Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
STJÓRNVÖLD munu vinna hratt
og örugglega að því að skoða
hvernig staðið var að starfsemi á
drengjaheimilinu Breiðuvík sem
starfrækt var frá árinu 1952 og
fram á áttunda áratug síðustu ald-
ar. Þetta upplýsti Magnús Stef-
ánsson félagsmálaráðherra í um-
ræðum utan dagskrár á Alþingi í
gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, tók
málið upp og spurði ráðherra
hvort ekki væri ástæða til þess að
stjórnvöld ynnu að úttekt á þess-
um málum, en fjallað hefur verið
um illa meðferð drengja, sem þar
bjuggu, í Kastljósi Ríkissjónvarps-
ins.
„Samfélagið á þessu fólki skuld
að gjalda og það er skoðun mín að
við verðum að takast á við þennan
fortíðardraug sem þarna var vak-
inn upp,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Magnús sagði að málið hefði
verið rætt á fundi ríkisstjórn-
arinnar í gærmorgun. Hefði þar
verið samhljómur um að mikilvægt
væri að rannsaka þau gögn og
upplýsingar sem fyrir lægju um
starfsemina í Breiðuvík. „Við verð-
um að skoða þetta í samhengi við
aðra starfsemi á þessum tíma og
fara yfir það hvað við getum lært
af því sem gerðist,“ sagði Magnús.
Fara þyrfti ítarlega yfir málið áður
en ákvarðanir yrðu teknar um
næstu skref.
Þegar skoðað í ráðuneytinu
„Ég tel meðal annars rétt að líta
til þess hvernig stjórnvöld í öðrum
löndum hafa nálgast hliðstæð mál
og í félagsmálaráðuneytinu er nú
þegar farið yfir þau mál. Ég legg
áherslu á að stjórnvöld axli fulla
ábyrgð og rannsaki málið til hlítar
og að því er nú þegar unnið innan
stjórnarráðsins,“ sagði Magnús.
Hann sagði að vitneskja um
starfsemina í Breiðuvík hefði
vissulega legið lengi fyrir og meðal
annars komið fram í kjölfar rann-
sóknar sem Gísli Á. Guðjónsson
réttarsálfræðingur vann árið 1975.
Í rannsókn hans hefðu komið fram
alvarlegar upplýsingar.
„En ég vil fullyrða að við mun-
um vinna hratt og örugglega að
því að þetta mál verði sett í vand-
aðan farveg. Nauðsynlegt er að
upplýsa málið vegna þeirra sem
kunna að hafa sætt ómannúðlegri
meðferð á stofnunum ríkisins og
jafnframt vegna þeirra sem störf-
uðu í þágu ríkisins en hafa ekkert
til saka unnið,“ sagði ráðherra.
Fleiri kvöddu sér hljóðs í um-
ræðunni.
Bætur í Noregi og Svíþjóð
Guðrún Ögmundsdóttir, þing-
maður Samfylkingar, sagði að mál-
ið væri grafalvarlegt. Um 100 börn
væri að ræða og nauðsynlegt væri
að gera opinbera rannsókn. Í Nor-
egi og Svíþjóð hefðu svipaðar
rannsóknir verið gerðar. „Það er
búið að dæma þar mjög stórum
hópi fólks um fimmtugt bætur,“
sagði hún.
Magnús Þór Hafsteinsson, vara-
formaður Frjálslyndra, sagði að
ekki þyrfti aðeins að skoða heim-
ilið í Breiðuvík, heldur hugsanlega
aðrar stofnanir og nefndi hann
Heyrnleysingjaskólann sem dæmi.
Auk þeirra tóku til máls þeir
Valdimar Leó Friðriksson, Frjáls-
lyndum, og Steingrímur J. Sigfús-
son, Vinstri grænum.
Fjallað um starfsemi drengjaheimilisins í Breiðuvík á ofanverðri síðustu öld í ríkisstjórn og á Alþingi
Ill meðferð drengja rannsökuð
Morgunblaðið/Ómar
Ofbeldi Umræða um hrikalegan aðbúnað drengja í Breiðavík hefur vakið
hörð viðbrögð, en menn sem þar dvöldu hafa nýverið komið fram.
Þingfundur hefst kl. 12 á morgun
og sjö ráðherrar sitja fyrir svörum
þegar þingmenn bera upp 24 fyr-
irspurnir. M.a. verður spurt um bú-
setumál geðfatlaðra og alþjóðlegt
bann við dauðarefsingum.
Dagskrá þingsins
ÞETTA HELST …
● Steingrímur J. Sigfússon hefur
lagt fram frumvarp á Alþingi um
breytingu á lögum um tekjuskatt þar
sem hann leggur til að fólk sem lifir
einungis af fjármagnstekjum þurfi að
telja fram tekjur eins og aðrir sem
eru sjálfstætt starfandi. M.ö.o. að
litið verði svo á að þessir ein-
staklingar séu í vinnu fyrir sjálfa sig
við að ávaxta eigið fé. Leggur Stein-
grímur til að einstaklingar sem hafi
sex milljónir eða meira í árlegar fjár-
magnstekjur reikni sér endurgjald
sem nemur hálfu starfi en heilu
starfi hafi þeir meira en 24 milljónir á
ári.
Fjármagnstekjufólkið
telji líka tekjur fram
● Samkvæmt
heimildum Morg-
unblaðsins ætlar
Kristinn H. Gunn-
arsson að ganga
til liðs við Frjáls-
lynda flokkinn.
Líklegt er talið að
Kristinn tilkynni
þessa ákvörðun
sína í dag en sem
kunnugt er hefur
hann ákveðið að taka ekki sæti á
lista Framsóknarflokksins í Norð-
vesturkjördæmi. Kristinn sóttist eftir
1. sæti í prófkjöri en hafnaði í því
þriðja.
Kristinn til frjálslyndra
Kristinn H.
Gunnarsson
● Þingmenn sem tóku til máls í rúm-
lega tveggja tíma umræðum um
frumvarp félagsmálaráðherra um
skyldur erlendra fyrirtækja og kjör
starfsmanna þeirra virtust nokkuð
sammála um að frumvarpið væri gott
og tímabært. Þingmenn Frjálslynda
flokksins notuðu þó tækifærið til að
hnykkja á andstöðu sinni við frjálsa
för vinnuafls sem heimiluð var 1.
maí sl. Sögðust þeir einir hafa mót-
mælt því. Það var þó leiðrétt því
bæði Samfylkingin og VG óskuðu eft-
ir frestun á gildistöku laganna til ára-
móta og þá að undangenginni
stefnumótunarvinnu og ákveðnum
lagabreytingum, á borð við umrætt
frumvarp.
Fleiri voru á móti
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
FRESTA þarf stækkun álversins í
Straumsvík og fyrirhuguðu álveri í
Helguvík en stækkunin í Straums-
vík myndi ein og sér gera það að
verkum að Ísland stefndi fram úr
þeim takmörkum á mengun sem
stjórnvöld hafa samþykkt með
Kyoto-bókuninni. Þetta kom fram í
máli Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, þingmanns Samfylkingar-
innar, þegar hún mælti fyrir þings-
ályktunartillögu um rammaáætlun
um náttúruvernd á Alþingi í gær.
„Það eru engar efnahagslegar að-
stæður sem réttlæta þessi áform,“
sagði Ingibjörg og lýsti yfir þeirri
skoðun Samfylkingarinnar að nú
væri nauðsynlegt að kæla hagkerf-
ið.
Tillögur sínar kallar Samfylking-
in Fagra Ísland og þingsályktun-
artillögunni er fylgt eftir með
tveimur lagafrumvörpum. Annað
leggur til að iðnaðarráðherra þurfi
að bera það undir Alþingi þegar
veitt eru rannsóknar- og nýting-
arleyfi til virkjana og hitt leggur til
að umhverfisráðherra þurfi að leita
samþykkis Alþingis fyrir nýtingu
íslenska stóriðjuákvæðisins svo-
nefnda samkvæmt Kyoto-bókun-
inni.
Ingibjörg sagði stjórnleysi ríkja í
umhverfismálum og sakaði stjórn-
völd um algjört ábyrgðarleysi.
„Eins og allir vita hefur hæstvirtur
iðnaðarráðherra sagt að tímabili
virkrar stóriðjustefnu sé lokið og
nú sé málið í höndum kaupenda og
seljenda á raforku,“ sagði Ingi-
björg. „Þetta þýðir einfaldlega það
að stjórnvöld hafa afsalað sér
ábyrgð á málaflokknum,“ bætti hún
við og gagnrýndi stjórnvöld fyrir að
hafa falið ál- og orkufyrirtækjum
stefnumótun í málaflokknum.
„Venjulega er það þannig að stjórn-
völd marka stefnuna. Síðan geta
þau eftir atvikum falið einkaaðilum
framkvæmd stefnu sem byggist á
mjög skýrt afmörkuðum lögum og
reglum. En nú er þessu alveg öfugt
farið.“
Fresta þarf stækkun
álversins í Straumsvík
Morgunblaðið/ÞÖK
Fresta stækkun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar,
segir að fresta þurfi stækkun álversins í Straumsvík en eins og fram hefur
komið er flokksbróðir hennar og bæjarstjóri í Hafnarfirði á öðru máli.
BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkju-
málaráðherra, er á batavegi en hann
þurfti að leita til bráðamóttöku Land-
spítala – háskólasjúkrahúss sl. mánu-
dag eftir að hægra lunga hans féll
saman. Segir hann sjálfur frá því á
heimasíðu sinni að hann hafi verið
heldur andstuttur í sundi að morgni
og verið kominn á sjúkrahús eftir há-
degi sama dag. „Þessi sjúkdómur
nefnist loftbrjóst og nokkrar ástæður
eru sagðar fyrir honum og er ástæð-
an gjarnan sú, að litlar blöðrur hafa
myndast á yfirborði lungans. Þær
springa og gat kemur á lungað. Þá
lekur loft úr lunganu inn í brjósthol
og hluti lungans eða allt lungað fellur
saman,“ skrifar Björn.
Á skrifstofu dómsmálaráðuneyt-
isins fengust í gær þær upplýsingar
að Björn þyrfti líklega að dvelja á
Landspítalanum í a.m.k. fjóra daga
meðan gatið á lunganu væri að gróa.
Björn á
batavegi
Sæunn Stefánsdóttir 6. febrúar
Stúdentapólitíkin
Æ færri virðast kjósa í
stúdentaráðskosning-
unum í háskólanum og
sumir bera því við að
það skipti ekki máli,
[...]. En hvað sem
mönnum finnst um há-
skólapólitíkina þá er það þannig að í
öllum þessum fylkingum sem berjast
í stúdentaráði er fjöldi ungs frábærs
fólks sem fórnar frítíma sínum og
stundum námi til að berjast fyrir
hagsmunum stúdenta.
Meira: www.saeunn.is
Sigurjón Þórðarson 5. febrúar
Gini-stuðli hagrætt?
Alþjóðlegur mælikvarði á ójöfnuð er
Gini-stuðull sem liggur
á bilinu 0 til 1. [...] Ég
hef á þingi ítrekað leit-
að eftir upplýsingum
hjá fjármálaráðherra
um þróun Gini-
stuðulsins og sýndi svar
hans á Alþingi að Gini-stuðullinn fyr-
ir árið 2004 hefði verið 0,308 [...]. Nú
virðist sem Hagstofa Íslands hafi að
einhverju leyti hagrætt gögnum og
fengið allt aðra niðurstöðu í nýrri
skýrslu sem er að finna á vef Hag-
stofu Íslands. Á blaðsíðu 11 í um-
ræddri skýrslu er Gini-stuðullinn
sagður vera 0,25 fyrir árið 2004.
Meira: www.althingi.is/sigurjon/
GUÐMUNDUR Hallvarðsson
mælti fyrir þingsályktunartillögu í
gær um að íslenska fánanum yrði
fundinn staður í þingsal Alþingis.
Þetta er í þriðja sinn sem Guðmund-
ur tekur málið upp á Alþingi en
flutningsmenn koma úr öllum flokk-
um og eru 31 talsins. Enginn fáni er
í þingsal Alþingis og þykir flutn-
ingsmönnum sem ásýnd salarsins
yrði önnur ef íslenski fáninn væri
sýnilegur við eða nærri forsetastóli.
„En hvernig má það vera að innan
veggja Alþingis, þar sem rætt er um
eflingu, vegsemd og gildi þingsins í
íslensku þjóðlífi, skuli þjóðfáni vor
ekki hafinn til vegs og virðingar?“
er spurt í greinargerð með frum-
varpinu og bent á að í flestum öðr-
um löndum sé þjóðfánanum gert
hærra undir höfði.
Í ræðustóli fór Guðmundur m.a.
með ljóð eftir Pétur Sigurgeirsson
biskup en fyrsta versið hljómar svo:
Sjá, friðarbogi í skýjum skín,
svo skartar Íslands fáni.
Þitt útlit geislar ásýnd þín,
hér eins og sól og máni.
Kær fagur bláinn helgist hann,
sem hvítt og rautt krossmerkið.
Næst jökulísnum eldhraun brann,
er Ísland kraftaverkið.
Vilja finna íslenska
fánanum stað í þingsal
Morgunblaðið/ÞÖK
Tillaga Mun fáninn prýða þingsal?
ÞINGMENN BLOGGA