Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 9 FRÉTTIR LAGERSÖLU LÝKUR Í DAG Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Laugavegi 63 • S. 551 4422 Líður að útsölulokum Allt að 70% afsláttur GÓÐ HEILSA GULLI BETRI IT´S NOW OR NEVER C-500 FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR H á g æ ð a fr a m le ið sl a A ll ta f ó d ýr ir NNFA Dr. Med. Vilborg Sigurðardóttir sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum opnar hinn 15. febrúar nk. stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 6, 109 Reykjavík Tímapantanir í síma 535 7700. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttaatilkynning frá Helga Magnúsi Gunnarssyni, sak- sóknara efnahagsbrota hjá Ríkislög- reglustjóra: „Í gær og dag hefur verið frétta- flutningur í fjölmiðlum um samskipti embætta Ríkislögreglustjórans og Skattrannsóknar- stjóra ríkisins, þar sem vitnað hefur verið til bréfaskrifta emb- ættanna, sem áttu sér stað seinnipart síðast- liðins árs, í tengslum við rannsókn á meint- um skattalagabrotum nokkurra nafn- greindra aðila sem í opinberri umræðu hafa verið kenndir við Baug. Umræddar bréfaskriftir áttu sér stað í tengslum við öfl- un Ríkislögreglustjór- ans á upplýsingum um afgreiðslu á meintum skattsvikabrotum nokkurra einstaklinga sem tengdust framangreindri rannsókn lögreglu. Hefur í fréttaflutningi verið vísað til og tekin upp ummæli í bréfi Skatt- rannsóknarstjóra ríkisins til Ríkis- lögreglustjórans dags. 14. desember 2006. Ríkislögreglustjórinn vill að fram- angreindu tilefni upplýsa eftirfar- andi. Í tengslum við rannsókn lögreglu á meintum hegningarlagabrotum nokkurra manna tengdra Baugi Gro- up hf. sem hófst 28. ágúst 2002, vaknaði grunur um stórfelld skatta- lagabrot sakborninga í því máli og annarra tiltekinna einstaklinga sem gegndu stjórnunarstöðum hjá nefndu félagi og félögum þeim tengdum. Með bréfi Ríkislögreglu- stjórans, dags. 17. september 2003, voru Skattrannsóknarstjóra sendar upplýsingar og gögn vegna grun- semda um að tilteknir stjórnendur Baugs Group hf., einstaklingar og fé- lög þeim tengd hefðu brotið gegn lögum um tekjuskatt og eignarskatt, lögum um virðisaukaskatt, stað- greiðslu opinberra gjalda og bók- haldslögum. Upplýsingar þessar voru sendar til þess að Skattrann- sóknarstjóri gæti hafið rannsókn á meintum skattalagabrotum og var þess jafnframt óskað að efnahags- brotadeild Ríkislögreglustjórans fengi tækifæri til að fylgjast með framvindu málsins hjá embætti Skattrannsóknarstjóra. Með bréfi Skattrannsóknarstjóra ríkisins, dags. 12. nóvember 2004, til- kynnti Skattrannsóknarstjóri að hann hefði lokið rannsókn sinni og kærði meint brot fjögurra einstak- linga vegna skattalagabrota í tengslum við rekstur þriggja félaga. Í kærubréfinu sagði meðal annars: „Þáðu æðstu yfirmenn og tilteknir starfsmenn Baugs Group hf. starfs- tengdar greiðslur að fjárhæð sam- tals kr. 273.271.687, sem ekki var réttilega gerð grein fyrir í bókhaldi og launauppgjöf félagsins til skatta- yfirvalda; ýmist þannig að alfarið var vanrækt að gera grein fyrir greiðsl- unum, það gert ranglega eða gert löngu eftir að greiðslurnar höfðu átt sér stað.“ Í skýrslu Skattrannsóknarstjóra ríkisins um skattskil Baugs Group hf. sem fylgdi kærubréfi embættis- ins er framangreind fjárhæð sund- urgreind á tilgreinda 9 einstaklinga. Fyrirliggjandi var að einn þessara einstaklinga hafði Skattarannsókn- arstjóri kært til efnahagsbrotadeild- ar Ríkislögreglustjórans vegna grunsemda um að hann hafi vantalið persónulegar tekjur sínar að fjár- hæð u.þ.b. 85 milljónir króna auk þess að hafa verið kærður vegna ábyrgðar á meintum skattalagabrot- um þeirra þriggja félaga sem í hlut áttu tekjuárin 1998 – 2002. Eins og að framan greinir hafði Ríkislög- reglustjórinn upplýsingar um fjár- hæðir meintra vantalinna tekna flestra framangreindra 9 einstak- linga og félaga þegar málinu var vís- að til Skattrannsóknarstjóra 17. september 2003, þar á meðal voru upplýsingar sem gáfu tilefni til að ætla að tiltekinn yfirmaður hefði þegið laun og launa- tengdar greiðslur að fjárhæð u.þ.b. 94 millj- ónir króna án þess að greiða af þeim tekjum tekjuskatt og úrsvar lögum samkvæmt. Aðr- ir af hinum 7 einstak- lingum sem nefndir voru í skýrslu Skatt- rannsóknarstjóra höfðu vantalið lægri fjárhæð- ir. Í ljósi fyrirliggjandi gagna þótti eðlilegt að afla upplýsinga frá Skattrannsóknarstjóra um hvort og hvernig málum umræddra 8 ein- staklinga, sem höfðu ekki verið kærðir til lögreglu, hefði verið lokið í skattkerfinu. Mögulegar leiðir til að ljúka málum þar sem ein- staklingar vantelja tekjuskatts- og útsvarsstofna sína voru á þessum tíma, í fyrsta lagi að skattstjóri láta sitja við endurákvörðun skattstofna eftir atvikum með álagningu 25% álags á þá, sbr. 108. laga nr. 90, 2003 um tekjuskatt og eignarskatt, í öðru lagi með því að senda mál viðkom- andi, með hans samþykki, í refsimeð- ferð hjá Yfirskattanefnd sem getur lagt á sektir samkvæmt 109. gr framangreinda laga sem nema að lágmarki tvöfaldri þeirri fjárhæð sem undan er dregin og hámarki tí- faldri og í þriðja lagi með því að meint brot fái refsimeðferð með hefðbundnum hætti að lokinni lög- reglurannsókn með útgáfu ákæru. Í refsimáli reynir á hvort meint brot verði talin stórfelld þannig að auk þess að teljast varða sektum sam- kvæmt 109. gr. framangreindra laga, geti þau varðað allt að 6 ára fangelsi samkvæmt 262. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19, 1940. Yfirskatta- nefnd getur ekki dæmt mann í fang- elsi né liggur vararefsing við ef álagðar sektir nefndarinnar eru ekki greiddar, eins og raun er á þegar mál eru lögð fyrir dómstól með ákæru. Samkvæmt þessu er refsimeðferð hjá dómstólum sem einungis getur átt sér stað eftir rannsókn lögreglu með útgáfu ákæru, meira íþyngjandi fyrir sakborning og er þeim úrræð- um almennt eingöngu beitt í alvar- legri málum sem talin eru geta varð- að við 262. gr. almennra hegningarlaga. Dómafordæmi eru fyrir því að brot tengd vanskilum op- inberra gjalda sem ná 3 – 4 milljóna króna marki séu talin meiriháttar og við þeim liggi fangelsisrefsing. Óþarfi þykir að rekja frekar að- dragandann að því bréfi Skattrann- sóknarstjóra sem vitnað hefur verið til í fjölmiðlaumræðu og dagsett er 14. desember 2006, en þó er rétt að árétta að Ríkissaksóknara var með bréfum embættis Ríkislögreglu- stjórans, dags. 4. og 11. desember 2006, gerð grein fyrir málinu. Rík- issaksóknari ritaði Skattrannsókn- arstjóra bréf, dags. 28. desember 2006, þar sem hann segir meðal ann- ars: „ ... vil ég árétta að ég hef lýst því viðhorfi að ákæruvaldinu sé rétt að bíða eftir kæru eftirlitsaðila sem hef- ur eftirlit með framkvæmd tiltek- inna laga og jafnframt víðtæka heim- ild til að rannsaka ætluð refsiverð brot á lögunum og ráðstafa máli að rannsókn lokinni nema sérstakt til- efni gefist til aðgerða ákæruvalds eða lögreglu án kæru frá eftirlitsaðil- anum. Tel ég fyrirkomulagið, sem hér er lýst, líklegt til að tryggja sam- ræmi og jafnræði í meðferð mála. Þegar eftirlitsaðili kærir ákveðna þætti máls til lögreglu eða ákæru- valds en heldur öðrum af sömu rót er afar mikilvægt að ákæruvaldið fái upplýsingar um þá þætti sem eftir- litsaðilinn heldur eftir til afgreiðslu og um afgreiðslu þeirra, ekki síst í þágu samræmis og jafnræðis og grundvallarreglunnar um ne bis in idem. Í þessum tilvikum sýnist mér eðlilegt, jafnvel sjálfsagt, að eftirlits- aðilinn leiti samráðs við ákæruvaldið um skiptingu málsins, þ.e.a.s. hvaða þættir þess verði afgreiddir hjá eft- irlitsaðilanum og hverjir í réttar- kerfinu m.a. til að tryggja að mál manns eða aðila verði afgreitt í einu lagi. Með skattyfirvöld og sérstaklega Skattrannsóknarstjóra ríkisins, sem eftirlitsaðila með framkvæmd skattalaga í huga, lýsi ég því að ég tel eðlilegt og rétt að skattayfirvöld veiti ákæruvaldinu, að gefnu tilefni og þegar réttmæt ástæða er til, upp- lýsingar og viðhlítandi gögn um hvernig tiltekin brot á skattalögum hafi verið afgreidd í skattkerfinu eða hvernig stefnt sé að afgreiðslu þeirra, en ekki einungis um að þau hafi verið afgreidd þar eða verði af- greidd þar. Vafalaust verður litið svo á að ákæruvaldinu sé skylt að leita upp- lýsinga um afgreiðslu máls eða ákveðinna þátta máls hjá skattayfir- völdum þegar gögn, sem ákæruvald- ið hefur að mestu eða öllu leyti feng- ið frá þeim, gefa sterklega til kynna að einhver hafi framið alvarlegt brot á skattalögum, sem kunni að varða við 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, án þess að sá hafi bein- línis verið kærður. Við slíkar kring- umstæður getur jafnframt verið mikilvægt fyrir ákæruvaldið að eiga þess kost, í þágu samræmis og jafn- ræðis, að afstýra því að mál eða þátt- ur máls sem á heima í réttarkerfinu verði afgreiddur í skattkerfinu. Að endingu vill ég taka fram að í mínum huga er lítill efi um að dómstólar myndu með úrskurði leggja fyrir skattyfirvöld að veita ákæruvaldinu aðgang að slíkum upplýsingum ef krafist yrði, sbr. 4. mgr. 49. gr. og c. lið 74. gr. a laga nr. 19/1991, sbr. 1. mgr. 27. gr. sömu laga og dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 471/1994 til hliðsjónar.“ Í bréfi Skattrannsóknarstjóra rík- isins sem nefnt er að framan og dag- sett er 14. desember 2006 rekur hann í löngu máli röksemdir sem hann telur standa í vegi fyrir því að Ríkislögreglustjóranum verði af- hentar umbeðnar upplýsingar og gögn. Meginefni bréfsins sem stutt er tilvísun í álitsgerð lagaprófessors, sem virðist hafa verið aflað sérstak- lega í þessu skyni, lýtur að því að rökstyðja þá niðurstöðu að ákæru- vald og lögregla hafi ekki heimildir til að framfylgja málum vegna skattalagabrota fyrir dómi án kæru frá Skattrannsóknarstjóra. Vekur furðu sú ályktun, eða fullyrðing sem sett er þar fram, um að til standi að höfða refsimál gegn þeim 8 einstak- lingum sem nefndir eru í bréfi Rík- islögreglustjórans frá 28. ágúst 2006. Brot flestra þessara 8 einstaklinga gefa ekki tilefni til þess að þeir sæti opinberri rannsókn enda er um lægri fjárhæðir að ræða í flestum tilfellum en svo að talist geti varða við 262. gr. almennra hegningarlaga. Ríkislög- reglustjórinn er sammála niðurstöðu Skattrannsóknarstjóra um að ekki verði höfðað opinbert mál gegn mönnum sem sætt hafa sektarmeð- ferð hjá Yfirskattanefnd eða sektar- meðferð hjá Skattrannsóknarstjóra, enda stríði slíkt gegn reglunni um ne bis in idem 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62, 1994, sem kveður á um að sama manni verði ekki refsað tvisvar fyrir sömu brot, né mál höfð- að gegn honum aftur vegna sakar- efnis sem fengið hefur endanlega úr- lausn áður. Vandséð er hvers vegna Skattrannsóknarstjóri telur sig þurfa að útskýra reglur um ne bis in idem enda er það ákæruvalds að meta það hvort tilefni sé til útgáfu ákæru eða ekki í einstökum tilfell- um. Ljóst má vera að það er nauð- synlegt fyrir málið í heild að fyrir liggi upplýsingar um afgreiðslu skattkerfisins á málum þessara 8 einstaklinga. Undir framangreinda reglu um ne bis in idem fellur að áliti Ríkislög- reglustjórans ekki sú staða þegar mál hafa ekki fengið afgreiðslu í skattkerfinu né þegar meðferð þess hefur verið hætt án sektarmeðferð- ar. Um forræði ákæruvalds á málum sem þessum hefur verið fjallað í framangreindum dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 471/1994, þar sem skýrt kemur fram að valdheimildir Ríkissaksóknara séu ekki takmark- aðar við mál vegna skattalagabrota sem kærð hafa verið af Skattrann- sóknarstjóra. Eins og rakið er hér að framan var tilefni umræddrar beiðni um upplýs- ingar einkum að leiða í ljós hvort til- efni væri til að hefja rannsókn op- inbers máls vegna persónulegra skattskila þess einstaklings sem nefndur er að framan og hafði sam- kvæmt upplýsingum í skýrslu skatt- rannsóknarstjóra dregið undan u.þ.b. 94 milljónir króna af launa- tekjum sem greiddar voru honum árin 1998 – 2000, auk tekna að fjár- hæð á þriðja tug milljóna sem greiddar voru einkahlutafélagi hans. Athygli vakti að annar einstaklingur hafði verið kærður til lögreglu með framgreindri kæru Skattrannsókn- arstjóra vegna brota sem talin voru framin í starfi hans hjá sama félagi, fyrir að vantelja laun sín sem voru lægri að fjárhæð. Auk þess er varla vafi á að dómstólar myndu telja um- rædd brot stórfelld í skilningi 262. gr. almennra hegningarlaga þar sem heildarfjárhæð undandreginna skattstofna nam á annað hundrað milljónum króna, og því á forræði ákæruvalds að fylgja eftir með ákæru ef sakir teldust sannaðar. Reyndar hefur eftirgrennslan Ríkis- lögreglustjórans leitt í ljós að mál umrædds einstaklings var lagt fyrir yfirskattanefnd með bréfi Skatt- rannsóknarstjóra ríkisins, dags. 9. nóvember 2006, eða u.þ.b. tveimur árum eftir að rannsókn málsins lauk hjá Skattrannsóknarstjóra. Yfir- skattanefnd hefur svo vitað sé ekki lokið meðferð málsins. Með vísan til framangreinds er því hafnað að nokkuð hafi verið óeðlilegt við að Skattrannsóknarstjóri svaraði umræddri beiðni og veitti umbeðnar upplýsingar um afgreiðslu á málum þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. Reykjavík 6. febrúar 2007 Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota“ Fréttatilkynning frá saksókn- ara efnahagsbrota hjá RLS Helgi Magnús Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.