Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF fyrir sælkera á öllum aldri... Meðal efnis er: •Umfjöllun um veitingastaðina sem taka þátt í Food & Fun •Gómsætar uppskriftir úr íslensku hráefni •Sælkerauppskriftir frá meistarakokkum •Umfjöllun um erlendu kokkana sem verða á Food & Fun Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 12. febrúar. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað laugardaginn 17. febrúar 2007 tileinkað Food & Fun hátíðinni sem fer fram í sjötta skiptið dagana 21. - 25. febrúar. ● DÓTTURFÉLAG Landsbankans, Kepler – Landsbanki, hélt á dög- unum viðamikla ráðstefnu um nýt- ingu endurnýjanlegra orkugjafa í Par- ís. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, kynnti sýn Landsbank- ans á þróun nýtingar endurnýj- anlegra orkugjafa og ákvörðun bankaráðs um að leggja enn frekari áherslu á þetta svið fjármögnunar. Jafnframt lagði hann áherslu á stöðu Íslands í þessum efnum, en 72% af heildarorkunýtingar hér á landi koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum samanborið við heimsmeðaltal sem er 13%. Þrjú íslensk fyrirtæki kynntu starfsemi sína á ráðstefnunni; Hita- veita Suðurnesja, Jarðboranir og Enex. Landsbanki kynnir endurnýjanlega orku                !                   !"  #   $ ## %   "&     ' #  ( ) # * + , - . /+ ' #  & -' # , -  0   0  "    1   2$3 4 "54'  6          )7  " +   8  -   (-+  8  -   9: 5  ;0< $ =>   =>+++ 3 %3  ? %3        14 * + 13 -         ($  -  ( 35      !                                                                                 (- 2 3#  - + ='3 @ # - +A .  1  2                                        2 2    2 2   2                      2   2  2 2                     2  2 2   ?3#  @ #B =( C  +   "5%- 3# 2             2 2   2 2 2 1@3  3# 3 9 - D 1E     F F "=1) G<        F F HH ;0< 1 ##      F F ;0< . % 9##      F F 8H)< GI J    F F ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega í gær eða um 0,1% og var skráð 7.104,3 stig við lok viðskipta. Velta á hlutabréfamarkaði nam rúmum 7,6 milljörðum króna. Hlutabréf Atlantic Petroleum hækkuðu mest í gær eða um 2,26%. Bréf Icelandic hækkuðu um 1,4% og bréf Landsbankans um 0,7%. Hluta- bréf Eimskipafélagsins lækkuðu mest eða um 1,6%, bréf Mósaík lækkuðu um 1% og bréf Glitnis um 0,8%. Hlutabréf lækka ● Icebank hf. skilaði 5.662 milljónum króna hagnaði eftir skatt á árinu 2006 sam- anborið við 2.381 milljónir árið 2005 og er þetta rúmlega tvöföld- un hagnaðar milli ára. Eignir bankans voru samtals 86,9 milljarðar króna undir lok ársins 2006 en voru 65,6 milljarðar árið á undan. Eigið fé var 12 milljarðar króna samanborið við 5,7 milljarða árið 2005. Arðsemi eigin fjár 2006 var einstaklega há eða 63,8% sam- anborið við 54,3% árið 2005. Eig- infjárhlutfall var 17% í árslok 2006. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri, segir í tilkynningu með ársupp- gjörinu að sérhæfð lánastarfsemi bankans og gjaldeyris- og afleiðu- viðskipti hafi vaxið umtalsvert í sam- ræmi við breyttar áherslur í starf- seminni. Metafkoma hjá Icebank Finnur Sveinbjörnsson ● ICELANDAIR hefur samkvæmt frétt í Børsen frá í gær samið við SAS Groundservice um flugafgreiðslu á Charles de Gaulle-flugvellinum í Par- ís. Tók samningurinn gildi 1. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða 2.450 flug yfir árið. Haft er eftir Ástþóri Ingasyni hjá Icelandair að SAS Gro- undservice að fyrirtækið hafi boðið bestu þjónustuna og verðið, sem flugfélagið hefði gert kröfur um. Ice- landair flýgur yfir vetrartímann fjórum sinnum í viku til Parísar og níu sinn- um yfir sumarið. Icelandair semur við SAS í Frakklandi ÁRLEGT viðskiptaþing við- skiptaráðs Íslands verður haldið á Nordica hóteli í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðinu er metþátt- taka á þingið, frá um 500 manns, og þegar orðið uppselt. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Ísland, best í heimi?“ og er tileinkað al- þjóðlegu orðspori og ímynd Íslands. Erindi munu flytja Geir H. Haarde forsætisráðherra, Simon Anholt, sérfræðingur í ímynd þjóða, Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista og formaður viðskiptaráðs, og Halla Tómasdóttir, fram- kvæmdastjóri viðskiptaráðs. Þátt- takendur í umræðum verða Jón Ás- geir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Lýður Guðmundsson, stjórn- arformaður Bakkavarar og Exista, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Svafa Grönfeldt, rektor HR. Uppselt á viðskiptaþingið Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is MOODY’S hefur lækkað einkunn Glitnis fyrir fjárhagslegan styrkleika úr C+ í C. Matsfyrirtækið segir horfur bankans nú stöðugar en í apríl 2006 breytti það þeim í neikvæðar. Langtímaeinkunn bankans er staðfest A1 og sömuleiðis skamm- tímaeinkunn sem er áfram P-1. Í til- kynningu Moody’s er staðfesting lánshæfismatsins sögð endurspegla þá skoðun félagsins að íslenska ríkið muni hlaupa undir bagga ef bankinn lendir í erfiðleikum. Aukin áhættusækni Aukin áhættusækni bankans er í tilkynningu frá Moody’s sögð ástæða lækkunarinnar. Glitnir hafi ráðist í sex yfirtökur í þremur löndum á rúmu ári en svo hraður vöxtur auki áhættu í stjórnun bankans. Breytingar í eigendahópi bankans hafa að mati Moody’s haft áhrif á stjórnunarhætti hans en tveir hlut- hafar fara nú með yfir 50% í bank- anum, þ.e. Milestone og FL Group. Þótt þeir séu ótengdir þá hafi þeir töluvert um stefnu bankans að segja og geti hamlað sjálfstæði banka- stjórnar svo að halli á minni hluthafa. Lán til stjórnarmanna Glitnis hafi árið 2006 aukist um 60% og farið úr 23 milljörðum króna í 37 milljarða. Segir Moody’s að áhættusama stefnu bankans um hraðan vöxt megi túlka þannig að bankinn þjóni frekar hlut- höfum sínum en lánadrottnum. Tóm- as Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis, segir að alls séu þessi útlán rúm 2% af heildarútl- ánum bankans í upphafi árs og þar sem þessir aðilar fari með eignarhlut í Glitni lúti lán til þeirra sérstökum reglum og séu undir eftirliti Fjár- málaeftirlitsins. Jafnframt segir Moody’s að áhætta í útlánum bankans hafi auk- ist. Vanskil hafi verið lítil en á móti komi að lán til tengdra aðila séu hlut- fallslega mikil og áhættan bundin við fáa eignaflokka. Nefnir Moody’s sér- staklega að 31% af heildarútlánum Glitnis sé bundið í fasteignum og seg- ir lánshæfismatsfyrirtækið þá stöðu óþægilega þegar vextir fari hækk- andi hvarvetna á Norðurlöndunum. Greining KB banka segir lækkun Moody’s á Glitni ekki koma á óvart; hún hafi legið í loftinu síðan horfum bankans var breytt síðastliðið vor. Moody’s lækkar einkunn Glitnis  Moody’s segir innviði bankans veikari vegna aukinnar áhættusækni  Tveir hluthafar með yfir 50% og miklar lánveitingar til tengdra aðila Í HNOTSKURN » LánshæfismatsfyrirtækiðMoody’s lækkaði einkunn Glitnis fyrir fjárhagslegan styrk úr C+ í C. » Ástæða lækkunarinnar ervaxandi áhætta í rekstri bankans og bendir Moody’s sérstaklega á breytingar á eignarhaldi bankans. » Tveir aðilar, FL Group ogMilestone, fara með yfir 50% hlut í Glitni og lán bank- ans til tengdra aðila jukust um 60% á síðasta ári. Segir Moody’s þetta fyrirkomulag geta haft áhrif á sjálfstæði bankans. FJÁRMÖGNUN fjárfestingasjóðs- ins Brúar II er lokið og er samanlögð fjárfestingageta sjóðsins 5,5 millj- arðar króna. Aðstandendur sjóðsins fögnuðu þessum áfanga í gær ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem ávarpaði samkomuna. Lífeyrissjóðir eru stærstu fjár- festar sjóðsins og þar á meðal eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Líf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóður, en einnig hafa Straumur – Burðarás og Trygginga- miðstöðin lagt fé í sjóðinn. Áhersla á nýsköpunarfyrirtæki Brú II Venture Capital Fund er, eins og nafnið gefur til kynna, sjóður sem settur er upp að erlendri fyr- irmynd um áhættusjóði. Sjóðurinn mun einbeita sér að fjárfestingum í óskráðum og ört vaxandi fyrirtækj- um og er stærsti innlendi fjárfest- ingasjóðurinn á sínu sviði. Þannig hyggst sjóðurinn fjárfesta við upp- haf hraðvaxtarskeiðs og selja síðan hlut sinn þegar vaxtarskeiðinu lýkur. Gísli Hjálmtýsson, framkvæmda- stjóri Brúar, segir í tilkynningu að Brú II vilji fjárfesta í nýjum íslensk- um fyrirtækjum og stuðla þannig að öflugra atvinnulífi og skapa fjárfest- ingartækifæri til framtíðar. „Nýsköpun er lykillinn að framtíð- arhagvexti þjóðarinnar og sá þáttur sem samkeppnisþjóðir okkar leggja mesta áherslu á. Árangur Íslendinga á þessu sviði er til fyrirmyndar sem sést best á því að uppistaðan á að- allista kauphallarinnar í dag eru fyr- irtæki sem ekki voru til fyrir 25 ár- um,“ segir Gísli. Brú II reiðubúin til fjárfestinga Morgunblaðið/ÞÖK Fagnað Geir H. Haarde forsætisráðherra tók þátt í fögnuðinum. Brú II með 5,5 milljarða króna fjárfest- ingagetu og hyggst fjárfesta í nýsköpun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.