Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 15 ERLENT Aranjuez. AP. | Victor Manuel Lozano gerir það sem flest önnur tveggja ára börn taka sér fyrir hendur. Hann fer í leikskóla, teiknar og þeysist um á þríhjóli. Líf hans er þó óvenjulegt að því leyti að hann gerir þetta í fangelsi, býr þar með mömmu sinni, sem hefur verið dæmd fyrir morð, og pabba sínum, eiturlyfjasmyglara. Spænskir embættismenn segja þetta eina fang- elsið í heiminum með klefa sem ætlaðir eru fjöl- skyldum. Þeir hafa verið kallaðir „fimm stjarna klefarnir“, eru með barnarúm og skreyttir með teiknimyndafígúrum. Fyrir utan er jafnvel leik- völlur fyrir börnin. Hugmyndin er að börnin tengist foreldrum sín- um í fangelsinu – meðan þau eru enn svo ung að þau gera sér ekki fulla grein fyrir fangelsuninni – og að hjálpa föngunum að læra að ala upp börn. Sálfræðingur fangelsisins og fangarnir við- urkenna að fangelsi geti aldrei verið kjörinn stað- ur til að ala upp börn en segja að aðskilnaður myndi vera enn verri. „Þau annast vel um okkur og ég er mjög glöð að búa hérna hjá barninu mínu og manninum mín- um,“ sagði Carmen Garcia, móðir Victors Manu- els. „Þetta er þó ekki besti staðurinn til að ala upp börn. Þau eru að nokkru leyti fangar líka.“ Garcia, sem er 28 ára, var dæmd í tíu ára fang- elsi fyrir að myrða unnusta sinn. Hún kynntist eiginmanni sínum, Victor Lozano, í fangelsi. Þau gengu í hjónaband á bak við lás og slá áður en Vic- tor Manuel fæddist. Tekin í burtu þriggja ára Fangelsið er eini staðurinn sem barnið þekkir. Vörður vekur fjölskylduna á morgnana og Victor Manuel er læstur inni í klefanum á kvöldin eftir að hafa leikið sér við börn annarra fanga á leikvell- inum. Stundum stendur hann fyrir utan klefann og grætur vegna þess að hann vill ekki vera læst- ur inni. Fangelsið er um 40 km sunnan við Madríd og í því eru 36 klefar. Börnin geta aðeins verið þar til þriggja ára aldurs. Þegar þau hafa náð þeim aldri eru þau flutt í burtu og látin í fóstur hjá ætt- ingjum eða öðrum á vegum félagsmálayfirvalda. Sálfræðingur fangelsisins, Maria Yela, við- urkennir að þægindin í fjölskylduklefunum geti orðið til þess að fangar freistist til að hafa svik í frammi. Margar konur með börn, sem eru að verða þriggja ára, hafi reynt að verða barnshaf- andi aftur til að geta verið áfram í klefanum. Nokkrir sérfræðingar hafa varað við því að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn að alast upp á bak við lás og slá fyrstu árin. „Fram hafa komið fjölmargar vísbendingar um að þetta hafi áhrif á þau til langs tíma,“ sagði Frances Crook, forstöðumaður stofnunar í London sem beitir sér fyrir umbótum í fangelsismálum. „Þau sjá ekki dýr, þau sjá ekki tré, fá ekki þá örvun sem þau þurfa til að þroskast sem heilbrigð börn.“ Spænsk yfirvöld segja að fangelsið hafi gefið góða raun en viðurkenna að það geti verið mjög sárt fyrir börnin að vera tekin frá foreldrum sín- um þegar þau verða þriggja ára. Yela hefur líka efasemdir um að það sé hollt fyrir börn að alast upp í fangelsi fyrstu árin en segir að mestu máli skipti að fjölskyldurnar séu saman. „Það þarf að stuðla að tengslum milli barns og foreldra þess,“ sagði hún. Fjölskyldufangelsið var reist árið 1998. Til eru mörg fangelsi víða um heim þar sem börn geta verið hjá mæðrum sínum. Í Danmörku er fangelsi þar sem hjón geta verið saman á daginn í sér- stakri deild – með eða án barna – en eru síðan að- skilin á kvöldin og barnið sefur hjá móður sinni. Fimm stjarna fjölskylduklefar Börn búa hjá foreldrum sínum í spænsku fangelsi AP Fangelsissæla Barn í faðmi foreldra sinna í fjölskylduklefa í Aranjuez-fangelsinu á Spáni. London. AP. | „Við lendum í grjótinu félagi,“ sagði ónefndur banda- rískur flugmaður við kollega sinn í annarri vél eftir að honum varð ljóst að þeir hefðu skotið á skrið- dreka banda- manna sinna í Írak þann 28. mars 2003. Atvikið komst upp þegar breska blaðið The Sun birti samtöl úr myndbandi úr flugstjórnarklefan- um í gær. Bandaríkjaher hafði neit- að að láta myndbandið í hendur fjöl- skyldu Matty Hull, hermannsins sem lést í árásinni, þrátt fyrir beiðni breska stjórnvalda. Um borð í Scorpion-skriðdreka Flugmennirnir, sem stýrðu tveim- ur bandarískum A-10 orrustuþotum, hófu skothríð á Scorpion-skriðdrek- ann sem Hull var staddur í. Var drekinn í hópi fimm farartækja sem tóku þátt í bardögum utan við írösku borgina Basra og höfðu staðnæmst þegar hópur óbreyttra borgara nálg- aðist þau með hvítan fána. Hófst þá skothríð orrustuþotnanna. Sean McCormack, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði flugmennina strax hafa gert sér grein fyrir því að um „hræðileg mistök“ hefði verið að ræða. Marg- aret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, lofar rannsókn á málinu í samvinnu við bandarísk stjórnvöld. Felldu bandamann í skriðdreka Myndbandinu lekið eftir marga ára þögn Matty Hull

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.