Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STERKIR MENN Á STERUM Umfang ólöglegrar notkunar horm-óna virðist vera mikið hér á landi og er það magn, sem gert hefur verið upptækt af steratöflum á þessu ári til marks um það. Í liðinni viku voru 30 þús- und steratöflur gerðar upptækar og í janúar fundust um 13 þúsund töflur í vörusendingu. Sumir íþróttamenn hafa löngum reynt að beita brögðum til að skara framúr og þeir, sem hafa verið gripnir, hafa komið óorði á greinar sín- ar. Þá virðist ekki aðeins freista afreks- íþróttamanna að nota stera, heldur einnig þeirra, sem stunda almenna lík- amsrækt. Íþróttamenn taka margfalda þá skammta, sem líkaminn þolir. Röng notkun stera getur, þegar fram í sækir, verið stórhættuleg heilsu manna ef ekki banvæn. Eins og fram kemur í fréttaskýringu eftir Andra Karl í Morgunblaðinu í gær eru aukaverkanir gerólíkar eftir sterategundum. Þeir sem taka inn hormóna til þess að byggja upp vöðvamassa nota svokallaða vefaukandi stera. Líkamleg áhrif þeirra eru einkum á hjartað og æðakerfið, meðal annars æðakölkun. „Þetta er eiginlega öldrun í kerfinu, fitusamsetningin í blóðinu breytist alveg,“ segir Birgir Guðjóns- son, læknir og fyrrverandi formaður ís- lensku lyfjanefndarinnar. „Svo verður lifrarskaði ef notkun er til langframa.“ Einnig er talið að samband geti verið milli steranotkunar og ófrjósemi og notkun þeirra geti haft áhrif á geðsmuni notandans. Sterar eru einnig notaðir til lækn- inga, barksterar gegn bólgusjúkdóm- um, astma og liðagigt, vefaukandi ster- ar til uppbyggingar vegna sjúkdóma á borð við krabbamein og alnæmi. Stera- gjafir til lækninga eru heldur ekki án aukaverkana og læknar eru ekki á eitt sáttir um ágæti stera. Því er nauðsyn- legt að sjúklingum sé gerð rækileg grein fyrir því hvaða áhætta getur verið í því fólgin að nota þá. Ábyrgð íþróttahreyfingarinnar í þessum efnum er mikil. Fyrrverandi formaður Kraftlyftingasambands Ís- lands var gripinn með sterana, sem voru gerðir upptækir í liðinni viku. Hversu mikla áherslu leggur Kraftlyft- ingasambandið á að vara við steranotk- un í málflutningi sínum? Kemur sam- bandið því rækilega til skila til félaga sinna að steranotkun verði ekki liðin meðal þeirra? Hvað með greinar eins og hreysti, sem er vaxandi keppnisgrein hér á landi? Hvorug þessara íþrótta- greina er háð reglulegu lyfjaeftirliti ÍSÍ, þótt til dæmis hafi verið gerð próf þegar keppt hefur verið í hreysti. Kraftlyftingamenn hafa einnig farið í próf þegar þeir hafa keppt. Raunin er hins vegar sú að auðvelt er að fela notk- unina með því að hætta hæfilega löngu fyrir keppni til þess að hún mælist ekki. Lyfjaeftirlit ætti því ekki aðeins að mið- ast við keppni. Steranotkun er dauðans alvara. Þeir sem taka stera geta litið út eins og ofurmenni um stund, en þeir leggja heilsuna undir. KYNFERÐISOFBELDI DREGIÐ FRAM Í DAGSLJÓSIÐ Lýsingar manna, sem vistaðir voruá drengjaheimilinu Breiðavík, íKastljósi Ríkissjónvarpsins undanfarin tvö kvöld, eru hryllilegar. Drengir, sem sendir voru til Breiðavík- ur á áratugunum eftir miðja síðustu öld voru samkvæmt þessum frásögnum kerfisbundið beittir margs konar of- beldi, þar á meðal kynferðislegu, og hafa margir þeirra aldrei beðið þess bætur. Ríkisstjórnin tók málið upp á fundi sínum í gærmorgun og það var síðan rætt utan dagskrár á Alþingi að frum- kvæði Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur, formanns Samfylkingarinnar. Magnús Stefánsson félagsmálaráð- herra boðaði í þeim umræðum að úttekt yrði gerð á starfsemi heimilisins og sagði að stjórnvöld myndu vinna hratt og vel að því að upplýst yrði hvað fram fór innan veggja Breiðavíkurheimilis- ins. Þá hefur Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, borgarstjóri í Reykjavík, óskað upplýsinga um drengi, sem vistaðir voru þar á vegum borgarinnar, en fram hefur komið að þeir hafi verið um 100 talsins. Þetta er annað málið af þessu tagi, sem kemur upp á nokkrum árum. Fyrir fáeinum árum upplýstist að fjölmörg heyrnarlaus börn hefðu verið beitt kyn- ferðislegu ofbeldi í Heyrnleysingja- skólanum fyrir nokkrum áratugum. Ríkisstjórnin samþykkti þá, að höfðu samráði við Félag heyrnarlausra, að veita fé til að finna úrræði til að tryggja heyrnarlausum einstaklingum, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, viðeigandi meðferð. Hins vegar hefur enn ekki verið dregið fram í dagsljósið hvað gerðist nákvæmlega innan veggja skólans eða hverjir báru ábyrgð á að varnarlaus börn voru þar beitt ofbeldi. Rannsókn á högum heyrnarlausra, sem nýlega var gerð opinber, leiddi hins vegar í ljós að um þriðjungur heyrn- arlausra Íslendinga hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Full ástæða er til að taka undir til- lögur um að rannsókn á þessum málum nái ekki aðeins til Breiðavíkurheimilis- ins, heldur einnig Heyrnleysingjaskól- ans og annarra stofnana. Ef sannanir fyrir kerfisbundnu og viðvarandi kyn- ferðislegu ofbeldi á tveimur stofnunum, þar sem átti að hlúa að börnum, koma í ljós er ekki hægt að útiloka að slíkt hafi gerzt víðar. Mörg þeirra mála, sem hér um ræðir, eru vafalaust fyrnd. En það er nauðsyn- legt að umfang þeirra og eðli komi fram í dagsljósið til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að slíkt gerist nokkurn tímann aftur. Hafa þarf uppi á þolendunum til þess að þeir geti fengið þann stuðning og meðferð sem við á þótt síðbúin sé. Og auðvitað er það líka brýnt, í þágu þeirra sem störfuðu við stofnanir þar sem slík afbrot viðgengust, en brutu ekkert af sér, að staðreyndir mála liggi fyrir eins og hægt er. Fram kom á Alþingi í gær að í Noregi og Svíþjóð hefðu svipuð mál komið upp og þolendum ofbeldisins, sem fram hefði farið á stofnunum á vegum hins opinbera, hefðu þar verið greiddar bæt- ur. Slíkt væri að minnsta kosti vottur þess að samfélagið legði ekki blessun sína yfir það, sem gert var á hluta þessa fólks. Rannsókn og meðferð þessara mála er nauðsynlegur liður í þeirri viðleitni að þvo burt þann blett, sem kynferð- islegt ofbeldi gegn börnum er á sam- félagi okkar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Geta sjúkrastofnanir veriðhættulegar lífi og heilsusjúklinga vegna mistakastarfsmanna? Kannanir sem gerðar hafa verið á síðustu ár- um í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og fleiri löndum gefa til kynna að óhöpp og mistök af ýmsu tagi séu algeng, ganga má út frá því að eitthvað komi upp á í tíunda hverju tilfelli innlagna á sjúkrahús. Oftast er þó um að ræða eitthvað saklaust en ekki alltaf. Sir Liam Donaldson hefur verið landlæknir Bretlands síðan 1998 og verður hann aðalfyrirlesari á mál- þingi landlæknisembættisins á Hót- el Nordica á morgun um öryggi sjúklinga. Donaldson átti frum- kvæði að því að Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin, WHO, ýtti árið 2004 úr vör átaki sem nefnt er Al- þjóðasamtök um öryggi sjúklinga. – Þú hefur lengi lagt þunga áherslu á umbætur í öryggi sjúk- linga. Hvers vegna? „Það sem fyrst og fremst rak mig áfram var umfang vandans. Ég var búinn að heyra sögur af því að sjúk- lingar hefðu dáið eða orðið fyrir heilsutjóni vegna þess að þeir fengu ekki rétt lyf. Síðan fór ég að kynna mér rannsóknir sem höfðu verið gerðar, einkum könnun sem gerð var af hálfu liðsmanna Harvard- háskóla í Bandaríkjunum snemma á tíunda áratugnum. Þar kom fram að tíðni innlagna þar sem mistök eru gerð gæti verið 10% af öllum inn- lögnum, tíundi hver sjúklingur fengi ranga meðhöndlun vegna mis- taka á sjúkrahúsinu. Kannanir sem gerðar hafa verið síðan annars stað- ar í Bandaríkjunum, í Ástralíu, á Nýja-Sjálandi og í Bretlandi hafa staðfest að hlutfallið sé líklega ná- lægt þessu. Að finna orsakirnar Menn vissu í sjálfu sér að þessi vandi var til staðar en höfðu ekki áttað sig á því hve mikill hann var í samanburði við ýmis önnur vanda- mál sem tengjast meðhöndlun sjúk- linga. Bent var á að í öðrum at- vinnugreinum, t.d. flugrekstri, hefði komið í ljós að hægt væri að ná tök- um á vanda af þessu tagi ef gerð væri gangskör að því að finna or- sakir mistakanna.“ – Ef læknir gerir slæm mistök eru afleiðingarnar oft alvarlegar. Eru læknar af þessum sökum kannski tregari til að gangast við mistökum en aðrar stéttir? „Þeir eru líklega tregari til þess en aðrir vegna þess að fjölmiðlar hneigjast oft til að reyna að finna sökudólga og heimta refsingar þeg- ar fjallað er um mistök og slys í heil- brigðisþjónustu. Ef læknir eða hjúkrunarfræðingur viðurkennir að mistök hafi orðið er afleiðingin því oft sú að viðkomandi starfsmaður er sagður hafa valdið atvikinu. Reynsl- an úr öðrum atvinnugreinum sýnir að ef sá sem viðurkennir mistök sætir aðkasti freistast fólk fram- vegis til þess að viðurkenna ekki að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Og sé ekki sagt frá mistökum er ljóst að við lærum ekkert af þeim. Þetta merkir ekki að aldrei sé hægt að krefjast þess að fólk geri grein fyrir því sem það hefur gert. En oftast er um það að ræða að heiðarlegt fólk gerir mistök við að- stæður þar sem hægt er að segja að kerfið sé veikburða, gerir mistök við aðstæður sem segja má að ýti undir hættuna á slíkum atvikum. Ég nefni sem dæmi að ef um er að ræða of margar tegundir lyfja með líkar merkingar og í svipuðum um- búðum er meiri hætta en ella á að einhver rugli þeim saman. Við ætt- um því að bæta kerfið og skipulagið með því að nota hentugri hönnun, litakóða og merkingar til að fyr- irbyggja slík mistök. Það er því varasamt að leita söku- dólga. Andrúmsloft þar sem lögð er áhersla á að fólk sé opinskátt og sýni hreinskilni, þar sem reynt er að læra af mistökum er líklegra til að minnka hættu á mistökum og óhöppum.“ – Í Bandaríkjunum er algengt að læknar og sjúkrahús séu lögsótt vegna mistaka og að reynt sé að fá þessa aðila til að greiða sektir … „Þannig viðbrögð ýta að mínu mati undir að fremur sé leitað söku- dólga en lausna á vandanum. En jafnframt eykst hættan á að reynt sé að þagga niður mistök, einnig að stundaðar séu svokallaðar varn- arlækningar [e. defensive medic- ine], menn efna þá til ónauð legra rannsókna til þess að geti, ef eitthvað kemur upp sig með því að vísa til þeirr sjúklingur til dæmis sendu í röntgenmyndatöku enda þ ætti að duga. Ónauðsynlegar rannsókn ekki endilega gagnlegar fyr linginn. En auk þess held é ar efnt er til málaferla vegn meintra mistaka sé oft fund miðlun utan réttarsalanna. við um 90% af slíkum málum landi og veldur því að ekki að læra af því sem gerst he lýsingar um smáatriðin ligg lausu fyrir aðra en málsaði og því leiðir þetta ekki til u sviði öryggis sjúklinga.“ – Þegar rætt er um fórna slíkum málum er venjulega sjúklinginn. En þú hefur lík um fórnarlamb númer tvö, manninn sem talinn er bera á atvikinu. Þarf að huga be stöðu hans? „Vissulega, umræddir st menn hafa oft orðið sjálfir f miklu áfalli vegna mistaka tagi. Hvað varðar andlegu h það oft svo að þeir ná sér al fyllilega, sjálfsásakanir hal áfram. Og ég held að við stö okkur ekki nógu vel í að aðs styðja við bakið á þeim, við að huga meira að þeim mál Skortur á samfellu í umönnun – Menn benda líka á að allt ir starfsmenn hafi afskipti um sjúklingi og það auki hæ ruglingi og mistökum. Er h fara eftir vinnutímareglum sambandsins en auka um le fellu í umönnun hvers sjúkl „Í stuttu máli er svarið já merkir að við verðum að try mjög vandlega að við vakta berist þeim sem eru að taka ar nauðsynlegar upplýsing sjúklinginn frá þeim sem er irgefa staðinn. Fólk verður leggja sig betur fram við að upplýsingum en sé það ger vissulega hægt að draga úr Rangt að leggja á á leit að sökudólg Niðurstöður erlendra rannsókna gefa til kynna að umtals- verður fjöldi fólks láti lífið á sjúkrahúsum vegna mistaka. Krist- ján Jónsson ræddi við Sir Liam Donaldson, landlækni Bretlands, sem leggur áherslu á aukið öryggi sjúklinga. Morgunblað Sir Liam Donaldson: „Nú getur læknir þess vegna verið við störf án þess að nokkurn tíma fari fram könnun á því hver færni hans hann fylgist almennilega með í faginu.“ Í HNOTSKURN »Litlar upplýsingar eru tilá Íslandi um umfang óvæntra skaða á sjúkrastofn- unum. Um 250–300 kvartanir berast Landlæknisembættinu á Íslandi ár hvert, þar af þriðjungur vegna mistaka eða frávika. »Niðurstöður kannanasem gerðar voru í Utah og Colorado í Bandaríkj- unum 1992 sýna að 45% óvæntra skaða urðu vegna skurðaðgerða en tæplega 20% vegna rangra lyfja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.