðru til að meta svifryksmyndun frá særoki og ryki frá hálendinu.“ Að sögn Hafsteins benda rann- sóknir til að meðalfarartæki á negld- um dekkjum slíti við staðlaðar að- stæður um 30 grömmum af malbiki á hvern kílómetra. Sá sem aki 20 kíló- metra á höfuðborgarsvæðinu á dag rífi því upp yfir fjögur kíló á viku. Hafsteinn telur stjórnvöld og sveit- arfélög hafa lagt of lítið fé af mörkum til mengunarrannsókna og að því hafi ekki verið hægt að vinna tölfræðilega greiningu á þeim fjölmörgu meng- unarsýnum sem safnað hefur verið á höfuðborgarsvæðinu. Svíar staðfesta sambandið Anna Rósa Böðvarsdóttir, heil- brigðisfulltrúi hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, tekur undir að samband sé milli svifryksmyndunar og notkunar nagladekkja. Hún vísar til nýlegrar rannsóknar á sambandi nagladekkjanotkunar og svifryks- mengunar í Svíþjóð. „Skýrslan var birt í október 2006 og benti til að tíu prósent minni notk- un nagladekkja drægi úr svif- ryksmyndun sem næmi sama hlut- falli. Gögnin voru byggð á athugunum í Stokkhólmi á álags- tímum er götur voru þurrar að vori og á hausti og bentu til að það væri línulegt samband á milli fjölda nagla- dekkja og svifryks. Það var jafnframt gerður samanburður á þremur göt- um sem benti til að fjöldi bíla hefði ekki áhrif á þetta línulega samband.“ Gríðarlegur kostnaður Ef marka má svör viðmælenda Morgunblaðsins er óumdeilt að nagladekkin slíta upp vegum. Sighvatur Arnarsson er í hópi þeirra sem vakið hafa máls á þessu, en hann veitir forstöðu skrifstofu gatna- og eignaumsýslu á fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar. „Vegslit af völdum nagladekkja innan borgarmarkanna umfram það sem annars væri nemur um 10.000 tonnum á ári,“ segir Sighvatur, sem telur tímabært að endurmeta gagn- semi nagladekkja í umferðinni. „Hér er fyrst og fremst um að ræða efsta lagið á malbikinu sem komin eru hjólför í. Gróft mat á kostnaðinum vegna nagladekkjanna er frá 150 til 200 milljónum króna á ári. Það þarf þó ekki aðeins að mal- bika heldur einnig að sópa og hreinsa göturnar vegna þess aukamagns af ryki og sandi sem myndast vegna nagladekkjanna.“ Dýr mengunarvaldur  Meðalfjölskyldubíll á nöglum slítur þremur kílóum í 100 km akstri  Naglarnir eiga þátt í svifryksmyndun  Sér- fræðingur telur þá geta gert gagn með því að ryðja vegi á vetrum  Kostar skattgreiðendur hundruð milljóna á ári Morgu nblaðið/Ómar Gulur himinn Í kyrru veðri er stundum mengunarslikja yfir borginni. Þessar upplýsingar eru hlutiaf mastersritgerð minnisem ég skila síðar í veturen ég vil ekki bíða svo lengi, svifrykstímabilið er að hefjast og það verður að grípa til aðgerða eins fljótt og auðið er,“ segir Þor- steinn Jóhannsson jarðfræðingur um tímamótarannsóknir sínar á ryk- myndun á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn, sem gerði grein fyrir rannsóknum sínum á málþingi um svifryksmengun í Tæknigarði á föstudag, segir stækkun á sýni af ry- kögnum á Miklubraut í rafeinda- smásjá sýna fram á að berg- og mal- biksagnir séu hvassar flögur sem séu skaðleg ar öndunarfærunum. Málþingið var undir yfirskriftinni „Hvað svífur yfir Esjunni?“ og auk Þorsteins fjallaði Sigurður Þór Sig- urðarson lungnalæknir um áhrif svifryks á heilsufar og Ingimar Sig- urðsson, skrifstofustjóri í umhverf- isráðuneytinu, um aðgerðir stjórn- valda til að draga úr myndun þess. Þorsteinn er jafnframt þeirrar hyggju að skoða þurfi betur hug- myndir um að draga úr notkun nagladekkja, hægt sé að stíga árang- ursríkari skref til að draga úr loft- mengun á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Þegar fólk hugsar um ryk ímynd- ar það sér líklega eitthvað fremur skaðlaust,“ segir Þorsteinn. „Stað- reyndin er hins vegar sú að þetta eru örsmáar agnir sem eru í laginu eins og beittar bergflögur og draga úr loftskiptahæfni lungnanna. Þær hægja á lungnaþroska barna og eru ertandi fyrir astmasjúklinga. Bandarísk rannsókn bendir til að dánartíðni hækki í borgum þegar svifryksmengun nær hámarki, ásamt því sem innlögnum á sjúkra- hús og fjarvistum í skólum fjölgar. Það er ekki hægt að segja að loft- mengunin leiði eingöngu til dauðs- falla á meðal þeirra sem veikastir eru fyrir því eftir að þessum dögum lýkur kemst dánartíðnin í samt horf, en ætti að fara í lægð ef um slíka „grisjun“ væri að ræða. Flest bendir því til að hún valdi ótímabærum dauðsföllum.“ Þörf á hugarsfarsbreytingu Að sögn Þorsteins, sem hefur starfað að mengunarrannsóknum hjá Iðntæknistofnun og malbiks- rannsóknum hjá Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins, eru skaðlegustu agnirnar af stærðinni einn míkrómetri, eða einn millj- ónasti af metra. Spurður um uppsprettur svif- ryksins segir Þorsteinn ekki hægt að slá því föstu að jarðvegsrof á há- lendinu eigi mikinn þátt í mynd- uninni, líkt og haldið hefur verið fram. Um fjórðungur ryksins eigi engu að síður upptök sín í jarðvegi. Saltmengunin komi svo frá særoki, „Verður að grípa til aðgerða“ Ljósmynd/Þorsteinn Jóhannsson Hrein borg? Sigurður Þór Sigurðarson lungnalæknir segir bandaríska rannsókn sem framkvæmd var í sex borgum benda til að sterkt samband sé á milli aukinnar dánartíðni og loftmengunar. Þótt mengunin sé mun minni hér fari svifryksmengun oft yfir hættumörk og því megi áætla að hún hafi áhrif á viðkvæma sjúklinga. Hér sé fyrst og fremst um að ræða agnir sem séu smærri en tíu míkrógrömm og komist inn í öndunarveginn. Á kortinu hér til hliðar má sjá ögn af slíkri stærðargráðu sem er bergflaga úr malbik- inu á Miklubraut. Samanburður við mannshár sýnir smæð þeirra vel.         ! Þorsteinn Jóhannsson jarðfræðingur hefur rannsakað myndun svifryks á vegum. Bald- ur Arnarson ræddi við hann um loftmengun. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.