Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það gerist ekki á hverjumdegi í bíó að aðalpersónansé búin til úr kunn-ingjakonu bíófólksins og myndin þar að auki tekin heima hjá henni. En það átti nú fyrir bíófólkinu að liggja að skoða svoleiðis mynd, og þurfti ekki að fara langt, skreppa á árlega kvikmyndahátíð í næsta bæ, og leikstjórinn mættur til að standa fyrir sínu máli, sonur kunn- ingjakonunnar. Myndin heitir Mange ta Soupe (Þegiðu og haltu áfram að borða) gerð í Frakklandi 1997, frumraun leikstjórans Mathieu Amalrik, sem er síðan orðinn frægur leikari. Hann hafði reyndar sér- staklega orð á því, af þessu tilefni, í umræðum fyrir troðfullum sal eftir mynd, að menn yltu inn í kvikmynda- bransann og um hann eftir ótrúleg- um tilviljunum, og bætti svo við lág- mæltur, einhverju á þá leið, að það væri nú ekki alltaf eins og þetta væri í samræmi við hversu mikil vinna væri lögð í hlutina. Mange ta soupe er tekin í stóru og frumlegu Parísarhúsi, fyrrverandi prentsmiðju, ef minnið svíkur ekki, en hins vegar alveg örugglega í þrettánda hverfi skammt frá Place d’Italie. Hér verður ekki þverfótað fyrir bókum, hvorki í bíómynd né veruleika, enda húsráðandi mikils háttar bókmenntagagnrýnandi. En það hrindir atburðarásinni af stað að sonurinn kemur í heimsókn og ákveður að búa hjá skrautlegu mömmu sinni um hríð. Hann stendur í stríði við bæk- urnar hennar og reynir að losa heim- ilið við þær með öllum tiltækum ráð- um, en það reynist ótrúlega torsótt. Bækurnar lifa sjálfstæðu lífi og ógna beinlínis lífi og limum. Móðirin lendir í bókaflóði í bók- staflegri merkingu, með því að bóka- hillurnar falla yfir hana með öllu sem í þeim er. Þar hefði getað farið illa. Og myndin nógu nærri sjálfsævisög- unni til þess að leikstjórinn sagði: Kannski gerði ég þessa mynd af því ég var alltaf að bíða eftir því að mamma fengi hillurnar yfir sig. (Og alvörumamman nógu stór í sniðum til þess að taka myndinni vel. Hún var nú einu sinni tekin heima hjá henni. Að vísu sagði leikstjórinn orðrétt um þann þátt: Þetta var mjög erfitt!) Semsagt meinbrosleg mynd, mjög vel leikin, með nettum og beitt- um sérfrönskum húmor. Leikstjór- inn sagðist hafa ákveðið að búa til kómedíu úr fjölskylduharmleiknum. En undiraldan í myndinni þung og sterk, um bróðurinn sem stytti sér aldur. Enn og aftur merkilegt hvern- ig alvara málsins kemst til skila, um- vafin gríni og uppákomum. Fróðlegt var að heyra hvernig Mathieu Amalrik varð einn af leik- endum í München, nýjustu mynd bandaríska leikstjórans Stevens Spielberg. Jú það var óskað eftir honum til prufu eins og fjölda annarra franskra leikara. Hann hafði áhuga á að kom- ast í þetta og sjá hvernig væri. Lærði sitt handrit utanað. Hugsaði svo um það að Truffaut, franski leikstjórinn, hafði leikið hjá Spielberg í Close Encounters of the Third Kind. Hann ákvað þá að mæta til prufu í leik- stjórastíl, þóttist aldrei hafa um handrit heyrt, og byrjaði að lesa text- ann heldur stirðlega, en tók svo flug- ið. Fékk hlutverkið, viti menn. Og lærði meðal annars af vinnunni við myndina hvað peningarnir veita mik- ið listrænt frelsi, og um hinar mjög svo ólíku starfsaðstæður amrískrar og evrópskrar kvikmyndagerðar. En blessunarlega er téður leik- stjóri/leikari hlynntur því að sem flestar tegundir bíómynda eigi að vera til, að það sé ekki gott að festast í tilteknum stíl, eins og trúar- brögðum. Og það ætti líka við um dogmað. Hann vék góðu að (fjand?) landa okkar Lars von Trier fyrir Festen og Idjótana, en bætti því við að Kaurismaki snerti hann nú meir, með húmor og meiru. Og þetta gat bíófólkið tekið heils hugar undir. Mamma og bækurnar »Hugsaði svo um það að Truffaut, franski leikstjórinn, hafði leikið hjá Spiel- berg í Close Encounters of the Third Kind. PARÍS Steinunn Sigurðardóttir Endurkast Húsaröð speglast í gluggum skrifstofubyggingar í París, e.t.v. í 13. hverfi skammt frá Place d́Italie. Morgunblaðið/Ómar ÓFAGRA VERÖLD Fös 9/2 kl. 20 Sun 18/2 kl. 20 Fim 22/2 kl. 20 Fim 1/3 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 10/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 Fös 2/3 kl. 20 Lau 10/3 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 UPPS. Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 UPPS. Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 UPPS. MEIN KAMPF Fim 15/2 kl. 20 AUKASÝNING Lau 24/2 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar EILÍF HAMINGJA Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Fös 9/2 kl. 20 Sun 11/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 UPPS. Sun 18/2 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Lau 17/2 kl. 20 UPPS. Lau 24/2 kl. 20 UPPS. Lau 24/2 kl. 22:30 AUKASÝNING Lau 3/3 kl. 20 UPPS. Fim 8/3 kl. 21 UPPS. Fös 16/3 kl. 21 UPPS. Lau 24/3 kl. 20 AUKASÝNING DAGUR VONAR Fös 9/2 kl 20 UPPS. Sun 11/2 kl. 20 UPPS. Lau 17/2 kl. 20 UPPS. Sun 18/2 kl. 20 UPPS. Fös 23/2 kl. 20 Sun 25/2 kl. 20 Lau 3/3 kl. 20 Sun 4/3 kl. 20 Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin LEIKHÚSSPJALL Fim 22/2 kl. 20:15 Ókeypis aðgangur Á Borgarbókasafni Kringlunni. Fjallað verður um verkið Dagur vonar RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 11/2 kl. 14 Sun 18/2 kl. 14 Sun 25/2 kl. 14 Sun 4/3 kl. 14 Sýningum fer fækkandi ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fim 8/2 kl. 20 UPPS. Fös 16/2 kl. 20 Fim 22/2 kl. 20 Síðustu sýningar KARÍUS OG BAKTUS Sun 11/2 kl. 13, 14, 15, Sun 18/2 kl. 13, 14,15 Sun 25/2 kl. 13,14,15, Sun 4/3 kl. 13,14, 15 Sun 11/3 kl.13, 14, 15, Sun 18/3 kl. 13, 14, 15 Sun 25/3 kl. 13, 14, 15, Sun 1/4 kl. 13, 14, 15 Uppselt á allar sýningar í febrúar og mars Sun 15/4 kl. 13 Sun 15/4 kl. 14 Sun 15/4 kl. 15 Sun 22/4 kl. 13 Sun 22/4 kl. 14 Sun 22/4 kl. 15 Gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar FEBRÚARSÝNING Íd Fös 23/2 kl. 20 FRUMS. Sun 25/2 kl. 20 Sun 4/3 kl. 20 Sun 11/3 kl. 20 „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Svartur köttur Fim 8/2 Aukasýn - í sölu núna, Fös 9/2 9. kortasýn örfá sæti, Lau 10/2 10. kortasýn UPPSELT, Fös 16/2 11. sýn. UPPSELT, Lau 17/2 12. sýn. örfá sæti, Fös 23/2 13. sýn. örfá sæti, Lau 24/2 14. sýn. örfá sæti, Næstu sýn: 2/3 og 3/3. Ekki við hæfi barna Skoppa og Skrítla - gestasýning í Rýminu Lau 10/2 kl. 11 UPPSELT, kl. 12.15 UPPSELT, kl. 14 Aukasýn. sun 11/2 kl. 11 UPPSELT, kl. 12.15 örfá sæti, lau 17/2 kl. 11 örfá sæti, kl. 12.15 örfá sæti, sun 18/2 kl. 11 örfá sæti, kl. 12.15 laus sæti, kl. 14 UPPSELT Karíus og Baktus í Reykjavík. Sun 11/2 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 18/2 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 25/2 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 4/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 11/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 18/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 25/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 1/4 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT Aukasýningar í sölu núna: 15/4, 22/4 kl. 13, 14 og 15. Hafnarfjarðarleikhúsið og Á Senunni kynna Miðasla í síma 555 2222 Forsala hafin á Abbababb! barnarokksöngleikur eftir dr. Gunna. Forsýning lau. 10. feb. kl. 16 Frumsýning sun. 11. feb. kl. 17 Önnur sýning lau. 17. feb. kl. 14 Þriðja sýning lau. 17. feb. kl. 17 Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. IGOR STRAVINSKY opera@opera.is Sími: 511 4200 FLAGARI Í FRAMSÓKN - The Rake’s Progress Frumsýning sun. 9. feb. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 2. sýn: sun. 11. feb.-3. sýn: fös.16. feb 4. sýn: sun. 18. feb - 5. sýn: fös. 23. feb 6. sýn: sun. 25. feb - 7. sýn: fös. 2. mars www.opera.is ALLAR SÝNINGAR HEFJAST KL. 20 KYNNING Í BOÐI VÍÓ KL. 19.15 Föstudaginn 9/2 kl. 20 UPPSELT Laugardaginn 10/2 kl. 20 UPPSELT Fimmtudaginn 15/2 kl. 20 UPPSELT Laugardaginn 17/2 kl. 20 UPPSELT Föstudaginn 23/2 kl. 20 UPPSELT Laugardaginn 24/2 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Sunnudaginn 25/2 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS  Fréttablaðið LEIKRITBYGGTÁSÖGUSTEPHEN KING VALDIMAR ÖRN FLYGENRINGÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR Sýnt á NASA við Austurvöll Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 13 - 16 í síma 511 1302 eða á NASA.is 4. sýning sunnudaginn 11. febrúar kl. 20 5. sýning sunnudaginn 18. febrúar kl. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.