Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SIRRA Sigrún Sigurðardóttir
heldur opinn fyrirlestur í
myndlistardeild LHÍ í dag
klukkan 12.30 í stofu 024.
Þar mun hún fjalla um við-
fangsefni sín undanfarin ár,
sýningar og áhrif myndlist-
arlegs umhverfis á listrænt
ferli og vinnu. Sirra var stofn-
andi og einn af rekstraraðilum
Kling og Bang gallerísins og
sömuleiðis Klink og Bank í
Brautarholti. Hún lauk námi úr fjöltæknideild
LHÍ árið 2001 og hefur síðan þá haldið nokkrar
einkasýningar hér á landi og tekið þátt í fjölda
samsýninga hérlendis og erlendis.
Fyrirlestur
Sirra Sigrún í
Listaháskólanum
Sirra Sigrún
Sigurðardóttir
Í MARS verður leikverkið Mr.
Skallagrímsson eftir Benedikt
Erlingsson tekið aftur til sýn-
inga í Landnámssetrinu í
Borgarnesi.
Mr. Skallagrímsson var
frumsýnt við opnun setursins
13. maí síðastliðinn. Sýningin
fékk víðast hvar góða dóma og
var meðal annars valin athygl-
isverðasta leiksýning ársins
2006 í Morgunblaðinu.
Sýningum á Mýramanninum eftir Gísla Ein-
arsson og skemmtunin Svona eru menn með þeim
KK og Einari Kárasyni verður jafnframt haldið
áfram á Landnámssetrinu.
Leiklist
Mr. Skallagrímsson
snýr aftur
Benedikt
Erlingsson
Á MORGUN, þriðjudag, er
komið að þriðja hádegisfyr-
irlestri Sagnfræðingafélagsins
á þessu ári.
Venju samkvæmt verður
hann kl. 12:05–12:55 í fyr-
irlestrasal Þjóminjasafns Ís-
lands.
Fyrirlesari að þessu sinni er
Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson og mun hann ræða um
heimildarþáttagerð. Frekari
upplýsingar um fyrirlesturinn, sem og komandi
fyrirlestra, má finna á heimasíðu félagsins,
www.sagnfraedingafelag.net.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Fyrirlestur
Hannes um
heimildarmyndir
Hannes Hólm-
steinn Gissurarson
BJÖRK Guðmundsdóttir verður
eitt aðalnúmerið á tónlistarhátíð-
inni á Hróarskeldu í Danmörku í
sumar.
Þetta munu vera einu tónleik-
arnir sem söngkonan heldur í
Skandinavíu í ár.
Á heimasíðu hátíðarinnar segir
meðal annars að hátíðahaldarar
hlakki mikið til að fá Björk aftur í
heimsókn en hún lék á Hróars-
keldu árið 2003 „þar sem hún
flutti glæsilega lokatónleika hátíð-
arinnar að viðstöddum rúmlega 50
þúsund manns.“
Á heimasíðunni segir jafnframt
að tónleikar Bjarkar fyrir fjórum
árum hafi verið með þeim allra
flottustu í sögu hátíðarinnar.
150 hljómsveitir á fjórum
dögum
Hróarskelduhátíðin er ein virt-
asta og mest sótta tónlistarhátíð í
Evrópu. Á hverju ári koma þar
fram yfir 150 hljómsveitir á sex
sviðum á fjórum dögum.
Hátíðin fer fram dagana 5. til 8.
júlí næstkomandi.
Miðasala er þegar hafin á midi-
.is og kostar miðinn 19.500 kr.
Auk Bjarkar hafa bandarísku
rokkararnir í Red Hot Chili Pep-
pers boðað komu sína en þeir eru
einnig góðkunningjar Hróars-
kelduhátíðarinnar.
Morgunblaðið/ÞÖK
Björk Það hlakka eflaust margir til
að sjá söngkonuna aftur á Hróars-
keldu í sumar.
Björk á
Hróars-
keldu
Talin eiga eina
flottustu tónleika í
sögu hátíðarinnar
www.roskilde-festival.is
SAMTÖK amer-
ískra kvik-
myndaleikstjóra
(Directors Guild
of America)
verðlaunuðu um
helgina leikstjór-
ann Martin Scor-
sese fyrir kvik-
mynd sína The
Departed, en tal-
ið er að þetta muni auka líkurnar á
því að hann muni hljóta Ósk-
arsverðlaunin eftirsóttu.
Scorsese, sem er 64 ára gamall,
atti kappi við leikstjóra Dreamg-
irls, Babel, Little Miss Sunshine og
The Queen. Scorsese hefur verið
tilnefndur til verðlaunanna sex
sinnum áður en þetta er í fyrsta
sinn sem þau falla honum í skaut.
Verðlaunin þykja vera góð vís-
bending varðandi það hver muni
hljóta verðlaun fyrir bestu leik-
stjórn á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Aðeins í sex skipti í 58 ára sögu
leikstjórasamtakanna hefur sig-
urvegarinn ekki unnið Óskarinn.
Scorsese heiðr-
aður af koll-
egum sínum
Martin Scorsese
MEÐAN Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í
ströngu við undirbúning tónleikaferðar til
Þýskalands, Króatíu og Austurríkis 11.–21.
febrúar, berast hljómsveitinni boð um að spila
í Japan síðar á árinu. Tónleikaferð til Færeyja
verður farin í vor, og einnig hefur komið til
tals að hljómsveitin leiki aftur í Þýskalandi í
nóvember. Ef fram fer sem horfir verður þetta
því metár í ferðalögum hljómsveitarinnar.
Í dag þykir ekki einungis sjálfsagt, heldur
líka nauðsynlegt að hljómsveitir af sömu gæð-
um og Sinfóníuhljómsveit Íslands geri sig
heyrinkunnar og séu í samanburðarfæri við
aðrar góðar hljómsveitir.
Segja má að tónleikaferðin nú hefjist innan-
lands því fyrirhugaðir eru tvennir tónleikar
hér á landi þar sem sama efnisskrá og erlend-
um gestum verður boðið upp á í ferðinni verð-
ur kynnt íslenskum áheyrendum. Fyrri tón-
leikarnir verða á Akureyri annað kvöld, og
þeir síðari í Háskólabíói á tónleikatíma á
fimmtudagskvöld. Hljómsveitarstjóri verður
Rumon Gamba sem hefur verið aðalhljóm-
sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá
árinu 2002. Með í för verður einnig rússneski
píanóleikarinn heimsþekkti Lilya Zilberstein
sem kölluð hefur verið „seiðkona slaghörp-
unnar“.
Ragnheiður Gröndal og
Eyvør Pálsdóttir syngja í Færeyjum
Tónleikaferðir yfir hafið með heila sinfón-
íuhljómsveit verða ekki hristar fram úr erm-
inni og undirbúningur að ferðinni nú hefur
tekið rúmt ár. Iðulega hafa liðið 3–4 ár milli
tónleikaferða, til að mynda eru um það bil
fjögur ár frá því hljómsveitin lagði síðast land
undir fót, en þá hélt hún einnig til Þýskalands.
Þegar hljómsveitin heimsækir frændur vora
Færeyinga í vor mun hún leika fyrir þá valin
íslensk dægurlög og þá munu tvær af skær-
ustu söngstjörnum landanna tveggja koma
fram með hljómsveitinni, þær Ragnheiður
Gröndal og Eivör Pálsdóttir. Hljómsveit-
arstjóri þar verður Bernharður Wilkinson sem
var um árabil flautuleikari Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands og síðar aðstoðarhljómsveit-
arstjóri en hann býr nú í Færeyjum.
Hausttónleikar í Japan
Japansferðin og haustferðin til Þýskalands
eru enn á teikniborði hljómsveitarinnar. Unnið
er að því að hægt verði að fara til Japans í lok
október og aðilar í Þýskalandi hafa sýnt því
áhuga að fá hljómsveitina þangað aftur næsta
haust. Það er því ljóst að eftirspurnin eftir
Sinfóníuhljómsveit Íslands er orðin mikil.
Nánari dagsetningar og efnisskrár þessara
tónleikaferða liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Þess má geta að Landsbankinn styður Sin-
fóníuhljómsveit Íslands á tónleikaferðum
hennar á erlendri grund en aðalstyrktaraðili
hljómsveitarinnar er FL Group sem á dögun
hlaut hvatningarverðlaun Samtóns fyrir fram-
lag sitt til íslenskrar tónlistar.
Metár í ferðalögum Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Sinfóníuhljómsveitin í útrás
Morgunblaðið/ÞÖK
Sinfóníuhljómsveitin Það stefnir í metár í ferðlaögum þessarar fjölmennustu hljómsveitar Íslands.
Maestro Rumon Gamba hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands frá árinu 2002. Hann stjórnar hljómsveitinni í
tónleikaferðinni til Þýskalands, Króatíu og Austurríkis nú í febrúar.
Nauðsynlegt að hljóm-
sveitir geri sig heyr-
inkunnar og séu í sam-
anburðarfæri við aðrar
góðar hljómsveitir
♦♦♦
1977 – Færeyjar
1981 – Þýskaland og
Austurríki
1985 – Frakkland
1987 – Grænland
1990 – Norðurlönd
1993 – München
1994 – Færeyjar
1994 – Washington
1996 – Bandaríkin
1996 – Kaupmannahöfn
1997 – Grænland
2000 – Bandaríkin
2003 – Þýskaland
Utanlandsferðir
Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands
frá upphafi: