Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Byrgið – enn eitt framsóknarhneykslið Nú er það orðið alveg augljóst að ábyrgðarmenn í Framsókn- arflokknum, félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og ekki hvað síst framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, eru þeir sem bera höfuðábyrgð á tuga milljóna króna fjármálaóreiðu Byrgisins. Páll Pétursson, fyrrum félagsmálaráðherra, skellir mikilli ábyrgð á eftirmann sinn, Árna Magnússon, þegar hann segir að Árni hefði átt að fylgjast með því að samningurinn við Byrgið yrði und- irritaður. Árni Magnússon gerði það hins vegar greinilega ekki og er auk þess horfinn úr stjórnmálum eftir mjög stutta, umdeilda, en af- drifaríka setu sem félagsmálaráð- herra. Árni Magnússon gefur fjöl- miðlum hvergi færi á sér til þess að ræða þessi mál né önnur. Núverandi félagsmálaráðherra, Magnús Stef- ánsson, virðist líka vera mikið í mun að sneiða hjá því að ræða ábyrgð fé- lagsmálaráðuneytis Framsókn- arflokksins á þessum hræðilegu og dýrkeyptu mistökum. Ennþá meira reynir þó framsóknarþingmaðurinn Birkir Jón Jónsson að fela sig og fría sig ábyrgð. Hann kom þó ræki- lega við sögu í samningamálum við Byrgið og ber sennilega meiri ábyrgð á þeim málum en nokkur annar. Því tek ég undir með Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi, þeg- ar hann kennir Framsókn- arflokknum mest um þetta hneyksli, sem gengur undir nafninu „Byrg- ismálið“. Til að koma í veg fyrir svipað klúður í framtíðinni er því helsta ráðið að útiloka Framsókn- arflokkinn frá ríkisstjórnum í fram- tíðinni. Stefán Guðmundsson Verðlag í Fríhöfninni Á ferðalögum erlendis hef ég stund- um með mér heilsutvennu frá Lýsi. Nú á dögunum keypti ég slíkan pakka á leið utan í fríhöfninni, þar kostar hann 1.099 kr. Það þótti mér mikið þar sem slíkur pakki kostar 615 kr. í stórmörkuðum á höf- uðborgarsvæðinu. Ég hafði orð á þessu við starfs- mann og spurði hverju þetta sætti? „Græðgi“ var svarið frá starfs- manni fríhafnarverslunannar. Það er líklega alveg rétt hjá hon- um. En verslun innan fríhafnarinnar er undanþegin virðisaukaskatti og ætti að geta boðið mun betri verð en þetta. Ferðamaður Leikir með takmarkaða notkun Sá gríðarvinsæli tölvuleikur World of Warcraft hefur oft verið nefndur í fjölmiðlum í tengslum við umræðu um þrásetur ungviðisins yfir slíkum leikjum. Eitt hefur þó ekki komið fram, það er innbyggður í þann leik sá möguleiki að takmarka notkun hans við tiltekinn tíma dagsins. Þetta benti 15 ára sonur minn mér á, en við höfum að undanförnu setið á rökstólum um tölvunotkun hans og hefur þar sitt sýnst hverjum. Það má hiklaust benda foreldrum á að skoða þennan möguleika. Börnin vita örugglega hvernig á að virkja þetta en leiðbeiningar er víða að finna, m.a. á þessari síðu: http:// www.ehow.com/how_2003540_wow- parental-control.html Lesandi velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Víkverji dagsins erferðaglaður. Hann varð því hinn kátasti þegar hann sá upplýsingar frá Steppuferðum á Bret- landi um ferðir til Norður-Kóreu. Yf- irvöld í Norður-Kóreu hafa ekki beinlínis haft allar klær úti til að lokka ferðamenn til landsins. Ferð Steppu- ferða virtist því ákjós- anlegt tækifæri til að komast í veldi Kims Jongs Ils. Draumurinn um Norður-Kóreuferð gufaði hins vegar upp þegar kom að athugasemdum í ferðabæklingnum. Þar segir: „Vin- samlegast takið eftir að ALK (Al- þýðulýðveldið Norður-Kórea) er mjög viðkvæmt gagnvart blaða- mönnum og fólki tengdu fjölmiðlum. Vinsamlegast sækið EKKI um sæti í ferðinni ef þið tengist þeim með ein- hverjum hætti.“ Þannig fór um sjóferð þá, hugsaði Víkverji með sér og sá að ljóst var að hann kæmist ekki með í þessa ferð nema með brögðum og undirferli. x x x Víkverji fór fyrir skömmu um frí-höfnina í Leifsstöð á leið vestur um haf. Festi hann fé í áfengum vökva, sem hann hafði lofað að hafa með sér, og spurði sérstaklega hvort Bandaríkjamenn tækju í mál að maður hefði slíkan varning með sér í handfarangri í tengiflug. Pokinn var rækilega innsiglaður og tilkynnt að þetta dygði til þess að Víkverji kæmist allra sinna ferða í Bandaríkjunum með áfengið í handfar- angri. Þegar á hólminn var komið könnuðust bandarískir öryggis- verðir ekkert við að hafa gefið fríhöfninni í Leifsstöð nein fyrirheit um að hleypa vökvum, sem þar hefðu verið keyptir, í gegn með farþegum á leið í tengiflug. Víkverji átti því tveggja kosta völ, að setja staka flöskuna í handfarangur eða skilja hana eftir. Skemmst er að segja frá að hún varð eftir, sem í sjálfu sér kom ekki að sök, en Víkverji fór að velta fyrir sér hvernig á því stæði að starfs- menn verslunar, sem sérhæfir sig í að birgja ferðalanga, geta ekki sagt þeim rétt til um hvað þeir mega hafa meðferðis til áfangastaða. Það er ekki eins og Bandaríkin séu útkjálki, heldur eru sennilega flestir þeir far- þegar, sem leið eiga um Leifsstöð, að fara þangað. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is    dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er miðvikudagur 7. febrúar, 38. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12, 31.) Hollywood leik- og söngkonanBarbara McNair er látin, 72 ára að aldri. Hún lék m.a. á móti Mary Tyler Moore og Elvis Presley. McNair byrjaði að syngja á næt- urklúbbum en færði sig svo yfir í kvikmyndir og sjónvarp þegar sá möguleiki opnaðist fyrir svartar kon- ur á sjöunda áratugnum, og endaði hún á að fá sinn eigin þátt. Best þekkta hlutverk hennar í kvikmynd var þegar hún lék eig- inkonu Sidney Poitier í saka- máladramanu They Call Me Mister Tibbs! og í framhaldinu The Org- anization árið 1971. McNair lést á sunnudaginn eftir langa baráttu við krabbamein. Eft- irlifandi eiginmaður hennar er Char- les Blecka en hann var sá fjórði sem hún gekk upp að altarinu með. McNair fæddist í Wisconsin árið 1934 og byrjaði snemma að syngja í kirkjum og skólum. Eftir að hún náði frægð í Hollywood sat hún m.a. fyrir í Playboy. Árið 1968 lék hún í sinni fyrstu kvikmynd, If He Hollers, Let Him Go, og ári seinna lék hún á móti Elvis Presley í Change Of Habit. Frá 1969 var hún kynnir í sjón- varpsþættinum The Barbara McNair Show, á tíma sem fáar svartar konur fengu slík tækifæri. Hún kom fram opinberlega þangað til á seinasta ári.    Yfir hundrað af þeim sem eru til-nefndir til Óskarsverðlauna þetta árið mættu í árlegt hátíðlegt hádegisverðaboð fyrir tilnefnda í vik- unni. Clint Eastwood, Martin Scorsese, Leonardo DiCaprio, Helen Mirren og Penelope Cruz voru meðal þeirra gesta sem mættu í boðið sem var haldið í Los Angeles Öll tilnefnd stilltu sér upp saman fyrir ljósmyndara, fengu skírteini upp á að þau séu tilnefnd og upp- tökutæki til að æfa þakkarræðuna ef þau skyldu vinna Óskar. Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram í Hollywood 25. febrúar næst- komandi.    Einhleypaleik- konan Drew Barrymore ætlar ekki að vera ein á Val- entínusardag- inn eftir viku. Hún ætlar að skreppa í keilu Fólk folk@mbl.is SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is NIGHT AT THE MUSEUM kl. 8 LEYFÐ BABEL kl. 8 B.i. 16 APOCALYPTO kl. 10 B.i. 16 / KEFLAVÍK BLOOD DIAMOND kl. 8 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FORELDRAR kl. 8 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI DREAMGIRLS kl. 6 - 9 - 10:20 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 - 8 LEYFÐ BABEL kl. 9 B.i. 16 ára CHILDREN OF MEN kl. 6 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 6 B.i. 16 ára ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5 FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI” eeee L.I.B. - TOPP5.IS eeee S.V. MBL. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI EDDIE MURPHY BEYONCÉ KNOWLES JAMIE FOXX eee DÖJ, KVIKMYNDIR.COM Golden Globe VERÐLAUN m.a. besta myndin3 FRÁ HANDRITSHÖFUNDI RAIN MAN OG GOOD MORNING VIETNAM GÆTI ÞESSI MAÐUR ORÐIÐ NÆSTI FORSETI? Sjáið grínistann Robin Williams fara á kostum sem næsti forseti Bandaríkjanna ÓSKARSTILNEFNINGAR8 eeee L.I.B. TOPP5.IS eeee S.V. MBL. ÓSKARSTILNEFNINGAR2SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND eeee H.J. MBL. eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ ÓSKA m.a. fyri3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.