Morgunblaðið - 05.02.2007, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.02.2007, Qupperneq 31
og hlýjan, sem einkenndu hana sem manneskju, sem koma fyrst í hug- ann. Það var ánægjulegt fyrir mig að fá Runólf í smá spjall á mína skrifstofu í lok hvers vinnudags þegar hann kom að sækja konu sína á leið heim úr vinnu og eru þessar stundir mér sérstaklega minnisstæðar. Við Arndís nutum alla tíð einlægr- ar vináttu Hildar og Runólfs, vináttu sem við mátum mikils. Einn sólríkan sunnudag á liðnu sumri, eftir tón- leika í Skálholti, komu þau hjón í heimsókn til okkar í sumarbústaðinn í Biskupstungum og eigum við nú dýrmæta minningu frá þeirri heim- sókn. Við vottum Runólfi og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Hildar Hall- dórsdóttur. Fjölnir. Látin er bekkjarsystir mín, Hild- ur Halldórsdóttir en við vorum sam- stúdentar 1948. Þessi hópur dreifð- ist eins og verða vill og áratugir þess sem kallað er hversdagur liðu án ná- ins sambands. Svo kom að því að Runólfur Þórðarson, eiginmaður Hildar kom til liðs við stjórnendur Kammermúsíkklúbbsins og endur- nýjuðust þá kynni okkar Hildar og ég er þakklátur fyrir að við hjónin urðum einlægir vinir hennnar og Runólfs. Hildur var ákafleg hlý kona, ein- læg og glaðlynd, nokkuð dul en hafði góða kímnigáfu sem hún deildi með okkur, aldrei þó háum rómi. Hún var virk í Kammermúsík- klúbbnum og sakna stjórnendur hans og makar góðs vinar. Hinn mikli óvinur, krabbinn, réðst að henni og var þeirra stríð langt, en lítið bar á því hjá Hildi. Fram að síð- ustu sjúkralegu var kunningjum það ekki ljóst að komið var að lokum lífs hennar. Hún sótti tónleika fram á síðustu daga fótaferðar. Sagði sjálf: það bætir heilsuna, mér líður betur þegar ég hlusta á tónlist. Vonandi hafa svífandi tónar létt brottförina. Við hjónin sendum Runólfi og fjöl- skyldu hugheilar samúðarkveðjur. Guðmundur W. Vilhjálmsson. Kveðja Ég sá í bernsku í djúpri fjarlægð hvar augu blikuðu á tæpri stund. Ég sá í nálægð á nýjum degi hvar augu blikuðu í djúpri kyrrð. Og enginn veit hvað það var og er. Ó, nálægð djúp, ó, stund sem fer. (Jón Óskar) Ég þakka líf vinkonu minnar Hild- ar Halldórsdóttur þegar morgun- döggin glitrar og við sólarlag. Ég minnist þín þegar jörðin vakn- ar af vetrardvala og vorskúrin vökv- ar fræ í mold. Ég minnist þín þegar sumarsólin skín á blómskrúð garðsins og rós- irnar ilma. Ég minnist þín þegar farið er um landið, yfir ár og læki, gróna dali og svarta sanda. Á hljómleikum og í leikhúsi, ég minnist þín á listasöfnum og við lest- ur góðra bóka. Ég minnist þín á gleðistundum og í vinafagnaði. Við munum sakna þín. Jakobína Finnbogadóttir (Bíbí). Kveðja frá Tónlistarskóla Kópavogs Starfsfólk Tónlistarskóla Kópa- vogs kveður í dag tryggan og góðan fyrrverandi starfsfélaga, Hildi Hall- dórsdóttur. Hildur starfaði sem skólaritari við skólann í meira en aldarfjórðung. Í starfi sínu hélt hún utan um hina mörgu þræði sam- skipta og umsýslu skrifstofunnar af miklum myndarskap og markaði djúp spor í skólahaldið. Skólanum reyndist hún afar dýrmætur starfs- kraftur og samstarfsfólki sínu kær félagi. Hildur var að eðlisfari jákvæð, kát og hláturmild og hafði góða nær- veru. Hún var létt í spori og fjaðraði um gangana í verkum sínum. Hún var skarpgreind og rösk í allri fram- göngu. Hún var óþvinguð í fasi og í samskiptum við fólk og um leið bar framkoma hennar með sér ákveðinn menningarblæ. Hún var ekki mikið fyrir að breiða úr sér, en hélt sig frekar til hlés af hæversku. Hildur var unnandi fagurra lista. Klassísk tónlist hefur alla tíð skipað öndvegissess hjá þeim hjónum, Hildi og Runólfi, og voru þau samhent í að stunda tónleika af kappi og styðja við framgang lifandi tónlistariðkun- ar. Þannig tilheyra þau sannarlega hópi máttarstólpa íslensks tónlistar- lífs. Andblæ úr þeim heimi bar Hild- ur með sér í störfum sínum í tónlist- arskólanum og smitaði til þess unga fólks sem þangað sækir sína þjálfun á tónlistarsviðinu. Fyrir hönd skólans og starfsfólks hans vil ég þakka fyrir þær góðu samvistir sem við nutum með Hildi á lífsleiðinni. Runólfi og fjölskyldunni allri sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Hildar Halldórsdóttur. Árni Harðarson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 31 FRÉTTIR Félagslíf MÍMIR 6007020519 III I.O.O.F. 19  187257  Þb. HEKLA 6007020519 VI GIMLI 6007020519 II Þorrafundur Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um nýtt deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Reykjavík. Einholt - Þverholt Tillaga að deiliskipulagi reits 1.244.1/3 sem afmar- kast af Einholti, Stórholti, Þverholti og Háteigs- vegi. Tillaga að deiliskipulagi sem auglýst var og kynnt í ársbyrjun 2006 öðlaðist ekki gildi og eru því hér með auglýstar nýjar tillögur fyrir reitinn. Tillagan sem nú er auglýst gerir eins og áður ráð fyrir að niðurrif eldra iðnaðarhúsnæðis sé heimiluð og leyfð verði mun þéttari blönduð byggð verslunar, þjónustu og íbúða á norðurhluta reitsins en hreinni íbúðabyggð á syðri hluta reitsins. Nýbyggingar verða allt að sex hæðir með inndreginni efstu hæð og bílakjöllurum undir byggingum og bakgörðum þar sem þeim verður við komið. Gert er ráð fyrir að í núverandi byggingum og í nýbyggingum að Þverholti 21 og Háteigsvegi 7 verði allt að 100 almennar íbúðir. Á sameinuðum lóðunum að Þverholti 15, 15A, 17 og 19 ásamt Einholti 6 verði sambyggingar fyrir allt að 325 námsmannaher- bergi og 94 litlar námsmannaíbúðir. Á reitnum er gert ráð fyrir minnst 370 bílastæðum í geymslum neðanjarðar auk a.m.k. 50 bílastæða fyrir almenn- ing samsíða gangstéttum umhverfis reitinn. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 5. febr. 2007 til og með 19. mars 2007. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www. skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulags- fulltrúa) eigi síðar en 19. mars 2007. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 5. febr. 2007 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um deiliskipulag leikskólalóðar í landi Fögrubrekku, Hvalfjarðarsveit Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipu- lagi leikskólalóðar í landi Fögrubrekku, Hval- fjarðarsveit. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðal- skipulag Innri-Akraneshrepps 2002-2014 og gerir ráð fyrir einni lóð 3.375,0 m² stærð. Tillagan ásamt skipulags- og byggingarskil- málum liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðar- sveitar, Innrimel 3, frá 5. febrúar 2007 til 5. mars 2007 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila á skrifstofu skipu- lags- og byggingarfulltrúa, Miðgarði, fyrir 20. mars 2007 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingar- fulltrúi Hvalfjarðarsveitar. ingar 569 1100Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Spilakvöld Varðar sunnudaginn 11. febrúar Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Valhöll sunnudaginn 11. febrúar kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars : Utanlandsferðir, bækur, matar- körfur o.fl. Gestur kvöldsins er Illugi Gunnarsson hagfræðingur. Aðgangseyrir er kr. 800. Allir velkomnir. Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Raðauglýsingar augl@mbl.is OPINN hádegisfyrirlestur verður fluttur á morgun, þriðjudag, í fyr- irlestrasal Öskju – náttúrufræða- húsi HÍ, um nýja rannsókn á þætti kvótakerfisins í byggðaröskun. Annas Sigmundsson, sem er að ljúka námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, mun kynna nið- urstöður úr BA-ritgerð sinni sem ber heitið Rannsókn á byggðaþró- un; þáttur kvótakerfisins í byggð- aröskun á landsbyggðinni. Í fréttatilkynningu kemur m.a. fram að rannsókn Annas byggist m.a. á spurningakönnun, sem lögð var fyrir 1.000 brottflutta Ísfirð- inga á árunum 1990 til ársins 2004, þar sem brottfluttir voru m.a. spurðir um hversu stóran þátt kvótakerfið átti í brottflutningi þeirra. Að auki er farið yfir kenn- ingar í ritgerðinni sem leitast við að skýra þá byggðaþróun sem átt hefur sér stað á landsbyggðinni á síðustu 130 árum og þá sérstaklega á síðustu áratugum. Að loknum fyrirlestrinum munu sérstakir gestir fundarins, þau Einar Kristinn Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra og Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, ræða um niðurstöð- ur ritgerðarinnar og sýn sína á byggðaþróun síðustu áratuga. Fundurinn hefst um kl. 12 og lýkur um kl. 13.10. Þetta er fyrsti fundur Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um áhugaverðar rann- sóknir í lokaritgerðum nemenda við stjórnmálafræðiskor HÍ. Þáttur kvótakerfis- ins í byggðaröskun HANNES Hólmsteinn Gissurarson flytur næstkomandi þriðjudag, 6. febrúar, hádegisfyrirlestur um heimildaþáttagerð á vegum Sagn- fræðingafélagsins. Venju samkvæmt verður hann kl. 12.05–12.55 í fyr- irlestrasal Þjóminjasafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum heim- ill. Frekari upplýsingar um fyrirlest- urinn, sem og komandi fyrirlestra, má finna á heimasíðu félagsins, www.sagnfraedingafelag.net. Fyrirlestur um heimilda- þáttagerð MARKAÐSVERKEFNIÐ Iceland Naturally býður einstaklingum og fyrirtækjum að skrá og kynna við- burði, sem fyrirhugaðir eru í Norð- ur-Ameríku, á vefsíðu sinni www.icelandnaturally.com. Í fréttatilkynningu segir að Ice- land Naturally (IN) vinni að fram- gangi Íslands, íslenskra fyrirtækja og vörumerkja í N-Ameríku og stefnan að byggja upp jákvæða ímynd Íslands. Nánari upplýsingar fást hjá Einari Gústavssyni, fram- kvæmdastj. Ferðamálaráðs Íslands í N-Ameríku (iceinar@goicel- and.org) eða Hlyni Guðjónssyni, viðskiptafulltrúa Íslands í N- Ameríku (hlynur@mfa.is). Undirbúa viðburði í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.