Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KONUR hafa ekki átt auðvelt uppdráttar í íslenskri pólitík og margt hefur verið rætt og ritað um þær konur sem hafa náð langt á vettvangi stjórnmálanna. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þeirri umræðu á liðnum árum og áratug- um. Mátti hún bara skúra á flokksskrifstofunni? Það er áberandi hversu mjög þær hafa verið gagnrýndar og hversu fálega þeim er oft tekið í þeim flokkum sem þær starfa í. Varla vegna þess að þær séu ekki jafnhæfar og karlarnir, enda virðist gagnrýni á þær aukast ef þær sýna að það er verulegur töggur í þeim og þær virðast oft verða fyrir mun óvægnari gagnrýni en karlar í svip- aðri stöðu. Nýjasta dæmið er Mar- grét Sverrisdóttir. Hún mátti stýra fjármálunum og þrífa á flokks- skrifstofunni, en ekki fá í hendur of mikil völd þótt hún hafi sýnt það og sannað að hún er afar hæfur stjórn- málamaður. Skyldi það vera þar sem hundurinn liggur grafinn? Að konur sem sækjast eftir völdum séu karlaveldinu slík ógn að ekkert sé til sparað til að skjóta þær niður – helst á bólakaf? Karlarnir hæfari í æðstu stöður? Það er ánægjulegt að sjá frambærilegar konur á listum stjórn- málaflokkanna fyrir þessar kosningar og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins Þor- gerður Katrín Gunn- arsdóttir er glæsilegur fulltrúi kvenna. Önnur afar hæf stjórn- málakona, Inga Jóna Þórðardóttir úr sama flokki, þurfti að víkja fyrir karli sem oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningum í Reykja- vík. Er það kannski þannig fyrir einhverja ótrúlega tilviljun að karl- arnir sem bjóða sig fram til æðstu trúnaðarstarfa í pólitíkinni séu ein- faldlega alltaf hæfari en konurnar? Eða hafa þeir e.t.v. skilgreint hæfn- iskröfurnar sjálfir ásamt vinum sín- um sem sitja á valdastólum í lyk- ilstofnunum í samfélaginu? Jón Sigurðsson, nýr formaður í Framsóknarflokknum, kom úr Seðlabanka Íslands. Í framboði á móti honum var sterk kona, Siv Friðleifsdóttir alþingismaður. Val- gerður Sverrisdóttir, sem hefur staðið sig frábærlega vel sem iðn- aðar- og síðar utanrík- isráðherra, varð heldur ekki formaður í flokkn- um. Hún sóttist ekki eftir því, en það var heldur ekki að heyra að mikið hefði verið skorað á hana. Það er umhugsunarefni hvort karlmenn með sama stjórnmálaferil að baki og þessar tvær konur hefðu endað í sömu stöðu. Karl tekinn fram yfir konu Það var mikið rætt um framgang kvenna í prófkjöri Vinstri grænna. Þar hafði óvæntan og glæstan sigur ung kona, Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir. Það munaði mjóu að hún felldi sitjandi þingmann í prófkjör- inu en þrátt fyrir það var henni ekki tryggt öruggt þingsæti. Mun öruggara sæti fékk hins vegar Árni Þór Sigurðsson sem lenti umtals- vert undir Guðfríði Lilju í prófkjör- inu. Hún fékk 764 atkvæði í 2. sæti, hann 435. Konur eru víða fram- arlega á listum Vinstri grænna. Hvað gerðist ef þær færu að keppa um formannssætið í flokknum? Í ævisögu Margrétar Frímanns- dóttur má lesa um hvernig slíku uppátæki var tekið þegar hún atti kappi við formann VG í Alþýðu- bandalaginu. Konum líðst ekki það sama og körlum Það þekkja allir hvernig brugðist var við þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ákvað að taka vara- mannssæti á lista Samfylkingar fyr- ir síðustu þingkosningar, en þá var hún borgarstjóri. Hún var sífellt spurt að því í aðdraganda borg- arstjórnarkosninganna 2004, hvort hún ætlaði ekki örugglega að sitja sem borgarstjóri næstu 4 ár. Marg- ir karlmenn sem hafa fetað sömu leið, úr sveitarstjórnum yfir í lands- mál, hafa ekki verið yfirheyrðir með sama hætti og það hefur þótt sjálfsagt að þeir færðu sig um set. Þar má m.a. nefna Davíð Oddsson, Árna Þór Sigurðsson og nú síðast Kristján Þór Júlíusson. En hvers vegna þetta írafár þegar kona, sér- staklega hæfur stjórnmálamaður, ákvað að fara sömu leið? Var það vegna þess að hún ógnaði völdum karlanna? Hún sveik sögðu menn. Nú er hún ekki traustsins verð lengur. Ekki heyrist það sagt um þessa ágætu karlmenn. Ekkert hef- ur síðan verið til sparað að gera Ingibjörgu Sólrúnu tortryggilega og snúa út úr orðum hennar. Karlar í ritstjórnum blaða og slúðurdálka liggja þar ekki á liði sínu. Glerþak stjórnmálanna Þótt Ingibjörg Sólrún hafi reynst afar hæfur borgarstjóri og enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi sýnt það jafnrækilega í verki og hún, að hún er baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna, þá er það greinilega of stór biti að kyngja fyr- ir karlaveldið – að kona gæti orðið forsætisráðherra. Það sem verra er, konurnar taka gjarnan undir með körlunum í gagnrýni á kynsystur sínar í stjórnmálunum. Það hefur verið rætt um glerþak í atvinnulífinu, þar sem konur geta komist býsna langt, þar til þær reka sig upp undir. Þar fyrir ofan sitja þeir sem mest völdin hafa. Er slíkt glerþak einnig að finna í stjórnmálunum? Það er umhugs- unarefni, ekki síst fyrir konur þeg- ar þær kjósa í kosningunum í vor. Hingað og ekki lengra Erna Indriðadóttir skrifar um konur og glerþakið » Þær sem reyna aðbrjótast til æðstu metorða reka sig upp undir glerþak, en fyrir ofan það sitja karlarnir sem mest hafa völdin. Erna Indriðadóttir Höfundur er með masterspróf í opinberri stjórnsýslu. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VIÐ fæðingu geta börn gengið í trú- félög. Það er að sjálfsögðu for- eldranna að ákveða hvort og þá í hvaða trú- félag barnið er skráð. Frjálslyndi í trúmálum er mismikið. Ein- hver kann að benda á að það sé ósamræmi í því að börn fái að skrá sig í trúfélög en ekki stjórnmálaflokka svo ung. Flestir flokkar heimila fólki frá 16 ára aldri inngöngu. Tveimur árum seinna fær einstaklingurinn kosningarétt og kjörgengi. Nú liggja fyrir hugmyndir á Alþingi um að þessi aldur verði lækkaður í 16 ár. Að baki þeim eru þau rök að ungu fólki sé vel treyst- andi til að kjósa. Ungu fólki er treyst til að velja sér maka við 18 ára aldur. Þá fær það heimild til að gifta sig. Þótt núverandi löggjöf heimili ekki 17 ára ungmenni að kjósa, bjóða sig fram til þings eða sveitarstjórnar, gifta sig eða kaupa áfengi þá er því heimilt að umgangast okkur í umferðinni. Einhver kann að sjá þversögn í því. Tveimur árum eft- ir að hafa fengið sjálfræði fær ein- staklingurinn loks heimild til að fara út í vínbúð. Það er skrýtið sjálfræði að hafa heimild til að ráða sér sjálfur að undanskildu einu atriði. Hvað felst í orðinu sjálfráða? Það að ráða sínum málum sjálfur, segir orðabókin. Á Íslandi í dag er sjálf- ræðisaldurinn 18 ár en líklega er hann hálfmerkingarlaus þar sem ís- lensk ungmenni öðlast réttindi sín smám saman þangað til tvítugsaldr- inum er náð. Það er því eðlilegt að sú spurning vakni hvort ekki sé rétt að miða öll réttindi við ákveðinn aldur. Sú spurning hefur lengi verið í um- ræðunni. Spurningin er vissulega erf- ið þar sem sterk rök mæla gegn því, félagsleg og menningarleg. Ungt fólk úr öllum stjórnmálaflokkum er hins vegar tilbúið í umræðuna. Það er rétt að ungt fólk taki þátt í henni með sér- fræðingum og þeim sem eldri eru og reyndari. Einmitt vegna þessa hittist ungt fólk úr öllum stjórnmálaflokkum í kvöld, mánudaginn 5. febrúar, á Kaffi Viktor í Hafnarstræti kl. 20.00 og leit- ar svara við þessum erfiðu spurn- ingum. Öllum er heimil þátttaka á fundinum hafi þeir eitthvað til mál- anna að leggja eða vilji einfaldlega fylgjast með umræðunni. EGGERT SÓLBERG JÓNSSON, formaður fræðslu- og kynning- arnefndar Sambands ungra fram- sóknarmanna. Hvað felst í sjálfræðinu? Frá Eggerti Sólberg Jónssyni: Eggert Sólberg Jónsson ÁLVERIÐ í Straumsvík var fyrsta stóriðjan hér á landi. Sam- skipti við eigendur þess og for- svarsmenn hafa alla tíð verið góð. Þá hefur fjöldi fólks haft atvinnu við álverið og er það hið besta mál. Landsvirkjun í umboði okkar hef- ur haldið þá samninga sem gerðir voru. Nú hins vegar vill Alcan fá að stækka álverið og hafa verið uppi hugmyndir um atkvæða- greiðslu um þá stækkun. Að mínu mati er 2,5 föld stækkun slíkrar stóriðju í miðri borg fráleit. Í Morgunblaðinu hinn 12. febr- úar sl. var athyglisverð úttekt á umhverfisáhrifum stækkaðs álvers Alcan við Straumsvík. Fram kom að nú losar álverið í 300.000 tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári- .Við fyrirhugaða stækkun verður losun gróðurhúsalofttegunda 700.000 tonn á ári. Þetta er sama magn og kom frá öllum sam- göngum innanlands árið 2004. Með því er m.a. átt við allan bílaflota landsmanna. Þessar upplýsingar eru sláandi og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvað réttlætir svo stórt inngrip inn í náttúru landsins. Finnst okk- ur ekki nóg að hafa mengun af öll- um bílaflota landsmanna þó við séum ekki að bæta öðru eins við. Þá er hér ekki lengur um að ræða okkar einkamál heldur alheims- vandamál sem við eins og aðrir verðum framvegis að taka ábyrga afstöðu til. Þá er vandséð hvernig svo gríðarleg stóriðja samrýmist byggð tugþúsunda manna í næsta nágrenni. Slíkt þarf í raun ekki að ræða, svo fáránleg er þessi hug- mynd. Ef mönnum finnst sjón- mengun af álverinu í Straumsvík í dag hvernig halda menn þá að það líti út þegar það hefur verið stækkað 2,5 falt. Og hver græðir svo á öllu saman. Jú, Alcan. Og hver er svo framkoma þeirra. Jú, við lokum sennilega ef við fáum ekki stækkun, segja þeir. Ég segi nú bara farið hefur þá fé betra. Auk þess er engin hætta á að ál- verið í Straumsvík fari fljótlega þar sem það hefur undanfarin ár alltaf verið rekið með góðum hagn- aði. Ef við viljum endilega selja raf- magnið okkar þá ættum við frekar að selja það þangað þar sem þess er þörf. Frændur okkar Fær- eyingar hita húsin sín upp með ol- íu. Ef við seldum þeim nú þetta sama rafmagn lækkaði losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem aftur myndi hafa jákvæð um- hverfisáhrif. Og ekki má þá gleyma því að við værum að gera frændum okkar góðan greiða. Nei, þetta mál er ekki einkamál Hafnfirðinga og þær fáu álkrónur sem fyrir þetta fást eru smáaurar miðað við það tjón sem þessi verk- smiðja kemur til með að valda á umhverfi okkar næstu 40 árin. Því held ég að ef um þetta á að vera atkvæðagreiðsla þá sé það öll þjóð- in en ekki Hafnfirðingar sem eiga að ráða þessu. Og í raun á slík at- kvæðagreiðsla að vera óþörf. Við sem búum í þessu landi eigum að geta treyst því að þær stofnanir sem við höfum, og eru til þess ætl- aðar að vernda umhverfi okkar, sjái til þess að af þessari stækkun verði ekki. Svo fráleit er hún. Guðni Ásþór Haraldsson Stækkun álvers Höfundur er hæstaréttarlögmaður. UMBOÐSMAÐUR Alþingis staðfesti ný- verið það sem und- irritaðar hafa lengi haldið fram; að rangt sé að reikna fæðing- arorlofstekjur for- eldra inn í fæðing- arorlof sem sömu foreldrar taka stuttu síðar. Fæðing- arorlofssjóður hefur hingað til ,,refsað“ þeim foreldrum sem eignast tvö börn á skömmum tíma. Reglugerð um fæð- ingarorlof kveður á um að fæðingarorlof reiknist sem 80% af meðallaunum tveggja síðustu ára, þremur mán- uðum fyrir áætlaðan fæðingardag barns. En hafi foreldrið eignast barn stuttu áður og þar af leiðandi tekið fæðingarorlof til að sinna því barni, skerðast tekjur foreldranna sem því nemur, oftast mæðranna því þær taka yfirleitt lengra fæðingarorlof. Hluti af tekjunum reiknast því sem 80% af 80% launum. Núgildandi reglur refsa þannig foreldrum sem eignast börn með stuttu millibili. Það er sannarlega ekki tekið út með sældinni að vera frjósamur á Ís- landi í dag. Við fögnum með húrra- hrópum áliti umboðsmanns Alþingis og reiknum með að fé- lagsmálaráðuneytið endurskoði í kjölfarið tilheyrandi ákvæði um greiðslur úr Fæðing- arorlofssjóði. Næst á dagskrá hlýtur að vera lenging fæðingarorlofs- ins eins og samfylking- arfólk hefur lengi talað fyrir, með Katrínu Júlíusdóttur í broddi fylkingar. Ísland hefur dreg- ist langt aftur úr hinum Norð- urlöndunum hvað varðar lengd fæð- ingarorlofsins. Nú liggur fyrir frumvarp þingmanna Samfylking- arinnar sem tekur á ýmsum þáttum fæðingarorlofslöggjafarinnar; því að mæður sem eignast börn með út- lendingum, sem ekki eru skattgreið- endur á Íslandi, fá ekki níu mánaða fæðingarorlof. Það fá heldur ekki mæður sem ekki feðra börn sín eða eru einstæðar. Níu mánaða löng samvist við sinn nánasta aðstand- anda á viðkvæmasta æviskeiðinu er óskoraður réttur barnsins, hvað sem aðstæðum foreldranna líður. Fyrir því hefur jafnaðarfólk ávallt talað. Enn af fæðingar- orlofslöggjöf Oddný Sturludóttir og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fjalla um löggjöf um fæðingarorlof Oddný Sturludóttir » Það er sann-arlega ekki tekið út með sældinni að vera frjósamur á Ís- landi í dag. Oddný er borgarfulltrúi Samfylk- ingar, Bryndís Ísfold er fulltrúi Sam- fylkingarinnar í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.