Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Og hvað sögðuð þér aftur að nafnið og starfsheitið væri frú? Í dag efnir stjórn Framtíðarlands tilfundar, þar sem ákveðið verður með atkvæðagreiðslu, hvort sam- tökin bjóða fram lista við þingkosn- ingarnar í vor. Samtökin eru andvíg frekari uppbyggingu stóriðju og stórvirkjana.     Í lok októbersagði María Ellingsen, sem á sæti í stjórn Framtíðarlands- ins, að ef í ljós kæmi, að stjórn- málaflokkarnir væru úr tengslum við þær raddir, sem hljómuðu í samfélaginu mundu samtökin bjóða fram.     Ef marka má þessi ummæli Maríuhefur a.m.k. einhver hópur inn- an Framtíðarlandsins komizt að þeirri niðurstöðu að svo sé. Það verður spennandi að sjá hver verður niðurstaða fundarins.     Bjóði Framtíðarlandið fram munþað kollvarpa öllum hug- myndum um hvað gerast kunni í þingkosningunum í vor og slíkt fram- boð getur haft mikil áhrif á stjórn- armyndun að kosningum loknum.     Ef draga má ályktun af þeim miklahljómgrunni, sem náttúruvernd- arsinnar fundu fyrir með málflutn- ingi sínum á síðasta ári vegna Kára- hnjúkavirkjunar má ætla að Framtíðarlandið hafi mikla mögu- leika á að fá fulltrúa kjörna á Al- þingi.     Meiri spurning er frá hverjumþeir taka. Það byggist áreið- anlega töluvert mikið á því hverjir munu skipa framboðslista.     Þó er ljóst að ungt fólk á borð viðMaríu Ellingsen og Andra Snæ Magnason mun draga að sér veru- legt fylgi. STAKSTEINAR María Ellingsen Framtíðarlandið í framboð?                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. -/ -- -' 0 1 +'( +-' +2 +-3 -1 4! 4!   5 4! 6 *%   ) % ) %      5 4!  ! 5 4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   +-/ +'- - / 7 3 - / - 7 +-' 4! ) % 5 4! 4! 5 4! 4! 4!  !5*%    !5     !5 "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) +7 +1 +0 +-- +2 +-7 +2 +' ' +( - 5 4! ) % ) % 5 4! 5 4!     ! ) % 4! 4! 4! 9! : ;                      " # $ %   &   #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89    = 7- >         /     :! : *  4! ;      <   =     / 2 ;  - 3       <6  : (+-78 4!  ; <   !    >  % / 2 ;             < : 7+(8 % 5 4! ;  (=-7 *% 5   >  % ' 1 ;     <   ?< *4  *@    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" 7-7 2'/ /'3 /;1 /;. /;7 0'/ ---3 -.3 3'2 -27' -170 177 -'70 '-./ '77( -720 -(.2 02- -//0 027 0'7 -17. -1'2 -1/( -1// '//7 7;3 -;( -;/ -;( /;1 /;. /;' /;7 7;. -;1 -;/ -;1 /;'            Árni Þór Sigurðsson | 6. febrúar Gamla stefið betra Ég er einn þeirra fjöl- mörgu sem vilja gjarn- an halda í það sem gott er – jafnvel þótt það sé komið til ára sinna! Það á við um fréttastef Ríkisútvarpsins. Þess vegna get ég tekið undir með þeim sem að undanförnu hafa skrif- að pistla um fréttastefið og vinsam- legast beðið fréttastjórann, Óðin Víking, um að koma með gamla stef- ið aftur. Það var engin þörf að breyta. Meira: arnith.blog.is Magga Stína | 6. febrúar 2007 Frjáls og flott Ég hef aldrei tekið eft- ir því áður hvað Elaine í Seinfield er kúl per- sóna. Þessi þættir byrjuðu árið 1990 eða eitthvað um það leyti og þarna er þessi flotta stelpa, eina stelpan í vinahópnum sem er alltaf að skipta um kærasta og er í fínni vinnu og er bara töff. [...] Enn í dag þykir ekkert sjálf- sagt að kona lifi „frjálsu“ kynlífi eins og henni þykir henta án þess að fá einhvern neikvæðan stimpil á sig. Meira: maggastina.blog.is Lára Stefánsdóttir | 6. febrúar Flugstöð í Perluna Þetta kofaskrifli sem hýsir flugstöðina í Reykjavík er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hvað er athugavert við að Iceland Express hreinlega leggi sínum flugvélum annarsstaðar s.s. við Loft- leiðahótelið og noti Perluna með ferjukláf til að fara út á flugvöll eða hótelið sjálft? [...] En það er greini- lega harka í Flugfélaginu núna því hingað til hefur það leyft öðrum flugfélögum að nota húsið sitt. Meira: t.lara.blog.is Kári Gylfason | 6. febrúar Byrgið og Breiðavík Undarlegra er þó þegar forsætisráðherra segir sér brugðið vegna illrar meðferðar á drengjum á upptökuheimilinu í Breiðuvík fyrir nokkr- um áratugum. En kannski sér Geir Haarde sjálfan sig í þessum mönnum og finnur til sam- kenndar með jafnöldrum sínum og kynbræðrum. Ef til vill bregður hon- um vegna þess að hann áttar sig á hve hamingjusöm og áhyggjulaus hans eigin æska var í raun. Mér finnst a.m.k. merkilegt að for- sætisráðherra, þessum saklausa dreng, hafi ekki brugðið neitt sér- staklega þegar í ljós kom að for- stöðumaður ríkisstyrkts meðferð- arheimilis hafi um árabil beitt skjólstæðinga sína kynferðislegri misnotkun og ofbeldi. Forsætisráð- herra var ekki brugðið, þrátt fyrir að hafa setið í ríkisstjórn á sama tíma og ofbeldismaðurinn óð uppi. En auðvit- að er erfitt fyrir forsætisráðherra að skilja alvarleika kynferðislegs ofbeld- is. Auðvitað er erfitt fyrir hann að setja sig í spor kvenkyns fórn- arlamba. Hann er jú nýbúinn að læra að það sé ekki sniðugt að tala um kon- ur sem „eitthvað sem gerir sama gagn“. [...] Árið 1975 var unnin skýrsla um heimilið í Breiðuvík. Í dag sagði Geir að afla þurfi upplýsinga um málið og „tryggja, að ekkert af þessu tagi við- gangist í þjóðfélaginu í dag“. Það væri óskandi að hann tæki jafn sterkt til orða um Byrgismálið, sem hann ber þó meiri ábyrgð á. Meira: kari.blog.is Dofri Hermannsson | 5. febrúar Rifist um sauði En SUSarar eru ekki einu stekkjarlömbin sem jarma sáran yfir ákvörðun sauðfjár- málaráðherrans. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, for- maður Heimdallar, ját- aði í sjónvarpi í síðustu viku að það væri augljós ágreiningur á milli Heimdallar og þingflokks Sjálfstæð- ismanna um sauðfjársamninginn. Henni fannst samingurinn alveg frá- leitur. Hún er tæpast eini svarti sauð- urinn í einslitri sauðahjörð Sjálfstæð- isflokksins. Meira: dofri.blog.is VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Baugi Group: „Enn á ný hefur það gerst í Baugsmálinu að emb- ætti Ríkislögreglu- stjóra lekur upplýs- ingum til fjölmiðla í því skyni að koma höggi á fyrrverandi og núverandi starfsmenn félagsins. Nú er svo komið að jafnvel skattyfirvöldum er nóg boðið líkt og fram hefur komið í fréttum RUV undanfarna daga. Af þessu tilefni skal tekið fram að þær fjárhæðir sem nefndar hafa verið í fréttum RUV eru slitnar úr samhengi. Allar starfstengdar greiðslur til æðstu yfirmanna Baugs voru samningsbundnar í starfssamn- ingum og allt tal um að þær hafi verið teknar úr sjóðum félagsins ófrjálsri hendi, eins og skilja mætti af fréttum RUV, eru al- gjörlega úr lausu lofti gripnar. Baugur Group vill vekja athygli á því að reglur um skattlagningu vegna kaupréttar á hlutafé voru óljósar á þeim tíma sem um ræðir, samanber hæstaréttardóm í máli skattayfirvalda vegna starfsmanna Landsbanka Íslands. Svo virðist sem til- gangur nýjasta lekans af hálfu embættis Ríkislögreglustjóra sé að hafa áhrif á aðal- meðferðina í eftir- stöðvum Baugsmáls- ins sem hefst í Héraðsdómi Reykja- víkur í næstu viku. Í Hæstarétti var Har- aldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, dæmdur vanhæfur til þess að stjórna rann- sókninni á skattamál- inu. Stofnunin sem hann stýrir heldur samt áfram að beita slíkum brögðum líkt og ekkert hafi í skorist, sbr. ummæli í grein for- stöðumanns stjórnsýslusviðs emb- ættisins, Páls E. Winkel, um rann- sókn Baugsmálsins í Morgun- blaðinu sl. laugardag. F.h. Baugs Group hf. Hreinn Loftsson, hrl., stjórnarformaður.“ Tilkynning frá Baugi Group Hreinn Loftsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.