Morgunblaðið - 05.02.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 11
VIÐSKIPTI
Hreinn Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega-
gerðarinnar, sagðist hins vegar
mega áætla að um 65 prósent slitsins
á höfuðborgarsvæðinu ættu sér stað
innan marka Reykjavíkur.
Af þessu leiðir að heildarslit vega-
kerfisins á höfuðborgarsvæðinu
nemur um 15.385 tonnum eða sem
svarar malbiki fyrir á fjórða hundrað
milljónir króna á ársgrundvelli.
Hreinn segir ekki hægt að bera
saman aðstæður á höfuðborgarsvæð-
inu og í dreifbýli en fullyrðir að vetr-
ardekk séu að nálgast nagladekk að
gæðum og öryggi. Hann tekur undir
að aukningin í fjölda ökutækja muni
leiða til meira slits og því megi allt
eins búast við að kostnaðurinn sem
af því hlýst muni fara vaxandi.
Dýrt að hreinsa holræsin
Hafsteinn Helgason er sammála
því að almenningur þurfi að standa
straum af kostnaði vegna vegslits.
„Ætla má að hreinsun regnvatns-
kerfisins í Reykjavík kosti allt að 50
milljónir á króna,“ segir Hafsteinn.
„Megnið af sandinum og fína malbik-
inu sem berst í kerfið má rekja til
vegslits, sem kemur að langmestu
leyti frá nagladekkjum. Sandurinn
slítur vélbúnaði og leiðir til aukinna
þrifa á bílaflotanum og mann-
virkjum. Það þarf jafnframt að fjar-
lægja graseyjar sem í raun eru fullar
af spilliefnum. Stóra talan í þessu
verður heilsufarsþátturinn en sam-
kvæmt norskum heimildum er ljóst
að hann getur skipt hundruðum
milljóna kr.. Við þetta bætist verðfall
á eignum þar sem sýnilegt ryk berst
inn og það þarf að þrífa meira og
ganga frá gluggum með sérstökum
hætti.“
Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda, FÍB, tekur undir þau
orð Hafsteins að nagladekkin eigi
þátt í árlegum útgjöldum bifreiða-
eigenda vegna þrifa. „Nagladekkin
hafa klárlega einhver áhrif,“ segir
Runólfur. „Slitið fer þó eftir stærð
ökutækja og veðuraðstæðum. Fjöru-
tíu tonna bíll slítur t.a.m. á við 20 til
30.000 fólksbíla.“
úrkomu og hálkueyðingu á akveg-
unum.
„Ég gerði á því athugun sunnu-
daginn 21. janúar hversu mikið ryk
mætti ætla að hefði borist frá há-
lendinu dagana á undan, með því ein-
faldlega að kanna hve hreinar snjó-
breiðurnar við Sandskeið væru.
Það kom mér á óvart að snjórinn
var tandurhreinn en skammt frá
heimili mínu í Grafarvogi mátti
greina ryklög í köldum snjónum,
ekki ósvipað öskulögum í jökli.
Þetta er ein af mörgum vísbend-
ingum um að upptaka jarðvegsryks-
ins sé fyrst og fremst að leita í fram-
kvæmdum á höfuðborgarsvæðinu.
Við þetta má bæta að topparnir í
svifryksmenguninni hafa verið hæst-
ir á kyrrviðrisdögum þegar áhrifa
frá særoki og sandfoki gætir ekki.
Það þarf að verða hugarfarsbreyt-
ing hjá verktökum, sem geta dregið
úr rykmyndun með vatni. Það sama
þarf að eiga sér stað hjá sveit-
arfélögum sem gætu tekið þátt í að
rykbinda malarvegi í nýjum hverf-
um.
Ágætt dæmi er að til eru gröfur
sem notaðar eru við niðurrif húsa og
sprauta vatni á svæðið umhverfis
skófluna. Við sjáum þetta í úthverf-
unum og í miðborginni, þar sem íbú-
um í nágrenni framkvæmda er boðið
upp á rykský langtímum saman.“
Fækkun nagladekkja ekki nóg
Sú skoðun er útbreidd að nagla-
dekk eigi mikinn þátt í myndun svif-
ryks með því að tæta upp malbik á
fjölförnum vegum. Þorsteinn telur
hins vegar að niðurstöður frá Noregi
bendi til að herferð gegn nagladekkj-
um dugi ekki ein og sér til að draga
úr rykmyndun. Nagladekk eigi
stærstan þátt í sliti malbiksins en
vandinn sé svo mikill að þeim þurfi
að fækka stórkostlega til að ná um-
talsverðum árangri. Máli sínu til
stuðnings hefur hann sett fram nýja
kenningu um söfnun ryks á vegum.
„Rykið sem safnast saman á veg-
um á milli vegkantanna nær
ákveðnu hámarki. Bílaumferðin sér
síðan um að dreifa rykinu niður í
holræsin og yfir vegkantana á um-
ferðareyjar og nærliggjandi um-
hverfi.
Svifryksmengun í Reykjavík og í
sveitarfélögunum í kring nær há-
marki þegar ryk sem safnast hefur
saman í vætutíð þornar og þyrlast
upp frá umferðinni. Þessu má líkja
við fínefni á yfirborði malbiksins,
sem er 95 prósent náttúrulegt berg
og fimm prósent tjara, sem þornar,
þyrlast upp og breytist í svifryk.
Rannsóknir í nágrenni Óslóar
benda til að fyrir hver tíu prósent
sem dregið er úr notkun nagla-
dekkja minnki magn svifryks í and-
rúmsloftinu um sem svarar einum
míkrómetra á rúmmetra andrúms-
lofts.
Til samanburðar fer rykið hæst í
400–700 míkrógrömm við mæling-
arstöðina við Grensásveg, þar sem
ársmeðaltalið er 19–37 míkróg-
römm. Með þessu er ég ekki að
mæla nagladekkjum bót, þvert á
móti er öll minnkun á rykmynd-
uninni góð.“
Telur saltpækil öflugt vopn
Inntur eftir því hvaða leiðir kunni
að verða árangursríkari bendir Þor-
steinn á að nota mætti tankbíl með
saltpækli – líkan þeim sem nú er not-
aður á Reykjanesbrautinni – með
góðum árangri. Þessa sömu bíla
mætti nota til rykbindingar á þurr-
um dögum en að hans sögn fara
álagstoppar í hálkuvörnum og ryk-
binding yfirleitt aldrei saman.
Hann bendir einnig á að svokall-
aðar frostþíðusveiflur, er hitastigið
sveiflast upp og niður fyrir frost-
mark, séu allt að 80–90 á hverjum
vetri. Vatn er eins og kunnugt er
eina efnið sem þenst út við frystingu
og á vætan því þátt í sliti malbiksins.
„Þótt slit ykist eitthvað örlítið
með notkun pækils myndi rykbindi-
geta hans vega það upp og rúmlega
það.“
"#$
% $
!
&# $ !% $
!% $ !
Í HNOTSKURN
» Þorsteinn telur þörf ábreyttu hugarfari verk-
taka gagnvart frágangi við
framkvæmdasvæði.
» Hann segir svifryksmeng-un í Reykjavík stundum
meiri á álagsdögum heldur en
í stórborginni London.
» Hann leggur áherslu árykbindingu.
» Minnstu svifryksagnirnarkomast lengst inn í önd-
unarveginn og eru því taldar
skaðlegastar.
YFIRTAKA pólska farsímafyrir-
tækisins P4 á grísku farsímasmá-
sölukeðjunni Germanos Polska hef-
ur valdið mikilli ólgu á pólska
símamarkaðinum, að því er segir í
pólska fagblaðinu Telepolis. P4,
dótturfélag, er í meirihlutaeigu
Novators, fjárfestingarfélags Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar, en félagið
tók upp nafnið Play í kjölfar samrun-
ans.
Germanos á stærstu farsímasölu-
keðju í Suðaustur-Evrópu og rekur
til að mynda 300 símasölustaði í Pól-
landi. Telepolis líkir tíðindunum við
jarðskjálfta enda er Germanos
stærsti dreifiaðili á farsímabúnaði til
almennings en samhliða viðskiptun-
um sagði Germanos upp samningum
sínum við pólska landssímann.
Pólska fréttaveitan Poland A.M. seg-
ir yfirtökuna mikið áfall fyrir lands-
símann þar sem um þriðjungur af
allri sölu félagsins hafi verið í gegn-
um smásöluútibú Germanos.
P4 eða Play hyggst bjóða þriðju
kynslóðar farsíma í Póllandi innan
tíðar og hefur fréttaveitan eftir And-
rzej Piotrocwski, sérfræðingi við
Adam Smith Center, að landssíman-
um hafi með þessu verið kippt út úr
samkeppninni. Segir Telepolis að
staða Netia, móðurfélags P4, sé nú
orðin mjög sterk og félagið kunni nú
að veita landssímanum alvöru sam-
keppni. Samruninn við Germanos
muni styðja mjög við markaðssetn-
ingu og sölu á þriðju kynslóðar far-
símum. Þá segir að áhugi á fjárfesta
á félaginu hafi aukist við þetta en
margir telja að fyrirhugað sé að skrá
Play á pólska markaðinn.
Yfirtaka Novators
skekur pólska
símamarkaðinn
BLAÐAMAÐUR tók Hafstein og
Runólf á orðinu og varð sér úti um
upplýsingar hjá Umferðarstofu
um fjölda skráðra ökutækja. Þar
kemur fram að fjöldi skráðra öku-
tækja á Íslandi í árslok 2006 var
272.518, sbr. við 210.324 árið 2000
og 151.330 árið 1994. Til að setja
þessar tölur í samhengi segir Eva
Sunnerstedt, sem rannsakar um-
hverfisvænar samgöngur í Stokk-
hólmi, að skráðir bílar í miðborg-
inni hafi verið 279.108 árið 2005.
Af þessum fjölda voru 173.794
bifreiðar skráðar á höfuðborg-
arsvæðinu 2006. FÍB áætlar að
meðalútgjöld vegna þrifa á hverja
nýja fólksbifreið á ársgrundvelli
séu 16.600 krónur.
Sé það varlega mat lagt fram að
nagladekk eigi þátt í fimm pró-
sentum útgjalda vegna þrifa þess-
ara ökutækja – og þá ekki tekið
tillit til þess að hluti þeirra er ekki
í notkun – kemur í ljós að aukin
útgjöld vegna naglanna nema
tuttugasta hlutanum af 2.885
milljónum, eða sem svarar 144
milljónum króna.
Ef sú upphæð er lögð saman
við 300 milljónir vegna vegslits á
höfuðborgarsvæðinu - ef hærri
talan er valin - og 50 milljónir
vegna þrifa regnvatns- og hol-
ræsakerfisins í Reykjavík má
áætla að beinn kostnaður vegna
nagladekkja á höfuðborgarsvæð-
inu nemi a.m.k. 494 milljónum.
Um verulega fjármuni er því að
ræða en til samanburðar kostar
nýtt varðskip 2.674 milljónir
króna á núvirði. Bílaflotinn fer
ört stækkandi og sýnist því óhætt
að áætla að slitið vegna naglanna
á höfuðborgarsvæðinu kosti
minnst hátt í ígildi nýs varðskips
á fimm ára tímabili.
Í þessari tölu er ekki tekið tillit
til ýmiss konar óbeins kostnaðar,
svo sem lækkaðs fasteignaverðs
vegna loft- og hávaðamengunar,
kostnaðar við þrif regnvatns-
kerfis í öðrum sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu eða þeirra
útgjalda sem falla á samfélagið í
formi aukins heilsufarskostnaðar
og vinnutaps vegna svifryks-
mengunar.
Útgjöld vegna slits ígildi
varðskips á fimm árum
'
() $
**+
+
,
- .$
/ $ 0# 1
2
232
2
2
45 !
6 !
## $
! !
● Hlutabréf
verslanakeðj-
unnar Sainsbury
hækkuðu um
14% síðastliðinn
föstudag eftir að
hópur einka-
fjárfesting-
arsjóða var
þvingaður til að
upplýsa um yfirtökuáform sín á fé-
laginu. Mikil spákaupmennska var
með bréf félagsins síðastliðna
viku og í framhaldinu gekk breska
yfirtökunefndin á fjárfestingarsjóð-
ina, sem viðurkenndu að þeir
væru að skoða fyrirtækið með yf-
irtöku í huga.
The Daily Telegraph segir Baug
hafi byggt upp 2% hlut í Sainsbury
á undanförnum vikum og segir
blaðið kaupin hafa ýtt undir get-
gátur um væntanlega yfirtöku.
Blaðið segir þó sérfræðinga í City
skiptast í tvo hópa um hvort yf-
irtakan verði að veruleika.
Baugur orðað
við Sainsbury
● FL Group hefur að undanförnu
aukið hlut sinn í danska brugghús-
inu Royal Unibrew úr 20,5% í 24,4%.
Íslenska félagið er stærsti einstaki
hluthafinn í fyrirtækinu, sem er
næststærsta bruggverksmiðja á
Norðurlöndunum á eftir Carlsberg.
Viðskiptablaðið Børsen segir kaupin
hafa ýtt undir getgátur um að sam-
runi á bruggmarkaðinum kunni að
vera í bígerð. Fyrir um ári sagði Hann-
es Smárason í viðtali við danska
blaðið Direkt, að stór fyrirtæki á
bruggmarkaðinum kæmu til með að
verða stærri, og litlu fyrirtækin
minni. Royal Unibrew væri fyrirtæki
sem hann reiknaði með að tæki þátt
í þessari þróun.
FL Group eykur hlut
sinn í Royal Unibrew
● VIÐSKIPTASENDINEFND Útflutn-
ingsráðs, með Valgerði Sverrisdóttur
utanríkisráðherra í broddi fylkingar,
er á leiðinni til S-Afríku í lok mán-
aðarins. Hátt í 15 íslensk fyrirtæki
hafa þegar staðfest þátttöku í ferð-
inni, m.a. Icelandair, Landsbankinn,
Icexpress, Landsvirkjun, Loftleiðir
Icelandic, Landsteinar Strengur,
Marel, NordiceMarketing, OpenHand
og Hópferðamiðstöðin Trex.
Útflutningsráð hefur framlengt
skráningarfrest til 7. febrúar nk. til
að gefa fleiri fyrirtækjum færi á að
taka þátt í ferðinni og nýta þannig
tækifærið til að koma vöru sinni og
þjónustu á framfæri við rétta aðila í
S-Afríku.
Lagt verður af stað frá Íslandi 24.
febrúar og farið til Jóhannesarborg-
ar, Pretoríu og Höfðaborgar. Fjöl-
margir aðilar í S-Afríku taka þátt í
verkefninu, til að mynda stærsta lög-
fræðistofa landsins, Routledges,
risafyrirtækið Old Mutual, verslunar-
og viðskiptaráðið í landinu og sér-
fræðingar sænska útflutningsráðs-
ins í Jóhannesarborg.
Íslensk viðskipta-
sendinefnd til S-Afríku
FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Eyrir
Invest ehf. skilaði 1.664 milljónum
króna í hagnað eftir skatta á síðasta
ári. Heildareignir
félagsins voru í
árslok 26,3 millj-
arðar í árslok og
jukust um nær 50% frá upphafi árs.
Eigið fé nam um 12 milljörðum undir
lok ársins en var 9,6 milljarðar í árs-
lok 2005.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri
Eyris Ivest, segir afkomu félagsins
viðunandi, en arðsemi eiginfjár var
17,5% á árinu. Rekstrartekjur voru
2,1 milljarður króna en tekjur af
hlutabréfum voru 2,9 milljarðar
króna. Efnahagur félagsins er góður
en eiginfjárhlutfall var 46% í árslok.
Stærstu eignirnar í safni Eyris eru
tæpur 30% hlutur í Marel og 16%
hlutur í Össuri og var árið 2006 við-
burðaríkt hjá báðum þessum fé-
lögum. Marel festi kaup á félaginu
AEW Delford síðastliðið vor og í
ágúst festi félagið
kaup á Scanvægt
í Danmörku. Síð-
astliðin tvö ár
hefur Össur vaxið hratt með yfirtök-
um á fjórum félögum í Evrópu og
Bandaríkjunum. Aðrar eignir Eyris
Invest eru einkum í stórum fjármála-
fyrirtækjum sem skráð eru á Norð-
urlöndum og hafa starfsemi í Mið- og
Austur-Evrópu.
Á aðalfundi félagsins 1. febrúar sl.
var samþykkt að greiða 10% af hagn-
aði eftir skatta í arð. Í tilkynningu frá
félaginu segir að markmið félagsins
til næstu fjögurra ára sé 20% árleg
meðalarðsemi til samanburðar við yf-
ir 60% arðsemi að meðaltali á árunum
2000–2005.
Gott ár hjá Eyri Invest
VIÐSKIPTI
ÞETTA HELST ...