Morgunblaðið - 05.02.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 35
menning
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 30 ár
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
BREIÐHOLT - ÓSKUM
EFTIR RAÐ-/PARHÚSI
OG 4RA-5 HERB. ÍBÚÐ
Til mín hafa leitað tvær fjölskyldur sem óska
eftir að kaupa rað-/parhús eða stærra sérbýli í
Breiðholti. Einnig hef ég verið beðinn um að
útvega 4ra-5 herbergja íbúð í Breiðholti.
Um er að ræða ákveðna kaupendur.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband.
Grétar Kjartansson, sölumaður fasteigna, sími 696 1126.
ÞRJÚ lög komust áfram í þriðju og
síðustu undankeppni Söngvakeppni
Sjónvarpsins síðastliðið laugardags-
kvöld. Alls hafa níu lög komist
áfram í úrslitakeppnina sem fer
fram þann 17. febrúar næstkom-
andi.
Forkeppni Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva fer svo fram
10. maí næstkomandi í Helsinki í
Finnlandi, sem er heimaland sig-
urvegaranna frá því í fyrra, Lordi.
Lögin sem komust áfram á laug-
ardagskvöld voru:
„Bjarta brosið“
Lag: Torfi Ólafsson
Texti: Kristján Hreinsson
Flytjandi: Andri Bergmann
„Þú tryllir mig“
Lag: Hafsteinn Þórólfsson
Texti: Hafsteinn Þórólfsson og
Hannes Páll Pálsson
Flytjandi: Hafsteinn Þórólfsson
„Ég og heilinn minn“
Lag: Dr. Gunni og Ragnheiður
Eiríksdóttir
Texti: Dr. Gunni
Flytjandi: Ragnheiður Eiríks-
dóttir
Þau sex lög sem áður höfðu
tryggt sér sæti í úrslitakeppninni
þann 17. febrúar eru:
„Segðu mér“
Lag: Trausti Bjarnason
Texti: Ragnheiður Bjarnadóttir
Flytjandi: Jónsi
„Ég les í lófa þínum“
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Texti: Kristján Hreinsson
Flytjandi: Eiríkur Hauksson
„Eldur“
Lag: Grétar Örvarsson og Krist-
ján Grétarsson
Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir
Flytjandi: Friðrik Ómar
„Blómabörn“
Lag: Trausti Bjarnason
Texti: Magnús Þór Sigmundsson
Flytjandi: Bríet Sunna Valde-
marsdóttir
„Húsin hafa augu“
Lag: Þormar Ingimarsson
Texti: Kristján Hreinsson
Flytjandi: Matthías Matthíasson
„Áfram“
Lag: Bryndís Sunna Valdimars-
dóttir og Sigurjón Brink
Texti: Bryndís Sunna Valdimars-
dóttir og Jóhannes Ásbjörnsson
Flytjandi: Sigurjón Brink
Morgunblaðið/Eggert
Ánægð Aðstandendur þeirra þriggja laga sem á laugardag tryggðu sér sæti í úrslitaþætti Söngvakeppninnar.
Brosið, heilinn og tryllirinn
Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins ráðast þann 17. febrúar
SENA afhenti á dögunum tvær
gullplötur en þá viðurkenningu
hljóta listamenn sem selt hafa yf-
ir fimm þúsund eintök af plötum
sínum eða mynddiskum.
Annars vegar er það heimild-
armyndin Þetta er ekkert mál
sem selst hefur í hátt í sex þús-
und eintökum.
Myndin sem fjallar um kappann
Jón Pál Sigmarsson var einnig vel
sótt í kvikmyndahúsum. Um 12
þúsund manns sáu myndina í bíó
en það er besta aðsókn sem ís-
lensk heimildarmynd hefur feng-
ið.
Hin gullplatan var veitt þeim
Friðriki Karlssyni og Þórunni
Lárusdóttur fyrir plötu sína Álfar
og fjöll, sem kom út fyrir síðustu
jól.
Platan hefur selst í tæpum sjö
þúsund eintökum en á henni má
finna sígildar íslenskar perlur
ásamt nýjum lögum í keltneskum
stíl þeirra Friðriks og Þórunnar.
Gulls ígildi Heimildarmyndin
Þetta er ekkert mál fjallar um Jón
Pál heitinn Sigmarsson.
Jón Páll,
álfar og
fjöll
VEFUR Karlottu er eitt ástsæl-
asta ævintýrið í Vesturheimi, eftir
E.B White, sem einnig skrifaði
Stúart litla, en báðar bækurnar
hafa komið út íslenskri þýðingu.
Um Stúart litla var gerð feiki-
vinsæl mynd fyrir fáeinum árum
og framhald, ef minnið bregst mér
ekki. Vefur Karlottu hefur a.m.k.
verið kvikmynduð einu sinni áður,
í það skipti var útkoman lítið eft-
irminnilegur söngleikur, teiknaður
upp á gamla mátann. Að þessu
sinni hefur tekist betur til að
flestu leyti, Vefur Karlottu er
bæði leikin og stafræn teiknimynd,
aðferð sem er búið að þróa með
þokkalegum árangri síðan á dög-
um Badda-Babe, fyrir röskum ára-
tug, og er sýnd með íslenskri og
enskri talsetningu.
Myndin gerist í vinalegri,
bandarískri sveit. Bóndadóttirin
Vera þarf að láta af hendi gælu-
dýrið sitt, hann Vilbert grisling,
sem tekinn er að bæta á sig beik-
oninu. Hann fer þó ekki lengra en
svo að Vera litla getur fylgst með
honum, eða í gripahúsið hjá Hóm-
er frænda hennar og næsta ná-
granna.
Aumingja Vilbert bregður við að
þurfa að standa á eigin fótum og
það innan um heldur fjandsamlega
íbúa hinnar nýju vistarveru. Þau
taka honum ekki fagnandi, kýrnar,
gæsirnar, hestarnir, jafnvel rottan
Höskuldur sendir Vilbert tóninn.
Það er ekki fyrr en grislingurinn
og hin dýrin á bænum fara að
hlusta á viskubrunninum, kóngu-
lóna Karlottu, að lífið verður bæri-
legt.
Sagan er einföld, sígild og full af
góðum boðskap sem er öllum
börnum hollur og við, hin full-
orðnu, höfum gott af því að fylgj-
ast með og kanna hvort við höfum
ekki glutrað einhverju niður af já-
kvæðum viðhorfum í öllu verald-
arvafstrinu. Vilbert litli er saklaus
og hreinskilinn og sér fegurðina á
ólíklegustu stöðum, líkt og í
kóngulónni Karlottu. Hún þakkar
honum með því að bjarga lífi hans
um leið og hún siðar dýrin á
bóndabænum og kennir þeim að
bera virðingu hvert fyrir öðru.
Ekki er ólíklegt að Vefur Karl-
ottu leysi Stúart litla af hólmi sem
ein vinsælasta myndin í diskaspil-
aranum í barnaherberginu þegar
fram í sækir og foreldrar, afar og
ömmur, eru búin að fara með smá-
fólkið á þessa þörfu mynd um hin
klassísku gildi sem vilja gleymast í
gullæði samtímans. Sú bíóferð ætti
að vera skylduverk.
Vísdómur kóngulóarinnar
KVIKMYNDIR
Sambíóin, Smárabíó,
Regnboginn
Teiknimynd með íslenskri og enskri tal-
setningu. Leikstjóri: Gary Winick. Aðal-
leikraddir: Julia Roberts, Dakota Fann-
ing, Steve Buscemi, John Cleese, Oprah
Winfrey, Cedric the Entertainer, Robert
Redford, ofl. Íslenskar aðalraddir: Ólöf
Kristín Þorsteinsson, Björgvin Franz
Gíslason, Inga María Valdimarsdóttir, Jó-
hanna Vigdís Arnardóttir, Róbert Óliver
Gíslason, Sigurður Sigurjónsson, ofl.
Leikstjóri ísl. talsetningar: Jakob Þór Ein-
arsson. 105 mín. Bandaríkin 2006.
Vefur Karlottu/Charlotte’s Web –
Vinsæl Ekki er ólíklegt að Vefur Karlottu leysi Stúart litla af hólmi sem
ein vinsælasta myndin í diskaspilaranum í barnaherberginu.
Sæbjörn Valdimarsson
ÍSLENSKA óperan og Línuhönn-
un hafa endurnýjað samstarfs-
samning sín á milli. Línuhönnun
hefur verið eitt af traustustu sam-
starfsfyrirtækjum Íslensku óp-
erunnar um árabil og lagt fram til-
tekna fjárupphæð til stuðnings
starfseminni, að því er kemur
fram í fréttatilkynningu frá Óp-
erunni. Upphæðin nemur 350 þús-
und krónum.
Íslenska óperan er sjálfseign-
arstofnun og gert er ráð fyrir að
hluti tekna hennar komi frá sam-
starfi við önnur fyrirtæki atvinnu-
lífsins. Bjarni Daníelsson óp-
erustjóri segir samstarf Íslensku
óperunnar við atvinnulífið mik-
ilvægan þátt í rekstri Óperunnar.
„Það er Íslensku óperunni mik-
ilvægt að eiga trausta samstarfs-
aðila á borð við Línuhönnun til að
leggja henni lið og stuðla að óp-
erustarfsemi á heimsmælikvarða á
Íslandi,“ segir Bjarni.
Samstarfssamningur Óperunnar
og Línuhönnunar gildir til eins
árs.
Íslenska óperan og
Línuhönnun endurnýja
samstarfssamning
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úr óperunni Brottnámið úr kvennabúrinu var sýnt í Íslensku óperunni.