Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 41 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is MAN OF THE YEAR kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 7 ára BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:50 B.i. 16 ára DIGITAL VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL CHARLOTTE´S WEB m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ DIGITAL THE PRESTIAGE kl. 10 B.i. 12 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ DIGITAL / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA MAN OF THE YEAR kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 .ára. BLOOD DIAMOND kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.16 .ára. BLOOD DIAMOND VIP kl. 5 - 8 - 10.50 VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ BABEL kl. 8 - 10:50 B.i.16 .ára. FORELDRAR kl. 8:15 LEYFÐ THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 .ára. STRANGER THAN FICTION kl. 10:10 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ HAPPY FEET m/ensku tali kl. 5:50 LEYFÐ ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. sem besta mynd ársins7 eeeee - B.S. FRÉTTABLAÐIÐ eeee - LIB, TOPP5.IS HJÁLPIN BERST AÐ OFAN SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÓSKARSTILNEFNINGAR2 MEÐ CHRISTIAN BALE, HUGH JACKMAN OG ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM MICHAEL CAINE. eeee Þ.T. KVIKMYNDIR.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee RÁS 2 eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ GOLDEN GLOBE TILNEFNING BESTI LEIKARI : WILL FERRELLABÍÓI ÓSKARSTIL- NEFNINGAR5 MARTIN SCORSESE BESTI LEIKSTJÓRINN ÓSKARSTILNEFNING besta teiknimynd ársins1 eeee H.J. MBL. eeee LIB - TOPP5.IS eeee FRÉTTABLAÐIÐ GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Að gefa gjafir er eitt af því sem hægt er að gleðjast yfir í lífinu og hrúturinn gleðst yfir ánægju viðtakandans með vel valda gjöf. Lítillátir þiggjendur halda hrútnum í stuði til þess að gefa enn meira. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið hrindir verkefnum í framkvæmd, þrátt fyrir hindranir og tafir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef þau ganga ekki eins og smurð. Það bælir bara niður stemninguna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ævintýragirni tvíburans kemur berlega í ljós. Hann finnur sig knúinn til þess að láta sig reika til þess að uppfylla þörfina fyrir stöðuga tilbreytingu. Stundum er engu líkara en að heimili tvíburans sé bara eins og miðstöð sem hægt er að flytja úr. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Efnisleg gæði skipta krabbann máli. Honum fellur dótið sitt vel í geð. Ekkert athugavert við það. En raunin er sú, að svo mikið hefur safnast fyrir, að krabb- inn er búinn að missa tökin. Nú er kom- inn tími til að grisja. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið getur gefið ráð án þess að nota viskuna sem tæki til að stýra öðrum. Hins vegar kemur fyrir að ástvinir þínir myndu hafa mikinn hag af því að gera eins og þú vilt. Það á við núna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sumir eiga fullt af fallegum hlutum til að hafa í kringum sig, en finna samt til lít- illar hamingju. Aðrir gleðjast yfir því sem þeir þó eiga. Meyjan er einhvers staðar mitt á milli og á eftir að verða rík- ari, eftir því sem þakklætið verður henni tamara. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin gerir upp við sig hverjir eru raun- verulegir vinir. Kannski hjálpar þetta: sannur vinur er sá sem hjálpar þér ef þú dregst aftur úr – í stað þess að benda á mistökin þín þegar hann tekur fram úr. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það sem þig langar til þess að gera virð- ist glórulaust. En innsæi sporðdrekans skjátlast sjaldnast. Heiðraðu það, hlýddu eðlishvötinni og láttu sem þú heyrir ekki ráðleggingar vitsmunalega sinnaðra félaga þinna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Titill bogmannsins ætti að vera „vinur af bestu sort“. Sú staða vekur kannski ekki þau allsherjar fagnaðarlæti sem hún ætti að gera í augnablikinu, en á næstu vikum kemstu að því hversu mikils þú ert raunverulega metinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er rólyndið uppmálað, en lað- ast á einhvern óræðan hátt að brjál- æðislega mannblendnu fólki. Kannski virðist það ójöfn pörun, en er í raun í fullkomnu jafnvægi. Þú og fólk í hrúts- merkinu smellur hreinlega saman. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn vill helst ekki láta flækja sér í ágreining annarra en þegar fjöl- skyldan er annars vegar kemst maður ekki svo auðveldlega hjá því. Þar að auki getur vatnsberinn svo sannarlega varp- að ljósi á aðstæðurnar og gerir það af mikilli háttvísi og hluttekningu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er léttur í lundu. Nýttu þér bjartsýnina, með rétta fólkinu og stórum hópi geturðu gert hvað sem þú vilt. Styrktu þennan þátt tilveru þinnar og byrjaðu á því að eignast áhrifamikinn vin. stjörnuspá Holiday Mathis Það er ekki margt í lífinu sem maður þarf á að halda og fjöldi fólks í veröldinni allri, sem á ekki einu sinni svo mikið. Mótstaða sólar og Satúrnusar hvetur mann til þess að þakka sitt ríkulega lán, hversu fábrotið sem það kann annars að vera. Tungl er í meyju, stjörnumerkis þess sem passar upp á það sem hann á. bandarísku hljómsveitarinnar Throwing Muses sem lék á Innipúk- anum í fyrra.    Annað úrslitakvöld í sjónvarps-þættinum X Factor fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 síðast- liðið föstudagskvöld. Þegar niðurstöður símakosningar lágu fyrir var ljóst að Alan, keppandi Einars í hóp 25 ára og eldri – og Já, sönghópur Páls Óskars, fengu fæst atkvæði frá íslensku þjóðinni. Niðurstaða dómnefndar var að lokum sú að Já skyldi hverfa frá keppni að þessu sinni en dúettinn skipa systkinin Ásdís og Hans Júl- íus. Í 101 galleríi stendur yfir sýning Stephan Stephensens „If you want blood … You got it“. Nokkuð dæg- urlagalegur titill, enda listamað- urinn kunnur í heimi teknótónlistar sem skífuþeytirinn „President Bongo“. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af Stephan sjálfum í sömu annarlegu stellingunni fyrir framan þekkta minnisvarða víðs- vegar um heiminn. Þetta er sígild breakdansstelling sem ber heitið „Frelsisstellingin“ og er sýningin nokkurskonar óður til teknósins. Teknóheimurinn er forvitnilegt fyrirbæri þar sem fólk finnur frelsi í því að leyfa líkama sínum að hreyfast eftir hröðum endurteknum áslætti, oft með ambient-hljóm- grunni sem leiðir hugann á brott og jafnvel í trans. Til þessa er oft stuðst við notkun „psychedellic“ vímuefna til að rugla í skynjuninni og hleypa huganum á flug. Teknóp- artí eru þannig séð vestræn afbök- un á frumstæðum ritúölum þar sem „psycedellic“ efni, unnin úr plöntum eða vessum úr eitruðum dýrum, voru (og eru) notuð til að skapa brú yfir í aðrar víddir þar sem frumbyggjar álíta að andar og önnur efnislaus fyrirbæri dvelji. Af- bökunin felst einna helst í því að snúa trúarlegum ritúal yfir í hvers- dagslega skemmtun. Tæma hann innihaldi og merkingu. Frelsisstellingin er, eins og nafn- ið gefur til kynna, yfirlýsing um frelsi mannsins og minnir eilítið á jógastellingu, „hálfa höfuðstöðu“ (ardha sirsasana). Þessi tenging ljósmynda Stephans við ritúala og jóga þykir mér athyglisverður partur á sýningunni, en það er eins með jógað og frumstæða ritúala að í vestrænni útgáfu er búið að tæma það andlegu innihaldi og merkingu og færa það inn á svið aerobic- æfinga. Af þessum sökum þykir mér Stephan hitta á nokkuð for- vitnilegt myndefni. Tengingarnar eru um margt skemmtilegar og möguleikarnir því margir. Úr- vinnslan, ef úrvinnslu má kalla, er hinsvegar ekki spennandi. Hug- myndin er fest í frekar stirt skrá- setningarform og satt að segja sé ég ekki hvað svo hægðatreg kons- eptlist, sem býður hvorki upp á skynræna upplifun né rými fyrir hugarflug, á sameiginlegt með flæðandi teknótónlist og dansi. Sumar myndanna eru jú nokkuð „flottar“ en það er engan veginn nóg til að gefa sýningunni innihald eða merkingu. Það veitir henni þó eilítinn trúverðugleika að mynd- irnar eru framsettar eins og plaköt og eru þétthangandi þannig að maður nemur keim af einhverskon- ar götulist. Stephan gerir síðan til- raun til að virkja sýningarrýmið eða brjóta það upp með því að fella þar inn danspall frá skemmtistaðn- um Sirkus. En fyrir mitt leyti virk- ar danspallurinn sem enn einn minnisvarðinn. Minnisvarði um eina hugmynd. Minnisvarði um eina hugmynd Jón B.K. Ransu MYNDLIST 101 gallerí Opið þriðjudaga til laugardags frá kl. 14– 17. Sýningu lýkur 15. febrúar. Aðgangur ókeypis. Stephan Stephensen Morgunblaðið/G.Rúnar Sýning Stephans „Tenging ljósmynda Stephans við ritúala og jóga þykir mér athyglisverður partur á sýningunni.“ ÞÓTT við töpum í handbolta vinnum við sigra á ýmsum öðrum sviðum. Óhætt er að fullyrða að Kristinn Árnason gítarleikari hafi komið, séð og sigrað á tónleikum sem hann hélt í Áskirkju þarsíð- ustu helgi. Á tónleikunum bauð Kristinn upp á fjölbreytta dagskrá þrátt fyrir að meiri hluti hennar hafi verið latneskur, eins og vaninn er þegar gítarinn er annars vegar. En það skipti engu máli hvað hann spilaði, hann gerði allt jafnvel. Strax á upphafstónum verks sem ber hið langa heiti Tombeau sur la mort de monsieur Cajetan Baron D’Hartig og er eftir Silvius Leo- pold Weiss, var auðheyrt að Krist- inn hafði fullkomið vald á hljóðfæri sínu. Vissulega er gítarinn ekki hljómsterkur, en öll ólíku litbrigðin sem Kristinn galdraði fram úr hon- um voru undursamleg áheyrnar. Tónlistin lék í höndum hans og tæknilegt atriði voru á hreinu. Þrátt fyrir að gítarinn væri óraf- magnaður var stígandin í tónlist- inni ótrúlega áhrifamikil, og há- punktarnir aðdáunarverðir. Ég man ekki eftir að hafa heyrt fal- legri gítarleik. Sömu sögu er að segja um annað á dagskránni. Sellósvítan í A-dúr BWV 1009 eftir Bach, sem Kristinn hafði sjálfur umritað fyrir gítar, var ekki aðeins pottþétt út frá tæknilegu sjónarmiði, heldur var túlkunin leiftrandi músíkölsk, jafn- vel innblásin. Una limosna por el amor de Dios eftir Barrios var sömuleiðis snilldarlega flutt, Grand Overture eftir Guiliani með ein- dæmum glæsilegt og spænskir dansar eftir Granados sérlega heillandi. Aukalagið, Recuerdos de la Alhambra eftir Tarrega, var líka himneskt. Á tónleikunum flutti Kristinn Þrjár ljóðrænar hugleiðingar eftir sjálfan sig. Á tímum aukinnar sér- hæfingar er ekki svo algengt á túlkandi listamaður sé jafnframt tónskáld, og var því gaman að þessari tilbreytingu. Innhverfar hugleiðingar Kristins voru líka sjarmerandi og ekki spillti hversu vel þær voru leiknar. Nú erum við sem skrifum um klassíska tónlist hér á Morg- unblaðinu ekki vön að gefa stjörn- ur, en ef sú væri raunin fengi Kristinn örugglega fimm – í það minnsta. Fimm, í það minnsta Jónas Sen TÓNLIST Áskirkja Kristinn Árnason gítarleikari flutti tónlist eftir Weiss, Bach, Barrios, Guiliani, Granados, Tarrega og Kristinn Árnason. Sunnudagur 28. janúar. Gítartónleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.