Morgunblaðið - 05.02.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 23
Ímarsbyrjun verða tímamót íverðlagsmálum matvöru á Ís-landi og reyndar snertabreytingarnar
einnig fleiri vörur og
þjónustu. Virð-
isaukaskattur verður
lækkaður niður í 7%, í
flestum atvikum úr
14% en í nokkrum til-
fellum úr 24,5%. Auk
þess verða vörugjöld
lækkuð og 40% lækk-
un tolla verður á ýms-
um kjötvörum, sam-
hliða samningum við
Evrópusambandið
um útflutning búvöru
þangað.
Þessar breytingar styðjast ann-
ars vegar við sterka stöðu rík-
issjóðs og hins vegar við þá stað-
reynd að nú hefur hagsveiflan
snúist þannig frá fyrri þenslu að
ráðandi rök benda til þess að lækk-
anir þessar muni skila sér til al-
mennra neytenda í landinu.
Hér er um mjög verulega kjara-
bót að ræða, sem nýtist öllum og
ekki síst þeim sem minnst hafa á
milli handanna. Þessi kjarabót nú
bætist við aðrar skattalækkanir,
hækkun skattleys-
ismarka og þær miklu
umbætur sem eru
orðnar nýlega og
verða áfram í mál-
efnum aldraðra, ör-
yrkja og lífeyrisþega,
með víðtækum að-
gerðum ríkisstjórn-
arinnar upp á síðkast-
ið.
Algengasta verð-
breyting 1. mars er
um 7% lækkun. En
þegar tillit er tekið til
annarra lækkana í
þessum aðgerðum má reikna heild-
aráhrifin 9–12% verðlækkun og um
2,6% lækkun í vísitölu neysluverðs.
Auk matvöru lækkar virð-
isaukaskattur af rafmagni til hús-
hitunar, af gistiþjónustu, af bókum,
ritföngum og tímaritum og af
hljómdiskum.
Auk þessa hafa framleiðendur
mjólkurafurða boðað verðstöðvun
um skeið. Kemur þetta til viðbótar
við aukinn innflutning kjötvöru sem
áður er getið. Bændur hafa sýnt
mikilsvert fordæmi og taka á sig
byrðar og skuldbindingar við þess-
ar miklu kjarabætur.
Ýmsir hafa látið í ljós efasemdir
um að milliliðir og verslunin muni
hirða mest af þessu. En slíkt kemur
ekki til mála, þar sem um skatta-
lækkanir er að ræða. Skattar eru
alveg sér gagnvart verðmyndun
vörunnar og ótengdir öðrum verð-
breytingatilefnum og aðilar geta á
engan hátt laumað einhverjum öðr-
um hækkunum inn á móti skatta-
breytingum. En mikilvægt er að
allur almenningur fylgist mjög vel
með framvindu mála.
Skattalækkun
og matvöruverð
Jón Sigurðsson fjallar um mat-
vöruverð og skattamál
» Ýmsir hafa látið íljós efasemdir um
að milliliðir og versl-
unin muni hirða mest af
þessu. En slíkt kemur
ekki til mála þar sem
um skattalækkanir er
að ræða.
Jón Sigurðsson
Höfundur er formaður
Framsóknarflokksins.
Með nýju frumvarpi umnámsgögn er brotiðblað í sögu námsefn-isgerðar á Íslandi.
Markmið frumvarpsins
er að draga úr mið-
stýringu og auka fjöl-
breytni og framboð við
gerð námsgagna. Þetta
veitir skólum og kenn-
urum aukið sjálfstæði
við val á námsgögnum.
Möguleikar bókaútgef-
enda til að taka þátt í
námsgagnagerð fyrir
grunnskólann aukast
án þess að dregið sé úr
styrk Námsgagna-
stofnunar. Samhliða
þessu er stórauknum
fjármunum varið til
námsgagnagerðar en á fjárlögum
ársins 2007 eru framlög vegna
námsgagna aukin um 100 milljónir
króna.
Það er sannfæring mín að með
því að gefa fleiri aðilum kost á að
koma að gerð námsgagna muni
framboð námsgagna verða fjöl-
breyttara og gæði þeirra aukast,
skólastarfi í landinu til heilla.
Í frumvarpinu er lagt til að
námsgagnagerð fyrir leik-, grunn-
og framhaldsskóla byggist á þrem-
ur stoðum.
Í fyrsta lagi verði stofnaður
námsgagnasjóður. Sjóðurinn fái
fjárveitingu á fjárlögum, sem sé
skipt milli allra grunnskóla á land-
inu í samræmi við nemendafjölda
og stærð. Skólarnir ráði því sjálfir
hvernig þessum fjármunum sé var-
ið. Fá þeir þannig tækifæri til að
kaupa námsgögn, sem aðrir en
Námsgagnastofnun hafa á boð-
stólum.
Í öðru lagi verði stofnaður þró-
unarsjóður námsgagna, sem ætlað
er að styðja við nýsköpun og þróun
í samningu og útgáfu námsefnis
fyrir öll skólastigin; leik-, grunn-
og framhaldsskóla. Með því að
stofna einn sjóð er leitast við að
tryggja betri yfirsýn og nýtingu
fjármuna, sem varið er til þróunar
og nýsköpunar í gerð námsgagna.
Jafnframt auðveldar það meiri
samfellu og sveigjanleika milli
skólastiga, stuðlar að fjölbreytni í
skólastarfi og kemur betur til móts
við þarfir ólíkra nemenda og eflir
einstaklingsmiðað nám.
Í þriðja lagi er lagt til að starf-
semi Námsgagnastofnunar haldist
óbreytt. Stofnuninni hefur á und-
anförnum árum tekist vel að mæta
námsefnisþörf grunnskólanna með
tilliti til þeirra fjármuna sem hún
hefur haft til ráðstöfunar. Ekki
þykir skynsamlegt
að draga úr efnum
stofnunarinnar til að
sjá grunnskólunum
fyrir námsgögnum,
en með því að leggja
fé í nýjan náms-
gagnasjóð til ráð-
stöfunar samkvæmt
óskum og ákvörð-
unum einstakra
skóla, til viðbótar því
fé sem veitt er til
stofnunarinnar er
styrkari stoðum
rennt undir þennan
mikilvæga þátt
skólastarfsins.
Fjölbreytni, val og gæði náms-
efnis
Frumvarpið gerir þannig ráð
fyrir, að skapaður sé nýr rammi
um námsefnisgerð á grunn-
skólastigi um leið og bætt verður
við framlög til þróunar og nýsköp-
unar í námsefnisgerð. Dregið verð-
ur úr miðstýringu í framleiðslu
námsefnis og kennurum þannig
gefið færi á að velja í auknum
mæli hvaða námsgögn þeir nota í
starfi sínu. Stuðlað verður að fjöl-
breytni og gæðum námsefnis, bæði
varðandi inntak og útlit á grund-
velli markmiða sem sett eru í aðal-
námskrá.
Frumvarpinu er ætlað að koma
m.a. til móts við þau viðhorf sem
er að finna hjá kennurum, skóla-
stjórum og bókaútgefendum og
koma fram í niðurstöðum könn-
unar, sem gerð var 2005 í
tengslum við endurskoðun laga um
Námsgagnastofnun. Kennarar
telja þörf á endurbótum á núver-
andi framboði námsefnis og auknu
framboði nýs efnis. Einnig kemur
fram að stór hluti kennara útbýr
eigið námsefni, notar námsefni frá
öðrum kennurum, ljósritar upp úr
bókum og leitar í síauknum mæli
eftir námsefni á Netinu. Almenn
tölvunotkun í skólastarfi hefur
gert kennurum kleift að auka
notkun stafræns námsefnis til
muna.
Í könnuninni voru útgefendur
spurðir hvort þeir væru tilbúnir til
að gefa út námsefni fyrir grunn-
skólann, en margir þeirra gefa
þegar út námsefni fyrir framhalds-
skólann. Útgefendur telja að opn-
un markaðar fyrir námsgögn fyrir
grunnskólann gefi þeim tækifæri
til að taka þátt í samkeppninni
sem hvetji útgáfurnar til að byggja
upp þjónustuna og dýpka sérþekk-
ingu á námsefni fyrir þetta skóla-
stig.
Það fyrirkomulag, sem nú er á
námsgagnaútgáfu hefur verið nær
óbreytt frá 1980. Á þessu tæplega
þrjátíu ára tímabili hafa orðið stór-
felldar breytingar á skólastarfi
m.a. hefur mjög verið dregið úr
miðstýringu. Minna má á flutning
grunnskólans til sveitarfélaganna
samkvæmt lögum 1995.
Mótun sjálfstæðrar
skólastefnu
Ný námskrá var gefin út 1999
þar sem búið var í haginn fyrir
þær breytingar sem orðið hafa á
skipulagi skólastarfs þar á meðal
aukið sjálfstæði skóla til að móta
eigin skólastefnu, einstaklingsmið-
aðrar kennslu, aukinnar al-
þjóðavæðingar og aðlögunar að
fjölmenningarlegu samfélagi. Þessi
þróun er í takt við þróunina í
skólamálum í þeim löndum sem við
berum okkur saman við.
Í ljósi þeirra breytinga og þró-
unar sem orðið hefur í skólastarfi
er nauðsynlegt að renna styrkari
stoðum undir framleiðslu, þróun
og dreifingu námsgagna í skóla-
kerfinu. Frumvarpið um námsgögn
þjónar þessum tilgangi. Þar á að
tryggja aukna fjölbreytni og fram-
boð námsgagna um leið og sjálf-
stæði skóla er aukið á þessu sviði.
Með þessu er ekki síst verið að
veita kennurum í skólum landsins
tækifæri til að velja þau námsgögn
er þeir telja best henta hverju
sinni. Fyrir börnin okkar þýða
breytingarnar enn betri náms-
gögn.
Dregið úr miðstýringu
og sjálfstæði skóla aukið
Eftir Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur »… með því að gefafleiri aðilum kost á
að koma að gerð náms-
gagna muni framboð
námsgagna verða fjöl-
breyttara og gæði
þeirra aukast …
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er menntamálaráðherra.
nd-
inir eða
ð fyrst og
greiða
aðar.
nds,
astráðinn
rstarfs-
ta-
ár tveir
ð báta-
vinnu-
síðast
nu.
ssa safns
ur starf-
kru meta í
rgs konar
ngum
efur
er hæst
2004,
iði iðn-
asafnið þá
afn Evr-
ns hafa
einana sé
m er
trúa
fnur þar
kynningu
á safninu og ævintýralegri síld-
arsögu Íslendinga.
Ennfremur má nefna að auk hins
hefðbundna safnstarfs hefur Síld-
arminjasafnið virkað sem miðstöð
menningarlífs á staðnum þar sem
margs konar samkomur, tónleikar
og listsýningar eru haldnar.
Í ljósi þessa alls sem upp er talið
hlýtur það að vera hálfhjákátlegt að
viðurkenna þá staðreynd að einn
fastráðinn starfsmaður gerir varla
meira en að halda í horfinu og sinna
því allra brýnasta frá degi til dags
(svo ekki reki á reiðanum!).
Og nú mætti varpa fram þeirri
stóru spurningu hver gæti verið
rekstrarleg staða Síldarminjasafns
Íslands væri það staðsett í Reykja-
vík eða Hafnarfirði?
Svari hver fyrir sig!
Sótt á ný mið
Ef við ímyndum okkur að „Sjó-
minjasafn Íslands í Hafnarfirði“
hefði orðið að veruleika þá sjáum
við fyrir okkur mikið fyrirtæki í
mörgum sýningarhúsum og fjölda
starfsmanna búin góð vinnuaðstaða
við margvíslegustu viðfangsefni s.s.
söfnun, varðveislu, sýningar og
rannsóknir.
Eðli slíkra stofnana er að þróa
öflugt innra starf sem birtist al-
menningi í síbreytilegum glæsi-
legum sýningum og útgáfu margs
konar fræðsluefnis. Og þannig er
það í stóru söfnunum í Reykjavík,
starfsemi þeirra er til mikils sóma í
samræmi við öflugan stuðning ríkis
og borgar. Stöðugildi í Listasafni
Reykjavíkur eru 23,5, í Þjóðminja-
safninu nálægt 40 og Listasafni Ís-
lands 18,5. Að auki styrkir ríkið
önnur minni listasöfn í borginni
ríkulega.
Til samanburðar skulum við telja
saman störfin sem tengjast sjóm-
injavörslunni í landinu. Á 9 söfnum
sem standa að Sambandi íslenskra
sjóminjasafna má reikna samtals
um 7,5 stöðugildi sem snúa beint að
sjó- eða strandminjum.
Hvað er hægt að segja um þenn-
an samanburð? Er það eitthvert
lögmál að nauðsynleg og góð verk
verði ekki unnin nema á höfuðborg-
arsvæðinu? Eða skyldi saga sjó-
sóknar Íslendinga t.d. vera eitthvað
ómerkilegri en saga íslenskrar
myndlistar?
Fullyrða má að þrátt fyrir góða
viðleitni í uppbyggingu einstakra
sjóminjasafna hafi þessi tegund
minjavörslu orðið hornreka í öllu
almennu skipulagi safnamála. Þar
hefur heimasaumuðum seglum ver-
ið hagað eftir vindi hverju sinni en
stefnan til glæsisiglingar ekki tekin
af hinu opinbera. Þar ættu Alþingi,
hagsmunasamtök sjávarútvegsins
ásamt Þjóðminjasafninu að hafa
frumkvæðið og horfa til nýrrar
stöðu mála. Það hefur að vísu ekki
skort skilninginn á stundum. Bæði
ráðamenn og hinn venjulegi hvers-
dagsmaður hafa t.d syrgt þau
gömlu og sögulegu skip okkar sem
nú eru horfin og jafnframt að sam-
bærilegur stórhugur skyldi ekki
hafa verið sýndur þessari grein og
frændur okkar í nálægum löndum
hafa gert.
Fyrir hönd Sambands íslenskra
sjóminjasafna vill undirritaður
hvetja alla til að endurskoða stöðu
sjóminjavörslunnar í því skyni að
auka veg hennar eins og samboðið
er hinni miklu fiskveiði- og sigl-
ingaþjóð.
Og fyrir hönd Síldarminjasafns-
ins vil ég lýsa því yfir að á Siglufirði
er starfsvettvangurinn tilbúinn fyr-
ir þróttmikil fræði- og skipulags-
störf í þágu menningararfsins.
slands – öflugur
a verstöð?
ert
uðsyn-
erði
á höf-
? Eða
knar
ra
gri en
mynd-
Höfundur er safnstjóri Síld-
arminjasafnsins og formaður Sam-
bands íslenskra sjóminjasafna.