Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í HNOTSKURN »Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG,vísaði m.a. í bókun bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar sem hvatt hefur stjórnir Orku- veitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar til að sýna samfélagslega ábyrgð og draga til baka umsókn sína um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum. »Myndu fyrirtækin þá fara að fordæmiHitaveitu Suðurnesja sem að mati bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar hefur sýnt hóf- semd með því að forðast að sækja eftir rannsóknar- og virkjunarleyfum á svæðum sem hafa náttúruverndargildi. »Orkuveitan og Hitaveita Suðurnesjagerðu samkomulag árið 2002 um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi vegna virkjana í Brennisteinsfjöllum. Eftir Andra Karl andri@mbl.is BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum í gærdag að vísa tillögu Samfylkingarinnar til dóm- nefndar um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Á fundinum var einnig samþykkt að vísa tillögu Vinstri grænna um „grænan árgang“ til umhverf- isráðs Reykjavíkurborgar til frekari meðferðar, auk þess sem tillögu VG um að Orkuveita Reykja- víkur dragi til baka umsókn sína um rannsókn- arleyfi í Brennisteinsfjöllum og Kerlingarfjöllum var vísað til stjórnar Orkuveitunnar. Varla er hægt að segja annað en fundur borg- arstjórnar hafi verið á afar jákvæðum nótum framan af. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kynnti tillögu flokks síns um uppbyggingu þekkingarklasa í Vatnsmýri sem byggist á umfangsmikilli stefnumótun og vinnu síðustu ár, m.a. samningum við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Landspítala – há- skólasjúkrahús. Í henni segir m.a:. „Í Vatnsmýri eiga Íslendingar einstakt tækifæri til að eignast þekkingar-, háskóla- og hátæknisamfélag á heims- mælikvarða“ og einnig „Sameining Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, Matvælarannsókna á Keldnaholti og Rannsóknastofu Umhverfisstofn- unar í hlutafélaginu Matvæla-rannsóknir er nú þegar orðin að veruleika. Einnig er stefnt að því að sameina Iðntæknistofnun og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins í stofnun sem mun nefnast Íslenskar tæknirannsóknir. Það eru afdráttar- laust hagsmunir Reykjavíkurborgar og vísinda- samfélagsins á Íslandi að þessum stofnunum og fleirum verði fundinn staður í Vatnsmýrinni.“ Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, sagðist styðja tillögu Sam- fylkingar heilshugar og óhætt er að segja að við- brögð annarra flokka hafi einnig verið góð. Meiri- hlutaflokkarnir komu fram með málsmeðferðartillögu um að vísa tillögunni til dómnefndar um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar og var hún samþykkt með fimmtán samhljóða at- kvæðum. Þá var einnig samþykkt með fimmtán atkvæð- um að vísa tillögu VG um „grænan árgang“ til frekari málsmeðferðar. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG, taldi líklegt að farsælast yrði að árgangurinn yrði um það bil 10-12 ára þegar verk- efnið hefst til þess að nýta seinni hluta grunnskól- ans til að festa verkefnið vel í sessi. „Árgangurinn fái ókeypis í strætó og hvatningu til hjólreiða og göngu, hvort sem það er í formi styrkja, nám- skeiða eða annars,“ segir m.a. í greinargerð. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverf- isráðs, sagðist ánægður með tillöguna og sagði hana vel setta fram. „Til þess að breyta hugs- unarhætti heillar borgar er gott að byrja á börn- unum,“ sagði Gísli og tók fram að fyrir 20 árum hefði umhverfisfræðsla í skólum verið lengra kom- in en hún væri hér í dag, en unnið væri að því að bæta það. Hann tók fram að ekki endilega þyrfti að vera grænn árgangur heldur jafnvel grænn skóli, það væri hugsanlega markvissara. Hann gerði enga breytingartillögu en lagði til að tillög- unni yrði vísað til umhverfisráðs. Aðeins fór að fjúka í borgarfulltrúa þegar mál- efni Orkuveitunnar bar á góma og var það helst Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi VG, sem hafði sig í frammi. Hann taldi borgarstjóra þegar hafa einkavætt Orkuveituna í huganum og var ekki ánægður með svör hans þegar lagt var til að rann- sóknarleyfi vegna virkjana í Brennisteinsfjöllum og Kerlingarfjöllum yrðu afturkölluð. Vilhjálmur lagði til að tillagan yrði send til stjórnar Orkuveit- unnar og var það samþykkt með þrettán atkvæð- um en tveir sátu hjá. Jákvæði réð ríkjum framan af fundi borgarstjórnar Tillögum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vísað til frekari málsmeðferðar ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 36 04 4 01 /0 7 Landsbankinn hefur á að skipa um 150 sérhæfðum starfsmönnum í fyrirtækjaþjónustu sem kappkosta að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og trausta fjármálaráðgjöf. Þannig er minni og meðalstórum fyrirtækjum gert kleift að dafna og ná settu marki og á sama tíma stuðlum við saman að fjölbreyttu og kraftmiklu viðskiptalífi á Íslandi. Landsbankinn er með víðtækasta útibúanet á landinu. Það tryggir viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu og persónulega ráðgjöf sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Hafðu samband í síma 410 4000 eða með tölvupósti á fyrirtaeki@landsbanki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Minni og meðalstór fyrirtæki gegna þýðingarmiklu hlutverki í íslensku viðskiptalífi MATSÁÆTLUN sem kynnt er fyrir háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík er óviðunandi með öllu að mati Náttúruvaktarinnar. Í at- hugasemdum samtakanna vegna til- lögu að matsáætlun fyrir háspennu- línurnar, sem Landsnet hf. hefur lagt fram, segir að væri raunveru- lega verið að fjalla um valkosti, væri jarðlagnaleið skoðuð sem alvöru- kostur. „Það er hins vegar ekki gert, held- ur leitast við að benda á neikvæðar hliðar svo val framkvæmdaaðila líti betur út,“ segir í athugasemdum Náttúruvaktarinnar. Náttúruvaktin hefur ítrekað kraf- ist þess að jarðlagnamöguleiki sé metinn, m.a. með hliðsjón af sjón- mengun. „Ef það er nauðsynlegt að velja ódýrasta kostinn sem veldur stórfelldri sjónmengun til að halda niðri orkuverði til stóriðjunnar verð- ur að hækka orkuverðið,“ segir í at- hugasemdunum. Óviðunandi matsáætlun Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.