Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 21 Sigmundur Benediktsson yrkirtil Jóns Ingvars Jónssonar „hálfaldraðs“ á fimmtugsafmælinu: Ei skal tefja heldur hefja háttaflæði, saman stefja kynlegt kvæði, kræft og skefjalausast æði. Græskuhraust, við gátið laust það getur orðast, sannleiksflaustur síst það forðast, sjafnarnaustið við það skorðast. Heillum faldist hálfrar aldar heiðursmaður. Geymir aldur ekki staður, orðaskvaldursræpuglaður. Fer með hrannir ferðamanna fjöll og dali, með þeim kannar sólarsali, seðja kann úr fræðamali. Einn er Jón sem uppá trónir orðabrasi, tár úr Sónar- teygar glasi, tamur þjónar gleði masi. Langar stundir ljóðaglundur leirar saman. Hann er undur frjór í framan, fetar bundið háttagaman. Út og suður efnisruður upp hann tínir, ýmsar kruður í þeim sýnir andans buðlungsviskurýnir. Sínum ota oft vill tota enn á kvöldin. Engu slota ellivöldin, ákaft notast sáttagjöldin. Sæll við stunur sáttur unir, síst er grip þur, mettar funa munarlipur margföldunar smíðisgripur. Saman kyndi ást og yndi ævidaginn næmur, fyndinn, lipur, laginn láttu myndast gleðibraginn. VÍSNAHORNIÐ Jón Ingvar fimmtugur pebl@mbl.is NÝ bandarísk rannsókn gefur til kynna að ofdrykkja sé meira vanda- mál en áfengisfíkn. Ofdrykkja er skilgreind sem fimm drykkir eða meira hverju sinni sem drukkið er. Faraldsfræðingurinn Jim Roeber sem starfar hjá heilbrigðisyf- irvöldum í Nýju Mexíkó í Banda- ríkjunum, þar sem rannsóknin var gerð, segir að rannsóknir hingað til hafi ofmetið þátt áfengisfíknar í þeim heilsufarsvandamálum sem fylgja drykkju og vanmetið of- drykkju. Alkóhólismi er skilgreindur sem óstjórnleg fíkn en ofdrykkja er mis- notkun áfengis meðal þeirra sem ekki eru alkóhólistar. Rannsóknin tók til rúmlega fjögur þúsund áfengisneytenda. Af þeim voru aðeins tæp 2% fíklar en rúm 16% drukku meira en landsmeðaltal. Sagt er frá rannsókninni á norska vísindavefnum forskning.no og jafn- framt frá viðleitni þar í landi til að auka hófdrykkju en draga úr fyll- eríi. Að sögn talsmanns áfengisvarnarráðs Noregs, SIRUS, hafa drykkjuvenjur Norðmanna breyst þannig á síðustu áratugum að hófdrykkja hefur aukist en án þess að draga úr fylleríi. Ofdrykkja meira vanda- mál en alkóhólismi Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Síðumúla 3, sími 553 7355 Undirfatnaður - kvenfatnaður Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. Opið frá kl. 11-21 í kvöld og morgun, fimmtudag. Sprengivika 7.-14. febrúar Útsala 30-60% afsl. af völdum vörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.