Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 11 FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason í Toulouse runarp@mbl.is MEÐ kaupunum á sex nýjum Airbus A330-200F-fraktflugvélum, sem til- kynnt var um í gær, færist Avion Aircraft Trading upp á topp tíu- listann þegar litið er til verðmætis flugflota hjá félögum í þessum geira viðskipta, þ.e. félögum sem kaupa flugvélar og leigja þær síðan áfram eða selja, að sögn Hafþórs Haf- steinssonar, stjórnarformanns ATT. Airbus hefur framleitt A330-200- farþegaflugvélina frá árinu 1998 en vélin hefur fram að þessu ekki verið framleidd sérstaklega sem flutn- ingaflugvél. Raunar er ATT aðeins fjórða félagið til að semja við Airbus um kaup á þessari tegund. Plaggið sem skrifað var undir í gær er þó ekki endanlegur samningur heldur svokallað bindandi samkomulag þótt búið sé að semja um verðið og öll lyk- ilatriði. Uppgefið listaverð á þotunum sex er samtals 6,7 milljarðar íslenskra króna en í tilkynningu frá ATT segir að kaupverðið sé „umtalsvert lægra“. ATT-menn voru í gær ófáan- legir til að gefa kaupverðið upp og sögðu það algjört trúnaðarmál. Það var hins vegar augljóst að þeir telja sig hafa náð góðum samningi og t.a.m. mun betri en við Boeing þegar félagið keypti átta nýjar Boeing-777- vélar á sínum tíma. John Leahy, sem er annar aðalframkvæmdastjóri Air- bus, er augljóslega á sömu skoðun því við undirskriftina í gær sagðist hann þurfa að lesa ræðuna frá sæti sínu en hefði ATT borgað meira hefði Airbus kannski haft efni á ræðupúlti. Hann kvaðst vera afskap- lega ánægður með samninginn og sagðist viss um að ATT yrði fljótt að selja þoturnar. „Þá getið þið komið aftur og keypt fleiri,“ sagði Leahy. En hvað ræður því að ATT telur nú rétta tímann til að kaupa Airbus- fraktflugvélar? „Það er fyrst og fremst verðið sem skiptir okkur verulega miklu máli og líka það að við erum meðal fyrstu félaganna sem kaupa vélarnar,“ sagði Hafþór þegar hann var spurður að þessu. Engu minna máli skipti að mikill vöxtur hefði verið í fraktflutningum með flugi og spár gerðu ráð fyrir að á næstu 20 árum yrði þörf fyrir um 400 flugvélar með sömu burðargetu og A330-200F-vélarnar. Þessi vöxtur væri að mestu leyti vegna fram- leiðslu á dýrum neysluvörum í lönd- um á borð við Kína og Indland en framleiðendur þeirra veldu frekar að flytja þær hratt með flugi fremur en að bíða eftir tafsamari skipaflutning- um. Enn sem komið er væri flutning- urinn fyrst og fremst í aðra áttina, þ.e. til Vesturlanda, og þar af leið- andi horfðu flugfélög mjög til þess að flugvélar væru hagstæðar í rekstri líkt og ætti við um A330-200F-vél- arnar. Þá væri fyrirséð að á árunum 2010–2012, þegar vélarnar hefðu verið afhentar, þyrftu mörg flug- félög að endurnýja fraktflugvélar sem þá yrðu komnar á aldur. Komast á topp tíu með því að kaupa sex nýjar Airbus-flutningaflugvélar Morgunblaðið/Rúnar Semja Kimon Sotiropoulus, framkvæmdastjóri hjá Airbus, Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður ATT, John Leahy, framkvæmdastjóri hjá Airbus, og Davíð Másson, forstjóri ATT, skrifa undir samkomulagið í gær. Avion Aircraft Trading undirritaði í gær bind- andi samkomulag um að kaupa sex nýjar Airbus- flutningaflugvélar og er þar með fyrsta íslenska félagið til að kaupa nýjar vélar af Airbus. AIRBUS-flugvélar hafa verið í notkun hjá íslenskum flugfélögum en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fé- lag kaupir nýjar vélar af Airbus-verksmiðjunum. Það er þó alls ekki svo að Airbus hafi ekki reynt að selja Ís- lendingum vélar áður, að sögn Hafþórs Hafsteinssonar, stjórnarformanns Avion Aircraft Trading. Sölumenn félagsins hefðu komið reglulega í heimsóknir til Ís- lands til að ræða við líklega kaupendur, s.s. hjá Atlanta og Icelandair. Í sama streng tekur Arngrímur Jóhann- esson sem er einn aðaleiganda ATT og stofnandi Atl- anta. Meira að segja þegar hann átti aðeins eina eld- gamla Boeing-þotu hafi Airbus beðið um fund í þeirri von að hann myndi kaupa af þeim a.m.k. eitt stykki. Af því varð þó ekki fyrr en nú. Arngrímur var viðstaddur undirritun samkomulags- ins í gær og skoðaði verksmiðjuna í Toulouse. Þótt hann lýsi sjálfum sér sem „Boeing-manni“, sem hafi lengst af flogið slíkum vélum og aldrei sest við stýrið á Airbus-flugvél, leist honum vel á og sagði aðspurður að hann hefði ekkert út á Airbus að setja. Ákvörðun um kaupin væri hrein og klár viðskipti. Hann neitaði því al- gjörlega að það kitlaði að fá að prófa. „Þessi kafli, flug- mannskaflinn, er bara búinn. Ég meiddi engan á þess- um ferli og er bara ánægður með það,“ sagði hann. Airbus reyndi lengi án árangurs ÞAÐ tekur ekki nema um fjórar vikur að setja saman, mála og prófa eina Airbus-flugvél og því þurfa starfsmenn væntanlega að hafa sig alla við því ekki eru vélarnar nein smásmíði. Þegar önnur helsta sam- setningarverksmiðja Airbus, sem er í Toulouse í Frakklandi, er heimsótt fær maður samt eiginlega á tilfinn- inguna að það hljóti allir að vera í kaffi, jafnvel þótt sú sé alls ekki raunin. Verksmiðjuhúsið sem blaðamað- ur heimsótti í gær er gríðarstórt. „Jafnstórt og níu fótboltavellir, og Frelsisstyttan kæmist hingað inn,“ segir Estelle Dumoulin sem fylgir fjölmiðlamönnum um húsið, og á þá örugglega við að Frelsisstyttan (sem er auðvitað frönsk) kæmist þangað inn lóðrétt en ekki lárétt … Í þessari verksmiðju í Toulouse og í annarri svipaðri í Hamborg, hinum megin við þýsku landamær- in, eru Airbus-flugvélarnar settar saman úr hlutum sem þangað ber- ast frá alls sextán borgum í Evrópu. Úti um allt hús getur að líta flug- vélar og flugvélaskrokka á mis- mundandi framleiðslustigum og allt sem þeim tilheyrir; eldsneyt- isleiðslur, dekk, rafmagnssnúrur, staka vængi, stél og síðast en ekki síst ljós sem kveikt er á til að kalla á flugfreyjur, svo það allra mikilvæg- asta sem viðkemur flugvélafram- leiðslu sé nefnt. Fyrst í stað sést varla nokkur maður á ferli en þegar nánar er að gáð kemur í ljós að auð- vitað er fjöldi manna við vinnu í vél- unum og Arngrímur Jóhannesson, stofnandi Air Atlanta og einn aðal- eigandi Avion Aircraft Trading, full- vissar blaðamann um að þetta sé allt saman eðlilegt og að hann hafi hugsað það sama þegar hann heim- sótti Boeing-verksmiðjurnar í Bandaríkjunum á sínum tíma. Arn- grímur var viðstaddur undirskrift- ina í gær en kom að eigin sögn lítið að ákvörðuninni um kaupin á vél- unum sex. Stélið gleður kaupendur Á nokkrum vélanna í verksmiðj- unni er búið að mála stélið í litum kaupanda, m.a. China Airlines og KLM, en það er bæði gert til að spara tíma á sprautuverkstæðinu og einnig, í og með, til að gleðja kaup- andann. Kaupendur eiga nefnilega til að koma í óvæntar heimsóknir og þeim líður yfirleitt betur þegar þeir sjá merkið sitt á stélinu. Flestar eru vélarnar þó einlitar, í grænum grunnlitnum. Í Toulouse eru framleiddar fjórar gerðir flugvéla, svokallaðar fjöl- skyldur; A320, A330, A340 og A380, en af öllum nema þeirri síðarnefndu eru einnig framleiddar fjölmargar undirgerðir. Það er einmitt sú síð- astnefnda, risaflugvélin A380, sem hefur hlotið mesta umfjöllun af öll- um flugvélum Airbus síðustu miss- eri enda er þetta „flaggskip 21. ald- arinnar“, eins og Airbus hefur kallað hana, stærsta flugvél sem nokkru sinni hefur verið framleidd til borgaralegra nota. Eins og kunn- ugt er hefur framleiðsla hennar taf- ist um heilt ár, einkum vegna vandamála sem tengjast raflögn- unum. Þegar rætt er við starfsmenn Air- bus um vélina er augljóst að frest- unin var töluvert áfall. Þegar til- kynnt var um frestunina í fyrra höfðu fæstir hugmynd um hversu alvarleg vandamálin voru og töldu flestir að framleiðslan myndi kannski tefjast um nokkra mánuði en ekki heilt ár. Nú telja Airbus- menn að þeir séu komnir á beinu brautina og benda m.a. á að flug- félög, sem höfðu afpantað í fússi þegar í ljós kom að afhending myndi tefjast, hafi nú endurnýjað pantanir sínar. Meðan á fjölmiðlakynningu um rekstur Airbus stendur er lögð mik- il áhersla á að þrátt fyrir tafirnar á A380 hafi reksturinn gengið firna- vel. Á árinu 2006 hafi verið lagðar inn 824 pantanir á nýjum flug- vélum, sem er annar besti árangur í sögu Airbus (besta árið var 2005), og að aldrei hafi fleiri vélar verið af- hentar, eða 434. Enginn flug- vélaframleiðandi sé heldur með jafnmargar óafgreiddar pantanir, eða 2.533 vélar, sem samsvarar um fimm ára framleiðslu. Þetta er bæði jákvætt og neikvætt því flugfélög eru ekki alltaf tilbúin að bíða svo lengi. Ekki verður hjá því komist að bera vélar Airbus saman við fram- leiðslu helsta keppinautarins, Bo- eing, og á fjölmiðlakynningunni kemur Airbus að sjálfsögðu mun betur út úr þeim samanburði. Meira að segja súlurnar sem segja til um sölu á Airbus eru flottari; þær eru gylltar, en Boeing-súlurnar eru í af- ar óspennandi gráum lit og í stað mynda af Boeing-vélunum eru birt grá box. Allt telst þetta eðlileg sölu- mennska, jafnvel þótt áheyrendur séu aðeins fjölmiðlamenn sem eigi lítinn möguleika á að kaupa Airbus- flugvél, jafnvel ekki þá ódýrustu. Airbus þarf að selja flugvélar og það hefur þeim tekist mætavel og þeim gengur betur en Boeing, ef miðað er við afhentar vélar, 434 á móti 398 hjá Boeing í fyrra. Þegar spurt er um verðmæti nýrra pant- ana er þó fátt um svör en það er m.a. á þeim mælikvarða sem Bo- eing gekk betur í fyrra. Það mun vera lenska í flugvélabransanum, eins og víðar, að velja vandlega hvað er borið saman. Hverjum þyk- ir sinn fugl fagur. Settar saman hratt og hljóðlega Samsetningarverksmiðja Airbus í Toulouse er jafnstór og níu fótboltavellir og Frelsisstyttan kæmist þangað inn Í HNOTSKURN » Um 20.000 manns starfahjá Airbus í Toulouse í Frakklandi en þar eru bæði höfuðstöðvar fyrirtækisins og önnur af tveimur samsetning- arverksmiðjum, auk annarrar starfsemi. » Alls starfa 57.000 mannshjá fyrirtækinu af 85 þjóð- ernum. » Í fyrra afhenti Airbus 434flugvélar og hefur fram- leiðslan aldrei verið meiri. »Vélarnar sex sem AvionAircraft Trading kaupir verða framleiddar í Toulouse. » Óafgreiddar pantanir Air-bus jafngilda fimm ára framleiðslu. Morgunblaðið/Rúnar Hálfköruð Þótt ótrúlegt megi virðast er stutt í að þessi vél verði tilbúin til flugtaks. Yfirleitt tekur um fjórar vikur að setja Airbus-flugvél saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.