Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 16
Það borgar sig að leita eftir til- boðum þegar tryggja á fólksbíl því verðmunurinn getur numið tugum þúsunda. »18 fjármál Auður Andrea Skúladóttir er einungis sextán ára en opnaði sl. laugardag sína fyrstu mynd- listarsýningu. »20 daglegt líf Töluvert er af ólöglegum gælu- dýrum hér á landi, snákum, eðl- um, skjaldbökum og framandi kóngulóm. »20 gæludýr Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Það eru komnar fimm þús-und,“ hrópar Inga MaríaFriðriksdóttir, kennari 4.bekkjar yfir kennarahóp- inn, sem stendur sveittur yfir pott- unum í heimilisfræðistofunni í Rima- skóla, steikjandi kleinur. ,,Foreldrar eru búnir að kaupa af okkur hvorki meira né minna en 9.000 kleinur en við erum að afla fjár fyrir vænt- anlegar skólaheimsóknir kennara og starfsfólks til Liverpool síðar í febr- úar,“ segir hún glaðbeitt um leið og hún telur kleinur ofan í glæra plast- poka, 20 í hvern. Dagmar Jensdóttir, kennari 2. bekkjar, lætur sitt ekki eftir liggja enda höfðu foreldrar nemenda henn- ar, eins og fleiri, keypt dágóðan slatta og stutt þannig við endur- menntun kennaranna. „Jú, eft- irspurnin kom vissulega á óvart en það er greinilegt að foreldrar hafa trú á okkur,“ segir hún og hlær. ,,Við auglýstum kleinurnar fyr- irfram til sölu í bekkjunum okkar og erum sem sagt að steikja upp í pant- anir. En við bjuggumst ekki við þess- um viðbrögðum. Það er ljóst að orðs- tír skólaeldhússins í Rimaskóla er góður enda hafa Áslaug Helga Traustadóttir heimilisfræðikennari og nemendur skólans verið í sam- starfi við hið virta matreiðslutímarit Gestgjafann. Við svitnuðum nú svo- lítið þegar við fórum að taka saman heildarfjöldann af kleinum sem við vorum búin að selja og þyrftum að steikja – 9.000 kleinur. Gárungar stungu upp á því að senda aftur bréf heim til foreldra og segja að það hefði verið prentvilla í fyrra bréfinu, það ættu að vera 10 í hverjum poka en ekki 20! En þetta er allt búið að ganga mjög vel og við erum að ná markmiðinu.“ Uppskriftin er Áslaugar og hún er engin venjuleg kleinuuppskrift. „Þær koma upprunalega úr Bárð- ardal, fyrir 25 árum. Það sem gerir þær svo sérstakar er að það er óhrært skyr í þeim, ab-mjólk og lítill sykur,“ segir hún. Það er óhætt að segja að námsvilj- inn sé til staðar hjá kennurum og starfsfólki skóla þessa lands og að hugmyndaauðgi sé mikil þegar kem- ur að fjármögnun. ,,Mjög margir kennarahópar fara til útlanda á nokkurra ára fresti til þess að kynna sér skólastarf í öðrum löndum enda er það gífurlega lærdómsríkt. Við í Rimaskóla ætlum nú að skoða sér- staklega kynjaskiptan skóla og stærðfræðikennslu,“ segir Inga María. ,,Þetta er hluti af sí- og endur- menntun okkar en kostar auðvitað sitt. Við fáum styrk frá stéttarfélagi okkar, Kennarasambandi Íslands, en afganginn þurfum við að fjármagna sjálf.“ Íþróttakennarinn og Liverpool- aðdáandinn Hallgrímur Jónasson er að steikja kleinur í fyrsta skipti og er einn af sex karlmönnum í 37 manna ferðahópnum. ,,Þetta er auðvitað úr- valsstaðsetning hjá stelpunum en ég fékk samt engu um hana ráðið. Það er auðvitað verst að Liverpool verður að spila við Barcelona í Barcelona á þessum tíma en það verður ekki á allt kosið. En það verður áhugavert að skoða íþróttakennsluna hjá þeim.“ Eru fleiri Púlarar í hópnum? ,,Nei, þetta eru ná hálfskrítnir menn hérna, halda með Arsenal, Reading og Leeds. En ég held að flestar stelp- urnar haldi með Liverpool, þar eru auðvitað flottustu leikmennirnir.“ En mega nemendur þá koma með kennarakleinu í nesti þessa viku? ,,Nei, eiginlega ekki. Það má ekki koma með kleinur í nesti en ætli það verði ekki horft framhjá kenn- arakleinunum í þetta sinn,“ segir Inga María og brosir. Kennarakleinur 1,1 kg hveiti 300 g sykur 5 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 120 g smjörlíki 5 tsk. kardimommudropar 3 egg 4 dl óhrært skyr 4 dl ab-mjólk Setjið þurrefnin í stóra skál og myljið smjörlíkið saman við það með hönd- unum. Hrærið eggjunum síðan létt saman við deigið og blandið skyrinu og ab-mjólkinni smátt og smátt saman við. Hnoðið deigið en alls ekki of mikið því þá verður það seigt. Kleinubakstursmet Hallgrímur íþrótta- kennari og Áslaug heimilisfræðikennari eru viss um að það hafi verið slegið kleinubakst- ursmet, a.m.k. miðað við tíma. Morgunblaðið/ÞÖKKleinukalt Er þetta ekki kleinukalt hjá okkur? Kleinunudd Inga María gefur kollega sínu kleinunudd en Dagmar lítur ekki upp frá pottunum. Seldu foreldrum 9.000 kennarakleinur Kleinusteiking Kennarar hnoða í 9.000 kleinur í söfnun. daglegtlíf |mánudagur|5. 2. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.