Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 37 dægradvöl Staðan kom upp á sterku alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Gí- braltar. Armenski stórmeistarinn Vla- dimir Akopjan (2.700) hafði hvítt gegn 16 ára kollega sínum Yuriy Kuzubov (2.554) frá Úkraínu. 18. Rxc6! Kxc6 19. Rd5! De8 svartur hefði orðið mát eftir 19. … Bxd5 20. exd5+ Kd7 21. Db5+. 20. Da6 Bf8 21. Dxa7 Bc5 22. b4 Dd7 23. Da6! og svartur gafst upp enda fátt um fína drætti í stöðu hans. Þetta var úr- slitaskák mótsins þar sem eftir þenn- an sigur í lokaumferðinni varð Akopj- an einn efstur á mótinu með 7½ vinning af níu mögulegum. Íslensku alþjóðlegu meistararnir Stefán Krist- jánsson (2.485) og Jón Viktor Gunn- arsson (2.419) fengu báðir fimm vinn- inga á mótinu og lentu í 48.–72. sæti af 176 keppendum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik Blankur kóngur. Norður ♠K10 ♥DG94 ♦ÁDG ♣ÁK86 Vestur Austur ♠G9742 ♠ÁD85 ♥K ♥65 ♦1074 ♦K83 ♣D532 ♣G1097 Suður ♠63 ♥Á108732 ♦9652 ♣4 Suður spilar 4♥ Líkur á stökum kóng þegar þrjú spil eru úti eru 26%, eða þriðjungur af 2–1- legunni (78%). Þessi stærðfræði er ágæt til síns brúks, en hún kemur þó ekkert við sögu í þessu spili. Austur gaf og passaði í upphafi og suður vakti galvaskur á veikum tveimur í hjarta. Stóð svo á bremsunni og tókst að fá makker til að hætta í fjórum hjörtum. Spaði út og austur tók á ÁD og skipti yfir í laufgosa. Sagnhafi drap, spilaði hjartadrottningu úr borði – lítið frá austri og ÁS frá sagnhafa. „Þú spilar á móti líkunum,“ sagði vestur þegar hann afhenti kónginn. En suður vissi sínu viti. Hættan í spilinu er sú að aust- ur sé með tígulkóng, en þá getur hann ekki átt hjartakónginn líka – hann sagði PASS í byrjun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 lengja, 8 sólar, 9 þegjandalegan, 10 málmur, 11 nabbinn, 13 hugsa um, 15 sárið á ós- lægjunni, 18 brókarlalli, 21 fugl, 22 syllu, 23 skatt- ur, 24 lyddan. Lóðrétt | 2 rík, 3 yndi, 4 heitis, 5 snaginn, 6 kven- fugl, 7 röska, 12 leðja, 14 reið, 15 sæti, 16 hæð- irnar, 17 vondum, 18 lít- inn, 19 kæri, 20 straum- kastið. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 slagi, 4 senna, 7 orðan, 8 aldan, 9 agg, 11 torf, 13 ásar, 14 ráðin, 15 skrá,17 arfi, 20 enn, 22 ofnar, 23 ýldan, 24 maula, 25 alinn. Lóðrétt: 1 skort, 2 arður, 3 iðna, 4 stag, 5 nadds, 6 angar, 10 góðan, 12 frá, 13 ána, 15 storm, 16 rennu, 18 ræddi, 19 innan, 20 erta, 21 nýta. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Þrír litlir hvolpar hafa verið nefndireftir þremur handboltaköppum íslenska landsliðsins. Hverir eru þeir? 2Hálendisvegir eru mjög í um-ræðunni og hefur Landvernd hef- ur látið vinna drög að skýrslu um há- lendisvegi með tilliti til umhverfissjónarmiða. Hver er fram- kvæmdastjóri Landverndar? 3Nýr forstjóri Umhverfisstofnunarhefur verið ráðinn. Hver er það? 4 Fyriráætlanir Iceland Express uminnanlandsflug eru í uppnámi vegna aðstöðuleysis á Reykjavík- urflugvelli. Hver er framkvæmdastjóri Iceland Express? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Jarðeðlisfræðingur hefur lýst efasemd- um um landfyllinguna í Örfirisey og reyndar víðar vegna hækkandi sjávarstöðu í fram- tíðinni. Hver er það? Svar: Magnús Tumi Guðmundsson. 2. Hvað heitir eiginkona Barack Obama, hugsanlegs forseta- frambjóðanda demókrata? Svar: Michelle. 3. Sinfóníuhljómsveitin er að leggjast í ferðalög seinna í mánuðinum. Hver er ferð- inni heitið? Svar: Þýskalands, Króatíu og Austurríkis. 4. Henrik Stenson sigraði á Dubai-meistaramótinu í golfi. Hvaðan er hann? Svar: Frá Svíþjóð. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    HÁLEITASTI en jafnframt vina- legasti klúbbur lýðveldisins, Kamm- ermúsíkklúbburinn, fagnar fimm- tugu nú í febrúar. Fimmtu tónleikar afmælisstarfsársins hömpuðu tíma- mótunum við hæfi með frumflutn- ingi á nýju íslenzku verki af sama tilefni, styrktu af Nýsköpunarsjóði Musicae Novae, og eftir hlé öndveg- isverki Beethovens fyrir strengja- kvartett í cís-moll Op. 131. Það er enginn öfundsverður af að þurfa að „hita upp“ fyrir síðargetna meistarasmíð sem margir hafa kall- að strengjakvartett allra strengja- kvartetta. Nýkláruð afmæliskveðja Þorkels Sigurbjörnssonar til KMK, Tilbrigði fyrir píanó og strengja- kvartett, barst enda ekki mikið á með þáttaheitunum tveim er varla fyndust minna skuldbindandi – „Að- dragandi“ [6’] og „Framhald“ [8’]. Fæst orð bera minnsta ábyrgð og ekki nema gott um það að segja. Hitt fannst mér verra sem fram kom af verkinu sjálfu, einkum þó seinni þættinum – að spana upp sí- magnaða eftirvæntingu eftir fleygri úrvinnslu og lausn sem einhvern veginn aldrei kom. Mér brá því óneitanlega í brún þegar Fram- haldið var allt í einu búið og hvergi hafði bólað á synþesu sem bragð var að. Ekki þar með sagt að stykkið hafi verið óáheyrilegt, enda tor- fundið leiðinlegt verk eftir Þorkel flutt af sama vandlæti og hér var að heilsa. A-ES-B-B stefið (sótt að klassískum hætti til kAmmErmúS- íkklúBBsins) gerði líka sitt sam- tengjandi gagn í I. þætti, og smákadenzur víólunnar settu mik- inn þokkasvip á II. Hins vegar var stuttu viðlagsstefi þáttarins í mínum eyrum það offlíkað að jaðraði við hjakk – sérstaklega þegar breiðari útfærsla lét á sér standa. Dálítið líkt og þegar stálfjöður er spennt til hins ýtrasta en aldrei leyst úr læðingi. Sjöþættur Strengjakvartett Beethovens frá 1826 er stórbrotið listaverk; það víðfeðmt að tjáningu að ég man úr æsku að plötuforleggj- ara einum þótti viðeigandi að prenta mynd á umslagi af stjörnuþoku í milljóna ljósára fjarlægð. Það er og til marks um flutningskröfurnar að fyrst undir lok síðustu aldar lögðu hérlendir hljómlistamenn til atlögu við þennan kvartett. Tveir þeirra, á 1. fiðlu og selló, birtust hér reyndar aftur eftir 8 ára hlé, og hefur upp- söfnuð reynsla ugglaust skilað sér með vöxtum, þó ekki geti ég borið saman þá og nú sakir fjarveru í fyrra skiptið. Eins og ævinlega, meðan engir ís- lenzkir spilendur starfa fast saman í kvartett árið um kring, þarf í raun- inni kraftaverk til að útkoman standist samanburð við færustu at- vinnuhópa í heimi. En með þeim fyr- irvara lá samt furðuvíða við að kraftaverkið gerðist. Það var helzt í fyrstu hröðu þáttunum (II & III) að vantaði stundum ögn upp á samtaka hrynskerpu. Hæga upphafsfúgan var hins vegar eðalborin, og eftir þaulfágaða ástríðu IV og neistaflug V gat leiðin aðeins legið upp á við. Frábær hópleikur og undraþjál túlkun – eftir atvikum blóðheit, hvöss, dulúðug eða hjartahlý, allt í hrífandi anda þessa tónrisa meðal mannvina. Tónrisinn meðal mannvina TÓNLIST Bústaðakirkja Þorkel Sigurbjörnsson: Tilbrigði fyrir pí- anókvintett (frumfl.). Beethoven: Strengjakvartett í cís Op. 131. Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik fiðla; Þór- unn Ósk Marínósdóttir víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó. Sunnudaginn 4. febrúar kl. 20. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Kammermúsíkklúbburinn „Háleitasti en jafnframt vinalegasti klúbbur lýðveldisins,“ segir meðal annars í dómi Ríkharðs Ö. Pálssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.