Morgunblaðið - 20.03.2007, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
S
kipuleg leit að krabbameini í ristli
og endaþarmi á að hefjast á næsta
ári, samkvæmt þingsályktunar-
tillögu sem Alþingi samþykkti síð-
astliðinn laugardag. Þetta verður
þriðja skipulagða krabbameinsleitin fyrir Ís-
lendinga og sú fyrsta sem nær jafnt til karla
og kvenna.
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, kvaðst hafa verið með-
flutningsmaður þingsályktunartillögunnar á
síðasta þingi. Hún sagði að með samþykkt
hennar væru Íslendingar að skipa sér í
fremstu röð þjóða hvað varðaði skimun fyrir
krabbameini í ristli og endaþarmi. Hér væri
stigið mjög mikilvægt skref til krabbameins-
varna hér á landi.
„Það er líklegt að við munum innleiða skim-
unina í áföngum,“ sagði Siv. Hún sagði eftir að
ákveða hvernig skimunin yrði útfærð en rætt
yrði við leiðandi aðila á því sviði um fram-
kvæmdina. Nú yrði hugað að þessu máli í fjár-
lagagerðinni fyrir næsta ár, en Alþingi yrði
síðan að samþykkja fjárveitingar til þess.
Siv sagði hina nýju skimun vera í anda heil-
brigðisáætlunar til ársins 2010. Þar segir m.a.
um krabbameinsvarnir að aðalmarkmiðið sé að
dánartíðni vegna krabbameina hjá fólki yngra
en 75 ára lækki um 10%.
„Um þriðjungur þjóðarinnar fær krabba-
mein á lífsleiðinni. En það hafa orðið mjög
miklar framfarir í meðferð ýmissa krabba-
meina. Margir fá bót meina sinna og öðrum er
gert kleift að lifa lengur með sjúkdóminn en
áður. Við Íslendingar stöndum afar framarlega
í meðhöndlun krabbameinssjúkra,“ sagði Siv.
Stór dagur í baráttu gegn krabbameini
„Þetta er stór dagur í baráttunni gegn þessu
illvíga krabbameini,“ sagði Ásgeir Theodórs,
sérfræðingur í meltingarsjúkdómum. „Þetta er
orðin löng leið frá því Árni Ragnar Árnason
heitinn alþingismaður hóf þessa baráttu með
okkur fyrir auknum forvörnum gegn krabba-
meini í meltingarvegi.“
Í greinargerð með þingsályktunartillögunni
kemur m.a. fram að krabbamein í ristli og
endaþarmi sé eitt af algengustu krabbamein-
um meðal Íslendinga og önnur algengasta dán-
arorsökin af völdum krabbameina. Ásgeir
sagði stefnt að því að skimað yrði fyrir þessu
krabbameini hjá körlum og konum á aldrinum
55–74 ára. Annað hvert ár verði athugað hvort
blóð finnst í hægðum fólks og finnist það fer
fólk í ristilspeglun. Ásgeir sagði að um 26 þús-
und Íslendingar væru á þessu aldursbili og því
þyrfti að rannsaka um 13 þúsund manns á
hverju ári.
„Okkur hefur ekki orðið ágengt í baráttunni
við þetta krabbamein til þessa því við erum að
greina fólk of seint. Við viljum greina sjúkdóm-
inn á því stigi sem hann er einkennalaus og
jafnvel á forstigi. Þetta er eitt af fáum krabba-
meinum þar sem við þekkjum forstigið,“ sagði
Ásgeir. Hann sagði að þegar fólk hefði náð 55
ára aldri ætti forstigið að vera komið í ljós. Ás-
geir taldi góðar líkur á að með skipulegri leit
megi lækka dánartíðni af völdum þessa
krabbameins um 22–25%, eins og staðan væri
nú. Hugmyndin er að skipuleggja leitina á svip-
aðan hátt og nú er gert varðandi leit að brjósta-
krabbameini og leghálskrabbameini. Ásgeir
sagði að skipulögð leit að krabbameini í ristli
og endaþarmi væri hafin bæði í Finnlandi og
Bretlandi.
Talið að lækka megi dánartíðni af völdum ristilkrabbameins um 22–25% með leit
Skipuleg leit hefst á næsta ári
Í HNOTSKURN
»Nú greinast um 120 Íslendingar áári með krabbamein í ristli og
endaþarmi og um 55 einstaklingar
deyja vegna þess á hverju ári. Rúm-
lega helmingur þeirra sem greinast er
á lífi að fimm árum liðnum frá grein-
ingu.
»Talið er að lækka megi dánartíðniaf völdum þessa krabbameins um
22–25% með skipulegri leit.
»Þingsályktunartillagan var flutt átveimur síðustu þingum en ekki
samþykkt fyrr en nú. Fyrsti flutnings-
maður var Drífa Hjartardóttir en flutn-
ingsmenn voru úr öllum þingflokkum.
Siv Friðleifsdóttir
heilbrigðisráðherra.
Ásgeir Theodórs
læknir.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
FISKNEYSLA ungs fólks hefur
dregist töluvert saman á undan-
förnum árum og borðar ungt fólk
fisk sem aðalrétt að meðaltali 1,3
sinnum í viku. Þetta kemur fram í
niðurstöðum nýrrar rannsóknar
Matís ohf. og fleiri aðila á fisk-
neyslu fólks á aldrinum 17–26 ára.
Þær benda til þess að Íslendingar
muni borða enn minna af fiski í
framtíðinni ef ekkert verði að gert.
„Það er áhyggjuefni að fiskneysla
ungs fólks sé lítil,“ sagði Einar K.
Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra
þegar niðurstöðurnar voru kynnt-
ar á blaðamannafundi í Sjóminja-
safninu í gær.
Hann sagði þessa niðurstöðu
slæma og skynsamlegt og nauð-
synlegt væri að reyna að auka
neysluna. Áfram þyrfti að kanna
neysluvenjur fólks og fiskurinn
mætti ekki láta undan síga í sam-
keppni við aðrar matartegundir.
Emilía Martinsdóttir, verkefna-
stjóri hjá Matís, kynnti niðurstöð-
ur rannsóknarinnar. Hún var gerð
bæði hjá nemum og ungu fólki á
vinnumarkaði og var úrtakið 1.735
manns. Spurt var í kennslustund-
um og á Netinu og var rannsóknin
unnin á um einu og hálfu ári.
Þegar neyslutíðni matvæla var
rannsökuð var fiskur í neðstu sæt-
unum, en kjöt, pasta og hvítt kjöt
fyrir ofan. Vinsælasta fisktegundin
reyndist vera ýsa, sem Emilía
sagði ekki koma á óvart. Hins veg-
ar væru túnfiskur og rækjur í öðru
sæti og benti Emilía á að margt
ungt fólk borðaði þessar fiskteg-
undir á samlokum.
Fáar fiskverslanir þar
sem barnafólkið býr
Í rannsókninni var kannað hvar
fisksala væri að finna. Í ljós kom að
48% fisksala á höfuðborgarsvæð-
inu eru í miðbæ, vesturbæ og á Sel-
tjarnarnesi. Aðeins 8% eru fyrir
allan Grafarvoginn, Grafarholtið
og Árbæinn. Kópavogur og Hafn-
arfjörður eru með 12% hvor, en í
Mosfellsbæ og Garðabæ eru engar
fiskbúðir. Emilía sagði það vekja
athygli að fiskbúðir væru „mjög
fáar í úthverfum þar sem barna-
fjölskyldur búa“. Þá kom í ljós í
rannsókninni að í sumum sjávar-
byggðum, á borð við Ísafjörð, væru
engar fiskbúðir. Þó væri fiskneysla
fólks á landsbyggðinni öllu meiri
en á höfuðborgarsvæðinu.
Friðrik Jónsson, forstöðumaður
Félagsvísindastofnunar, sagði að
þegar afstaða ungs fólks til matar
og heilsu væri greind kæmu í ljós
þrír hópar. Sá minnsti væri 18% af
heildinni, en þessi hópur neytti
töluverðs fisks og væri ekki auð-
velt að hafa áhrif á hann. Í næsta
hópi, sem væri 39% heildarinnar,
væru aðallega karlmenn. Þessi
hópur hefði lítinn áhuga á fisk-
neyslu en kysi helst kjöt og skyndi-
bita. Þriðji hópurinn og sá stærsti,
eða 43%, væri að stærstum hluta
konur sem vildu gjarnan neyta
fisks og væri mikilvægt að ná til
hans.
Friðrik sagði að meðal þess sem
rannsóknin leiddi í ljós væri að
matarvenjur í æsku hefðu áhrif á
þær hefðir sem fólk fylgdi á full-
orðinsárum. Þá sagði hann ljóst að
konur væru gefnari fyrir fisk en
karlar.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Einar áhyggjufullur Sjávarútvegsráðherra skoðar tölur um minnkandi neyslu ungs fólks á fiski, en útlit er fyrir að hún geti minnkað enn frekar.
Fiskur ratar æ sjaldnar
á disk unga fólksins
Í HNOTSKURN
» Rannsóknin er sam-vinnuverkefni Matís ohf.,
Félagsvísindastofnunar Há-
skóla Íslands, Rannsóknar-
stofu í næringarfræði á
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi og fyrirtækisins
Icelandic Services.
»Spurt var um viðhorf tilheilsu, fiskneyslu, neyslu
annarra matvæla og inn-
kaupa á fiski.
»Þá var spurt um smekk ámismunandi fiskréttum.
»Einnig var spurt umþætti sem hafa áhrif á
fiskneyslu.
Á HEIMILI Elíasar Ey-
þórssonar, MR-nema,
er fiskur eldaður 3–4
sinnum í viku, en pabbi
Elíasar selur fisk.
Elías segir steiktan
fisk í uppáhaldi hjá sér.
Hann segist velta
fyrir sér hollustu fisks-
ins. „Þetta er fínn pró-
teingjafi,“ segir hann.
„Jú, ætli það ekki,“ segir Elías þegar
hann er spurður hvort hann stefni sjálfur
á að matreiða fisk þegar hann fer sjálfur
að halda heimili. Reyndar sé nokkuð erf-
itt að elda fisk. „Ég hef tvisvar reynt það
og í bæði skiptin skaðbrenndi ég fisk-
inn.“
„Þetta er fínn
próteingjafi“
„MÉR finnst ég borða
mikinn fisk miðað við
jafnaldrana,“ segir
Urður Anna Björns-
dóttir, nemandi í MR.
Pabbi Urðar, sem er
kokkur, sér um mat-
seldina á heimili henn-
ar og þar er fiskur á
borðum 1–2 sinnum í
viku. Urður Anna borðar fiskinn af
bestu lyst og segir lax og saltfisk í
uppáhaldi.
Hún kveðst ekki hugsa sérstaklega
um hollustuna þegar hún snæði fisk,
heldur borði bara það sem henni finnist
gott.
Hún geri fastlega ráð fyrir að elda
fisk sjálf þegar hún flytur að heiman.
Lax og saltfiskur
í uppáhaldi
„MÉR finnst hann ekki
góður,“ segir Jóhanna
Gísladóttir, nemandi í
MR, en hún kveðst
vera lítið gefin fyrir
fiskmeti. Jóhanna seg-
ir mömmu sína sjá um
matseldina á heimilinu
og sé fiskur á boð-
stólum um það bil
tvisvar sinnum í viku. „Þá borða ég
hrísgrjónin og ostinn ofan af,“ segir
hún.
Jóhanna segir aðspurð að hún geri
ráð fyrir því að elda stundum fisk þegar
hún fari sjálf að halda heimili. „Kannski
svona einu sinni í viku, upp á holl-
ustuna,“ segir hún.
Einu sinni í viku
upp á hollustuna