Morgunblaðið - 05.02.2007, Page 22

Morgunblaðið - 05.02.2007, Page 22
22 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÁLENDIÐ OG VEGAFRAMKVÆMDIR Það er enginn efnislegur munur áþví, hvort miðhálendi Íslandser eyðilagt með virkjanafram- kvæmdum, vegaframkvæmdum eða hótelbyggingum. Það gildir einu hver framkvæmdin er. Framkvæmdir sem hafa áhrif á hina ósnortnu náttúru miðhálendisins eiga ekki að vera til umræðu. Í kjölfar hinna miklu umræðna um Kárahnjúkavirkjun má segja að það hafi skapazt nokkuð víðtæk samstaða um að miðhálendi Íslands yrði látið í friði. Andstaða gegn framkvæmdum í Þjórsárverum var og er mjög almenn. Það fer ekki á milli mála að Þjórs- árverin verða ekki snert. Á undanförnum árum hafa hvað eft- ir annað komið upp hugmyndir um að leggja uppbyggða vegi með varanlegu slitlagi um miðhálendið þvers og kruss. Morgunblaðið hefur lagzt mjög eindregið gegn slíkum framkvæmd- um og vakið athygli á því, að þar með yrði hin ósnortna náttúra þessa landshluta eyðilögð. Morgunblaðið hefur líka barizt hart gegn hugmynd- um um byggingu hótels við jaðar Langjökuls. Nú eru enn á ný á ferðinni hug- myndir um að byggja Kjalveg upp með varanlegu slitlagi. Ef þeir, sem hafa barizt gegn virkjanafram- kvæmdum í óbyggðum Íslands, vilja vera sjálfum sér samkvæmir hljóta þeir að taka upp baráttu gegn slíkum hugmyndum. Það á að vera erfitt að ferðast um íslenzkar óbyggðir. Það er hluti af þeim töfrum, sem fylgja því að ferðast um þessi landsvæði, að þau séu erfið yfirferðar, að það þurfi að hafa fyrir því að fara um þau. Að þar séu ekki malbikaðir vegir. Að við þá vegi séu ekki benzínstöðvar og sjoppur. Það er óskiljanlegt að menn láti sér detta þetta í hug. Flest bendir til að stjórnvöld muni ekki taka upp sjálfsagða baráttu gegn slíkum hugmyndum. Það er óskiljan- legt að þeir stjórnmálamenn, sem eru nýkomnir út úr hörðum átökum vegna Kárahnjúkavirkjunar, láti sér til hug- ar koma að stuðla að því að malbikaðir vegir verði lagðir um hálendið. Hvar er Framtíðarlandið nú? Hvar eru náttúruverndarsamtökin nú? Skilja þessir aðilar ekki sinn vitjunar- tíma? Þeir töpuðu slagnum um Kára- hnjúkavirkjun en þeir geta unnið þessa orustu, sem nú er augljóslega að hefjast. Hvar er Andri Snær nú? Hvar er Ómar Ragnarsson nú? Snýst barátta þessa fólks bara um virkjan- ir? Er þeim alveg sama þótt hálendi Íslands verði eyðilagt með malbikuð- um vegum? Átökin um vegina um hálendið eru að hefjast. Núna. Þetta er síðasta or- ustan um hin ósnortnu víðerni milli jöklanna, þar sem hvítir jöklar, svart- ir sandar og fagurbláar ár kallast á. Verði malbikaður vegur lagður um Kjöl er orustan töpuð. HÁSPENNA – FRUMSKÓGUR Nú á að hefjast handa um aðstækka frumskóg háspennulína hér á suðvesturhorninu með því að leggja háspennulínur frá Hellisheiði til Straumsvíkur. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði um þessa fram- kvæmd í samtali við Morgunblaðið í fyrradag: „Þetta verkefni er tengt stóriðj- unni og það þýðir, að stóriðjan er því sá aðili, sem þarf að borga brúsann. Við hins vegar lítum svo á, að okkar fyrsta lausn sé að fara þá leið, sem ódýrust er. Við leggjum það fram í frummatsskýrslu til að fá viðbrögð allra hagsmunaaðila, þar með talið al- mennings. Ef það eru slíkir almanna- hagsmunir í húfi að aðilar telji að við ættum að fara aðra leið, þá erum við reiðubúin að skoða það.“ Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir: „Orkuveitan hefur þá skoðun að skoða eigi jarðstrengi til jafns við aðra kosti og meta þá annars vegar umhverfislega og hins vegar kostn- aðarlega. Við teljum, að Landsnet ætli ekki að skoða nægilega mögu- leika á lagningu jarðstrengja og höf- um gert athugasemdir við það.“ Ekki þarf að hafa mörg orð um það, að nú þegar er meira en nóg komið af loftlínum á þessu svæði og æskilegt að leggja þessar línur í jörð. Alcan er að sækjast eftir því að stækka álverið í Straumsvík vegna þess að stækkun mundi auka hag- kvæmni í rekstri þess. Íbúar Hafn- arfjarðar ákveða það sjálfir í al- mennri atkvæðagreiðslu í lok marz, hvort fyrirtækið fær leyfi til þess. En einmitt vegna þess að fyrirtæk- ið sækist eftir stækkun er eðlilegt að Alcan taki á sig kostnað við að lín- urnar verði lagðar í jörð. Það er ekki sjálfsagt að álfyrirtækin fái allt eins ódýrt og frekast er kostur og að landsmenn sitji uppi með afleiðingar þess. Það er augljóst að Ísland er orð- inn mjög eftirsóknarverður kostur fyrir hin alþjóðlegu álfyrirtæki. Við þurfum ekki lengur að sækjast eftir þeim. Þau sækjast eftir því að byggja álver hér. Margir eru þeirrar skoð- unar að nú sé nóg komið og ekki ástæða til að fórna meiru en orðið er. Þess vegna er eðlilegt að álfyrir- tækin standi frammi fyrir nýjum kröfum af okkar hálfu. Það á m.a. við um háspennulínurnar. Jafnvel þótt það kosti nífalt meira að leggja lín- urnar í jörðu getur það eftir sem áður verið hagkvæmt fyrir álverin. Forstjóri Landsnets segir að fyr- irtækið hafi skilning á athugasemd- um sem þessum. Hann bendir á að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkar um- ræður fari fram. Þær hafa að vísu far- ið fram áður en þetta er í fyrsta sinn sem þær fara fram í alvöru. Þess vegna er nú ástæða til að stöðva við og skoða rækilega á hvaða leið við erum að þessu leyti. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Norður á Siglufirði hefurrisið á undanförnum ár-um eitt stærsta safnlandsins og er sennilega það þriðja í röðinni, næst á eftir Listasafni Reykjavíkur og Þjóðminjasafninu ef mælt er í stærð sýning- arrýmis. Síldarminjasafnið stendur vörð um þann merka kafla í þjóð- arsögunni sem síldin markar og kallaður hefur verið síldarárin eða síldarævintýrið. Hálf þjóðin var í síld- inni eins og sagt var – og síldin var einn helsti örlagavaldur Íslend- inga á 20. öld og án hennar er talið vafasamt að hér hefði byggst það nútímasamfélag sem við þekkjum í dag – eins og sagt er í Íslenskum söguatlas (3. bindi bls. 40). Starfssvið safnsins er skilgreint og viðurkennt á landsvísu þar sem viðleitnin er að segja heildarsög- una. Í þremur stórum sýningarhúsum eru helstu þáttum þessarar miklu sögu gerð skil. Uppbygging safnsins var í hönd- um Félags áhugamanna um minja- safn og naut einstaks og óvenjulegs stuðnings menntamálaráðuneyt- isins á síðustu árum auk góðra styrkja frá Siglufjarðarkaupstað, ýmsum fyrirtækjum, félögum og einstaklingum. Sjóminjar Íslands Fyrir nær aldarfjórðungi var ýtt úr vör áformum um eitt allsherjar sjóminjasafn Íslands í Hafnarfirði. Það mikla safn skyldi spanna alla fiskveiði- og siglingasögu lands- manna og þar var síldarþátturinn náttúrlega engin undantekning. Vísir að þessari miklu stofnun varð til með Sjóminjasafninu í Hafn- arfirði sem rekið var með mynd- arbrag um skeið í Bryde-pakkhúsi en ekkert varð úr stórframkvæmd- unum og að lokum var safninu lokað fyrir nokkrum árum. Leiða má líkur að því að fyrirsjáanlegur mikill uppbygging- arkostnaður hafi m.a. leitt til þess að háleit áform sigldu í strand. Svo er það önnur og flóknari saga hvernig öll 20. öldin var öld hinna glötuðu tækifæra til varðveislu mikilvægra sjóminja. Í umræðu meðal safnmanna á síðustu árum hefur allmikið verið fjallað um stöðu sjóminjavörsl- unnar í landinu og þá hugmynd að skilgreina mætti sjóminjasöfnin, sjóminjasýningar, vita og varir, sem sjóminjar Íslands; með öðrum orðum að fjölbreytileg starfsemi sjóminjasafna víða um land gæti komið í stað fyrri áforma. Og líta má svo á að öðrum þræði sé Sam- band íslenskra sjóminjasafna, sem stofnað var nú á haustdögum, ákveðin staðfesting þess. Einir á báti Þau söfn sem skilgreina má sem sjóminjasöfn hafa orðið til í mik- ilvægum hafnarbæjum fyrir atorku heimamanna og án nokkurs sér- staks „skipulags að ofan“. Og flest þjást þau af fjárskorti bæði við upp- byggingu og rekstur. Á mynd- arlegum söfnum á Akranesi, Ísa- firði, Húsavík eða Eskifirði er starfsemin vægast sagt un irmönnuð. Þar róa menn ei tveir á báti. Og þar eru það fremst sveitarfélögin sem g meginhluta rekstrarkostna Á Síldarminjasafni Íslan þessu stóra safni, er einn fa starfsmaður, en auk sumar fólks við safngæslu og gest móttöku hafa undanfarin á menn í hlutastarfi unnið vi viðgerðir með styrk frá Atv leysistryggingasjóði og nú frá menntamálaráðuneytin Klifað er hér á stærð þes og starfssviði þess. Árangu seminnar má e.t.v. að nokk ánægju safngesta og í mar verðlaunum og viðurkennin sem Síldarminjasafninu he hlotnast. Af verðlaunum be Evrópsku safnverðlaunin 2 Micheletti-verðlaunin á svi aðar og tækni. Síldarminja valið besta, nýja iðnaðarsa ópu. Þá virðist hróður safnsin borist langt út fyrir landste miðað við að nú á vordögum væntanleg 7. boðsferð fullt safnsins á erlendar ráðstef sem beðið hefur verið um k Síldarminjasafn Ís útvegur eða aflóga Eftir Örlyg Kristfinnsson »Er það eitthvelögmál að nau leg og góð verk ve ekki unnin nema á uðborgarsvæðinu skyldi saga sjósók Íslendinga t.d. ver eitthvað ómerkile saga íslenskrar m listar? Örlygur Kristfinnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.