Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 17 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is DANÍEL Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn á Akureyri, segir að embættið skorti fleiri starfsmenn, m.a. til þess að sinna rannsóknum á fíkniefnabrotum í bænum. Lang- flest afbrot í höfuðstað Norðurlands tengjast nú orðið fíkniefnaneyslu. Fólki og bílum fjölgar Almennir lögreglumenn á vakt á Akureyri eru jafnmargir nú og þeir voru fyrir 30 árum. „Að stofni til hafa verið fimm lögreglumenn á al- mennum vöktum á þessum tíma, fyrir utan fjóra sérsveitarmenn sem staðsettir hafa verið hér síðan fyrir tveimur árum,“ sagði Daníel við Morgunblaðið. Hann tók fram að þeir menn væru ekki alltaf við störf á Akureyri heldur sinntu öllu Norð- urlandi. „Þeir eru samt viðbót við sýnilega löggæslu.“ Fjölgun í lögreglunni á Akureyri síðustu 20 ár – fyrir utan áður- nefnda sérsveitarmenn – hefur að- eins verið í rannsóknardeildinni. Rannsóknarlögreglumenn voru þrír 1986, sá fjórði bættist við 1989 og sá fimmti 1999. „Þá var ráðið í sér- staka stöðu fíkniefnalögreglu- manns.“ Daníel segir ekki hægt að dæma um nauðsynlegan fjölda lögreglu- manna eftir einstaka afbrotalotum eins og riðið hafa yfir bæinn und- anfarið. „Hitt er annað mál að það er alveg rétt að starfssvið lögregl- unnar hefur breyst og víkkast; öku- tækjum hefur fjölgað á svæðinu og fólki einnig og vissulega er þörf á fleiri mönnum í lögregluliðið.“ Starfssvæðið stækkar Um áramót stækkaði starfssvæði lögreglunnar á Akureyri. Fram að því sáu Akureyringar einungis um Eyjafjarðarsvæðið en þeir koma nú að öllum stórum málum frá Hrúta- firði í vestri austur á Langanes. Með „stórum“ málum er átt við manndráp, stórkostlegar líkams- árásir og alvarlegustu umferðar- slysin. „Það er ekki víst að þetta verði mörg mál á ári, en þau krefj- ast samt vinnu og tíma, eðli málsins samkvæmt,“ segir Daníel. „Hvert mál getur tekið nokkra daga fyrir tvo menn.“ Einn lögreglumaður á Akureyri sinnir forvarnar- og fræðslumálum, segir Daníel. Það hafi gefið mjög góða raun en sá maður hafi verið tekinn af vöktum til þess arna og því vanti í raun einn vaktmann í liðið. „Svo vantar okkur annan rannsókn- arlögreglumann til þess að rann- saka fíkniefnamál og mann til þess að sjá um fíkniefnahundinn, sem er heilmikið starf.“ Spurður um það hvort lögreglan á Akureyri hafi barist fyrir því að fjölgað verði í liðinu segir Daníel: „Já, það höfum við gert, en það virð- ist vera mjög erfitt að fá auknar fjárheimildir til lögreglunnar.“ Yfirlögregluþjónninn á Akureyri segir aðspurður að embættið muni gera tillögur um fjölgun lögreglu- manna í bænum vegna fjárlaga 2008. „Fjárlög fyrir yfirstandandi ár liggja fyrir og í þeim eru ekki heimildir til þess að fjölga mönnum umfram það sem við höfum.“ Hvað þarf og hvað þarf ekki? Daníel segir lögregluna á Akur- eyri sannarlega ekki geta sinnt öllu sem hún vildi sinna. „En auðvitað má alltaf deila um það hvað er þörf á að gera. Kannski finnst þeim sem ráða yfir fjármagninu þetta bara vera í góðu lagi. Meðaltalstölur yfir brot hér eru ekki hærri en annars staðar á landinu.“ Yfirlögregluþjónn segir að fleiri menn vanti til að sinna fíkniefnamálum Þeim sem sjá um fjármálin finnst ástandið kannski í lagi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í HNOTSKURN »Yfirlögregluþjónninn á Ak-ureyri segir að lög- reglumenn séu of fáir í bænum og sérstaklega vanti mann sem sinni aðallega fíkniefnamálum. »Lögreglumenn á almennumvöktum á Akureyri eru jafnmargir nú og fyrir 30 ár- um. »Deila má um það hvað ernauðsynlegt segir yfirlög- regluþjónninn. „Kannski finnst þeim sem ráða yfir fjármagn- inu þetta bara vera í góðu lagi. Meðaltalstölur yfir brot hér eru ekki hærri en annars stað- ar á landinu.“ INGÓLFUR Ásgeir Jóhannesson, prófess- or og brautarstjóri framhaldsnáms við kennaradeild Háskólans á Akureyri, held- ur í dag á Félagsvísindatorgi fyrirlestur sem hann nefnir Fjölmenning, sjálfbær þróun og menntastefna. Fyrirlesturinn verður í stofu L201 á Sólborg við Norð- urslóð og hefst kl. 12.00. Ingólfur hefur gert könnun á því hvern- ig fjölmenning og menntun til sjálfbærrar þróunar birtast í skráðri stefnu ríkisins og fimm fjölmennustu sveitarfélaga landsins. Fjölmenning, sjálf- bærni og menntun HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hef- ur komist að þeirri niðurstöðu, að maður, sem slasaðist árið 1999 þegar hann var að losa farm af vörubíl sínum, eigi rétt á rúm- lega 7,8 milljóna kr. bótum frá trygginga- félagi. Félagið vildi ekki greiða bæturnar þar sem það taldi ósannað að slysið mætti rekja til notkunar bílsins samkvæmt skil- greiningu umferðarlaga. Slysið varð þegar maðurinn var að flytja furuplanka og gifsplötur í bíl sínum. Á áfangastað fór maðurinn inn í flutnings- rými bílsins og losaði um strekkiólar. Mað- urinn losaði fyrst um frammi í flutnings- rýminu en þegar hann var að ganga meðfram farminum til að losa ólar að aft- an féllu gifsplöturnar á manninn með þeim afleiðingum að hann klemmdist og hlaut alvarlega áverka. Hefur örorka hans verið metin 30% af völdum slyssins. Í niðurstöðum fjölskipaðs dóms kemur fram, að tryggingafélagið hafi haldið því fram að tjón mannsins megi að stærstum hluta rekja til eigin sakar hans og óhappa- tilviljunar. Dómurinn segir hins vegar, að tryggingafélagið hafi ekki útlistað sér- staklega í hverju sök mannsins hafi falist eða sýnt fram á að hann hafi getað leyst verk sitt með öðrum hætti. Manni dæmdar 7,8 milljónir í bætur vegna vinnuslyss Mosfellsbær | Aðferðarfræði Mos- fellsbæjar vegna tengibrautar inn í Helgafellshverfi hefur verið í fullu samræmi við lög og reglur, sam- kvæmt yfirlýsingu, sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mos- fellsbæ, sendi frá sér í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að ekki hafi verið rétt eftir lögmanni stofnunarinnar haft í frétt um málið í Ríkisútvarpinu 2. febrúar sl., því Umhverfisstofnun hafi tvisvar gefið umsögn um framkvæmdina. „Í fyrra skiptið í tengslum við umfjöllun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar og í síðara skipt- ið í tengslum við kæru á ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfis- ráðuneytisins. Í ítarlegum úrskurði umhverfis- ráðherra frá 7. desember 2006 var staðfest sú niðurstaða Skipulags- stofnunar að framkvæmdin væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfisáhrif- um. Sérstaklega er tekið fram í úr- skurði ráðuneytisins, sem er æðra stjórnvald en UST, að framkvæmdin brjóti ekki gegn ákvæðum náttúru- verndarlaga eða fari gegn ákvæðum um náttúruminjaskrá sem gilda um Varmá. Með vísun til niðurstöðu Skipu- lagsstofnunar og úrskurðar um- hverfisráðherra er ljóst að ekki er hætta á því að gerð umræddrar tengibrautar spilli Varmánni. Það er því hafið yfir allan vafa að 38. gr. náttúruverndarlaga á ekki við í þessu tilviki. Mosfellsbæ var heimilt að veita framkvæmdaleyfið án þess að enn á ný væri leitað umsagnar UST.“ Í samræmi við lög og reglur Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ORKUVEITA Reykjavíkur gekk í haust frá samningi við Ístak um lagn- ingu á um 10 km langri metangas- leiðslu milli Álfsness og Ártúnshöfða. Hluti af svæðinu sem leiðslan fer um er á náttúruminjaskrá en Umhverf- isstofnun telur ekki hættu á verulegri röskun á landinu og hefur samþykkt framkvæmdirnar. Gasleiðslan verður tilbúin í haust. Leiðslan á að liggja frá hreinsistöð- inni í Álfsnesi að sjó í Gunnunesi, á sjávarbotni að Geldinganesi, hún kem- ur svo á land við Eiðið við Geldinganes og þaðan liggur hún þvert yfir Gufu- nes samsíða skolplögn sem þar er. Þar fer hún aftur í sjó þvert fyrir mynni Grafarvogs að Elliðaárósum þar sem hún kemur að landi og þaðan liggur hún að áfyllingarstöð Olíufélagsins við Bíldshöfða. Helgi Jensson, forstöðumaður framkvæmda- og eftirlitssviðs Um- hverfisstofnunar, segir að leiðslan liggi um fjögur svæði sem séu á nátt- úruminjaskrá; Úlfarsá að Blika- staðakró, Leirvog, Gufuneshöfða og Elliðaárdal. Samkvæmt nátt- úruverndarlögum beri fram- kvæmdaraðila að leita umsagnar Um- hverfisstofnunar sé hætta talin á verulegri röskun á framkvæmda- svæði. Það hafi verið gert og miðað við framlögð gögn og framkvæmdalýs- ingu telji Umhverfisstofnun að ekki sé hætta á verulegri röskun á viðkom- andi svæðum vegna leiðslunnar. Þó að yfirvöld hafi samþykkt fram- kvæmdirnar eru ekki allir á eitt sáttir. Náttúruvaktin hefur í bréfi til Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra skorað á ráðherrann að „veita engar und- anþágur til framkvæmda á friðlýstum svæðum eða á náttúruminjaskrá nema staðfest sé að brýnir almannahags- munir liggi til grundvallar fram- kvæmd og allar aðrar leiðir hafi fyrst verið kannaðar.“ Grænt ljós Gísli Marteinn Baldursson, formað- ur umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, segir að allar stofnanir sem til þess séu bærar, bæði Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun, hafi gefið grænt ljós á framkvæmdirnar. Ekki hafi samt verið gefið út framkvæmdaleyfi þar sem málið sé enn í vinnslu. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitunnar, segir að leiðsl- an eigi meðal annars að liggja með- fram skolplögn sem sé til staðar. Ástæðan fyrir því að leiðslan fari ekki yfir Geldinganesið sé sú að verið sé að huga að Sundabraut. Samkvæmt fyr- irliggjandi hugmyndum eigi hún að fara um austurhluta nessins og þótt sennilega væri ódýrara að fara með leiðsluna yfir nesið yrði það skamm- góður vermir ef síðan þyrfti að flytja hana fljótlega vegna Sundabrautar. Samkvæmt skilmálum eigi fram- kvæmdir að fara fram þegar sem mest af lífríkinu á svæðinu sé í dvala og því verði hafist handa mjög fljótlega. Ekki talin hætta á verulegri röskun vegna gasleiðslu Morgunblaðið/Golli Metan Hauggasið er sogað upp í hreinsibúnaðinn í Álfsnesi. Í HNOTSKURN » Gasleiðslan verður um 10km löng og þar af liggja um þrír km í sjó en ummál hennar verður um 10 cm. » Kostnaður við lagninguleiðslunnar er um 100 milljónir króna. » Haustið 1956 var rekstrigasstöðvarinnar við Hlemm hætt. » Orkuveita Reykjavíkurkemur til með að eiga og reka gaslögnina. 8   ,9                    66 5--, " #$  %  &%' #  7 ) ' & 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.