Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Riyadh, Jeddah. AP, AFP. | Forseti
Palestínumanna, Mahmoud Abbas,
hélt í gær til Sádi-Arabíu til fund-
ar við æðsta yfirmann Hamas-
samtakanna, Khaled Meshaal, til
að leggja grunn að neyðarfundi í
dag þar sem vonast er til að fund-
in verði lausn á hörðum deilum
Hamas og Fatah, flokks Abbas.
Fyrir undirbúningsfund sinn í
borginni Jeddah, sem er við
Rauðahaf, hittu leiðtogarnir að
máli Abdullah, konung Sádi-
Arabíu sem bauð þeim til hinnar
helgu borgar íslams, Mekka, þar
sem sjálfur friðarfundurinn verður
haldinn.
Með Meshaal var forsætisráð-
herra Palestínu, Ismail Haniyeh.
Hamas fer fyrir ríkisstjórn Palest-
ínu en Abbas er hins vegar forseti
landsins. Vill hann leysa deilurnar
við Ísraela með friðsamlegum
samningum og málamiðlunum en
Hamas vill í engu slaka til. Vopn-
aðir liðsmenn fylkinganna tveggja
hafa átt í blóðugum bardögum á
Gaza og Vesturbakkanum og hafa
alls um 100 manns fallið síðan í
desember.
Hamas neitar að viðurkenna til-
vistarrétt Ísraelsríkis og neitar
einnig að fordæma hryðjuverk.
Hefur þessi afstaða valdið því að
vestræn ríki hunsa ríkisstjórn Ha-
mas og neita að styðja hana með
fé. Íranar hafa hlaupið undir
bagga en margir arabar óttast
aukin áhrif þeirra, ekki síst Sádi-
Arabar.
Neyðarfundur Palestínu-
manna í Mekka
Mahmoud Abbas Khaled Meshaal
Bagdad. AFP. | Íraskir byssumenn rændu á
sunnudag írönskum stjórnarerindreka, Jalal
Sharafi, í Bagdad, höfuðborg Íraks. Yfirvöld
í Teheran greindu frá þessu í gær. Sharafi
var rænt úr bíl sínum í Karrada-hverfinu af
vopnuðum mönnum, sem klæddir voru í
íraska herbúninga.
Stjórnvöld í Íran hafa fordæmt verkn-
aðinn og vilja draga Bandaríkjamenn til
ábyrgðar. Talsmaður Bandaríkjahers sagði
hins vegar að hvorki bandarískir né íraskir
hermenn hefðu haft nokkuð með mannránið
að gera. Samskipti Bandaríkjamanna og Ír-
ana hafa verið slæm, ekki síst eftir að Banda-
ríkjamenn handtóku fimm Írana í síðasta
mánuði í norðurhluta Íraks en fullyrt var að þeir hefðu stundað njósnir fyr-
ir hönd íranskra stjórnvalda. Bandaríkjamenn hafa ráðamenn í Íran
grunaða um að kynda undir ofbeldi í Írak. Deilur um kjarnorkuáætlun Ír-
ana auka á spennuna sem er í samskiptum þessara tveggja ríkja en Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Írani jafnframt um það í gær að
vilja valda „hámarksvandræðum“ í Mið-Austurlöndum.
Írönskum stjórnarerindreka
rænt í Bagdad í Írak
Aukinn öryggisviðbúnaður er nú
á götum Bagdad-borgar.
Clayton í Missouri.
AP. | Michael
Devlin, 41 árs
gamall Banda-
ríkjamaður sem
rændi níu ára
gömlum dreng
fyrir fimm árum
og öðrum í síð-
asta mánuði, er
sakaður um að
hafa beitt þá kynferðislegu ofbeldi.
Devlin sætir tveimur ákærum um
mannrán en 69 ákæruliðir víkja að
kynferðislegu ofbeldi. Málið hefur
vakið mikið umtal vestra, enda bjó
Shawn Hornbeck, sem nú er fimm-
tán ára, með Devlin í fimm ár og
hafði mörg tækifæri til að flýja eða
hafa samband við foreldra sína eða
lögreglu.
Í ákærum saksóknara kemur
hins vegar fram að fyrsta mán-
uðinn sem Hornbeck var í prísund-
inni sleppti Devlin honum ekki út
fyrir hússins dyr og er Devlin sak-
aður um að hafa neytt hann ítrek-
að til kynferðislegra athafna þann
tíma og æ síðan. Þá er Devlin sak-
aður um að hafa neytt Ben Ownby,
sem hann rændi 8. janúar, til hins
sama fjórum sinnum á dag, þá
fjóra daga sem hann var í haldi
Devlins.
Sakaður um að hafa beitt
drengina kynferðisofbeldi
Michael Devlin
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa
látið farga yfir 100.000 hænum og
kjúklingum á alifuglabúum á Skáni
vegna salmonellu-sýkingar. Litlar
líkur eru á að smit berist til manna.
Þetta er versta salmonellu-sýking
sem hefur komið upp í Svíþjóð um
árabil.
Sænsk salmonella
Heimspek-
ingurinn Só-
krates hafði
meiri áhrif á
gang sög-
unnar með
hugsun sinni
en flestir
aðrir menn.
Hugmyndir
hans eiga
enn brýnt
erindi við
samtímann
ef marka má
nýja breska
rannsókn,
sem bendir
til þess að
með því að kenna 10-12 ára börnum
„að hugsa eins og Sókrates“, með
sókratísku aðferðinni í rökræðum,
sé stuðlað að viðvarandi framförum
í andlegu atgervi, sem nemur sjö
punktum á greindarvísitöluskal-
anum. Þykir þetta sýna að þjálfa
megi upp gáfur, að sögn breska
blaðsins The Daily Telegraph.
Fyrrverandi ungfrú Brasilía, Taiza
Thomsen, sem ekkert hafði spurst
til í fimm mánuði, er búsett í Lond-
on og hún hefur engan áhuga á að
vera í sambandi við foreldra sína,
en þeir höfðu lýst eftir henni. Bras-
ilíska lögreglan greindi frá þessu.
„Hvarf“ viljandi
Aðeins dró úr þrýstingnum á Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands, í
gær vegna lánahneykslisins þegar
saksóknari sagði „ófullnægjandi
sönnunargögn“ fyrir hendi til að
ákæra Des Smith, fyrrum ráðgjafa
hans.
Léttir fyrir Blair
Peking. AFP, AP. | Kínversk stjórnvöld
sögðust í gær ekki ráðgera róttækar
breytingar á orkustefnu sinni til að
draga úr notkun á kolum og öðrum
mengandi orkugjöfum.
Talsmaður kínverska utanríkis-
ráðuneytisins, Jiang Yu, lagði
áherslu á að loftslagsbreytingarnar í
heiminum stöfuðu af „losun gróður-
húsalofttegunda í iðnríkjunum í
langan tíma“ og iðnveldunum bæri
skylda til að draga úr menguninni í
samræmi við Kyoto-bókunina.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og
Ástralíu, sem vildu ekki staðfesta
Kyoto-bókunina, hafa sagt að lönd á
borð við Kína eigi ekki að vera und-
anþegin samningum um takmarkan-
ir á losun gróðurhúsalofttegunda.
Um 70% af orkuþörfinni í Kína er
mætt með kolum og landið er í öðru
sæti á eftir Bandaríkjunum á lista yf-
ir lönd þar sem losun gróðurhúsa-
lofttegunda er mest. Gert er ráð fyr-
ir því að Kína skjótist upp fyrir
Bandaríkin á næstu árum.
Miðað verði við höfðatöluna
Kínverjar hafa lagt áherslu á að
miða eigi við höfðatöluna í þessum
efnum og benda á að losun gróður-
húsalofttegunda á hvern íbúa er mun
minni í Kína en í Bandaríkjunum og
öðrum iðnveldum.
Qin Dahe, forstöðumaður Veður-
fræðistofnunar Kína, sagði í gær að
kínverskir ráðamenn hefðu áhyggj-
ur af hlýnun jarðar en réðu ekki yfir
nægu fjármagni og tækni til að
draga úr notkun kola svo um munaði.
Segja Kína þurfa að
reiða sig á kol áfram
K K K K K
"#$%
&#%'
"#(&
) $*
+,-./011
0121+.
+ 3 !
! 4 '(
5
36
)"*7
'77$
INDÓNESÍSKUR piltur veður vatn
á götu í Jakarta, höfuðborg Indóne-
síu. Að minnsta kosti 44 manns hafa
látið lífið af völdum flóða í Jakarta
og nágrenni og um 340.000 manns
hafa þurft að flýja heimili sín.
Flóðin færðust í aukana í gær
vegna aftakarigningar og heil-
brigðisyfirvöld vöruðu við vaxandi
hættu á því að sjúkdómar breiddust
út vegna mengaðs vatns á götum
borgarinnar.
AP
Hundruð þúsunda flýja heimili sitt
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
FYRIR hálfu ári fór Lisa Nowak í
sína fyrstu geimferð, var þá í sex
manna áhöfn geimferjunnar Disco-
very sem eyddi þrettán dögum úti í
geimnum og heimsótti m.a. al-
þjóðlegu geimstöðina. Nú gistir hún
hins vegar fangaklefa í Flórída, að-
alsöguhetjan í sápuóperulegu
„geimdrama“ um ástir og af-
brýðisemi.
Nowak var handtekin á alþjóða-
flugvellinum í Orlando eldsnemma á
mánudag og síðar ákærð fyrir árás á
konu, sem hún áleit keppinaut um
ástir annars geimfara, Williams Oefe-
lein, en hann fór einnig í sína fyrstu
geimför með Discovery á síðasta ári,
þó ekki þá sömu og Nowak. Nowak er
einnig ákærð fyrir tilraun til mann-
ráns og ýmsar aðrar sakir og á yfir
höfði sér lífstíðarfangelsi.
Tólf tíma keyrsla í bleiu
Nowak mun hafa ekið 1.500 km, frá
heimili sínu í Houston í Texas til Or-
lando, í því skyni að hitta á Colleen
Shipman á alþjóðaflugvellinum, en
hana grunaði að Shipman væri keppi-
nautur hennar um ástir Oefeleins.
Nowak ók vegalengdina í einni strik-
lotu, alls tólf tíma, og hafði smeygt sér
í bleiu sambærilega þeim, sem geim-
farar eru í þegar þeir fara í gegnum
lofthjúp jarðar, svo að hún þyrfti ekki
að stoppa á leiðinni.
Nowak íklæddist gervi – var með
hárkollu og í yfirfrakka – og hafði í
fórum sínum loftbyssu og piparúða
þegar hún fann Shipman, þar sem
hún var að fara upp í flugvallarrútu
frá flugstöðinni að bíl sínum á bíla-
stæði vallarins. Shipman hefur sagt
lögreglu að hún hafi orðið þess vör að
einhver væri að elta hana, og því flýtti
hún sér að bílnum og læsti.
Nowak barði þá á glugga, reyndi að
opna bíldyrnar og kallaði svo á Ship-
man að hana vantaði far. Shipman
neitaði þeirri bón en þegar Nowak
byrjaði að gráta opnaði Shipman rifu
á bílgluggann. Nowak nýtti sér hins
vegar rifuna til að úða piparúðanum í
andlit hennar. Shipman tókst engu að
síður að aka bíl sínum að útgönguhliði
þar sem hringt var á lögregluna.
Nowak náðist síðar en til hennar
sást þar sem hún var að fleygja poka
með hárkollunni og loftbyssunni í
ruslafötu. Í bíl hennar, sem hafði ver-
ið lagt við hótel á flugvallarsvæðinu,
fundust síðan m.a. skothylki fyrir
loftbyssu, gúmmíhanskar og afrit af
tölvupóstum, sem gengið höfðu milli
Nowak og Oefelein. Jafnframt fannst
þar ástarbréf til Oefelein.
Samkvæmt framburði Nowak mun
hún aðeins hafa ætlað að hræða Ship-
man til þess að tala um samband
hennar og Oefeleins, ekki vinna Ship-
man neitt mein. „Ef þú ætlaðir aðeins
að tala við einhvern er ég ekki viss
um að þú þyrftir hárkollu, yfirfrakka,
loftbyssu og piparúða,“ sagði hins
vegar Barbara Jones, talskona lög-
reglunnar í Orlando.
Nowak er 43 ára og gift, þriggja
barna móðir. Hún er kafteinn í sjó-
hernum með meistaragráðu í geim-
flugsverkfræði. Lögreglan í Orlando
segir Nowak hafa lýst sambandi sínu
og Oefeleins, en hann er 41 árs, ógift-
ur tveggja barna faðir, þannig að þau
væru „meira en samstarfsfélagar en
ættu þó ekki í ástarsambandi“.
Sápuóperulegt drama um
ástir og afbrýði geimfara
Lisa NowakWilliam Oefelein
Efinn Spurningar
vekja forvitni.
Sókrates hollur