Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 44
Í HNOTSKURN
»Félagsmálaráðherra segir Breiðavík-urmálið mjög alvarlegt og því þurfi
að athuga þau gögn sem finnast um málið
og setja athugun þess í réttan farveg.
»Ráðherra tjáir sig ekki um það hvorttil greina komi að greiða fórn-
arlömbum ofbeldis í Breiðavík skaðabæt-
ur og segjr jafnframt varhugavert að
dæma alla sögu Breiðavíkur út frá fram-
komnum vitnisburði.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra seg-
ir íslensk yfirvöld vera að reyna að átta sig á eðli
og umfangi þeirra atburða sem fjöldi manna
hefur greint opinberlega frá að hafi átt sér stað
á upptökuheimilinu í Breiðavík, þ.e. kynferðis-
ofbeldis og annars ofbeldis gegn skjólstæðing-
um heimilisins.
„Það er verið að afla upplýsinga og athuga
hvaða gögn eru til,“ segir Magnús. „Síðan mun-
um við reyna að átta okkur á framhaldi málsins,
þ.e. í hvaða farveg það verður sett. Það liggur
ekki nákvæmlega fyrir núna hvernig verður far-
ið í það, en ríkisstjórnin mun fjalla um það. Mál-
ið snertir fleiri ráðuneyti en félagsmálaráðu-
neytið,“ segir hann.
Magnús tjáir sig ekki um það hvort til greina
komi að greiða þeim mönnum bætur sem í æsku
sættu illri meðferð á upptökuheimilinu, líkt og
gert hefur verið í Noregi í þeirri viðleitni að
bæta fyrir skaða sem norsk börn fyrr á árum
urðu fyrir á upptökuheimilum.
Mjög alvarlegt mál
Aðspurður segist Magnús ekki dæma um al-
varleika málsins, þ.e. hvort hér sé um að ræða
eitt alvarlegasta mál sinnar gerðar, en segir
engu að síður að málið sé mjög alvarlegt. Hann
tekur fram að óvarlegt sé þó að fullyrða að
ástandið hafi verið slæmt allan þann tíma sem
heimilið var starfrækt.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson borgarstjóri hef-
ur óskað eftir öllum upplýsingum sem til eru um
fjölda barna sem send voru til Breiðavíkur á
vegum Reykjavíkurborgar á árunum 1953-1970
og jafnframt að rannsakað verði hver urðu af-
drif þeirra að Breiðavíkurdvölinni lokinni.
Reyna að átta sig á
fortíð Breiðavíkur
Ill meðferð drengja | 10
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 38. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Hæg austlæg
eða breytileg átt
og yfirleitt létt-
skýjað. 8–13 m/s
og dálítil él syðst á landinu.
» 8
Heitast Kaldast
-2°C -7°C
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
SAMKOMULAG um kaup Avion
Aircraft Trading (ATT) á sex nýj-
um Airbus A330-200F fraktvélum
var undirritað í höfuðstöðvum
Airbus í Toulouse í Frakklandi í
gær og er það í fyrsta skipti sem
íslenskt fyrirtæki kaupir nýjar
vélar af Airbus-verksmiðjunum.
Listaverð vélanna er samtals 6,7
milljarðar en forsvarsmenn ATT
segja kaupverðið umtalsvert
lægra og er auðheyrt að þeir telja
sig hafa náð mjög góðum samn-
ingi. Vélarnar verða afhentar á
árunum 2010 og 2011.
„Það er trúnaðarmál,“ sagði
Hafþór Hafsteinsson, stjórn-
arformaður ATT, þegar hann var
spurður um kaupverðið í gær.
Hann sagði að ákvörðun ATT um
kaupin byggðist á því hagstæða
verði sem um var samið og spám
um mikinn vöxt í fraktflutningum
með flugi á næstu 20 árum. Við
samningagerðina hefði vegið
þungt að hjá ATT hefðu menn
reynslu af því að kaupa nýjar vél-
ar og að ATT væri aðeins fjórða
fyrirtækið til að semja við Airbus
um kaup á A330-200F fraktvél-
inni, en fyrsta vélin af þeirri teg-
und verður afhent árið 2009.
Fjármögnun hefur verið tryggð
með samningum við erlenda fjár-
festingasjóði.
ATT kaupir flugvélar og leigir
þær síðan áfram eða selur. Haf-
þór sagði að viðræður væru hafn-
ar við flugfélög í Evrópu en var
ófáanlegur til að gefa upp hvar í
Evrópu þessi félög væru staðsett
og hann vildi alls ekkert segja um
hvort í þeim hópi væru íslensk
flugfélög.
ATT er í 51% meirihlutaeigu
Hafþórs Hafsteinssonar og Arn-
gríms Jóhannssonar, stjórnenda
og annarra fjárfesta og 49% eru í
eigu Eimskipafélags Íslands. Fé-
lagið hefur nú alls keypt 27 flug-
vélar, þ. á m. átta nýjar Boeing
777 flugvélar sem verða afhentar
árið 2009. | 11
Kaupa sex nýjar Airbus-fraktvélar
Á flugi Tölvugerð mynd af Airbus vél í litum Avion.
Fyrst íslenskra
félaga til að kaupa
nýjar Airbus-vélar
SAKSÓKNARI efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjóra hafnar því að nokkuð hafi ver-
ið óeðlilegt við að skattrannsóknarstjóri
svaraði beiðni ríkislögreglustjóra og veitti
embættinu umbeðnar upplýsingar um af-
greiðslu á meintum skattsvikabrotum nokk-
urra einstaklinga tengdra Baugi Group, seg-
ir í fréttatilkynningu
ríkislögreglustjóraembættisins í gær.
Baugur segir m.a. í sinni fréttatilkynningu
vegna málsins að allar starfstengdar
greiðslur til æðstu yfirmanna Baugs hafi ver-
ið samningsbundnar í starfssamningum.
Í tilkynningu saksóknarans segir m.a. að
tilefni beiðninnar um upplýsingar hafi eink-
um verið að leiða í ljós hvort tilefni væri til að
hefja rannsókn opinbers máls vegna per-
sónulegra skattskila einstaklings sem hafði,
skv. upplýsingum í skýrslu skattrannsókn-
arstjóra, dregið undan u.þ.b. 94 milljónir
króna af launatekjum sem greiddar voru
honum árin 1998–2000, auk tekna að fjárhæð
á þriðja tug milljóna sem greiddar voru
einkahlutafélagi hans.
Baugur vekur í fréttatilkynningu sinni at-
hygli á því að reglur um skattlagningu vegna
kauprétta á hlutafé hafi verið óljósar á þeim
tíma sem um ræðir, samanber hæstaréttar-
dóm í máli skattayfirvalda vegna starfs-
manna Landsbanka Íslands. | 8 og 9
Segir ekkert
óeðlilegt við
beiðni rls.
Greiðslur voru samnings-
bundnar segir Baugur GEIR Haarde forsætisráðherra var heið-ursgestur á árlegri þorragleði eldri borgara í
Grafarvogi í gær. Samkoman var haldin í safn-
aðarsal Grafarvogskirkju og var þorramatur
á borðum. Snar þáttur þorragleðinnar er að
bjóða stjórnmálamanni að taka þátt og er jafn-
an glatt á hjalla og mikið sungið. Sjálfur söng
ráðherrann einsöng við góðar undirtektir og
söng einnig tvísöng með Þorvaldi Halldórs-
syni. Tóku þeir saman hið þekkta lag Á sjó. Í
veisluávarpi sínu gat ráðherra þeirra miklu
breytinga sem elsta kynslóðin hefði upplifað.
Morgunblaðið/RAX
Söngglaður ráðherra hjá eldri borgurum
♦♦♦
AÐ MATI formanns Félags grunnskóla-
kennara hefur slitnað upp úr viðræðum
grunnskólakennara og sveitarfélaga um
samningsbundna endurskoðun á launum
kennara.
Eftir langt verkfall haustið 2004 sam-
þykktu grunnskólakennarar naumlega
kjarasamning til þriggja ára sem hafði að
geyma ákvæði um að endurskoða skyldi
samninginn vegna efnahags- og kjaraþró-
unar til 2006. Ólafur Loftsson, formaður
Félags grunnskólakennara, segir að auk
þeirra hækkana sem samið hafi verið um að
tækju gildi nú um áramótin hafi sveitar-
félögin boðið 0,75% hækkun. „Við teljum að
það sé langur vegur í að það bæti þá efna-
hags- og kjaraþróun sem orðið hefur á
þessu tímabili. Við höfum líka bent á að við
höfum dregist verulega aftur úr öðrum upp-
eldis- og menntunarstéttum.“
Ólafur bendir á að grunnskólakennarar
hafi í haust boðið 6–7% hækkanir sem væru
hóflegar í samanburði við aðrar sambæri-
legar stéttir. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson,
formaður launanefndar sveitarfélaganna,
segir aðila sammála um að leggja eigi sam-
komulag SA og ASÍ vegna efnahagsþróun-
ar til grundvallar en deilt sé um hvernig eigi
að nota það til viðmiðunar. Hann segist ekki
líta svo á að slitnað hafi upp úr viðræðunum
og telur að enn sé von til að ná megi sáttum.
Óttast hann að erfiðir tímar séu framundan
í kjaraviðræðunum en mikilvægt sé að að-
ilar nái sáttum, enda vilji enginn endurtaka
það sem gerðist haustið 2004.
Deilan er
enn í hnút
Gunnar Rafn
Sigurbjörnsson
Ólafur
Loftsson