Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 7
Sensa, IP samskiptalausnir, stofnuð: 2002
Fjöldi starfsmanna: 17
Músafjöldi: 53
Tölvupóstar á viku: 3467
Þín starfsemi skiptir okkur öll miklu máli
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 7
NÝ aðalræðisskrifstofa Íslands í
Færeyjum, sem tekur til starfa í
vor, verður að líkindum til húsa í
Fógetastofu, eða Fútastovu, í
miðbæ Þórshafnar, samkvæmt
upplýsingum Péturs Ásgeirs-
sonar, skrifstofustjóra í utanrík-
isráðuneytinu. Húsið á sér langa
sögu en það var reist árið 1770.
„Það standa yfir samninga-
viðræður við eiganda Fútastov-
unnar. Við eigum ekki von á öðru
en að samningar muni nást,“ seg-
ir Pétur en viðræðurnar eru að
hans sögn á lokastigi.
Pétur segir að skrifstofan muni
taka til starfa 1. apríl næstkom-
andi. Þar mun starfa einn íslensk-
ur diplómat auk þess sem stað-
arráðinn ritari verður á
skrifstofunni. Enn er verið að
leita að íbúðarhúsi fyrir fulltrúa
utanríkisþjónustunnar í Þórshöfn.
Fógetastofan var sem fyrr segir
byggð árið 1770. Húsið stendur
alveg niðri við höfnina í miðbæ
Þórshafnar. Í næsta nágrenni eru
stjórnarbyggingar Færeyinga.
Pétur segir ánægju ríkja með
valið á húsnæðinu í Þórshöfn.
„Þetta er 150 fermetra hús en þar
af eru um 40 fermetrar undir súð.
Við gerum ráð fyrir að þarna
verði hægt að halda minni menn-
ingarviðburði, jafnvel sýningar,
tónleika eða slíkt,“ segir Pétur.
Tvö skrifstofuherbergi eru í hús-
inu, auk salar sem hægt væri að
nýta undir viðburði á menning-
arsviðinu og fundi. Þá er hin
þekkta sumarhátíð Færeyinga,
Ólafsvakan, haldin á hafnarplön-
unum sem eru í næsta nágrenni
hinnar væntanlegu aðalskrifstofu.
Húsnæði fundið
í Færeyjum
Aðalræðisskrifstofa Fógetastofan í Þórshöfn eða „Fútastovan“ mun hýsa
hina nýju skrifstofu Íslendinga í Færeyjum. Var húsið reist árið 1770.
RÁÐGJAFARSTOFA um fjármál
heimilanna afgreiddi í fyrra tæplega
600 umsóknir um ráðgjöf, að sögn
Ástu Sigrúnar
Helgadóttur, for-
stöðumanns. Bak-
við hverja um-
sókn getur verið
heil fjölskylda svo
ráðgjöfin snertir
mun fleiri en
fjöldi umsókn-
anna gefur til
kynna. Þeir sem
biðja um ráðgjöf
þessa dagana geta átt von á að kom-
ast að eftir um vikutíma. Þjónusta
ráðgjafarstofunnar er gjaldfrí.
Greiðslukortareikningar jólanna
eru nú gjaldfallnir og sagði Ásta að
þessum mánaðamótum fylgdi ákveð-
in sveifla í eftirspurn eftir ráðgjöf.
En eru vaxtahækkanirnar ekki að
valda fólki erfiðleikum?
„Okkar viðskiptavinir eru fólk sem
á í verulegum greiðsluerfiðleikum.
Við vaxtahækkanirnar verða
greiðsluerfiðleikarnir enn meiri,“
sagði Ásta. Hún sagði skuldir vegna
fasteignakaupa oft vera stærstu
skuldir fólks. Í fyrra brá svo við að
meirihluti þeirra sem leituðu ráð-
gjafar átti ekki fasteign en var á
leigumarkaði. „Sumir hafa misst
fasteignina, en stundum er staðan sú
að þrátt fyrir háa leigu er hagstæð-
ara fyrir fólk að vera á leigumarkaði
en að reyna að borga af einhverju
sem það ræður ekki við. Á leigu-
markaði getur fólk einnig hugsan-
lega fengið húsaleigubætur,“ sagði
Ásta.
Ráðgjafarstofan verður 11 ára í
næstu viku. Taldi Ásta að einstæðar
mæður hefðu verið stærsti einstaki
hópurinn sem leitað hefði til stofunn-
ar frá upphafi og svo var einnig í
fyrra. Þá leita konur almennt frekar
eftir fjármálaráðgjöf en karlar. Ásta
sagði athyglisvert að einhleypum
körlum sem leituðu ráðgjafar hefði
fjölgað. Þeir væru þá gjarnan frá-
skildir og ekki með forsjá barna
sinna. Viðskiptavinirnir eru þver-
skurður af þjóðfélaginu, að sögn
Ástu. Stór hópur hefur lágar tekjur,
aðrir eru með háar tekjur en hafa
lent í áföllum á borði við veikindi og
skilnað. „Það er lítil hefð hjá okkur
Íslendingum fyrir sparnaði. Ef eitt-
hvað gerist þá hrynur allt og fólk á
enga varasjóði,“ sagði Ásta. „Mér
finnst persónulega að það eigi að
vera meiri fræðsla um fjármál í
skólakerfinu. Fjármál eru eitt af
stærstu verkefnum lífsins og það
vantar fræðslu um hvernig maður
heldur utan um þau.“
Frá upphafi hafa nær 7.000 fjöl-
skyldur fengið aðstoð ráðgjafarstof-
unnar við að leysa úr fjárhagsvand-
ræðum sínum. Auk þess hafa nokkur
þúsund manns fengið ráðgjöf sím-
leiðis.
Félagsmálaráðuneytið stofnaði
ráðgjafarstofuna í febrúar 1996 sem
tilraunaverkefni. Nýtt samkomulag
um hlutverk og rekstur ráðgjafar-
stofunnar var undirritað 17. febrúar
2005. Að því standa: ASÍ, BHM,
BSRB, félagsmálaráðuneytið, Íbúða-
lánasjóður, Glitnir hf., KB banki hf.,
Landsbanki Íslands hf., Landssam-
tök lífeyrissjóða, Rauði kross Ís-
lands, Reykjavíkurborg, Kópavogs-
bær, Samband íslenskra sparisjóða,
Samband íslenskra sveitarfélaga og
Þjóðkirkjan.
Um 600 fengu
fjármálaráðgjöf
Í HNOTSKURN
»Ráðgjafarstofa um fjármálheimilanna veitir fólki,
sem á í verulegum greiðsluerf-
iðleikum og komið er í þrot
með fjármál sín, endurgjalds-
lausa ráðgjöf.
»Ráðgjafarstofan skal veitafólki aðstoð við að fá yf-
irsýn yfir stöðu mála, hjálpa
því við að gera greiðsluáætl-
anir, velja úrræði og hafa
milligöngu um samninga við
lánardrottna ef þess er þörf.
Ásta Sigrún
Helgadóttir